Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 18

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 18
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jón Gunnar Ottósson og Ásbjörn Björgvinsson handsala samninginn í nýja hvalasafninu sem verður opnað í vor. NÚ nýlega skrifuðu þeir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunar Íslands, og Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvala- miðstöðvarinnar ehf. á Húsavík, undir samkomulag. Það er þess efnis að Náttúrufræðistofnunin lánar ótímabundið og endurgjaldslaust ýmsa gripi, líkön og önnur gögn í eigu stofnunarinnar á hvalasafnið. Auk þess að lána þá gripi sem nú þegar eru á safninu og er getið í sam- komulaginu er kveðið á um að ef verði framhald á þessu verði það einnig endurgjaldslaust og skráð í viðauka við þetta samkomulag. Jón Gunnar sagði þetta samstarf ekki vera nýtt af nálinni, stofnunin hefði lánað Ásbirni og hans fólki hina ýmsu gripi sem hafa verið til sýnis á hvalasafninu undanfarin fjögur ár. Núna væri hins vegar verið að form- festa þetta samstarf, hann sagði þessa samvinnu við Húsvíkinga hafa verið mjög ánægjulega til þessa og gaman væri að sjá þessa miklu upp- byggingu í kringum safnið. Í samkomulaginu er þess einnig getið að Náttúrufræðistofnunin mun eftir föngum aðstoða Hvalamiðstöð- ina ehf. við rekstur og uppbyggingu hvalasafnsins á Húsavík í framtíð- inni. Meðal þeirra gripa sem stofnunin hefur lánað safninu til þessa eru beinagrind af norðsnjáldra, sem var óuppsett. Þorvaldur Björnsson, hvalbeinasérfræðingur stofnunar- innar, setti hana saman vorið 2000 og hangir hún nú uppi hér á safninu. Þá er hér beinagrind af skuggnefju sem fannst strönduð við Kvísker í janúar 2002. Hún var flutt ósamansett til Húsavíkur þar sem Þorvaldur flens- aði hana og er hún nú höfð í vatns- baði. Þá hefur stofnunin lánað safn- inu fjölda smærri gripa og er allt of langt mál að telja það allt upp hér en þetta væri frá einni lítilli búrhvals- tönn og upp í þessar beinagrindur. Ásbjörn Björgvinsson var að von- um ánægður með þetta samkomu- lag, hann sagði stuðning Náttúru- fræðistofnunarinnar við uppbygg- ingu hvalasafnsins ómetanlegan. Hann tók sem dæmi alla þá vinnu sem Þorvaldur Björnsson hefði innt af hendi við uppsetningu þeirra beinagrinda sem á safninu væru. Þeir Jón Gunnar og Ásbjörn skrif- uðu undir þetta samkomulag í hinu gamla sláturhúsi KÞ við höfnina þar sem með vorinu verður opnað nýtt og stórglæsilegt hvalasafn. Hvalamiðstöðin ehf. á Húsavík Húsavík Náttúrufræðistofn- un lánar ýmsa gripi UNDANFARIÐ hafa á Austur- Héraði staðið yfir menningardagar að vori. Meðal fjölbreyttra dag- skrárliða var samvera barna og eldri borgara í Minjasafni Austur- lands. Nefndist dagskráin „Aldnir hafa orðið“. 