Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 49
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur – stendur fyrir fundi í dag, miðvikudaginn 13. mars, kl. 20, á skrifstofu Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Hvað tekur við að loknum skóla? Þar verða kynntir þeir möguleikar sem nem- endum með þroskahömlun stendur til boða að loknu framhaldsskóla- námi. Kynningin er ætluð nemendum sem eru nú á 3. og 4. ári á starfs- braut framhaldsskólanna og að- standendum þeirra. Fulltrúar frá Svæðisskrifstofu Reykjaness og Reykjavíkur, vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðis- ins og Styrktarfélags vangefinna verða með stutta kynningu. Síðan gefst gestum kostur á að ræða við þá. FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur er samvinnuverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar landssambandsins Sjálfsbjargar, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélags vangefinna, seg- ir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur Þroskahjálpar Hvað tekur við að loknum skóla? FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 49 einn lítri Málið er Egils Appelsín í nýjum umbúðum 1L skiptir máli Rétta stærðin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O LG 1 70 81 03 /2 00 2 SPARISJÓÐURINN hefur afhent Rauða krossi Íslands rúmt tonn af Evrópumynt sem landsmenn hafa gefið félaginu til góðra verka á undanförnum vikum. Söfnunin fór fram í tilefni af evru-væðingu í ríkjum Evrópusambandsins. „Afrakstur söfnunarinnar, sem verður líklega á milli tvær og þrjár milljónir króna, verður not- aður til að efla ungmennastarf Rauða krossins og átak félagsins gegn fordómum. Flugleiðir fragt styðja átakið með því að flytja myntina til Bretlands, þar sem henni er kom- ið í verð. Gísli Jafetsson, fræðslu- og markaðsstjóri Sparisjóðsins, af- henti féð. Áfram verður hægt að koma í Sparisjóðinn um land allt með klink sem rennur til Rauða kross- ins,“ segir í fréttatilkynningu. Gísli Jafetsson, fræðslu- og markaðsstjóri Sparisjóðsins, afhenti Sig- rúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, gjöfina. Rauði krossinn fær rúmt tonn af Evrópumynt BOÐAÐ er til félagsfundar í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík fimmtudaginn 14. mars kl. 17.30 í Rúgbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6. Á fundinum verður uppstilling Reykjavíkurlistans í heild kynnt, rædd og tekin til atkvæðagreiðslu. Ennfremur verður skipan borgar- málaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á dagskrá, segir í fréttatilkynningu. Félags- fundur VG ræðir R-lista Rangt nafn á manni og verslun Í grein Freyju Jónsdóttur um Túngötu 6 í Fasteignablaði Morg- unblaðsins í gær var rangt farið með nafn Hans R. Þórðarsonar sem var annar eigenda heildsöluversl- unarinnar Electric árið 1941. Freyja biður hlutaðeigandi vel- virðingar. LEIÐRÉTT ÁRLEG ísklifurhátíð, svo- kallað ísklifurfestival Ís- lenska alpaklúbbsins (ÍS- ALP), var haldið á Ísafirði helgina 1.