Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÆGIR jarðskjálftar, kuldi og úr- hellisrigning hafa orðið til að auka á eymd hundraða þúsunda manna í norðausturhluta Lýðveldisins Kongó þar sem 40% af Goma, stærstu borg svæðisins, eyðilögðust í eldgosi. Eldgosið í Nyiragongo- fjalli 17. janúar sl. hefur valdið því að 10.000 fjölskyldur hafa ekki þak yfir höfuðið og hundruð þúsunda hafa misst lífsviðurværi sitt. Jarðskjálftar hafa haldið áfram að skekja jörð á svæðinu og sumir hverjir eru það öflugir að þeir valda skemmdum á byggingum sem sluppu við þrjá gríðarmikla hraun- strauma sem runnu um miðborg Goma. Segja vísindamenn að gosinu sé lokið en að jarðskjálftar muni halda áfram á meðan goskvikan kólnar. Hinum megin við landamærin, í Rúanda, segja yfirvöld að 288 hús og 19 skólabyggingar hafi eyðilagst í jarðskjálftum. Bresku hjálparsam- tökin Oxfam greindu líka frá því í gær að tilkynnt hefðu verið 300 kól- erutilfelli í bænum Ruhengeri í Vest- ur-Rúanda en þangað flúðu hópar fólks frá skjálftasvæðinu eftir eld- gosið í síðustu viku. Ekki væri hins vegar hætta á frekari útbreiðslu sjúkdómsins nú þegar búið væri að tryggja aðgang að fersku vatni. Stjórnin í Rúanda sökuð um að hindra aðstoð við fórnarlömbin Stjórnvöld í Rúanda neituðu í gær staðhæfingum stjórnvalda í Kongó þess efnis að þau hindruðu aðstoð við fórnarlömb náttúruhamfaranna í Goma, en bærinn lýtur stjórn upp- reisnarmanna sem njóta stuðnings yfirvalda í Rúanda. Skrifað var undir friðarsamninga í Lýðveldinu Kongó árið 1999 en fimm nágrannaríki þess höfðu átt aðild að borgarastríði í landinu. Ákvæðum samningsins hefur hins vegar aldrei verið hrint í fram- kvæmd að fullu og landið skiptist enn í svæði sem lúta stjórninni í Kinshasa annars vegar og uppreisn- armönnum hins vegar. Smáskjálftar og úrhellisrigning auka á eymdina                                         !!"                               !"  # #        $%& '& $ % & ' &        ( #)    &*$+& #""  $%&'(% %)*+% $ , $,,  -,,'  - , -.%) .  %)  % /% ) $% ) (% ( # ) *./ 0 #&$ 12 -$3&14 + ( #)      # /5     6$7'8 -        *  $9 6&/$8     0  1   2     23   43 $ :   %3 $ 5   2  23  *     62/78 -  123    .    ( #)     Goma, Gisenyi og Kigali í Rúanda. AFP. MÓTMÆLAAÐGERÐIR hælis- beiðenda í Woomera-flótta- mannabúðunum í Ástralíu stig- mögnuðust í gær, þegar nokkrir tugir flóttamanna tóku inn eitur- efni. Yfir 200 afganskir flóttamenn í Woomera hafa tekið þátt í hung- urverkfalli sem staðið hefur á aðra viku. Eru þeir að mótmæla seinagangi við afgreiðslu ástr- alskra stjórnvalda á hælisum- sóknum. Margir mótmælendanna hafa gripið til þess ráðs að sauma saman varir sínar, til að koma í veg fyrir að unnt sé að neyða of- an í þá mat, og svo virðist sem nokkrir foreldrar hafi einnig saumað fyrir varir barna sinna gegn vilja þeirra. Áströlsk yf- irvöld hafa flutt um tíu börn úr búðunum og fjarlægt úr þeim sauma. Þá reyndu um fjörutíu mót- mælendur að innbyrða eitrað hreinsiefni í fyrrinótt og voru sjö þeirra fluttir á sjúkrahús. Líðan þeirra var eftir atvikum í gær. Áströlsk stjórnvöld halda uppi strangri stefnu í innflytjendamál- um og hafa gefið til kynna að mótmælaaðgerðirnar muni ekki hafa áhrif þar á. Neville Roach, formaður ráðs um fjölþjóðasam- félag í Ástralíu og ráðgjafi rík- isstjórnarinnar í innflytjendamál- um, sagði af sér í gær til að mótmæla þessum ósveigjanleika stjórnvalda. Um 3.000 hælisbeiðendur dvelja nú í fimm flóttamannabúð- um í Ástralíu. Margir flóttamenn hafa þurft að bíða í allt að fimm ár eftir að mál þeirra hljóti af- greiðslu og er þessi seinagangur uppspretta mótmælanna. Þá hef- ur það vakið reiði meðal afg- anskra flóttamanna að mál þeirra voru sett í bið eftir fall talib- anastjórnarinnar í lok síðasta árs. Fregnir bárust af því í gær að flóttamenn í Maribyrnong-búðun- um í Melbourne, þar sem meðal annars er fólk frá Pakistan og Úkraínu, hefðu einnig