Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sverrir Hall-grímur Sveins- son fæddist í Gler- árþorpi á Akureyri 14. mars 1949. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 28. nóvem- ber. Foreldrar hans voru hjónin Bryn- hildur Ólafsdóttir frá Brekku í Gler- árþorpi, f. 23. janúar 1919, d. 7. septem- ber 1982, og Sveinn Jónasson frá Banda- gerði í Glerárþorpi, f. 16. maí 1924, þau slitu samvistum. Seinni kona Sveins er Unnur Guðmundsdótt- ir. Systkini Sverris eru Guðrún Sóley, f. 1940, Björg, f. 1941, Jónas, f. 1942, Víglundur, f. 1944, d. 1946, Víglundur Jóhann, f. 1945, Sigurveig, f. 1950, og Hafdís, f. 1952. Sverrir kvæntist 2. nóvember 1968 Sigurlaugu Sveinbjörns- dóttur frá Akureyri, f. 4. júní 1951. Foreldrar hennar eru hjón- in Erla Einarsdóttir frá Fá- skrúðsfirði, f. 17. desember 1927, og Sveinbjörn Jónsson frá Hlíð- arhaga í Eyjafirði, f. 26. júní 1925, d. 29. júní 1999. Systk- ini Sigurlaugar eru Jón, f. 1949, Einar, f. 1950, Sveinbjörn, f. 1953, Elsa Birna, f. 1955, og Bjarni, f. 1963. Sverrir og Sigurlaug eignuðust tvö börn, þau eru Sveinbjörn, f. 28. júní 1969, og Berg- lind Elva, f. 27. október 1979. Sverrir ólst upp í þorpinu á Akureyri og lauk þar hefðbundinni skóla- göngu. Hann fór ungur til sjós. Eftir að hann gifti sig fór hann að vinna í landi við ýmis verka- mannastörf, rak hann Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna á Akureyri í þrjú ár, lengst vann hann hjá Ofnasmiðju Norður- lands. Lengst af bjó hann á Ak- ureyri, auk þess í Danmörku og síðustu árin í Kópavogi. Útför Sverris fer fram frá Hjallakirkju fimmtudaginn 6. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri bróðir. Það eina sem vitað er með vissu um framtíð okkar þegar við fæðumst er að í fyllingu tímans munum við deyja. Hvort sá tími sem við fáum hér á jörð verður langur eða skammur er okkur hulið en að þú, sem varst næstyngstur í krakka- hópnum hennar mömmu, skyldir verða fyrstur til að fara þessa óvissuferð sem bíður okkar allra, því hefði ekkert okkar trúað. Þær þung- bæru fréttir sem bárust okkur á öld- um ljósvakans, síðla dags, 28. nóv- ember hljómuðu því heldur óraunverulega, þetta gat ekki verið satt. En þannig er lífið, eitt af öðru hverfum við á braut, oft án nokkurs fyrirvara, líkt og hendi sé veifað en eftir stöndum við ættingjar og vinir ráðvillt, með minningarnar einar í handraðanum. Bernskuminningarn- ar eru hverjum manni dýrmætur sjóður sem gott er að ylja sér við, og til hans hefur hugur okkar systkin- anna leitað undanfarna daga. Við munum þig sem lítinn snagg- aralegan strák, dálítið feiminn, en harðan í horn að taka og ófúsan að láta í minni pokann fyrir stóru bræðrunum. Oft flugust þið á en vor- uð samt alltaf vinir að áflogunum loknum og skiptuð bróðurlega á milli ykkar snúðunum sem þið funduð í eldhússkápunum hjá mömmu. Ég minnist þess líka að hafa heyrt þá sögu, að þegar þú áttir að byrja að ganga í skóla hafir þú þverneitað að fara. Á það var að sjálfsögðu ekki hlustað og vatnsgreiddan, rauðan út að eyrum teymdi mamma þig á fund kennarans. Ekki tókst honum að fá þennan nýja nemanda til að segja eitt einasta orð við sig þennan fyrsta skóladag og þannig gekk það til næstu daga. Það var því ekki laust við að þessum ágæta