Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ODDUR Helgi Halldórsson bæjar- fulltrúi skipar 1. sæti L-listans, Lista fólksins fyrir bæjarstjórnarkosning- ar á Akureyri í vor. Sama fólkið skip- ar fyrstu fjögur sætin á listanum og voru á honum við síðustu kosningar. Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir sjúkraliði er í 2. sæti, Ágúst Hilm- arsson sölumaður í 3. sæti, Nói Björnsson skrifstofumaður í 4. sæti, Íris Dröfn Jónsdóttir háskólanemi í 5. sæti, Víðir Benediktsson stýri- maður í 6. sæti, Sigurveig Berg- steinsdóttir matráður í 7. sæti, Silja Dögg Baldursdóttir framhaldsskóla- nemi í 8. sæti, Tryggi Gunnarsson sölumaður í 9. sæti, Þorsteinn J. Haraldsson tækjamaður í 10. sæti og Hulda Stefánsdóttir skrifstofumað- ur er í 11. sæti listans. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta fólk með mér aftur, ég lagði á það töluverða áherslu að fá það til liðs við mig á ný og þau voru tilbúinn í slaginn,“ sagði Oddur Helgi, en hann bauð L-listann fram í fyrsta sinn fyrir kosningar 1998 en hafði kjörtímabilið þar á undan setið í bæjarstjórn fyrir Framsóknar- flokkinn. Framboðið fékk einn mann kjörinn og sagði Oddur að nú væri stefnt að því að fá tvo menn kjörna. „Það er ákveðinn sigur að hafa hald- ið út í fjögur ár og vissulega velti ég því vandlega fyrir mér hvort ég myndi fara fram að nýju. Okkur þótti vera þörf á framboði af þessu tagi, við förum ekki eftir flokkslínum, heldur er það áhuginn á málefnum bæjarins sem knýr okkur áfram. Við viljum hafa áhrif á það hvernig bæn- um er stjórnað,“ sagði Oddur. Framboðslisti L-listans samþykktur Sömu fjórir í fyrstu sætunum Morgunblaðið/Kristján Sex af átta efstu frambjóðendum á L-lista fólksins fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar á Akureyri í vor. F.v. Víðir Benediktsson, Íris Dröfn Jónsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, Nói Björnsson og Silja Dögg Baldursdóttir. ÁTTA fatlaðir einstaklingar tóku þátt í skíðanámskeiði í Hlíðarfjalli um síðustu helgi og var líf og fjör í fjallinu. Að námskeiðinu stóðu vetraríþróttanefnd Íþrótta- sambands fatlaðra og Vetr- aríþróttamiðstöð Íslands, í sam- vinnu við Skíðastaði í Hlíðarfjalli. Að sögn Þrastar Guðjónssonar, sem sá um framkvæmd námskeiðs- ins, voru þátttakendur ánægðir með hvernig til tókst, enda að- stæður í fjallinu hinar ágætustu bæði laugardag og sunnudag. Þröstur sagði að í Hlíðarfjalli væri til staðar útbúnaður fyrir fatlaða og þar geti þeir fengið kennslu og aðstoð með litlum fyrirvara. Þar er bæði um að ræða búnað fyrir alpagreinar og göngu, auk þess sem til er búnaður fyrir þá sem vilja fara á skauta í Skautahöllinni. Jóhann Þór Hólmgrímsson í sérstakri skíðagrind í Hlíðarfjalli en hann á erfitt með að halda jafnvægi. Jóhann Þór hefur stundað skíðaíþróttina í þrjú ár. Honum til aðstoðar er Valdís Guðbrandsdóttir, nemi í iðjuþjálf- un við Háskólann á Akureyri. Fatlaðir á skíðum SKÍÐASVÆÐIÐ á Dalvík verður opið um páskana frá kl. 10–17 nema laugardaginn 30. mars en þá verður opið frá kl. 10–21. Hægt er að leigja allan útbúnað á staðnum. Boðið verð- ur upp á ýmsar uppákomur yfir há- tíðarnar. Farnar verða troðaraferðir upp undir fjallsbrún á Böggvisstaðafjalli eftir því sem aðstæður leyfa. Troð- araferðirnar verða auglýstar nánar á staðnum. Lukkudýr Skíðafélagsins, hann Bjartur, mun verða á svæðinu í tengslum við auglýsta viðburði. Troðin verður göngubraut í hólunum og einnig verður rudd göngubraut inn á Böggvisstaðadal ef veður og snjóalög leyfa, eins og segir á heima- síðu Dalvíkurbyggðar. Þá verður þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina uppi allan daginn, boðið verður upp á einkakennslu fyr- ir byrjendur á brettum og skíðum. Einnig verður boðið upp á barna- gæslu í fjallinu gegn vægu gjaldi. Páskadagskrá í Böggvis- staðafjalli FJÖLMARGAR athugasemdir bár- ust við tillögu að deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis á Akureyri. Nokkrar athugasemdir eru m.a. gerðar við umferðartengingar svæð- isins við aðra bæjarhluta og umferð- arnet bæjarins. Skipulagssvæðið er 23,7 ha að stærð. Það afmarkast að austan af Þórunnarstræti vestan kirkjugarðs og að norðan af fyrir- huguðum „Mjólkursamlagsvegi“ sunnan Teigahverfis. Tillagan gerir ráð fyrir 327 íbúðum af fjölbreyttri gerð á svæðinu, auk