Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 37 gilda verður seint metið til fjár. Þor- steinn afi dvaldi bróðurpart sinna efri ára í umönnun dætra sinna, mestan heiður eiga dóttir hans Guðmunda og eiginmaður hennar Jón heitinn Krist- jánsson og börn skilið fyrir að hugsa um afa. Þetta er eins og með þá hluti sem eru manni svo nærri að maður ber sig ekki eftir þeim. Þegar ég hitti afa seinni árin, var það helst við fjölda ættingja þegar einhver átti afmæli eða aðrir stórviðburðir voru á bæ þeirra Guðmundu og Jóns heitins. Rut systir þeirra glæsisystra hefur einnig ávallt verið myndarleg, skipu- lögð og hjálpleg í þessum efnum. Eins og ég hélt lengi var sjó- mennska ekki það sem átti hug hans allan. Hann sótti ungur búnaðarskóla á Ólafsdal í þrjú ár og kom úr því námi tæplega tvítugur. Hugur hans leitaði jafnan til búmennsku og var óskað eftir honum til að taka við og erfa bú annars manns. Þórunn móðir hans fékk um það leyti botnlanga- bólgu og var flutt til Reykjavíkur. Þau hjónin Þórunn og Bjarni höfðu aldrei búið í grennd Reykjavíkur en þau kynntust þar þegar Þórunn ung að árum vann til tveggja ára hjá þeim dönsku Holbergs-hjónum sem áttu Hótel Ísland. Hún hugsaði oft til þeirra með hlýhug og taldi sig hafa margt gott af þeim lært. Þórunn var vistuð með botnlanga- bólgu á Landspítalanum og vandist dvölinni vel. Reykjavík var þá að hefja mikil uppgangsár eftir fyrri viðburðarík ár eins og frostaveturinn mikla 1918, spönsku veikina sem talið er að tveir af hverjum þremur hafi fengið og dró hundruð manna til dauða. Upp úr dvöl Þórunnar 1920 fluttu þau hjónin með Þorstein og systkini hans frá Litlu-Hnausum til Hafnarfjarðar og svo til Reykjavíkur og áttu þar heima á Laugavegi 28A til æviloka. Þor- steinn fylgdi sínu fólki og gafst því tími til að kanna jarðir og aðstæður fyrir búfénað á nýjum slóðum. Hann lét drauminn sinn rætast um bænda- mennsku og byrjaði í Fossvogsdaln- um með fulltingi eiginkonu sinnar Fjólu Guðmundsdóttur og dætra þeirra Jónínu Steinunnar, f. 1936, Rutar, f. 1938, og Guðmundu, f. 1940. Þar stunduðu þau heyskap í nokkur ár. Þorsteinn leigði land inn við Rauð- ará undir kýr af Geir í Eskihlíð eins og hann var kallaður. Geir bjó í því húsi þar sem Hagkaup var síðar rek- ið, sjálfsagt stóreignamaður, en dýrin hans afa voru talin geymd á jörð Geirs þar sem Hampiðjan var síðar reist við Stórholt og Þverholtið. Þessi draumur entist þar til Bretarnir komu til landsins. Afi var á hesta- kerru en Bretarnir voru á herbíl. Vegir voru slæmir á þessum tíma og það óhapp varð að afi Steini lenti í árekstri við Bretana, hann á sinni hestakerru en þeir á bensíndrifnum herbíl. Það voru ekki gæfuríkir dagar sem tóku við hjá Þorsteini eftir þau samskipti. Bretarnir smíðuðu bragga, dreifðu súkkulaði, óku um á bílum á meðan afi lá með heilahrist- ing, höfuðkúpubrotinn. Hann átti við þessi meiðsl að stríða í nokkurn tíma og breytti um lífsstíl. Gerðist umsjón- armaður og golfvallahönnuður á fyrsta golfvelli Reykvíkinga þar sem hann vann við að hanna flatir og brautir. Golfvöllurinn var í þá daga við Öskjuhlíðina. Mamma, hún Jón- ína, hefur þá verið í skóla á aldrinum tíu til tólf ára að hennar sögn sem sagt í lok seinna stríðs. Afi sneri sér að frekara námi og tók pungapróf og fór til sjós að sækja gjöful mið. Þá kem ég til sögunnar. Bjarni Þór Júl- íusson heiti ég og er skírður í höfuð þeirra hagleiksmanna Bjarna tré- smiðs Kjartanssonar sem smíðaði skírnarfont í kirkju afa síns á Búðum og handriðin í Þjóðleikshúsinu og Þórunnar Júlíönu Þorsteinsdóttur sem sagðist ekki velja skrípamyndir heldur eingöngu listaverk sem auka fegurð lífsins að sögn Ríkarðs Jóns- sonar listamanns. Oft er það til þeirra sem ég hugsa þegar á móti blæs í lífinu og velti því fyrir mér hvað þau hefðu gert þegar að kreppir. Börnin mín vissu að þau áttu langafa sem var í umönnun fyrir