Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 49
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur – stendur fyrir fundi í dag, miðvikudaginn 13. mars, kl. 20, á skrifstofu Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Hvað tekur við að loknum skóla? Þar verða kynntir þeir möguleikar sem nem- endum með þroskahömlun stendur til boða að loknu framhaldsskóla- námi. Kynningin er ætluð nemendum sem eru nú á 3. og 4. ári á starfs- braut framhaldsskólanna og að- standendum þeirra. Fulltrúar frá Svæðisskrifstofu Reykjaness og Reykjavíkur, vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðis- ins og Styrktarfélags vangefinna verða með stutta kynningu. Síðan gefst gestum kostur á að ræða við þá. FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur er samvinnuverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar landssambandsins Sjálfsbjargar, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélags vangefinna, seg- ir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur Þroskahjálpar Hvað tekur við að loknum skóla? FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 49 einn lítri Málið er Egils Appelsín í nýjum umbúðum 1L skiptir máli Rétta stærðin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O LG 1 70 81 03 /2 00 2 SPARISJÓÐURINN hefur afhent Rauða krossi Íslands rúmt tonn af Evrópumynt sem landsmenn hafa gefið félaginu til góðra verka á undanförnum vikum. Söfnunin fór fram í tilefni af evru-væðingu í ríkjum Evrópusambandsins. „Afrakstur söfnunarinnar, sem verður líklega á milli tvær og þrjár milljónir króna, verður not- aður til að efla ungmennastarf Rauða krossins og átak félagsins gegn fordómum. Flugleiðir fragt styðja átakið með því að flytja myntina til Bretlands, þar sem henni er kom- ið í verð. Gísli Jafetsson, fræðslu- og markaðsstjóri Sparisjóðsins, af- henti féð. Áfram verður hægt að koma í Sparisjóðinn um land allt með klink sem rennur til Rauða kross- ins,“ segir í fréttatilkynningu. Gísli Jafetsson, fræðslu- og markaðsstjóri Sparisjóðsins, afhenti Sig- rúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, gjöfina. Rauði krossinn fær rúmt tonn af Evrópumynt BOÐAÐ er til félagsfundar í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík fimmtudaginn 14. mars kl. 17.30 í Rúgbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6. Á fundinum verður uppstilling Reykjavíkurlistans í heild kynnt, rædd og tekin til atkvæðagreiðslu. Ennfremur verður skipan borgar- málaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á dagskrá, segir í fréttatilkynningu. Félags- fundur VG ræðir R-lista Rangt nafn á manni og verslun Í grein Freyju Jónsdóttur um Túngötu 6 í Fasteignablaði Morg- unblaðsins í gær var rangt farið með nafn Hans R. Þórðarsonar sem var annar eigenda heildsöluversl- unarinnar Electric árið 1941. Freyja biður hlutaðeigandi vel- virðingar. LEIÐRÉTT ÁRLEG ísklifurhátíð, svo- kallað ísklifurfestival Ís- lenska alpaklúbbsins (ÍS- ALP), var haldið á Ísafirði helgina 1.