Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 35 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2 Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. uninn. Mamma var í símanum að segja mér þessar sorglegu fréttir. Þetta tók ekki langan tíma, sagði hún, við vorum öll börnin hennar hjá henni síðustu stundirnar. Ég kvaddi og lét manninn minn vita, vakti son minn og sagði honum að amma lang væri dáin og komin til guðs og allra hinna sem þar voru. Hann þagði smástund, kúrði sig upp að mér og sagði svo allt í einu: Æi, elsku amma mín hún er farin, en núna er blessunin hún amma mín komin til guðs og hann blessar hana og passar. Síðan leið smástund í við- bót og svo sagði hann aftur spek- ingslega: Núna er hún hjá mann- inum sínum og hann mun líta eftir henni, það er nú gott. Jú, samþykkti ég hálfhissa, ég hafði ekki litið á þetta frá þessu sjónarhorni. En þetta er alveg satt hjá barninu, hún er komin á leiðarenda, til allra þeirra sem farnir eru og þarna mun henni líða vel, það er alveg öruggt. Minningarnar hafa flætt síðustu daga síðan ég frétti að amma væri dauðvona og ætti ekki langt eftir. Alltaf var mikið lagt á sig, þegar við barnabörnin vorum lítil, til að fá að launum sögu eða ljóð frá henni, hún sagði nefninlega svo skemmti- lega frá og við sátum alltaf grafkyrr til að vera viss með að ná öllu, þótt sagan hefði verið sögð áður. Ömmu féll aldrei verk úr hendi, sífellt var hún að hekla og prjóna af miklu list- fengi. Amma undi sér alltaf best í sveit- inni sinni og blettinn sinn elskaði hún mest og lýsir ljóðið Gefðu mér, jörð, eftir Huldu, því best: Gefðu mér jörð, einn grænan hvamm, glitrandi af dögg og sól, að lauga hug minn af hrolli þeim, sem heiftúð mannanna ól. Gefðu mér lind og lítinn fugl, sem ljóðar um drottins frið, á meðan sólin á morgni rís, við mjúklátan elfarnið. Kyrrlátan dal, með reyr og runn, rætur og mold og sand, sólheita steina, – ber og barr, – blessað, ósnortið land. Þar vil ég gista geislum hjá., gefa mig himni og sól, gleyma, hve þessi góða jörð margt grimmt og flárætt ól. Þegar ég sagði ömmu að ég hefði eignast mann varð hún ánægð yfir að ég væri loksins komin í höfn, spurði hvort hann væri ekki örugg- lega góður við mig og strákinn minn og hvaðan hann væri ættaður; það vildi hún vita líka. Þegar ég kom svo með hann í heimsókn var borið á borð og sest svo að spjalli. Þetta var hún amma, alltaf á fullu og vildi vera örugg með það að okkur barna- börnunum og barnabarnabörnunum liði sem best og hvort við værum ekki örugglega ánægð með það sem við hefðum. Hún var skemmtilegur félagsskapur og gaman að sækja hana heim, því alltaf hafði hún frá einhverju skemmtilegu að segja. Amma var alltaf að semja ljóð og sögur sem kastað var fram oft í góðra vina hópi og lesa má kveðju í þessari stöku, Að kveldi, eftir hana: Í hringiðu og hraða glaums hrævareldar skína, nú á land hins ljósa draums legg ég byrði mína. Nú kveð ég þig, elsku amma, með söknuð í hjarta og veit það, að þú ert í öruggum höndum þarna hinum megin og líður vel með ættingjum og vinum sem þar eru fyrir á undan þér. Vigdís Álfheiður og fjölskylda. Ég bjóst alltaf við því að amma mín myndi verða 100 ára, enda hafði hún alla burði í það. Eldklár og allt- af með á nótunum, sama hvað mál- efnið var. Þar sem ég heiti í höfuðið á henni fannst mér við alltaf tengd- ar einhverjum ólýsanlegum böndum og frá því ég man eftir mér hefur Aðaldalurinn alltaf kallað þegar fór að vora, enda varla til betri staður til að eyða sumrinu en í sveitinni heima. Alltaf beið amma með opinn faðminn og ófáum stundum var eytt á rúmstokknum hjá henni