austan. Ég hafði sagt við þau að þau ættu að hitta eina langafa þeirra sem var á lífi þar sem þau voru farin að komast til vits og farin að velta til- gangi lífsins fyrir sér. En nú er það um seinan og ég hugsa til minna for- feðra og minningu þeirra er ég kveð þig, afi, með hlýjum hug um ágætar stundir sem við áttum. Þú varst harð- ur og röskur karl, alveg eins og hinn síkáti kappi hann bróðir þinn Kjartan lögreglumaður. Í mínum huga varstu vaskur sjómaður. Ég geymi það sem þú gafst mér og vernda með virðingu um ókomna tíð. Þar sem ég svo ungur en þú svo roskinn með alla þína reynslu fór- umst oft á mis í þessum skrítna heimi mun ég gera allt hvað ég get til að lifa lífinu vel og taka mið af því sem þú hefur kennt mér með þínu lífi. Skil ég því við þig með þessu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og staf- ur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með ol- íu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Bjarni Þór Júlíusson. ✝ Þorsteinn Kr.Ingimarsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1932. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans í Fossvogi 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingimar Kr. Þor- steinsson, f. á Meiða- stöðum í Garði 26. maí 1907, d. 18. nóv. 1958, og Jónína Þóra Sigurjónsdóttir, f. í Gerðum í Garði 13. apríl 1910, d. 20. jan- úar 1999. Þorsteinn var elstur af sex systkinum, síðan koma: Steinþóra, f. 30. okt. 1937, gift Friðriki Lindberg og eiga þau fimm börn og 15 barnabörn; Sig- urjón, f. 15. des. 1941, kvæntur Magneu Guðjónsdóttur, saman eiga þau eitt barn og þrjú barna- börn en hann á þrjú börn og níu barnabörn með fyrri konu sinni; Kristín, f. 1. júní 1944, dó ung; Kristín Inga, f. 9. apríl 1947, gift Sigurd Ebbe Thomsen, þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn; og Jón Ingi, f. 25. mars 1952, kvæntur Magneu Rögnu Ögmundsdóttur, eiga þau saman fjögur börn, fyrir á hann tvö börn og sex barnabörn. Þorsteinn kvæntist Kristínu Guðmundsdóttur 14. júní 1953, þau skildu. Hann átti með henni þrjú börn: 1) Ingimar Kristinn, f. 17. sept. 1953, sam- býliskona Arnbjörg Jónsdóttir, á hann fjögur börn og eitt barnabarn. 2) Guð- mundur, f. 13. okt. 1954, kvæntur Evu Þórólfsdóttur, eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Stein- þóra, f. 15. feb. 1960, gift Pétri Jónssyni, eiga þau þrjú börn. Með Rögnu Lind- berg Maríusdóttir, þau slitu samvistir, á Þorsteinn dæturnar Guðrúnu Sigríði, f. 26. maí 1962, gift Vilhjálmi Sigurpálssyni og eiga þau þrjá syni, og Ólöfu Helgu, f. 17. okt. 1970, sambýlis- maður Reynir S. Reynisson, hún á fjögur börn. Síðastliðin ár átti Þorsteinn heima í Hafnarfirði og bjó hann með vinkonu sinni Matt- hildi Friðriksdóttur, f. 27. janúar 1932, hún á eina dóttur og tvö barnabörn. Þorsteinn lauk námi í járnsmíði ungur að árum og vann á verk- stæði föður síns við Nýlendugötu 14 í mörg ár. Hann stundaði sjó- mennsku um árabil og vann síðan á vélaverkstæði Sands til fjölda ára. Útför Þorsteins fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja, elsku karlinn minn, nú þeg- ar komið er að kveðjustund vil ég þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman og gátum oft á tíðum hresst hvort annað við í dag- legu amstri. Minnist ég þess hvað oft var stutt í prakkarann hjá þér og oftar en ekki gátum við hlegið dátt saman. Þessar minningar ásamt öllum hinum hjálpa mér við að brosa í gegnum tárin, og þær geymi ég til að ylja mér við í fram- tíðinni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi minn, minning þín er ljósið í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín dóttir, Guðrún. Elsku afi minn, nú er komið að því, þú ert farinn frá okkur og margar minningar um okkur saman eru búnar að þjóta hugann. Það var alltaf gaman að koma til þín og Jónínu ömmu á Kaplaskjóls- veg, og sama hvernig skapi maður var í, þú varst