–3. mars og voru klifnir fimm ísfossar í Ós- hlíðinni, þar af einn 70 metra hár. Stefnt var að því að klífa einnig í Önund- arfirði en þátttakendur urðu frá að hverfa vegna snjó- flóðahættu. Veður var mis- jafnt, en sýnu best fyrsta klifurdaginn þar sem klifr- arar gátu athafnað sig í logni en nokkurri ofankomu. Fimm þátttakendur voru á hátíðinni að þessu sinni, sem er óvenjufátt, en skýr- inganna er að leita í því að fresta varð hátíðinni um eina viku vegna veðurs og áttu margir ekki heim- angengt þegar betur viðr- aði. ÍSALP hefur staðið fyrir hátíðum af þessu tagi á hverju ári síðan 1998 þegar klifrarar fjölmenntu á Snæ- fellsnes og klifruðu með heiðursgesti hátíðarinnar, hinum heimsþekkta banda- ríska klifrara Jeff Lowe. Fjölmennasta ísklifurhátíð ÍS- ALP var haldin í Öræfasveit árið 2000 með þátttöku 60 klifrara. Ísklifrarar ÍSALP láta ekki hanka sig á grundvallaratriðunum; klifra í tvöfaldri línu og bera öryggishjálma. Ísklifrarar á ferð í Óshlíðinni Ljósmynd/Hörður Harðarson NÁMSKEIÐ um verkkvíða og frest- unaráráttu verður haldið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands fimmtu- daginn 14. mars kl. 9–16 og fimmtudaginn 21. mars kl. 9–12. Leitað verður svara við spurning- unum: Hvað veldur verkkvíða? Hvernig lýsir hann sér? Hvaða leiðir eru færar til að vinna bug á honum? Lögð verður áhersla á að þátttak- endur setji sér skýr markmið og til- einki sér árangursríkar aðferðir til að kljást við kvíðann. Kennarar: Þórkatla Aðalsteins- dóttir og Einar Gylfi Jónsson sál- fræðingar hjá Þeli – sálfræðiþjón- ustu ehf. Verð: 17.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning: http://www.endurmenntun.hi.is og hjá Endurmenntun HÍ í síma, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um verkkvíða SJÚKRAHÚSIÐ og heilsugæslu- stöðin á Akranesi efna til opins heilsu- og mannræktarfundar fimmtudaginn 14. mars kl. 20 í Bíó- höllinni í tilefni 50 ára afmælis stofn- unarinnar. Héðinn Unnsteinsson, verkefnis- stjóri Geðræktar, verður með fram- sögu þar sem hann kemur m.a. inn á viðhorf fólks, gildi jákvæðninnar, heilsu, geðheilsu, forsendur ham- ingjunnar, væntingar, bjartsýni, sjálfstraust og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Allir eru velkomnir, enginn að- gangseyrir, allir fá ókeypis boli í boði Geðræktar, segir í fréttatilkynningu. Heilsu- og mann- ræktarfundur á Akranesi MÁLSTOFA um sveitarstjórnarmál á vegum stjórnmálafræðiskorar Há- skóla Íslands verður haldinn fimmtudaginn 14. mars í Odda, stofu 201, frá kl. 12.05–13. Ásdís Halla Bragadóttir bæjar- stjóri í Garðabæ heldur erindi sem ber yfirskriftina: Ánægðir íbúar – hver er lykillinn? Í erindinu ætlar hún að svara spurningunni: ,,Hvern- ig stendur á því að íbúar sumra sveit- arfélaga eru mjög ánægðir með þjónustuna sem veitt er á meðan íbú- ar annarra sveitarfélaga eru það ekki?“ Einnig mun hún fjalla um það hvernig best sé að stuðla að sam- keppni meðal sveitarfélaga til að auka gæði þjónustunnar, stuðla að meiri hagkvæmni og lægri sköttum og gjöldum. Fyrirspurnir að erindi loknu, seg- ir í fréttatilkynningu. Málstofa um sveit- arstjórnarmál HÁSKÓLINN í Reykjavík boðar til kynningarfundar á nýju MBA-námi með áherslu á mannauðsstjórnun í dag, miðvikudaginn 13. mars, kl. 17.15. Námið fer af stað í haust og er starfstengt viðskipta- og stjórnunar- nám þar sem leitast er við að sam- þætta þekkingu á rekstri annars veg- ar og þekkingu á mannauðsstjórnun og mannlegri hegðun hins vegar. MBA-HRM-námið er ætlað stjórn- endum og sérfræðingum með ólíkan menntunarlegan bakgrunn sem vilja í framtíðinni takast á við krefjandi stjórnunarstörf. Námið er 45 einingar og tekur í heildina