Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATLANTSSKIP hefja áætlunar- siglingar á milli Íslands og Evrópu í næsta mánuði. Atlantsskip munu sigla á milli Rotterdam í Hollandi og Kópavogs á 10 daga fresti. Með Evrópusiglingunum verður Kópa- vogur alþjóðahöfn. „Við verðum ódýrari og ætlum að leggja okkar af mörkum til þess að stuðla að lægra vöruverði á Íslandi og til baráttunnar gegn verðbólgu. Við leggjum áherslu á góða þjón- ustu og öryggi á hafinu,“ segir Stef- án Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, í fréttatilkynningu. Í samtali við Morgunblaðið segir Stefán að stefnt sé að því að bjóða allt að 20% lægri gjöld á sjófrakt en á markaðnum almennt. „Við stefnum að því að byggja upp gott félag og yrðum mjög sáttir með 5% markaðshlutdeild í Evr- ópusiglingum en við siglum að sjálf- sögðu áfram milli Íslands og Am- eríku þar sem við erum með góða markaðshlutdeild,“ segir Stefán ennfremur. „Við höfum ákveðið að taka slag- inn í samkeppni á hafinu og stefnum að því að bjóða viðskipta- vinum okkar bestu verð, góða þjón- ustu og viðkomu í Rotterdam og Kópavogi á 10 daga fresti,“ segir einnig í fréttatilkynningu. Kópavogshöfn besti kosturinn Kópavogur verður alþjóðleg höfn með Evrópuflutningum Atlants- skipa sem flytja skrifstofur sínar og 1.000 fermetra vöruhús í Kópavogi að Vesturvör 29 við hafnarbakkann þar sem skip félagsins verða lestuð og losuð. Mikil uppbygging hefur verið undanfarin ár í Kópavogshöfn. „Kópavogshöfn var valin vegna þess að við vildum vera þar sem við gæt- um haft framtíðarhöfn okkar. Þetta töldum við vera besta kostinn eftir að hafa skoðað bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Þarna er mjög góð að- staða, til dæmis er verið að und- irbúa gámavöll sem er um tíu þús- und fermetrar. Einnig er mjög góð vöruskemma þarna sem við höfum tekið á leigu. Þetta er allt sem við þurfum. Kópavogur er einnig mið- svæðis og við höfum trú á að bæj- arfélagið sé ört vaxandi og miðja at- hafnalífsins að færast hingað,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið. Félagið hefur tekið skip á leigu í Hollandi, Estime, sem ber 138 gáma, og var það sérstaklega smíð- að árið 2001 fyrir siglingar á úthaf- inu. Estime siglir milli Kópavogs og Rotterdam á 10 daga fresti. Þjón- ustunet Atlantsskipa nær um alla Evrópu. Tryggðar eru tíðar ferðir milli Rotterdam og Immingham á Englandi, Árósa, Gautaborgar, Var- berg, Hamborgar, Cuxhaven og Moss í Noregi. Þjónustunet Atl- antsskipa nær einnig um Austur- lönd fjær og Ameríku. Um 85% af flutningum milli Íslands og um- heimsins fara um Evrópu, 15% til Bandaríkjanna. Það hefur verið stefna Atlants- skipa frá upphafi að hefja Evrópu- siglingar. Nú eru rúm þrjú ár síðan Atlantsskip hófu siglingar milli Ís- lands og Ameríku. Með samningi við flutningadeild Bandaríkjahers árið 1998 hófu Atlantsskip að flytja vöru fyrir Varnarliðið sem var grunnurinn að stofnun félagsins. Samanlagt annast Atlantsskip um helming af öllum flutningum milli Íslands og Ameríku, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Atlantsskip hefja Evrópusiglingar frá Kópavogshöfn Stefna að 20% lægra gjaldi fyrir sjófrakt Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæði Atlantsskipa við Kópavogshöfn. PREMIUM Innheimtuvaktin ehf. hefur tengst stærstu innheimtu- þjónustu heims, TCM Group Int- ernational, með samstarfssamningi við TCM alþjóðainnheimtur á Ís- landi. Í samstarfinu felst m.a. að Premium mun sjá um sölu og markaðssetningu fyrir TCM hér á landi. Einnig að íslensk fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Premium geta innheimt kröfur á hendur er- lendum aðilum um viðskiptakerfi TCM sem nær til um 108 landa en TCM hefur starfsstöðvar í 70 lönd- um. „Þetta fyrirkomulag hentar ís- lenskum fyrirtækjum mjög vel, hvort sem það er í ferðaþjónustu, fiskútflutningi eða öðru,“ segir Páll Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Premium, í samtali við Morgunblað- ið. „Viðskiptalöndum Íslands fer fjölgandi með ári hverju. Viðskiptin eru ekki bara innan Evrópu eða til Bandaríkjanna heldur mun víðar.