Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VERÐ var lækkað um 3% í fjölda verslana við Laugaveg um síðustu helgi. Bolli Kristinsson kaupmaður segir að forsvarsmenn ASÍ hafi átt fund með fulltrúum Laugavegssam- takanna á föstudag og skömmu síðar hafi verðlækkun verið komin til fram- kvæmda í fjölmörgum verslunum. „Við viljum taka þátt í þeirri við- leitni að halda verðlagi fyrir neðan rauða strikið. Eftir fundinn á föstu- dag var sent dreifibréf í allar versl- anir við Laugaveginn með tilmælum um verðlækkun og tóku velflestir vel í það,“ segir Bolli. NTC ehf. rekur verslanir við Laugaveg og í Kringlunni og segir Bolli að verð hafi líka verið lækkað í verslunum félagsins í Kringlunni sem eru átta. 60–70% hafa lækkað verð Jón Sigurjónsson í versluninni Jóni og Óskari kveðst telja að 60– 70% kaupmanna við Laugaveginn hafi lækkað verð fyrir síðustu helgi. „Einhverjir lækka verðið meira en um 3%. Við erum til að mynda með 5% staðgreiðsluafslátt og leggjast þessi 3% ofan á hann. Þannig er því líklega háttað víðar,“ segir hann. Um 200 verslanir eru við Lauga- veg og hafa þeir kaupmenn sem lækkað hafa verð hengt blað með rauðu striki út í glugga, segir Jón ennfremur. Beinir ASÍ þeim tilmælum til fólks á heimasíðu sinni að beina viðskipt- um frekar til þeirra kaupmanna sem lækkað hafa verð að undanförnu. „Frekar en þeirra sem ekki axla sinn hluta ábyrgðarinnar,“ segir ASÍ. Allmargir sérvörukaupmenn í Smáralind urðu við tilmælum ASÍ um verðlækkun í síðustu viku, svo sem greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu. 3% verðlækkun í fjölda verslana við Laugaveg Morgunblaðið/Golli LÁTINN er í Reykja- vík Sveinn Þormóðs- son ljósmyndari. Hann fæddist þann 26. júní 1926 og var því á 76. aldursári þegar hann lést. Foreldrar Sveins voru Theódóra Stef- ánsdóttir, húsfreyja frá Krókvöllum í Garði, og Þormóður Sveins- son, fisksali úr Þing- vallasveit. Sveinn hóf störf ung- ur hjá setuliðinu eða tólf ára gamall og vann þá meðal annars sem túlkur fyrir starfsmenn þess. Síðar var hann sendibílstjóri um árabil. Um 1950 tók hann að ljósmynda fyrir Morgunblaðið í lausamennsku meðfram sendibílastarfinu en síðar var hann ráðinn fastur starfsmaður blaðsins. Árið 1976 hóf hann störf á Dagblaðinu og við sameiningu þess og Vísis var hann ráð- inn til DV. Sveinn starf- aði hjá DV þar til hann slasaðist fyrir einu og hálfu ári. Sveinn var einna þekktastur fyrir ljósmyndir frá íþrótta- viðburðum og myndir af vettvangi lögregl- unnar. Árið 1999 gaf hann Reykjavíkurborg filmusafn sitt frá ára- bilinu 1950 til ársins 1974 í tilefni af útgáfu ævisögu sinnar, Á hæl- um löggunnar. Sveinn var kvæntur Dagfríði Pétursdóttur og áttu þau sjö börn, Sveineyju, Þormóð, Braga Rúnar, Kristínu, Sigríði, Theódóru og Hörð Inga. Eru fimm af þeim systkinum búsett erlendis. Að leiðarlokum þakkar Morgun- blaðið Sveini störf hans fyrir blaðið og sendir ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Andlát SVEINN ÞORMÓÐSSON GERA má ráð fyrir því að það muni taka bróðurpartinn af þessu ári að finna nýjan samstarfsaðila vegna byggingar álvers á Reyð- arfirði og menn geti í fyrsta lagi búist við ákvörðun einhvern tím- ann seint á næsta ári hjá slíkum aðila. Þetta segir Geir A. Gunnlaugs- son, stjórnarformaður Reyðaráls. Aðspurður hvort menn muni hefja leit að nýjum samstarfsaðila segir Geir að stjórnvöld, Landsvirkjun og Reyðarál eigi eftir að ræða hvernig staðið verði að því að finna nýjan aðila. „Ég reikna með því að menn að vinni því að einhverju leyti í sameiningu. Við erum auð- vitað í ákveðnu samstarfi við Norð- mennina og það er alls ekki úti- lokað að þeir taki þátt í verkefninu þegar upp er staðið,“ sagði Geir. Hann segir að Norsk Hydro eigi enn helmingshlut í Reyðaráli á móti Hæfi og það hafi ekki breyst og standi heldur ekki til. Ákvörðun í fyrsta lagi seint á næsta ári Stjórnarformaður Reyðaráls „IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur reynst okkur vel vegna hugmynda um stækkun Norðuráls,“ segir Kenneth Peterson, eigandi Col- umbia Ventures Corporation, móð- urfyrirtækis Norðuráls. „Meginvandamálið hefur verið skortur á raforku. Stækkun verk- smiðjunnar tekur nokkur ár og þarf töluverðan tíma til að undirbúa slíkt. Viðbótarraforka hefur einfaldlega ekki verið í boði.