gripið til mótmælaaðgerða. Örvænting í flóttamannabúðum í Ástralíu Hælisbeiðendur taka eitur og sauma saman varir sínar Reuters Tvær telpur í Woomera-flótta- mannabúðunum virða fyrir sér rústir bygginga sem flóttamenn lögðu eld að í mótmælaskyni. Adelaide, Sydney. AFP, AP. „UK er OK“, þ.e. „allt í góðu í Bret- landi“, eru einkennisorð ferða- mannaátaks sem breska ferða- málaráðið hyggst efna til. Ein- kennisorðunum var varpað á hið þekkta kennileiti Lundúnaturninn (Tower of London) þegar ferða- málaráð kynnti átakið í gær en von- ast er til að hægt að verði að auka fjölda ferðamanna í Bretlandi á nýj- an leik eftir heldur erfitt ár í fyrra. Þá reið yfir gin- og klaufaveiki- faraldur, með slæmum afleiðingum fyrir breskan ferðamannaiðnað, síðan atburðirnir 11. september með tilheyrandi áhrifum á ferða- mannaiðnað hvarvetna og loks var gengi breska pundsins heldur óhag- stætt ferðamönnum í fyrra, sem olli því að margir kusu að fara annað. Reuters Allt í góðu í Bretlandi PER Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur greint frá því að danskur ríkisborgari sé meðal fang- anna sem Bandaríkjamenn vista nú í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Er hann grunaður um að vera í al-Qaeda, samtökum Osama bin Ladens. Möller greindi frá þessu í fyrir- spurnatíma á danska þinginu og bætti því við að danska stjórnin myndi leita frekari upplýsinga um manninn hjá stjórnvöldum í Washington, og reyna að sjá honum fyrir nauðsynlegri að- stoð. Ráðherrann nafngreindi manninn ekki en talið er að hann eigi danska móður en að faðir hans sé frá Mar- okkó. Segir í netútgáfu danska blaðs- ins Extrabladet að hann heiti Hassan Mai Mouni. Hann mun hafa verið í hópi liðsmanna al-Qaeda sem hand- samaðir voru fyrir jól er þeir reyndu að flýja frá búðunum í Tora Bora- fjöllum í Afganistan yfir til Pakistans. Möller lét þess ekki getið hvort far- ið yrði fram á framsal mannsins til Danmerkur en verði það gert er hugsanlegt að hann verði sóttur til saka fyrir föðurlandssvik, að því er sagði í Berlingske Tidende í gær. Holger Nielsen, leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarand- stöðu, krafðist þess að danska stjórn- in léti sendinefnd á sínum vegum kanna aðbúnað Danans á Kúbu en Nielsen hefur gagnrýnt harkalega það sem hann kallar „ómannúðlega meðferð“ Bandaríkjamanna á föng- unum. Anders Fogh Rasmussen forsætis- ráðherra forðaðist hins vegar að taka undir gagnrýni Nielsens og kvaðst þess fullviss að Bandaríkin stæðu við gefin fyrirheit um að skilmálar al- þjóðasamninga um meðferð fanga verði hafðir í heiðri. Dani meðal fanganna á Kúbu Kaupmannahöfn. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hefur upplýst, að tengda- móðir hans hafi verið á meðal þeirra hluthafa í Enron Corp. sem töpuðu fjármunum á gjaldþroti Enron. Jenna Welch tapaði alls um 810.000 krónum á viðskiptunum. Bush sagði að hann væri „mjög reiður að starfsmenn hefðu ekki fengið að vita allar staðreyndir. Tengdamóðir mín keypti hlutabréf síðastliðið sumar og þau eru einskis virði núna,“ sagði hann. Bush sagði að Welch „hefði ekki vitað allar staðreyndirnar“ um fjár- hagsstöðu Enron. „Margir hluthaf- anna voru ekki upplýstir og það er rangt,“ sagði forsetinn, sem tjáði sig ekki nánar um viðskiptin. Talsmenn Hvíta hússins upplýstu síðar að Welch hefði keypt 200 hluti í Enron á um 41 krónu á hlut í september 1999. Hún seldi hlutinn þann 4. desember sl., tveimur dögum eftir að Enron var lýst gjald- þrota og gengi hlutabréfa þess hrundu í um 42 krónur á hlut. Þúsundir starfsmanna Enrons, sem höfðu keypt hlutabréf í fyrir- tækinu, töpuðu á gjaldþrotinu. Hlutabréf í Enron voru metin á 90 Bandaríkjadali á hlut haustið 2000 en fóru undir einn dal eftir hrunið. Bush forseti æfur vegna Enron-málsins Tengdamamman tap- aði 800.000 krónum George W. Bush Charleston, Vestur-Virginíu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.