19 fimm ára börn frá Skógarbæ, efstu deild Leikskólans á Egils- stöðum, komu í Minjasafnið og hlýddu á skýringar valinkunnra eldri borgara á lífsháttum, amboð- um og munum fyrr á tíð, þar sem þau gengu vítt um safnið og litu auk þess inn á gamalt baðstofuloft bæj- Lítil börn skoða lifandi fortíð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Eldri kynslóðin leiddi fimm ára börn um fortíðarvegi á Minjasafni Aust- urlands á dögunum. Árni Björnsson sýnir hér ungviði úr leikskólanum á Egilsstöðum hvernig spunnið er á rokk eins og gert var í æsku hans. arins Brekku í Hróarstungu, sem reist hefur verið í safninu. Árni Bjarnason sat við að spinna á rokk í baðstofunni. Hann fæddist á Hryggstekk í Skriðdal fyrir ríflega áttatíu árum, en býr nú á Egils- stöðum. „Þegar ég var barn,“ sagði Árni, „var ég látinn spinna úr togi og tvinna á rokk. Svo datt þetta nú niður hjá mér í ein sextíu ár og ég er núna gamall maður að gera þetta aftur mér til skemmtunar. Mér þykir ósköp gaman að sýna ungviðinu handtökin.“ Auk Árna voru til leið- sagnar þær Bjarney Jónsdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir, Ólöf Sölva- dóttir og Stefanía Valdimarsdóttir. Egilsstaðir LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þessir samningar Hólaskóla, LBH og University of Manitoba eru gerðir í framhaldi af samstarfssamningi, sem Háskóli Íslands og Manitoba-há- skóli gerðu með sér í nóvember 1999. Fyrsta ráðstefnan í framhaldi af því var haldin við Manitoba-háskóla í október árið 2000, undir yfirskriftinni Building a New Relationship. Þá bauð Manitobaháskóli 10 íslenskum fræði- mönnum til ráðstefnuhalds og var megináherslan á íslenska arfleifð. Meðal kanadískra fyrirlesara var heiðursgestur geimfarinn Bjarni Tryggvason. Fyrir nokkrum dögum FORRÁÐAMENN Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri og Hólaskóla skrifuðu undir samstarfssamninga við Manitoba-háskóla í Kanada þriðjudaginn 19. mars s.l. Samningar skólanna er að því leyti óvenjulegir, að þeir eru bæði stúdenta- og starfs- mannasamningar og í þeim er meðal annars kveðið á um, að nemendur ís- lensku skólanna tveggja geti dvalið 1-2 annir ytra, án þess að borga skóla- gjöld. Fulltrúar skólanna þriggja sem staðfestu samninginn með undirritun sinni voru þeir Harold Bjarnason deildarforseti landbúnaðardeildar Manitoba-háskóla, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla og Magnús B. Jóns- son rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Þessir samningar á milli skólanna munu stórauka samstarf þeirra á há- skólasviði. Þar er kveðið á um árleg skipti á nemendum, kennurum og bókum, sem gefnar eru út af háskóla- útgáfum skólanna þriggja, auk þess sem fræðimönnum er veitt gagn- kvæm starfsaðstaða til rannsókna. Einnig er í samningunum kveðið á um samstarfsráðstefnur, sem halda skal á 18 mánaða fresti. Þær verða í skól- unum til skiptis, eða á þriggja ári fresti á hvorum stað og eiga sér í lagi að auðvelda gagnkvæman skilning á fræðasamfélagi skólanna og hvetja til samstarfs milli þeirra. var ráðstefnan í fyrsta sinn haldin hér á landi, þverfagleg samstarfsráð- stefna með Manitoba-háskóla undir yfirskriftinni Northern Countries – Norðlæg lönd. Til gamans má geta þess, að Har- old Bjarnason er Vestur-Íslendingur eins og nafnið bendir til og á ættir að rekja í Borgarfjörð. Amma hans hét Guðveig Jónsdóttir frá Grímsstöðum í Mýrarsýslu, fædd 16. maí 1858. Að at- höfninni lokinni á Hvanneyri vitjaði Harold fæðingarstaðar ömmu sinnar og fór í heimsókn að Grímsstöðum í fylgd Magnús B. Jónssonar rektors. Samningur Manitoba-háskóla við Hvanneyrar- og Hólaskóla Samstarf bæði starfs- manna og stúdenta Morgunblaðið/Davíð Pétursson Við undirritun samningsins, f.v.: Magnús B. Jónsson, rektor Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri, Harold Bjarnason, deildarforseti landbún- aðardeildar Manitoba-háskóla, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla. Skorradalur SAMKVÆMT upplýsingum Hag- stofunnar voru 1. desember 2001 105 íbúar í Sveitarfélaginu Ölfuss með erlent ríkisfang, alls voru 1.684 á íbúaskránni, þetta eru lið- lega 6% íbúanna. Fréttaritara lék forvitni á að vita hve margir erlendir ríkisborg- arar væru í Þorlákshöfn nú en þær upplýsingar var ekki hægt að fá hjá Hagstofunni, aðeins tölur sem miða við 1. desember ár hvert. Þess vegna hringdi fréttaritari í sjö stærstu fyrirtækin í Þorláks- höfn og fékk þar að vita að í þeim vinna alls 87 útlendingar. Í Grunn- skólanum í Þorlákshöfn eru 22 tví- tyngd börn og í Leikskólanum Bergheimum eru 6 börn. Þessar upplýsingar ásamt því að skoða íbúaskrá segja að í Þorlákshöfn eru um130 með erlent ríkisfang sem lætur nærri að vera 10% allra íbúa bæjarins, opinberar tölur segja að á landinu séu 4% íbúanna með erlent ríkisfang og þeim muni fjölga verulega á næstu árum. Fréttaritari leit við í Portlandi ehf. og spjallaði þar við Beata Kil- inska. Hún kom til Íslands fyrir 6 árum og byrjaði að vinna hjá Nes- fiski í Garðinum, fór síðan í Borg- ey á Höfn í Hornafirði en hefur verið í Þorlákshöfn í 5 ár og líkar það vel. Beata er frá Gdansk og er menntaður fatahönnuður. Hún vann stutt við það og lærði líka hótelstarfsemi. Beata segist vilja verða Íslendingur, hún á íslenskan unnusta og systir hennar og mág- ur eru komin til Íslands og búa nú í Þorlákshöfn. Beata telur það lyk- ilatriði að læra íslensku. Gísli Jón Gústafsson, rekstrar- stjóri Portland ehf., sagði að hjá þeim væru núna 23 erlendir rík- isborgarar frá 6 þjóðlöndum, margir eru búnir að vera hjá okk- ur í mörg ár en aðrir skemur, þeim fer heldur fjölgandi enda ljómandi gott starfsfólk. Grunnskólinn í Þorlákshöfn hef- ur eins og aðrir skólar landsins fengið til sín fjölda nýbúa á und- anförnum árum. Margt hefur verið gert til að aðstoða börnin við að- lögunina og eins hefur skólinn reynt að nýta þá fjölbreytni sem felst í því að hafa börn frá sjö þjóðlöndum. Nú fyrir skömmu var öll hefð- bundin kennsla lögð til hliðar í þrjá daga og börnunum skipt í hópa og unnið með tungumál, mat- argerð, leiki, tónlist, landafræði og ýmislegt fleira frá þessum löndum. Fjölmargir erlendir ríkisborgarar sem hér starfa komu í heimsókn og sögðu frá heimalöndum sínum. Afraksturinn var síðan kynntur á margvíslegan hátt. Fjölbreytt fjölmenningarvika í Grunnskólanum Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Eitt margra verkefna á fjölmenningardögum í Grunnskólanum í Þor- lákshöfn var gerð þessa fána. Börnin sögðu að hann ætti að tákna Ísland fyrir alla. Á myndinni eru nokkur erlendu barnanna í skólanum. Frá vinstri: Athiphon Khod-Anu frá Taílandi, Patryk Lemanski frá Póllandi, Gian Athan M. Gabon frá Filippseyjum, Tsomo Batbold frá Mongólíu og Scarlett Beatriz Valdes Pizarro frá Chile. Þorlákshöfn Um 10% íbúanna eru með erlent ríkisfang Beata Kilinska frá Póllandi hef- ur unnið í fiski í Þorlákshöfn í 5 ár. Aftan við hana er mágur hennar, Stanislaw Tasakowski.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.