“ Hann segir að álmarkaðurinn taki stöðugum breytingum og það sama eigi við um fjárfestingar Columbia Ventures. Því hefði verið gott ef raf- orkan hefði verið til staðar til stækk- unar Norðuráls. Iðnaðarráðu- neytið hefur reynst vel Kenneth Peterson anfarin tvö ár hafi gjörbreytt hlut- fallslegu verðlagi hérlendis miðað við nágrannalönd. Í árslok 1999 var neysluverðlag í viðskiptalöndunum um 16% lægra að meðaltali en hér á landi en í desember síðastliðnum var það orðið 4% hærra. Í Hagvísum segir að umskiptin hafi orðið mest gagnvart Banda- ríkjunum. Verðlag hafi verið um fjórðungi lægra í Bandaríkjunum en á Íslandi í árslok 1999 en það hafi verið 8% hærra í lok síðasta árs. SKULDIR heimila hér á landi hafa vaxið hraðar en í Bretlandi, Þýska- landi, Bandaríkjunum og Japan en þær voru rúm 80% af ráðstöf- unartekjum í árslok 1990. Í árslok árið 2001 voru þær orðnar 170% af ráðstöfunartekjum. „Slík þróun er umhugsunarefni og setur aukinni einkaneyslu og íbúðafjárfestingu í framtíðinni þröngar skorður,“ seg- ir m.a. í nýútkomnum Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Þá kemur fram í Hagvísum að lækkun á verðgildi krónunnar und- Skuldir heimila 170% af ráðstöfunartekjum  $ (.//01200.       *+,     #-( #.( #$( #/( #(( -( .( 01( 01# 01/ 01) 01$ 012 01. 013 01- 011 0(( 0(#          4 56    LANDSVIRKJUN hefur skilað inn drögum að mati á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu til Skipulags- stofnunar ríkisins. Að sögn Stefáns Thors, skipulagsstjóra ríkisins, eru drögin nú til yfirlestrar hjá stofnun- inni og verða það til 8. apríl. „Eftir það mun framkvæmdaraðili vinna úr athugasemdum Skipulagsstofnunar og senda stofnuninni í framhaldi af því matsskýrslu samkvæmt 10. grein laga. Þá hefur skipulagsstofnun tvær vikur til þess að meta hvort skýrslan sé í samræmi við matsáætlun. Ef svo verður þá verður hún auglýst og hið formlega ferli hefst.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir Lands- virkjun hafa sent inn tilbúna skýrslu en skipulagsstofnun ákveði síðan hvort skýrslan sé nógu góð til að hún verði útgefin og tekin til umfjöllunar. „Ef þetta gengur upp, munum við væntanlega auglýsa skýrsluna og gefa hana út um miðjan apríl og þá fer í hönd kynningartímabil. Það má því gera ráð fyrir að í sumar geti legið fyrir niðurstaða í málinu. En hana geta menn að vísu kært til umhverf- isráðherra ef svo ber undir.“ Spurður um raforkusölu vegna mögulegrar stækkunar Norðuráls á Grundartanga, segir Þorsteinn að hjá Landsvirkjun sé það í grundvallarat- riðum þannig að enginn virkjunar- kostur sé beint tengdur ákveðnum notanda. „Menn hafa vissulega að undanförnu rætt nokkuð um Norður- ál en það er líka áhugi af hálfu ÍSAL um stækkun þar. Búðarhálsvirkjun sem við erum þegar byrjuð að und- irbúa í framkvæmdum og hins vegar Norðlingaölduveita eru kostir sem við höfum talið að væru fljótvirkastir til þess að geta orðið við óskum annars hvors þessara aðila um fyrsta hlutann af sinni stækkun. Talað hefur verið um 90.000 tonna stækkun hjá Norð- uráli og líklega heldur meira hjá ÍSAL og þá gætu þessir kostir komið inn í þá mynd. Okkur ber á hverjum tíma,“ segir Þorsteinn, „að hafa leiðir til þess að geta orðið við aukinni eft- irspurn viðskiptavina okkar.“ Mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu Landsvirkjun hefur skilað inn drögum EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur gefið út ákæru á hendur lögfræðingi, sem stundaði innheimtustarfsemi í nafni fyrirtækis síns en honum er gefið að sök að hafa notað fé sem hann innheimti fyrir um- bjóðendur sína í eigin rekstur og að hafa þar af leiðandi ekki staðið um- bjóðendum sínum skil á fénu. Innheimtufyrirtækið lagði síðar upp laupana, en fjárhæðir sem talið er að hafi verið skotið undan hlaupa á nokkrum milljónum króna. Ákæran var þingfest fyrir héraðs- dómi í gær. Lögfræðingur í innheimtu ákærður DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til Víet- nam dagana 3.-6. apríl næstkom- andi en hann hefur þegið boð Phan Van Kai, forsætisráðherra Víetnam, þar um. Með heim- sókninni er end- urgoldin heim- sókn fyrrverandi forsætisráðherra Víetnam hingað til lands í júní 1995. Í fréttatilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu segir að með í för verði viðskiptasendinefnd undir forystu Útflutningsráðs Íslands. Í henni verða fulltrúar um 15 fyr- irtækja sem ýmist hyggja á eða stunda viðskipti við Víetnam. Þá verður í heimsókninni undirritaður tvísköttunarsamningur milli ríkjanna og sérstök yfirlýsing um að hvetja til og greiða fyrir aukn- um viðskiptum þeirra í milli. Þá segir að forsætisráðherra muni heimsækja höfuðborgina, Hanoi, og Ho Chi Minh borg og meðal annars eiga viðræður við forsætisráðherra landsins, forseta og forseta þings Víetnam. Með forsætisráðherra í för verða eiginkona hans, embættis- menn í forsætisráðuneytinu og fulltrúi viðskiptaþjónustu utanrík- isráðuneytisins. Forsætis- ráðherra í heimsókn til Víetnam Davíð Oddsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.