grunnskóla, leikskóla og húsnæðis fyrir þjónustu. Um er að ræða fyrsta áfanga Naustahverfis, um 2.000 íbúða hverf- is, sem áætlað er að teygi sig allt frá núverandi byggð sunnan VMA og suður undir Kjarnaskóg. Gísli Kristinsson og Páll Tómas- son benda m.a. á í athugasemdum sínum að umferðartengingar Naustahverfis við aðra bæjarhluta séu verulega gallaðar. Vegna þeirrar viðleitni að koma í veg fyrir að um- ferð beinist á Þórunnarstræti verði akstursleiðir óeðlilega langar og krókóttar. Vegna legu sinnar sé Þór- unnarstrætið eðlilegur farvegur fyr- ir umferð að og frá Naustahverfi og því sé réttara að ráðast í þær aðgerð- ir á Þórunnarstræti, sem nauðsyn- legar séu til þess að gatan geti tekið á sig þessa umferð. Árni Ólafsson telur mikilvægt að nýta hið verðmæta byggingaland vel og hann leggur því m.a. til að aug- lýsta tillagan verði yfirfarin með það að leiðarljósi að íbúðafjöldi í Nausta- hverfi verði að lágmarki 2.800 íbúðir og helst um 3.400 og í fyrsta áfang- anum verði 500–550 íbúðir í stað þeirra 330 sem tillagan gerir ráð fyr- ir. Haukur Haraldsson gerir m.a. at- hugasemdir við að ekki sé gert ráð fyrir fjögurra íbúða fjölbýlishúsum og að betra sé að hafa bílskúra inni í rað- og einbýlishúsum en stakstæða. Helgi Snorrason, f.h. Hyrnu ehf., tel- ur m.a. fjölbýlishús í mörgum tilvik- um of löng og óskar skýringa á því hvernig leysa eigi aðkomuleiðir að hverfinu. Lengra gengið í að setja þrönga skilmála Jóhannes Árnason leggur m.a. til að vel skilgreind gönguleið verði meðfram Mýrarvegi, til viðbótar við gönguleið meðfram Þórunnarstræti. Tryggvi Tryggvason og Þröstur Sigurðsson telja m.a. að í skipulag- inu sé gengið mun lengra en áður hefur tíðkast í því að setja þrönga skilmála og kvaðir, sem ekki þjóni öðrum tilgangi en að auka bygging- arkostnað og gera fólk fráhverft því að byggja eða kaupa húsnæði í hverfinu. Vegna athugasemda sem lúta að umferðartengingu hverfisins sam- þykkti umhverfisráð að fela um- hverfisdeild að yfirfara í samráði við umferðarsérfræðinga og skipulags- höfunda, forsendur, spár og rök- semdir sem liggja til grundvallar þeirri tilhögun gatna sem skipulags- tillagan felur í sér og leggja síðan fyrir ráðið álit á því hvort ástæða sé til að endurmeta þessa þætti. Um- hverfisráð bendir á að samkvæmt til- lögunni séu 66% sérbýlisíbúða eða 78 af 119 með innbyggðan bílskúr en í öðrum tilvikum hafi verið valdar aðr- ar lausnir. Æskilegt að stefna að fremur þéttri byggð í Naustahverfi Umhverfisráð tekur undir sjónar- mið Árna Ólafssonar, að æskilegt sé að stefna að fremur þéttri byggð í Naustahverfi og leggur áherslu á að því verði fylgt eftir í deiliskipulagi næstu áfanga. Þá er gert ráð fyrir gönguleið sem tengist gönguleið meðfram Mýrarvegi. Í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu er væntanleg byggð mótuð með ákveðnari hætti en almennt hefur tíðkast hér í bæ á undanförnum árum. Að mati um- hverfisnefndar er þetta ekki löstur á skipulaginu heldur bein afleiðing af markmiðssetningu sem fylgt hefur verið mjög eindregið við gerð deili- skipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis Athugasemdir við umferðartengingar ÞORSTEINN Pétursson lög- reglumaður, eða Steini P eins og hann er jafnan kallaður, opnaði í gær myndlistarsýningu á Gler- ártorgi á Akureyri en það er ekki á hverjum degi sem lögreglan stendur fyrir myndlistarsýn- ingum. Á sýningunni, sem stend- ur fram yfir páska, eru um 200 verk, eftir jafn marga listamenn, nemendur í 3. bekk í grunn- skólum Akureyrar. Myndirnar tengjast umferðarfræðslu sem lögreglan hefur staðið fyrir í skólunum í vetur og Steini P hef- ur séð um. Svo skemmtilega vill til að Steini kemur við sögu í rúmlega 40 myndum og hann var að vonum ánægður með það. „Ég er svo góðlegur á myndunum.“ Steini sagði að lögreglan stæði fyrir umferðarfræðslu tvisvar á vetri í grunnuskólunum fyrir nemendur upp í 5. bekk. Hann sagði að sú umferðarfræðsla sem börn fengju, hvort sem væri í skólum eða á heimili skipti þau máli fyrir lífstíð. Myndlistarsýning á Glerártorgi Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Pétursson lögreglumaður er að vonum ánægður með mynd- irnar á sýningunni enda kemur hann við sögu á rúmlega 40 þeirra. Um 200 myndir tengd- ar umferðarfræðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.