ekki lengi að koma hlátrinum að. Þú varst þekktur fyr- ir það að koma í heimsókn og smita alla með hlátrinum þínum. Þegar við bróðir minn vorum lítil biðum við alltaf spennt eftir þér um páskana og þá laumaðir þú að okkur páskaeggi, og við vorum svo ánægð með það. Þegar ég eignaðist Evu Kristínu komuð þið Matta til mín í Keflavík að skoða barnabarn þitt og það var svo yndislegt að fá þig, þú varst svo ánæður með hana og hélst á henni. Þegar hún Eva Kristín var orðin nokkurra mánaða þá fórum við með mömmu, pabba og Antoni bróður í Reykjavík að hitta þig og Jónínu ömmu, þú varst svo ánægður að við komum með litlu krílin til þín. Ég get endalaust rifjað upp minningar um þig, elsku afi. Þótt við höfum ekki verið mikið í sam- bandi síðust ár þá veit ég að þér þótti mjög vænt um mig og mér þótti mjög vænt um þig og mun allt- af varðveita þig í mínu hjarta. Ég veit að Guð hefur tekið vel á móti þér, því þú varst mjög trúaður maður. Guð geymi þig. Þitt barna- barn Alma S. Guðmundsdóttir og fjölskylda. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Í dag er borinn til grafar bróðir minn Þorsteinn Kristinn Ingimars- son. Minningarnar hrúgast upp á stundu sem þessari. Margt var spjallað og skrafað á hans ævi, og þegar við hittumst var oft glatt á hjalla og var margt spaugað, sér í lagi yfir kaffibolla hjá mömmu. Þá var oft látið illa og tuskur fengu að fljúga á milli okkar með tilheyrandi látum og köllum, hlátri og gauragangi, að mömmu fannst nóg um og sagði strákar hættið þessu, hvað haldið þið að fólk haldi, þá var kominn tími til hætta þessum strákaleik (við fullorðnir mennirnir). Steini bróðir var með góðan húm- or og hress í fasi og alltaf var stutt í hláturinn. Margar góðar stundir vorum við saman. Eru mér minnisstæðar ferðir okkar á bílasölurnar að skoða bíla, spá og spekúlera. Og þegar hann gerði þér ferð norður með mömmu og fleira fólki og eins þegar við komum suður fjölskyldan. Hann var hjálpsamur og var oftar en ekki beðinn um að redda biluðum bílum sem ég átti, til að sjóða eða annað, enda lærður járnsmiður, suðumað- ur góður og laghentur á járn. Marg- ar ferðir fórum við saman í kirkju- garðinn í Fossvogi að leiði pabba með jólaljósin og rafgeyma sem hann var búinn að hlaða og var þetta fastur liður hjá honum og mátti ekki bregðast. Eins var þetta í kirkjugarðinum við Hringbraut. Vonandi færðu ljós á leiðið þitt. Nú er kallið komið og þú ert far- inn, kæri bróðir. Við vorum ekki mikið í sambandi síðustu árin en hugurinn var hjá þér og Möttu. Ég vil þakka þær stundir sem við átt- um saman. Þá vil ég þakka þér árin sem þú hugsaðir um móður okkar meðan hún lifði, og þá sér í lagi meðan þið voruð í vesturbænum. Enn fremur þakka þér að líta eftir Guðjóni meðan hann var að læra í Iðnskólanum og var hjá ykkur mömmu þegar ég og fjölskylda mín bjuggum fyrir norðan. Kæri bróðir, ég veit að Guð tekur á móti þér og að mamma og pabbi verða hjá þér og leiða þig til ljóss og friðar. Hvíl í friði. Við sendum fjölskyldu hans og Möttu innilegar samúðarkveðjur. Sigurjón Ingimarsson og fjölskylda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Steini. Fyrsta minning mín um þig er þegar við komum í heim- sókn í bæinn að norðan og gistum hjá ykkur Jónínu ömmu á Kapla- skjólsveginum, þar var sko fjör. Ég hélt lengi vel að þið pabbi og bara öll systkinin gætuð bara ekki verið venjuleg, því það lék allt á reiði- skjálfi þegar þið komuð saman, hlátur og grín, enginn skilinn eftir og skotið á alla svo maður lærði fljótt að svara fyrir sig en svona er- uð þið bara. Þú bjóst á háaloftinu í einu her- bergi og Guðjón bróðir var í öðru á meðan hann var í Iðnskólanum. Ég man hvað mér fannst gaman að koma upp til þín, bara vera hjá þér, þú að lesa eða horfa á sjónvarpið, og glugginn á þakinu hafði líka ein- stakt aðdráttarafl. Oft sátum við í stólnum þínum og horfðum upp í skýin og sáum við