–3. mars og voru klifnir fimm ísfossar í Ós- hlíðinni, þar af einn 70 metra hár. Stefnt var að því að klífa einnig í Önund- arfirði en þátttakendur urðu frá að hverfa vegna snjó- flóðahættu. Veður var mis- jafnt, en sýnu best fyrsta klifurdaginn þar sem klifr- arar gátu athafnað sig í logni en nokkurri ofankomu. Fimm þátttakendur voru á hátíðinni að þessu sinni, sem er óvenjufátt, en skýr- inganna er að leita í því að fresta varð hátíðinni um eina viku vegna veðurs og áttu margir ekki heim- angengt þegar betur viðr- aði. ÍSALP hefur staðið fyrir hátíðum af þessu tagi á hverju ári síðan 1998 þegar klifrarar fjölmenntu á Snæ- fellsnes og klifruðu með heiðursgesti hátíðarinnar, hinum heimsþekkta banda- ríska klifrara Jeff Lowe. Fjölmennasta ísklifurhátíð ÍS- ALP var haldin í Öræfasveit árið 2000 með þátttöku 60 klifrara. Ísklifrarar ÍSALP láta ekki hanka sig á grundvallaratriðunum; klifra í tvöfaldri línu og bera öryggishjálma. Ísklifrarar á ferð í Óshlíðinni Ljósmynd/Hörður Harðarson NÁMSKEIÐ um verkkvíða og frest- unaráráttu verður haldið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands fimmtu- daginn 14. mars kl. 9–16 og fimmtudaginn 21. mars kl. 9–12. Leitað verður svara við spurning- unum: Hvað veldur verkkvíða? Hvernig lýsir hann sér? Hvaða leiðir eru færar til að vinna bug á honum? Lögð verður áhersla á að þátttak- endur setji sér skýr markmið og til- einki sér árangursríkar aðferðir til að kljást við kvíðann. Kennarar: Þórkatla Aðalsteins- dóttir og Einar Gylfi Jónsson sál- fræðingar hjá Þeli – sálfræðiþjón- ustu ehf. Verð: 17.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning: http://www.endurmenntun.hi.is og hjá Endurmenntun HÍ í síma, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um verkkvíða SJÚKRAHÚSIÐ og heilsugæslu- stöðin á Akranesi efna til opins heilsu- og mannræktarfundar fimmtudaginn 14. mars kl. 20 í Bíó- höllinni í tilefni 50 ára afmælis stofn- unarinnar. Héðinn Unnsteinsson, verkefnis- stjóri Geðræktar, verður með fram- sögu þar sem hann kemur m.a. inn á viðhorf fólks, gildi jákvæðninnar, heilsu, geðheilsu, forsendur ham- ingjunnar, væntingar, bjartsýni, sjálfstraust og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Allir eru velkomnir, enginn að- gangseyrir, allir fá ókeypis boli í boði Geðræktar, segir í fréttatilkynningu. Heilsu- og mann- ræktarfundur á Akranesi MÁLSTOFA um sveitarstjórnarmál á vegum stjórnmálafræðiskorar Há- skóla Íslands verður haldinn fimmtudaginn 14. mars í Odda, stofu 201, frá kl. 12.05–13. Ásdís Halla Bragadóttir bæjar- stjóri í Garðabæ heldur erindi sem ber yfirskriftina: Ánægðir íbúar – hver er lykillinn? Í erindinu ætlar hún að svara spurningunni: ,,Hvern- ig stendur á því að íbúar sumra sveit- arfélaga eru mjög ánægðir með þjónustuna sem veitt er á meðan íbú- ar annarra sveitarfélaga eru það ekki?“ Einnig mun hún fjalla um það hvernig best sé að stuðla að sam- keppni meðal sveitarfélaga til að auka gæði þjónustunnar, stuðla að meiri hagkvæmni og lægri sköttum og gjöldum. Fyrirspurnir að erindi loknu, seg- ir í fréttatilkynningu. Málstofa um sveit- arstjórnarmál HÁSKÓLINN í Reykjavík boðar til kynningarfundar á nýju MBA-námi með áherslu á mannauðsstjórnun í dag, miðvikudaginn 13. mars, kl. 17.15. Námið fer af stað í haust og er starfstengt viðskipta- og stjórnunar- nám þar sem leitast er við að sam- þætta þekkingu á rekstri annars veg- ar og þekkingu á mannauðsstjórnun og mannlegri hegðun hins vegar. MBA-HRM-námið er ætlað stjórn- endum og sérfræðingum með ólíkan menntunarlegan bakgrunn sem vilja í framtíðinni takast á við krefjandi stjórnunarstörf. Námið er 45 einingar og tekur í heildina