kennara þætti það talsverður sigur þegar svein- staulinn fór loks að tala við hann. Upp frá því urðu þeir ágætis vinir og ekkert leiðinlegt í skólanum lengur. Bernskan leið hratt og æskuárin tóku við. Krakkaskarinn hennar mömmu óx úr grasi og tíndist brátt sitt í hverja áttina. Ég, sem var elst, varð bóndakona austur á Héraði og að Ormarsstöðum komst þú fyrst í sveit til mín tíu ára gamall og ætlaðir að vera í tvo mánuði sem urðu að fjórum sumrum. Þú fékkst líka fljótt mikla matarást á Margréti tengda- móður minni þeirri ágætu konu, og í eldhúsinu hjá henni sastu líka oft löngum stundum og hámaðir í þig kleinur og sætabrauð á meðan þið spjölluðuð um menn og málefni. Það var heldur ekki það til sem hún gat ekki fengið þennan litla þverhaus til að gera fyrir sig, jafnvel hræra jóla- köku ef henni lá á. Hún sagði líka oft á efri árum: „Hann Sverrir minn var nú alltaf svo duglegur að hjálpa mér, blessaður drengurinn.“ En lífið kallar, litli bróðir varð stór og aðeins 19 ára að aldri kvænt- ist Sverrir sinni ágætu konu Sigur- laugu Sveinbjörnsdóttur sem þá var aðeins sautján ára. Þau þurftu því forsetaleyfi blessuð börnin og eldra fólkið hnussaði og sagði, að þau yrðu nú oftast nær endaslepp þessi krakkahjónabönd. Þeirra hjónaband hefur þó staðið af sér alla storma lífsins og er það ekki síst því að þakka, hvað Silla hefur alla tíð verið manni sínum elskuleg og traustur lífsförunautur. Þau byrjuðu sinn bú- skap á Akureyri og þar slitu börnin þeirra, þau Sveinbjörn og Berglind, barnsskónum eins og við systkinin. Þegar mamma var orðin ein og heilsu hennar mjög farið að hraka var það Sverrir sem útréttaði fyrir hana og aðstoðaði á allan hátt, svo hún gat notið þess að vera heima og hugsa um sig sjálf alveg fram í and- látið, sem var henni mjög mikils virði. Fyrir alla þá umhyggju sem þú sýndir henni viljum við þakka nú og einnig þér, elsku Silla, fyrir allt það sem þú gerðir fyrir hana. Kæri bróð- ir, þú hafðir alla þá kosti til að bera sem hverjum manni reynast happa- drýgstir í lífsbaráttunni, þú varst traustur, áreiðanlegur, duglegur og hagsýnn. Þú þóttir að vísu stundum nokkuð harður í horn að taka og óvæginn í orðum ef því var að skipta, en undir þeirri hörðu skel sló hlýtt hjarta sem alltaf var tilbúið að rétta fram hjálparhönd er erfiðleikar steðjuðu að. Eftir að þið fluttuð til Reykjavíkur má segja að þú hafir tekið upp þráðinn á ný því síðustu árin hafa pabbi og Unnur, seinni SVERRIR HALLGRÍMUR SVEINSSON Elsku Stína. Með þessum fátæk- legu orðum viljum við fá að kveðja þig. Á sorgarstundu huggum við okkur við minningarnar og þá vissu að þú varst hvíldinni fegin eftir veik- indi þín. Og eflaust hefur Lindi afi tekið á móti stúlkunni sinni með opn- um örmum. Við viljum kveðja þig með lítilli bæn sem við biðjum oft saman á kvöldin KRISTÍN ERLENDSDÓTTIR ✝ Kristín Erlends-dóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1943. Hún lést í Kópavogi 27. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Guðrún Hjartardótt- ir, f. 1. september 1916, og Erlendur Guðmundsson, f. 24. febrúar 1910, d. 7. mars 1986. Systkini Kristínar eru Hjört- ur, f. 1947, hann er kvæntur Ólöfu J. Smith og eiga þau tvö börn, Ingibjörg, f. 1952, hún er gift Matthíasi Sturlusyni og eiga þau þrjú börn, og Guðmund- ur, f. 1955, kvæntur Þóru Snorra- dóttur. Útför Kristínar fór fram frá Kópavogskirkju 4. desember. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir, minni. (Sig. Jónsson.) Hvíl í friði, elsku frænka. Guðný, Andrea Björk og Nathalie Sunna. Elsku Stína mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og færð nú að hitta pabba þinn á ný. Ég mun ávallt minnast þín og heimsókna minna til þín og einnig allra jólanna sem þú eyddir með okkur. Lítil börn voru í sérstöku uppáhaldi hjá þér og var þá stutt í brosið. Þó að nú sért þú horfin á braut munu minningarnar um þig og allar sögurnar sem mamma segir mér lifa áfram um ókomna tíð. Þín verður saknað sárt, en ávallt minnst. Sælar þær sálir eru, sem hér nú skiljast við frá holdsins hryggðar veru og heimsins göldum sið, hvílast í himnafrið, þar sem með sætum hljóðum syngur lof Drottni góðum lofsamlegt engla lið. (Hallgr. Pét.) Þín frænka Kristín. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Biblíulestur og fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20 í umsjá sóknarprests. Orð postulans „allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk- an gjörir“ höfð að leiðarljósi við íhugun orða ritningarinnar. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheimilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björnsdótt- ir. Íhugun kl. 19. Taizé–messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Jólabakstur og aðvent- ustund. Við bökum að venju brauðbollur og piparkökur með börnunum. Aðventustund verður í kirkjunni með Svölu djákna, séra Jóni Helga og Jóni organista. Síðan njótum við veitinganna í safnaðarheimilinu á eftir. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er máls- verður í safnaðarheimili og að þessu sinni tökum við forskot á jólin og gerum okkur dagamun í mat. (Sjá síðu 650 í textavarpi.) Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Bolli og Sveinn. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 8. des. kl. 14. Skoðuð verður sýning Bjarg- ar C. Þorláksson í Þjóðarbókhlöðunni undir leiðsögn Einars Sigurðssonar landsbóka- varðar. Kaffiveitingar í Þjóðarbókhlöðunni. Þátttaka tilkynnist í Neskirkju í síma 511– 1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Safnaðarstarf ' (                65< 5B<.9-7/  *    28 C  "      0 +$  1   /    &            1        #   &    66. 7         /   /        "   $     .21"" *$ +.2"$2  5 5+) * $2  7 ' .,* "  (",#*$ $2  #  * " 7 (" !7>2 $2  & "" * " 6*)#) !& "$2 8 "8 ", ' (     (   . 67 / 82"$ "$     1      7#   #  6.    -       7#           !.. ""1*$ 6 $2    ">2 " 6  ""  "  )2"" " # *"$3 *$2  & '"2  $2  "8) " )2""    7(2  @, ' (   $        6 4 5B4/5  .// 1)(! "  ; "  1)(! " 1 *"!)2*        *+ #  &    66. 8     "   *%%)*      9"  3 %   36 :,$ # >2  "" $2  "1    ""$2  "(.21"" " # >2 %%"($2  .21"" 3 **"(",             7#5  #5  +"1%DD &2?%        ;    #  &    2.. 8     "  7  +$ 1   " 5*'$2   8  7 "" <""  7 "" 5 %*$"7 "" ) *  7 "",                   E56 6 6/   $* &%1*' D   ! 2!     )3 "3 )    #   6.            )          !.. -    $:,   <  "#    .2$'.21"" $2   "!,F *$2   ""& "" .21"" F *" "$ < +  " 42 & '"5%.2$'"" 2*8 % "$2  "2*  " '*",
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.