margt úr þeim. Ferðirnar á bílasölurnar með þér og pabba á stóra drekanum þínum voru ævinlega skemmtilegar, æ síð- an finnst mér ómögulegt annað en fara reglulega á bílasölur. Þegar þú fluttir í kjallarann var sportið að hlaupa á milli þín og Jón- ínu ömmu, það var svo notalegt að koma til þín og vera þar þó maður hefði ekkert fyrir stafni þá var bara gott að vera hjá þér. Eins þegar þið amma komuð á Hvammstanga, þá var eftirvæntingin mikil, vinkonur mínar skildu ekki hvað var svona spennandi við að frændi manns var að koma í heimsókn og fannst ekk- ert varið í ameríska bílinn þinn. Mér var nokkuð sama, mér fannst hann flottur ásamt þér. Eftir að við fluttum suður minnk- aði sambandið, þó skrítið sé, en lík- lega var maður of nálægt til að meta það. Þegar Guðjón bróðir og Stein- unn giftu sig varst þú bílstjórinn þeirra og náttúrulega á fína kagg- anum þínum, þú varst svo flottur. Í desember fóruð þið pabbi alltaf á stjá með þennan líka skrítna og frumlega ljósakross og settuð á leiðið hans Ingimars afa og ég man hvað það var alltaf mikið í kringum það. En þetta fannst þér að ætti að vera og alveg er ég sammála þér með það, og vonandi færð þú nú einn slíkan. Þú sagðir mér oft að koma í heim- sókn og ég sagði alltaf „er á leið- inni“ en aldrei kom ég, svo þegar þið Matta fluttuð í Hafnarfjörðinn faldi maður sig á bak við það að það var „ekki í leiðinni“. Léleg afsökun, en ég hélt bara að ég hefði nógan tíma en svo var nú ekki. Og þegar mér var sagt að þú værir á sjúkra- húsinu hugsaði ég, Steini er ekkert að fara, hann hristir þetta af sér, en það gerðist ekki, þú komst ekki aft- ur og samviskubitið hellist yfir mann því ég heimsótti ykkur Möttu aldrei. Það er þó gott að þetta var stutt barátta hjá þér. Ég er þakklát fyrir að hafa hringt í þig í fyrra, þá spjölluðum við lengi saman og það var notalegt. Það huggar mig og sefar að þér líður betur núna. Ég veit að þú ert í góðum hönd- um og hjá Jónínu ömmu og Ingimar afa. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. (Stef.Thor. - Sbj. E.) Bless elsku Steini minn. Kær kveðja, þín Lillý. ÞORSTEINN KRIST- INN INGIMARSSON að segja að líf þitt hafi verið mikil þrautaganga. Það voru alveg hreint ótrúlegar sögurnar sem þú sagðir mér, við gátum stundum setið tímum saman og spjallað um það sem væri í gangi í þínu lífi og maður gat ýmist hlegið eða grátið. En eins og þú of all- ir aðrir vita á hún Stína móðir þín heiður skilinn. Hún stóð eins og klett- ur við bakið á þér, sama hvað dundi á, alltaf var hún til staðar fyrir þig og ekki nóg með það heldur tók hún líka að sér að hugsa um marga af þínum vinum, fæddi þá og klæddi eins og þeir væru hennar eigin synir. Ég get nú ekki annað en hugsað til allra ferð- anna sem ég fór með Stínu austur að heimsækja þig. Hún stoppaði bílinn oft rétt áður en við vorum komin og setti ný batterí í heyrnartækið svo hún mundi nú örugglega heyra allt sem við vorum að tala um, við hlógum okkur alveg máttlaus yfir þessu öllu saman. Það voru ófáar ferðirnar sem maður kom að heimsækja þig en allar þess virði. Þú tókst okkur alltaf opn- um örmum. En árið ’97 hefur verið eitt það besta í þínu lífi, þá fæddist Pétur Leó sonur þinn, þú varst svo montinn og stoltur af litla drengnum þínum enda skiljanlegt, þú og Magn- ea eignuðust fallegan og heilbrigðan dreng. Elsku Hrannar, ég vil kveðja þig með þessu ljóði. Minning um góðan dreng lifir í hjarta okkar. Þú gafst mér ljós er lýsti upp myrkrið svarta þú leiddir mig því gleyma ég aldrei vil. Þú kveiktir von, í litlu hrelldu hjarta með hlýju brosi veittir þráðan yl. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Guðrún V. Gíslad.) Elsku Marguerite, Pétur Leó, Stína, Leó Gréta Björk, Calcedonio, Halli og Gréta, og aðrir aðstandend- ur. Megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Helga E.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.