Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 25 ASTRID Lindgren lifir enn í bók- um sínum og persónum þótt sjálf hafi hún gengið í vit feðranna fyrr á þessu ári. Emil í Kattholti er ein vinsælasta persóna hennar og þekktasta, næst á eftir Línu Langsokk. Þessi ljóshærði, bláeygi gutti er engli líkastur en uppátækin eru endalaus, um það vitna spýtukarlarnir í smíðaskemm- unni. Lindgren sagði sjálf að fyrir- myndin að Emil væri faðir hennar í æsku sinni í Smálöndunum í Svíþjóð en Vimmabær er einmitt fæðingar- bær hennar. Allt um það. Sögurnar um Emil í Kattholti eru eitt og leik- ritið byggt á þeim er annað. Sú leik- gerð sem notast hefur verið við er upphaflega samin með hringsvið í huga og allar skiptingar á milli atriða hugsaðar út frá því. Þetta setur leik- stjóra verksins í nokkurn vanda þeg- ar hringsviði er ekki til að dreifa og verður að beita öðrum lausnum til að tafir verði ekki á milli skiptinga. Það er gamaldags lausn og nánast úrelt að myrkva svið á milli atriða og áhorfendur fylgjast með sviðsmönn- um bera muni út og inn í hálfrökkri. Þessa gryfju fellur leikstjóri um- ræddrar sýningar í og er það jafn- framt helsti vankantur sýningarinn- ar hversu hægar skiptingarnar eru og söngvar Línu vinnukonu sem ein- mitt eru hugsaðir til að brúa þetta bil urðu fremur til að lengja þau þar sem skiptingarnar áttu sér ekki stað á meðan hún söng heldur áður. Notkun ljósa var ennfremur ómarkviss og hefði að ósekju mátt láta leikendur sjálfa brúa bilin í stað þess að myrkva sviðið á milli. Atriðið þar sem Emil reynir með ýmsum ráðum að draga tönnina úr Línu leið t.a.m. fyrir þetta. Nóg um það. Það er hins vegar snjöll lausn að sviðsetja sýninguna fyrir báðum end- um salarins og hafa Kattholt annars vegar og Vimmabæ hins vegar. Leik- félag Rangæinga hefur ágætum kröftum á að skipa og tókst þeim öll- um að skapa skemmtilegar persónur úr efniviðnum; Kristín Erna Leifs- dóttir og Bernharð Arnarson voru skemmtileg í hlutverkum vinnuhjú- anna Alfreðs og Línu og einnig Gunn- hildur Þ. Jónsdóttir og Þorsteinn Ragnarsson í hluverkum foreldranna Ölmu og Antons. Emil og Ídu léku Einar Vignir Baldursson og Rebekka Kolbeinsdóttir og gerðu það ágæt- lega þótt setja mætti spurningar- merki við aldur leikenda. Það setur dálítið annan blæ á persónu Emils og prakkarastrik hans þegar hann virð- ist vera að komast á unglingsár en er ekki sá 6–7 ára gutti sem sögurnar greina frá. Hljómsveitin, Kattholtsbandið, var skipuð fimm unglingum sem stóðu sig með prýði og ánægjulegt að sjá hvernig leikstarfsemin getur virkjað börn og unglinga til skapandi sam- starfs. Kattholt í Njálsbúð LEIKLIST Leikfélag Rangæinga eftir Astrid Lindgren í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur og Böðvars Guðmunds- sonar. Leikstjóri: Margrét Tryggvadóttir. Njálsbúð laugardaginn 9. mars. EMIL Í KATTHOLTI Hávar Sigurjónsson Á SÉRSTÖKUM uppgjörstíma- mótum í lífi Quoyle ákveður hann að flytja ásamt föðursystur sinni og dóttur til Nýfundnalands, þar sem rætur hans liggja. Og þar á hann eft- ir að komast að ýmsu um sjálfan sig og fjölskylduna. Lasse Hallström tekst að skapa sérstaka og skemmtilega stemmn- ingu í þessari mynd. Landslagið er hrátt og kuldalegt, fólkið sérstakt, siðir þess og mannlíf forvitnilegt með stöku sérvitringum og fólki með sögu á hjartanu. Í rauninni hefði þessi mynd alveg eins getað gerst á íslenskum útkjálka, sem gerir mynd- ina ekki síður áhugaverða. (Því til sönnunar er Rhys Ifans í íslenskri lopapeysu allan tímann!) Myndin er skrifuð eftir bók skáld- konunnar E. Annie Proulx. Sagan er mjög áhugaverð og er um hvernig þarf að takast á við vandamálin í líf- inu og læra að lifa með því sem gerst hefur. Eftir að hafa séð kvikmyndina hef ég mikinn áhuga á að lesa bókina, sem áreiðanlega er bæði djúp og margþætt. Við þekkjum það úr ís- lenskum kvikmyndum að það getur verið erfitt að skrifa ekta kvik- myndahandrit upp úr bók án þess að það beri þess merki. Og það er einn- ig vandamálið hér. Myndin er frekar byggð á einstökum atriðum, heldur en skýrri framvindu hlutanna. En þar sem Hallström tekst að skapa þessa sérstöku stemmningu, þá tek- ur hún eiginlega yfirhöndina, sem er vel. Aðalhetjan okkar hér er Quayle, sem leikinn er af Kevin Spacey. Margir hafa hrósað Spacey í þessu hlutverki, en mér fannst hann hálf- gerð „anti-hetja“ og án sýnilegrar ástæðu. Hann lætur eiginkonuna al- veg ganga yfir sig, og þótt hann kom- ist út úr því, þá er hann allt of veik- geðja til að maður fái beina samúð með honum. Myndin er þó uppfull af góðum leikurum sem skapa eftir- minnilegar persónur og skemmtileg atriði þótt að persónunar verði manni aldrei nánar. Myndarinnar og stemmningarinnar er þó vel hægt að njóta undir dramatískri og ljúfri írsk- og skoskskotinni kvikmynda- tónlistinni. Mannlíf og stemmning á útkjálka Hildur Loftsdóttir KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstórn: Lasse Hallström. Handrit: Ro- bert Nelson Jacobs eftir skáldsögu E. Annie Proulx. Kvikmyndataka: Oliver Stapleton. Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Julianne Moore, Judi Dench, Cate Blanchett, Pete Postlethwaite, Rhys If- ans og Scott Glenn. 111 mín. USA. Mira- max Films 2001. THE SHIPPING NEWS/SKIPAFRÉTTIR  Kaffileikhúsið Söng- og leik- dagskráin „A toast to Harlem“ – Svört melódía verður kl. 21. Dag- skráin er sambland af blús & gospel tónlist og leiknu efni. Alliance Francaise, Hringbraut 121 Prófessor Jean Renaud heldur fyrirlestur kl. 20.30 og fjallar um víkinga á Miðjarðarhafi. Jean Ren- aud er prófessor í norrænum mál- um, bókmenntum og menning- arsögu við Háskólann í Caen, þar sem hann stýrir deild norrænna fræða. Hann er höfundur fjölmargra rita um víkingana, þar á meðal Vík- ingar í Frakklandi sem gefin var út af Ouest-France, Rennes 2000. Fyr- irlesturinn verður fluttur á frönsku en þýddur yfir á íslensku. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.