Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 17

Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 17 GEFIÐ hefur verið út spil með myndum af íþróttafólki í Grindavík, til styrktar starfi meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Ung- mennafélagi Grindavíkur. Það að fjármagna starf í knatt- spyrnu er alltaf að verða erfiðara og erfiðara, hvað þá í kvennaknatt- spyrnu sem hefur hingað til ekki haft sama aðdráttarafl fyrir áhorf- endur og styrktaraðila. Engan bil- bug er þó á formanni kvennaráðs knattspyrnudeildar UMFG, Sigurði Enokssyni. Sigurður og félagar hafa unnið hörðum höndum að því að afla fjár til þess að styrkja leik- mannahóp liðsins næsta vor og meðal þess sem þeir hafa upp- hugsað er útgáfa á spilum. Þetta eru ekki venjuleg spil þótt þau séu 52 eins og í flestum spila- stokkum. Hér er á ferðinni spil sem eru styrkt af fyrirtækjum og ein- staklingum sem borga fyrir auglýs- ingu á hverju einstöku spili. Þá eru myndir af grindvísku íþróttafólki á spilunum. Að sjálfsögðu eru fegurð- ardrottningar úr körfu og knatt- spyrnu sem prýða spiladrotting- arnar. „Ég er sannfærður um að þessi spil eru jólagjöfin í ár. Þetta er hugarfóstur einhverra einstaklinga en við ákváðum að láta verkin tala og framkvæma hugmyndina. Þetta er hugsað sem stuðningur við kvennaknattspyrnu hér í Grinda- vík. Þetta hefði aldrei verið fram- kvæmanlegt nema með aðstoð fyr- irtækja, einstaklinga og velvild bæjaryfirvalda. Myndirnar eru af grindvísku íþróttafólki í körfu- knattleik og knattspyrnu, aðallega þó stúlkum,“ sagði Sigurður. Spil til styrktar kvennaknattspyrnu Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sigurður Enoksson sýnir spil úr stokknum. Grindavík FJÖLDI fólks hefur nýtt sér boð Hótels Keflavíkur um fría gistingu gegn því að versla fyrir andvirði gist- ingarinnar í Reykjanesbæ. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að fólk sé ánægt með að að versla í bænum. Að sögn Steinþórs var rólegt fyrstu dagana eftir að tilboð hótels- ins var kynnt. Þó hafi verið einhverj- ir gestir allar nætur. Sá fyrsti pant- aði klukkan fimm að morgni dagsins sem sagt var frá því í Morgun- blaðinu. Mest hefur verið um að fólk nýti sér boðið um helgar. Tekin hafa verið frá 20 herbergi í þessu skyni en Steinþór bætti við herbergjum um helgina vegna þess hversu mikil ásóknin var. Þá gistu 60 manns á Hótel Keflavík í þrjátíu herbergum og greiddu fyrir með því einu að framvísa nótum fyrir kaupum á vörum og þjónustu í bænum. Steinþór segir að margir gestir hafi lýst yfir ánægju með framtakið og með það hvað það væri gott og skemmtilegt að kaupa inn á Hafn- argötunni. Margir gestanna koma af höfuð- borgarsvæðinu en Steinþór segist líka hafa orðið var við marga brott- flutta Keflvíkinga og að þeir komi af öllu landinu. Tilboð Hótels Keflavíkur um fría gistingu stendur fram til jóla. Margir nýta sér tilboð um fría gistingu Sextíu manns á laugardag Ármúla 40 • Sími: 553 5320 • www.markid.is -full búð af frábæ rum gol fvörum! No 1 ball in golf. G o l f f a t n a ð u r H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M yn ds kr ey tin g: K ár iG un na rs so n / 07 .2 00 1 /# 2 Jo hn Da ly Sérdeild með nýjustu línunni 300 Series Driverar 300 Series járnasett. Supersteel Metalwoods tré • Pokar, boltar og aukahlutir. Mikið úrval af golfsettum og golfvörum. Vandaðar golfkylfur seldar stakar. Heil og hálf golfsett á frábæru verði. Golfpokar, kerrur og aukahlutir. Golffatnaður glæsilegt úrval Golfkúlur 20% afsláttur á heilum kössum. Golfskór Rafmagnsgolfkerrur Giant Driver Vantar þig lengd og nákvæmni. Stærðin skiptir máli 400cc John Daly notar Hippo Giant. Unglingagolf Golfsett og stakar kylfur á mjög góðu verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.