tæp tvö ár. Nem- endur geta bætt við sig frekara námi og lokið 60 eininga rannsóknatengdri MSc-gráðu. Kennsla í náminu tekur mið af þörfum fólks í atvinnulífinu. Umsóknarfrestur er til 15. maí, segir í fréttatilkynningu. Kynning á nýju námi í HR SAMEIGINLEGUR félagafundur Samfylkingarfélaganna í Reykjavík til þess að staðfesta þátt Samfylking- arinnar í Reykjavíkurlistanum verð- ur haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 17.15 á Kornhlöðuloftinu, Banka- stræti 2. Á fundinum mun uppstillingar- nefnd kynna listann til staðfestingar í Samfylkingunni, segir í fréttatil- kynningu. Reykjavíkur- listinn kynntur FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ heldur fræðslufund í Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn 14. mars kl. 20.30. Ljósmyndararnir Daníel Berg- mann og Jóhann Óli Hilmarsson segja frá og sýna myndir úr ferðum sínum um Pýreneaskaga síðastliðið haust. Fuglalíf á Pýreneaskaga FERÐAFÉLAG Íslands efnir til myndasýningar í FÍ-salnum, Mörk- inni 6, í kvöld miðvikudaginn 13. mars kl. 20.30. Sýnandi verður Ólafur Sigurgeirs- son fararstjóri til margra ára hjá fé- laginu. Hann sýnir myndir frá ferð sinni um Tröllaskaga og til Gríms- eyjar síðasta sumar og úr ýmsum ferðum undanfarinna ára. Allir vel- komnir. Aðgangseyrir er 500 kr. og eru kaffiveitingar í hléi innifaldar. Myndasýning í FÍ-salnum Gjafabrjóstahöld Stuðningsbelti og nærfatnaður Þumalína Pósthússtræti og Skólavörðustíg FIMMTA og næstsíðasta umferðin á Íslandsmótinu í krullu fer fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld og hefst keppni kl. 19.30. Alls taka fjögur lið þátt í mótinu og eru þau öll frá Akureyri. Í kvöld mætast Víkingar og Garpar annars vegar og Ísmeistarar og Fálkar hins vegar. Ísmeistarar eru efstir á Íslands- mótinu með sex stig en leikmenn liðsins koma úr meistaraflokksliði SA í íshokkí. Garpar eru í öðru sæti með 4 stig og Fálkar í því þriðja með jafnmörg stig. Keppt í krullu í Skauta- höllinni AÐALFUNDUR AUS – Alþjóð- legra ungmennaskipta verður hald- inn laugardaginn 16. mars klukkan 10.30 á skrifstofu AUS, Hafnargötu 15, 3. hæð. Sama dag verður haldið málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur í tengslum við 40 ára afmæli samtak- anna á Íslandi. Allir eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur AUS FÉLAG fagfólks um endurhæfingu stendur fyrir málþingi í Norræna húsinu föstudaginn 15. mars undir yf- irskriftinni: Endurhæfing borgar sig. Hver borgar? Leitað verður svara við spurningum um hvort fagleg sjónar- mið stangist á við opinbera stefnu, hvort kerfið sé réttlátt, hvort þjón- ustustig sjúklings sé alltaf rétt og hver áhrif vistunar séu á þjónustu og kostnaðarskiptingu. Erindi halda: Hjördís Jónsdóttir, lækningaforstjóri á Reykjalundi, Ásta Ragnheiður Jó- hannsdóttir alþingismaður, Ragn- heiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti, og Jón Sigurðsson líffræðing- ur. Pallborðsumræður verða í lok málþings. Fundarstjóri verður Gísli Einarsson, læknir og framkvæmda- stjóri kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Málþingið hefst kl. 14, í kjölfar aðal- fundar FFE sem hefst kl. 13, og eru allir áhugasamir um endurhæfingu velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Málþing um endurhæfingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.