Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 17 GEFIÐ hefur verið út spil með myndum af íþróttafólki í Grindavík, til styrktar starfi meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Ung- mennafélagi Grindavíkur. Það að fjármagna starf í knatt- spyrnu er alltaf að verða erfiðara og erfiðara, hvað þá í kvennaknatt- spyrnu sem hefur hingað til ekki haft sama aðdráttarafl fyrir áhorf- endur og styrktaraðila. Engan bil- bug er þó á formanni kvennaráðs knattspyrnudeildar UMFG, Sigurði Enokssyni. Sigurður og félagar hafa unnið hörðum höndum að því að afla fjár til þess að styrkja leik- mannahóp liðsins næsta vor og meðal þess sem þeir hafa upp- hugsað er útgáfa á spilum. Þetta eru ekki venjuleg spil þótt þau séu 52 eins og í flestum spila- stokkum. Hér er á ferðinni spil sem eru styrkt af fyrirtækjum og ein- staklingum sem borga fyrir auglýs- ingu á hverju einstöku spili. Þá eru myndir af grindvísku íþróttafólki á spilunum. Að sjálfsögðu eru fegurð- ardrottningar úr körfu og knatt- spyrnu sem prýða spiladrotting- arnar. „Ég er sannfærður um að þessi spil eru jólagjöfin í ár. Þetta er hugarfóstur einhverra einstaklinga en við ákváðum að láta verkin tala og framkvæma hugmyndina. Þetta er hugsað sem stuðningur við kvennaknattspyrnu hér í Grinda- vík. Þetta hefði aldrei verið fram- kvæmanlegt nema með aðstoð fyr- irtækja, einstaklinga og velvild bæjaryfirvalda. Myndirnar eru af grindvísku íþróttafólki í körfu- knattleik og knattspyrnu, aðallega þó stúlkum,“ sagði Sigurður. Spil til styrktar kvennaknattspyrnu Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sigurður Enoksson sýnir spil úr stokknum. Grindavík FJÖLDI fólks hefur nýtt sér boð Hótels Keflavíkur um fría gistingu gegn því að versla fyrir andvirði gist- ingarinnar í Reykjanesbæ. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að fólk sé ánægt með að að versla í bænum. Að sögn Steinþórs var rólegt fyrstu dagana eftir að tilboð hótels- ins var kynnt. Þó hafi verið einhverj- ir gestir allar nætur. Sá fyrsti pant- aði klukkan fimm að morgni dagsins sem sagt var frá því í Morgun- blaðinu. Mest hefur verið um að fólk nýti sér boðið um helgar. Tekin hafa verið frá 20 herbergi í þessu skyni en Steinþór bætti við herbergjum um helgina vegna þess hversu mikil ásóknin var. Þá gistu 60 manns á Hótel Keflavík í þrjátíu herbergum og greiddu fyrir með því einu að framvísa nótum fyrir kaupum á vörum og þjónustu í bænum. Steinþór segir að margir gestir hafi lýst yfir ánægju með framtakið og með það hvað það væri gott og skemmtilegt að kaupa inn á Hafn- argötunni. Margir gestanna koma af höfuð- borgarsvæðinu en Steinþór segist líka hafa orðið var við marga brott- flutta Keflvíkinga og að þeir komi af öllu landinu. Tilboð Hótels Keflavíkur um fría gistingu stendur fram til jóla. Margir nýta sér tilboð um fría gistingu Sextíu manns á laugardag Ármúla 40 • Sími: 553 5320 • www.markid.is -full búð af frábæ rum gol fvörum! No 1 ball in golf. G o l f f a t n a ð u r H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M yn ds kr ey tin g: K ár iG un na rs so n / 07 .2 00 1 /# 2 Jo hn Da ly Sérdeild með nýjustu línunni 300 Series Driverar 300 Series járnasett. Supersteel Metalwoods tré • Pokar, boltar og aukahlutir. Mikið úrval af golfsettum og golfvörum. Vandaðar golfkylfur seldar stakar. Heil og hálf golfsett á frábæru verði. Golfpokar, kerrur og aukahlutir. Golffatnaður glæsilegt úrval Golfkúlur 20% afsláttur á heilum kössum. Golfskór Rafmagnsgolfkerrur Giant Driver Vantar þig lengd og nákvæmni. Stærðin skiptir máli 400cc John Daly notar Hippo Giant. Unglingagolf Golfsett og stakar kylfur á mjög góðu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.