Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KREPPAN í argentínskum efna- hagsmálum hefur verið að ágerast í langan tíma, raunar svo lengi, að það er ekki spurning hvort það muni sjóða upp úr, heldur hve- nær. Rætur vandans má rekja til ákvarðana, sem teknar voru árið 1991 og þá í því skyni að koma böndum á ofurverðbólguna, sem varð í raun herforingjastjórninni að falli. Á því ári ákvað Domingo Cavallo, sem þá var fjármálaráð- herra, að binda gengi argentínska pesósins við Bandaríkjadollara og ekki aðeins það, heldur var gengið ákveðið einn á móti einum. Sem táknræn aðgerð leit þetta vel út. Nýi, „harði“ pesóinn batt enda á verðbólguna og það þótt stjórnvöld virtust á þessum tíma hvorki hafa nein tök á fjárlög- unum, gjaldmiðlinum, verðbólg- unni né á genginu. Þetta var upp- haf nýs tíma, nútímaleg og ábyrg Argentína opnaði ekki aðeins faðminn fyrir Bandaríkjunum, heldur öllum heiminum. Grikkirn- ir gömlu kenndu okkur þó, að guð- irnar hafa gaman af að glettast við okkur, til dæmis með því að uppfylla allar okkar óskir og gott betur. Gengisákvarðanir Argent- ínustjórnar fyrir áratug eru nú undirrót kreppunnar. Ástæðan liggur næstum í aug- um uppi. Argentína er ekki Bandaríkin og pesóinn er ekki dollari. Argentína er lítil efnahags- heild á suðurhveli jarðar, Bandaríkin eru stórt og marg- brotið efnahags- veldi á norðurhveli jarðar. Argentínu- menn flytja út nautakjöt og hrá- efni, Bandaríkjamenn flytja út há- tækni og þjónustu. Argentínumenn skipta við Bras- ilíumenn, Bandaríkjamenn við Japani. Argentínumenn eiga erfitt með að fá erlent fjármagn en Bandaríkjamenn soga það til sín alls staðar að úr heimi. Að vera með sömu gengisskráninguna í þessum tveimur ríkjum er glæpur gegn heilbrigðri skynsemi; glæpur gegn Argentínumönnum eins og nú er komið á daginn. Fram til 1999 virtist flest benda til, að Domingo Cavallo hefði haft rétt fyrir sér, hagvöxtur mikill og verðbólgan að hverfa, en þá gerð- ist það óhjákvæmilega. Argent- ínskt efnahagslíf nötraði og skalf vegna at- burða er- lendis, sem stjórnvöld gátu engin áhrif haft á, og hagvöxt- urinn gufaði upp eins og dögg fyrir sólu: Brasilía felldi gengi gjald- miðils síns, realsins, um 50%; verð á hráefnum, helsta útflutningi Argentínumanna, féll mikið og þetta gerðist á sama tíma og gengi dollarans hækkaði verulega vegna efnahagsuppgangsins í Bandaríkjunum. Þetta reyndist banvæn blanda. Frá árinu 1999 hefur hagvöxtur í Argentínu verið lítill sem enginn enda efnahags- kreppa skollin á. Fjármálakreppan, sem nú yfir- skyggir allt annað, kom síðan í kjölfarið. Vegna samdráttarins í efnahagslífinu hefur fjárlagahall- inn margfaldast og erlendir lán- ardrottnar Argentínustjórnar eru orðnir úrkula vonar um að fá skuldirnar greiddar. Í raun og veru er þó fjárlaga- vandinn ekki mjög mikill. Þrátt fyrir samdráttinn er fjárlagahall- inn, ef vaxtagreiðslur eru undan- skildar, ekki nema 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Þá eru úti- standandi skuldir þjóðarinnar á sama mælikvarða innan við 60% eða líkt og gerist meðal aðildar- ríkja Evrópusambandsins. Cavallo, sem hefur tekið aftur við fjármálunum til að reyna að bjarga þessu afkvæmi sínu, hefur rétt fyrir sér þegar hann segir, að fjárlagavandinn sé ekki jafn slæmur og margir halda. Lánar- drottnar Argentínu, sem óttast að ríkið geti ekki staðið í skilum, heimta hins vegar svo háa vexti (um 50%), að ekki er nokkur von til, að ríkið geti tekið lán á þeim kjörum. Það er því ekki lengur spurning „hvort“, heldur „hvenær“ gjaldþrotið verður. Fjármálakreppan í Argentínu mun vafalaust binda enda á Cav- allo-tilraunina, sem á sínum tíma var kynnt sem eins konar fagnaðar- boðskapur víða um heim. Það er þó efnahagsvandinn, sem verður Arg- entínumönnum erfiðastur. Á honum er engin auðveld lausn. Skuldir Argentínumanna eru skráðar í doll- urum og, eins og sýndi sig í Asíu 1997, því mun gengisfelling aðeins verða til að þyngja skuldabyrðina. Eins og nú er komið er það alveg undir hælinn lagt hvort hugsanleg- ar aðgerðir verði til að herða enn á kreppunni eða bæta eitthvað úr. Í efnahagsmálunum eins og á öðrum sviðum mannlegs