tæp tvö ár. Nem- endur geta bætt við sig frekara námi og lokið 60 eininga rannsóknatengdri MSc-gráðu. Kennsla í náminu tekur mið af þörfum fólks í atvinnulífinu. Umsóknarfrestur er til 15. maí, segir í fréttatilkynningu. Kynning á nýju námi í HR SAMEIGINLEGUR félagafundur Samfylkingarfélaganna í Reykjavík til þess að staðfesta þátt Samfylking- arinnar í Reykjavíkurlistanum verð- ur haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 17.15 á Kornhlöðuloftinu, Banka- stræti 2. Á fundinum mun uppstillingar- nefnd kynna listann til staðfestingar í Samfylkingunni, segir í fréttatil- kynningu. Reykjavíkur- listinn kynntur FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ heldur fræðslufund í Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn 14. mars kl. 20.30. Ljósmyndararnir Daníel Berg- mann og Jóhann Óli Hilmarsson segja frá og sýna myndir úr ferðum sínum um Pýreneaskaga síðastliðið haust. Fuglalíf á Pýreneaskaga FERÐAFÉLAG Íslands efnir til myndasýningar í FÍ-salnum, Mörk- inni 6, í kvöld miðvikudaginn 13. mars kl. 20.30. Sýnandi verður Ólafur Sigurgeirs- son fararstjóri til margra ára hjá fé- laginu. Hann sýnir myndir frá ferð sinni um Tröllaskaga og til Gríms- eyjar síðasta sumar og úr ýmsum ferðum undanfarinna ára. Allir vel- komnir. Aðgangseyrir er 500 kr. og eru kaffiveitingar í hléi innifaldar. Myndasýning í FÍ-salnum Gjafabrjóstahöld Stuðningsbelti og nærfatnaður Þumalína Pósthússtræti og Skólavörðustíg FIMMTA og næstsíðasta umferðin á Íslandsmótinu í krullu fer fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld og hefst keppni kl. 19.30. Alls taka fjögur lið þátt í mótinu og eru þau öll frá Akureyri. Í kvöld mætast Víkingar og Garpar annars vegar og Ísmeistarar og Fálkar hins vegar. Ísmeistarar eru efstir á Íslands- mótinu með sex stig en leikmenn liðsins koma úr meistaraflokksliði SA í íshokkí. Garpar eru í öðru sæti með 4 stig og Fálkar í því þriðja með jafnmörg stig. Keppt í krullu í Skauta- höllinni AÐALFUNDUR AUS – Alþjóð- legra ungmennaskipta verður hald- inn laugardaginn 16. mars klukkan 10.30 á skrifstofu AUS, Hafnargötu 15, 3. hæð. Sama dag verður haldið málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur í tengslum við 40 ára afmæli samtak- anna á Íslandi. Allir eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur AUS FÉLAG fagfólks um endurhæfingu stendur fyrir málþingi í Norræna húsinu föstudaginn 15. mars undir yf- irskriftinni: Endurhæfing borgar sig. Hver borgar? Leitað verður svara við spurningum um hvort fagleg sjónar- mið stangist á við opinbera stefnu, hvort kerfið sé réttlátt, hvort þjón- ustustig sjúklings sé alltaf rétt og hver áhrif vistunar séu á þjónustu og kostnaðarskiptingu. Erindi halda: Hjördís Jónsdóttir, lækningaforstjóri á Reykjalundi, Ásta Ragnheiður Jó- hannsdóttir alþingismaður, Ragn- heiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti, og Jón Sigurðsson líffræðing- ur. Pallborðsumræður verða í lok málþings. Fundarstjóri verður Gísli Einarsson, læknir og framkvæmda- stjóri kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Málþingið hefst kl. 14, í kjölfar aðal- fundar FFE sem hefst kl. 13, og eru allir áhugasamir um endurhæfingu velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Málþing um endurhæfingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.