Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 51 LANDSBANKI Íslands hefur fært Sveitarfélaginu Árborg húsgögn að gjöf til að nota í grunnskól- unum og í félagsmiðstöðvum. Það sem um ræðir eru ýmis notuð hús- gögn, m.a. skrifborð, stólar, sófa- sett og sófaborð. Þetta gerði bankinn í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því bankaafgreiðslan við Tryggvatorg var opnuð á Selfossi. Fyrstu ellefu árin var bankinn rekinn undir merki Samvinnu- bankans en frá árinu 1990 sem Landsbanki Íslands. Fyrsti útibús- stjóri var Jón Ólafsson en alls hafa fimm manns gegnt þeirri stöðu. Núverandi afgreiðslustjóri er Margrét Ingþórsdóttir. Í júlí árið 2000 var stigið skref til bættrar þjónustu við við- skiptavini þegar opnað var inn í Vöruhús KÁ og afgreiðslutími lengdur, en bankinn er opinn alla daga frá kl. 9.15–18.30. Hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum enda býður útibú- ið alla almenna bankaþjónustu. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Fulltrúar Landsbankans og skólanna í Árborg. Húsgagnagjöf til skólanna í Árborg Selfossi. Morgunblaðið. Yfirlýsing frá Textavarpi RÚV MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ágústi Tómassyni, forstöðumanni Texta- varps Sjónvarpsins, vegna frétta Morgunblaðsins af útafakstri á Öxnadalsheiði: „Fréttir um að Öxnadalsheiði yrði sandborin fyrir hádegi laugardaginn 19. janúar síðastliðinn eru ekki komnar af upplýsingasíðum Vega- gerðarinnar í Textavarpi Sjónvarps- ins eins og haft er eftir Sigríði Ingv- arsdóttur alþingismanni í Morgunblaðinu í dag og í gær. Upp- lýsingarnar um sandburðinn eru af fréttasíðum Textavarpsins og þar segir reyndar EKKERT um það hve- nær sandbera ætti. Upplýsingar og fréttir um færð og veður á vegum landsins eru birtar með tvennum hætti á síðum Textavarpsins: Á síð- um 471 til 489 eru staðlaðar upplýs- ingar sem berast beint frá Vegagerð- inni, annars vegar frá vegaeftirlitsmönnum og hins vegar frá sjálfvirkum veðurathugunar- stöðvum og umferðarteljurum. Starfsfólk Textavarpsins kemur þar hvergi nærri. Á þessum síðum er hálka flokkuð í þrjá flokka; hálku- bletti, hálku og flughálku. Vegagerð- in segir ALDREI neitt á þessum síð- um um sandburð. Sjá nánar um skilgreiningar sem Vegagerðin notar á færðarsíðunum á síðu 490. Á fréttasíðum Textavarpsins eru sagðar fréttir af færð og veðri þegar slíkt þykir fréttnæmt og er þar byggt á fréttaöflun fréttastofa Útvarpsins og Sjónvarpsins. Umræddan laugar- dagsmorgun var birt frétt á síðu 104 um að ekkert ferðaveður væri á Vest- fjörðum og að lögreglan á Akureyri varaði við sérlega mikilli hálku á veg- um út úr bænum. Þar sagði einnig orðrétt: „Öxnadalur og Öxnadals- heiði eru sérlega hálar. Vegagerðin mun sandbera í dag.“ Upplýsingarn- ar um sandburðinn fengust frá lög- reglunni á Akureyri. Ég vek athygli á því að þarna segir ekkert um nánari tímasetningu á sandburðinum. Textavarpið, fréttastofur Ríkisút- varpsins og Vegagerðin leggja metn- að sinn í það að flytja nákvæmar og réttar fréttir og upplýsingar af færð og veðri á vegum landsins. Þessar upplýsingar eru þó allar birtar í trausti þess að ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum.“ Námskeið um lesröskun og silfur- smíði SILFURSMÍÐI – íslenska víravirk- ið, byrjenda- og framhaldsnámskeið í silfursmíði verður haldið í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Byrj- endanámskeið hefst föstudaginn 25. janúar kl. 17.30–22 og laugardaginn 26. janúar kl. 9–12. Framhaldsnám- skeiðið er laugardaginn 26. janúar kl. 13–17 og sunnudag kl. 9–12. Kennarar eru Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson, gullsmiðir á Eg- ilsstöðum, sem ferðast hafa um allt land og á Íslendingaslóðir í Vestur- heimi til að kenna fólki að smíða gripi úr víravirki að íslenskum sið. Lesröskun/dyslexía Tíu stunda námskeið um lesrösk- un verður haldið í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla laugardaginn 26. jan- úar kl. 9–17. Skólinn hefur sérstakan áfanga sem ætlaður er nemendum með lesröskun auk þess sem þessir nemendur hafa sérstakan umsjónar- kennara. Áfanginn heitir NAM 193 og verð- ur kynntur á námskeiðinu og sagt frá námsgögnum, kennslutækjum og kennslufræði sem opna leiðir fyrir nemendur með lesröskun. Fjallað er um viðhorf nemenda og kennara til þessarar röskunar og efnt til um- ræðna meðal þátttakenda um stöðu þeirra í framhaldsskólum landsins. Námskeiðið er ætlað framhalds- skólakennurum. Kennarar eru Elín Vilhelmsdóttir, Sveinbjörg Svein- björnsdóttir og Una Steinþórsdóttir, kennarar við FÁ, og Rannveig Lund hjá Lestrarmiðstöð KHÍ. Skráning á námskeiðin fer fram hjá Framvegis – miðstöð um sí- menntun í Reykjavík kl. 10–15 nema föstudaga og á vefnum www.fa.is/ framvegis. Fræðslufundur hjá Grikklands- vinafélaginu GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur fræðslufund í Korn- hlöðunni við Bankastræti, laugar- daginn 26. janúar kl. 14.30. Erindi heldur Clarence E. Glad og nefnist það Clemens Alexandrinus – Upp- haf kristinnar trúarheimspeki. Clarence E. Glad, Ph.D., lauk cand.theol. prófi frá guðfræðideild HÍ 1983, BA-prófi í heimspeki og grísku frá HÍ sama ár og dokt- orsprófi í Nýja testamentisfræðum og sögu frumkristni frá Brown- háskóla árið 1992. Hann hefur stundað rannsóknir styrktar af Rannís árin 1991–2001 og verið stundakennari við HÍ 1993–1999, Fulbright-styrkþegi við Brown-há- skóla árið 1995–1996, lektor við Kaupmannahafnarháskóla 1997– 1998 og rannsóknarstyrkþegi Al- exander S. Onassis-stofnunarinnar í Aþenu árið 2000. Hann er nú sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni, segir í fréttatilkynningu. Fjórar málstof- ur um sveitar- stjórnarmál Í TILEFNI af sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor verða málstofur á veg- um stjórnmálafræðiskorar Háskóla Íslands tileinkaðar sveitarstjórnar- málum. Málstofurnar verða haldnar í hádeginu annan fimmtudag hvers mánaðar í Odda, stofu 201 frá kl. 12.05-13: 24. janúar. Lífsgæði og samkeppn- ishæfni í borg framtíðarinnar. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. 14. febrúar. Félagsauður íslenskra sveitarfélaga: Hversu rík eru þau? Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. 14. mars. Ánægðir íbúar – hver er lykillinn? Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. 11. apríl. Sveitarstjórnarkosning- ar 2002. Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrirspurnir að erindum loknum. Allir velkomnir, segir í frétt frá stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís- lands. Rannsóknar- stofnun í hjúkrunarfræði MÁLSTOFA dr. Guðrúnar Krist- jánsdóttur og Helgu Bragadóttur verður 25. febrúar kl. 12.15–13 í stofu 6 í Eirbergi. Málstofa Helgu Jónsdóttur verður 28. janúar kl. 12.15–13 í stofu 6 í Eir- bergi og nefnist „Sérhæfð hjúkrun- armeðferð langveikra“, segir í fréttatilkynningu. Morgun- verðarfundur Reykjavíkur- borgar MORGUNVERÐARFUNDUR Reykjavíkurborgar í samvinnu við Borgarfræðasetur um skipulag og íbúalýðræði og samráð við almenn- ing í skipulagsmálum verður haldinn á Grand Hótel föstudaginn 25. jan- úar kl. 9-10.30. Erindi halda: Jonathan Davis og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Að loknum erindum verða pallborðsum- ræður þar sem framsögumenn svara fyrirspurnum. Fundarstjóri er Jón Björnsson. Sólarkaffi Ísfirðinga- félagsins SÓLARKAFFI Ísfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið í 57. sinn föstudaginn 25. janúar í Súlnasal Hótels Sögu. Ísfirðingar fagna end- urkomu sólar með kaffi og skemmt- un. Formaður félagsins, Ólafur Hannibalsson, setur skemmtunina. Veislustjóri verður Önundur Jóns- son yfirlögregluþjónn á Ísafirði, ræðumaður kvöldsins er Magnús Reynir Guðmundsson. Geir Ólafsson flytur nokkur lög og Halli og Laddi skemmta. Að lokum mun nýja, ís- firska „súperbandið“ Pönnukökur með rjóma leika fyrir dansi, hljóm- sveitina skipa: Rúnar Vilbergsson, Rúnar Þór Pétursson, Örn Jónsson, Kolbrún Sveinbjörnsdóttir og Þórar- inn Gíslason. Kaupa má miða og taka frá borð á fimmtudag og föstudag hjá Guðfinni R. Kjartanssyni í síma en síðan verða miðar seldir við innganginn, segir í fréttatilkynningu. Málfræði- ráðstefna RASK-ráðstefna Íslenska málfræði- félagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar laugardaginn 26. janúar kl. 10. Fundarstjórar: Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson. Erindi á ráðstefnunni halda: Ei- ríkur Rögnvaldsson, Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir, Kristín Bjarna- dóttir, Sigrún Helgadóttir, Margrét Jónsdóttir, Jógvan í Lon Jakobsen, Herdís Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Haraldur Bernharðs- son, Guðrún Kvaran og Stefán Karlsson. Veitingar verða í boði Íslenska málfræðifélagsins, segir í fréttatil- kynningu. Vínsýningin Vín og drykkir í Perlunni SÝNINGIN Vín og Drykkir 2002 verður haldin í Perlunni dagana 27. og 28. janúar nk. Sýningin verður opin sunnudaginn 27. jan- úar frá kl 14-18 og mánudaginn 28. janúar frá kl. 16-20. Íslandsmót barþjóna sem fer fram á sunnudeginum og hefst kl. 15. Keppt verður í blöndun kok- teila.. Íslandsmeistari verður krýndur í kvöldverðarhófi eftir keppnina. Sigurvegarinn keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeist- aramóti barþjóna sem fram fer í Blend í Slóveníu næstkomandi október. Sýnendur eru frá eftirtöldum fyrirtækjum: Ölgerðin Egil Skalla- grímsson, Austurbakki, Karl K. Karlsson, Globus, Allied Domecq, Lind, Rolf Johansen & Co, Elgur hf., Rafkóp-Samvirki og gestir frá hinum ýmsu víngerðarhúsum munu kynna vörur þeirra. Námskeið gegn reykingum HEILSUSTOFNUN NLFÍ stendur fyrir námskeiðum þar sem boðið er upp á vikudvöl til að hætta að reykja og takast á við reykleysið. Næsta námskeið verður haldið 3. til 10. febrúar. Þar er m.a. boðið upp á fyrirlestra, umræður, hreyfingu, svo sem göngu- ferðir, vatnsleikfimi og línudans. Auk þessa er áhersla lögð á slökun og hvíld. Mataræðið er líka tekið fyr- ir. Námskeiðin annast hjúkrunar- fræðingar, íþróttakennarar, sjúkra- þjálfarar, sjúkraliðar, næringar- fræðingur og læknar. Þátttakendum gefst svo kostur á endurkomu og ráðgjöf að loknu námskeiði. Skrán- ing er hafin. Ekki þarf beiðni frá lækni á þessi námskeið, segir í fréttatilkynningu. Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.