lífs er best að taka kenningunum með fyrir- vara, táknmyndirnar geta villt okk- ur sýn. Táknrænar tálmyndir eftir Oliver Blancgard Höfundur er hagfræðiprófessor og forseti hagfræðideildar Massachusetts Institute of Technology. © Project Syndicate ’ Gengisákvarð-anir Argentínu- stjórnar fyrir ára- tug eru nú undirrót kreppunnar. ‘ ÓEIRÐIRNAR í Argentínu á fimmtudag eru þær verstu í landinu um áratuga skeið. Í mörgum helstu borgum og bæjum gerði múgur manns áhlaup að opinberum stofn- unum og byggingum ráðamanna, rændi og ruplaði. Óánægja manna beindist að harkalegum aðhaldsað- gerðum ríkisstjórnar Fernando de la Rua forseta en ríkissjóður Arg- entínu rambar á barmi gjaldþrots. Sextán manns féllu í óeirðunum, 138 særðust og meira en fimm hundruð manns höfðu verið hand- tekin um miðjan dag í gær frá því að upp úr sauð á miðvikudag. Byggingar ráðamanna voru ekki eina skotmark mótmælenda á fimmtudag því matvörumarkaðir fengu einnig að kenna á óánægju fólksins. „Við erum svöng, við þurf- um að borða,“ hrópaði það. Beitti óeirðalögregla táragasi og plastkúl- um til að koma skikkan á skipan mála, með fyrrgreindum afleiðing- um. Staðfest var í gærmorgun að Domingo Cavallo, ráðherra efna- hagsmála, hefði sagt af sér embætti eftir að hundruð mótmælenda gerðu aðsúg að heimili hans. Marg- ir kenna Cavallo, sem tók við emb- ætti fyrir níu mánuðum, um bágan hag sinn en það var hann sem í síð- asta mánuði fyrirskipaði aðhalds- aðgerðirnar, sem ákveðnar voru til að reyna að bjarga ríkissjóði frá gjaldþroti. Þær fólu m.a. í sér að takmörk voru sett á fjármagns- streymi, þ.á.m. hversu mikið væri hægt að taka út af bankareikningn- um. Markmiðið var að stemma stigu við fjármagnsflótta. Múgur og margmenni hafði hins vegar einnig safnast saman fyrir framan dvalarstað de la Rua for- seta í gær í Buenos Aires og krafð- ist afsagnar hans. „Við erum búin að fá nóg af spillingu, hungri og þeirri fátækt sem við búum við,“ sagði Ana Arce, 75 ára gamall læknir, sem tók þátt í mótmælum við stjórnarráðið í Buenos Aires. „Ég held að ef valdhafar hrökklist ekki frá þá muni almenningur fleygja þeim á dyr.“ 30 daga neyðarástandi lýst yfir Á fimmtudag hafði de la Rua tek- ið þá ákvörðun að lýsa yfir neyðar- ástandi í landinu og fyrirskipa auk- inn viðbúnað lögreglu og hers vegna óeirðanna. Kreppan í Argentínu hefur nú staðið í um þrjú og hálft ár og virt- ist sem þolinmæði almennings væri á þrotum gagnvart því sem talið er ráðaleysi stjórnvalda. De la Rua hvatti landsmenn hins vegar í sjón- varpsávarpi á fimmtudagskvöld, er hann tilkynnti að hann hygðist lýsa yfir þrjátíu daga neyðarástandi, til að sýna stillingu. „Við munum ekki leysa vandamál okkar með ofbeldi og lögleysu,“ sagði hann. Ellefu ár eru nú liðin síðan vald- hafi í Argentínu síðast beitti því bragði, að lýsa yfir neyðarástandi í landinu, en það gefur öryggissveit- um landsins víðtæka heimild til að handtaka menn og sömuleiðis til að banna allan mannsöfnuð á opinber- um vettvangi. Fréttaskýrendur sögðu ákvörðun de la Rua á fimmtudag hins vegar aðeins hafa virkað sem olíu á eld og mótmæli héldu í gær áfram víða í Argentínu. Lýstu mörg verkalýðsfélaganna í landinu því m.a. yfir að þau hygðust hunsa yfirlýsingu de la Ruas um neyðarástand og efna til allsherj- arverkfalls í gær, fimmtudag. Flestir hinna látnu féllu eftir átök við lögregluna Sjötíu og sex lögreglumenn voru í hópir þeirra 138 sem særðust í óeirðunum á fimmtudag. Þeir sem létust höfðu tekið þátt í óeirðunum í Buenos Aires, Rosario, sem stað- sett er um 300 km norður af höf- uðborginni, Santa Fe, sem er norð- arlega í Argentínu, og í Cipolletti, um þúsund km í suðvestur af Buen- os Aires. Einn maður lést þó fyrir slysni en hann varð fórnarlamb byssukúlu þar sem hann fylgdist með átök- unum í Buenos Aires ofan af þaki á barnaskóla þar í borg. Ófremdarástand í Argentínu Buenos Aires. AP, AFP, The Washington Post. Reuters Múgur manns safnaðist saman á Plaza de Mayo fyrir framan stjórnarráðið, Casa Rosada, í Buenos Aires aðfaranótt gærdagsins, og krafðist afsagnar Fernando de la Rua forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.