“ Engin eignatengsl eru enn sem komið er á milli Premium og TCM. TCM er upphaflega ástralskt fyr- irtæki og var stofnað árið 1987. Páll Þór segir að nokkur vand- kvæði hafi verið á innheimtu krafna sem fyrirtæki eiga gagnvart aðilum utan við hefðbundin viðskiptalönd, og jafnvel innan þeirra. Með sam- starfi Premium og TCM verður liðkað fyrir þessum samskiptum, að sögn Páls. Um 200 fyrirtæki eru nú í við- skiptum við Premium, stór og smá, en Premium var stofnað á síðasta ári. Páll segir Premium leggja mikla áherslu á að stunda samninga og leysa úr málum á milli greiðenda og kröfueigenda. „Það eru gríðarleg vanskil hér á landi og innheimtufyr- irtæki þurfa að sýna mikla lipurð,“ segir Páll. Samstarf Premium og TCM Stærsta innheimtuþjón- usta heims Morgunblaðið/Sverrir Aðstandendur Premium og TCM eru sitjandi, Vala Hauksdóttir frá TCM og Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður Premium, Sigurbjörn Þorbergs- son frá TCM, Kristján Már Unnarsson, sölu- og markaðsstjóri Premium, og Páll Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Premium. SPARISJÓÐURINN í Keflavík og SPRON hafa tekið fyrsta skrefið að hlutafélagavæðingu sparisjóðanna, en aðalfundir beggja sjóða hafa sam- þykkt áframhaldandi vinnu við að undirbúa breytingu sjóðanna í hluta- félög. Aðalfundur Sparisjóðsins í Kefla- vík var haldinn 14. mars og þar var samþykkt að ljúka undirbúningi við að breyta sjóðnum í hlutafélag fyrir 1. október nk. en þá verður endanleg afstaða tekin. Aðrir sparisjóðir ekki jafnlangt komnir Aðalfundur SPRON var haldinn 15. mars og var eftirfarandi ályktun samþykkt á fundinum: „Aðalfundur SPRON 2002 felur stjórn og spari- sjóðsstjóra að vinna áfram að breyt- ingu á rekstrarformi SPRON í hluta- félag. Skal tillaga hér að lútandi, gerð á grundvelli samrunaáætlunar og niðurstöðu mats óháðs aðila um áætlað markaðsvirði sparisjóðsins og þar með um hlutdeild stofnfjár- eigenda í heildarhlutafénu, lögð fyrir fund stofnfjáreigenda þegar aðstæð- ur eru hagstæðar að mati stjórnar.“ Aðrir sparisjóðir hafa ekki hafið vinnu að hlutafélagavæðingu á sama hátt og SPRON og Sparisjóður Keflavíkur, samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Sparisjóðir hafa heimild til að breyta rekstrarforminu í hlutafélög úr stofnfjárfélögum, samkvæmt breytingum á lögum um viðskipta- banka og sparisjóði sem samþykktar voru sl. vor. Aðferðin við hlutafélagavæð- inguna er í grófum dráttum sú að í upphafi er markaðsvirði sparisjóðs- ins metið. Stofnfjáreigendur fá síðan sama hlutfall hlutafjár og nemur hlutfalli stofnfjár af áætluðu mark- aðsvirði. Sparisjóðurinn í Keflavík og SPRON Vinna við hlutafélaga- væðingu hafin KENNETH Peterson, eigandi Col- ombia Ventures Corporation, móð- urfyrirtækis Norðuráls á Grundar- tanga, segir að markmiðið með fjárfestingu sinni í Halló-Frjálsum fjarskiptum, sé að halda áfram upp- byggingu fyrirtækisins á sviði fjar- skipta á öðrum sviðum en GSM- símaþjónustu. Ekki séu áætlanir uppi hjá fyrirtækinu um að fara inn á það svið á næstunni. Ingvar Garðarsson, framkvæmda- stjóri Halló-Frjálsra fjarskipta, seg- ir að viðskiptavinir fyrirtækisins séu um 14 þúsund talsins, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Nýlega hafi fyrir- tækið orðið fyrir valinu til að sjá um allt fastlínusímkerfi Hafnarfjarðar í framhaldi af útboði bæjarins. Allar stofnanir bæjarins verði á vegum Halló. Reiknað sé með að tengingu stofnana og fyrirtækja Hafnarfjarð- ar við Halló verði lokið í júní næst- komandi „Við höfum byggt fyrirtækið upp með það að leiðarljósi að geta boðið upp á örugga vöru. Því einbeittum við okkur í fyrstu að smærri fyrir- tækjum. Í framhaldinu höfum við hins vegar verið að fara inn í stærri fyrirtækin.“ Ingvar segir að Halló hafi verið að byggja upp sitt eigið símkerfi hægt og sígandi með eigin símstöðvum. Með tilkomu aukins hlutafjár í félag- inu verði haldið áfram á þeirri braut að byggja upp eigið fjarskiptanet með öryggið í fyrirrúmi. Viðskiptavinir Halló eru um 14 þúsund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.