eða úti í garði að hlusta á vísur og ljóð, sögur af henni og afa, lýsingar á sveitalífi í torfbænum Nesi, af búskap í Árnesi eða ferðum til fjarlægra staða. Þeg- ar við frændsystkinin vorum lítil vorum við viss um að amma hlyti að þekkja alla á Íslandi, hún virtist þekkja fólk í öllum sveitum og gest- ir voru svo til daglegt brauð. Amma var holdgervingur kvenskörungsins, með ákveðnar skoðanir, dugleg og hörð, en mjúku og hlýju hliðarnar voru aldrei langt undan. Tilveran á eftir að verða mun tómlegri án hennar. Fyrir ofan rúmið hennar ömmu var alltaf innrammað ljóð, kveðju- ljóð sem afi skrifaði til hennar áður en hann dó. Í þeim fáu línum sem þar standa sést glöggt hversu sterk- um böndum þau voru tengd og hve áin og sveitin voru órjúfanlegur partur af þeirra tilveru. Þar kvaddi hann ömmu með orðum um að þau myndu sjást síðar handan við ána. Það er styrkur í því að hugsa til þeirra standandi þar núna, saman á ný á árbakkanum, hjónin í Árnesi. Jóhanna Sigurborg. Þegar komið er að kveðjustund eru margar minningar sem koma fram í hugann. Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir eða Jóhanna í Ár- nesi er ein af þeim sem mér finnst hafa fylgt lífi mínu alla tíð. Allt frá því að ég kom sem lítil stelpa norður í Árnes og í gegnum tíðina vegna þeirra sterku tengsla sem ég á við frændfólk mitt þar. Tíðum heim- sóknum þeirra hjóna til foreldra minna, góðum og traustum vinskap ásamt samskiptum okkar. Jóhanna var mikill og sterkur persónuleiki, fjölhæf kona sem hafði áhrif á alla sem í kringum hana voru. Að eiga samtal og samskipti við hana voru stundir sem ég kom yfirleitt ríkari frá, því ég naut þess að hlusta á hana. Jóhanna var haf- sjór af fróðleik, mikil sagna- og kvæðamaður, sem hafði þann ein- staka hæfileika að geta komið hinni „munnlegu sagnahefð“ til áheyr- enda sinna bæði í töluðu og rituðu máli. Ein af sterkum minningum mín- um eru frá stundum þar sem ég hlýddi á hana og föður minn rifja upp gamlar vísur og sögur. Stundir sem þau nutu bæði en því miður hefur margt það sem þau rifjuðu upp ekki verið skráð og mun líklega falla í gleymsku. Jóhanna ritaði nokkrar bækur, bæði fyrir börn og fullorðna. Ég hef getað, starfa minna vegna, nýtt mér barnabókmenntir hennar sem eru einstakar og upplifað hversu vel yngstu áheyrendurnir njóta þeirra. Fyrir nokkrum árum héldum við systkinabörnin ættarmót í Aðaldal. Þá nutum við mikillar gestrisni hennar og einstakrar leiðsagnar, sem við verðum ævinlega þakklát fyrir. Síðast hitti ég Jóhönnu fyrir um hálfum mánuði. Ekki grunaði mig þá eða tveimur dögum síðar þegar ég frétti hver staðan væri að þetta yrðu okkar síðustu samverustundir. Ég kveð frænku mína með sökn- uði og hefði viljað eiga lengri tíma með henni. Sendi börnum hennar, fjölskyld- um þeirra, systkinum og öðrum að- standendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Missir fjölskyldunnar er mikill og allra sem henni tengdust. Elín Mjöll Jónasdóttir. Þeim hjónum, Jóhönnu Stein- grímsdóttur og Hermóði Guð- mundssyni, í Árnesi í Aðaldal kynntist ég mjög náið fyrir næstum aldarþriðjungi, þegar ég tók að mér að vera lögmaður bænda við Laxá og Mývatn í deilu þeirra við Lax- árvirkjun. Þau hjónin voru í far- arbroddi þeirra, sem snerust til varnar þeim ómetanlegu djásnum íslenzkrar náttúru, sem voru Laxá í Aðaldal, helzta laxveiðiá landsins, og náttúruperlan Mývatn, sem er uppspretta árinnar. Lífríki þessa vatnakerfis í Suður-Þingeyjarsýslu er einstakt á heimsmælikvarða. Varnarbaráttu fólksins við Laxá og Mývatn á árunum 1970–73 lauk með frækilegum sigri í þessu fyrsta stóra umhverfisverndarmáli á Ís- landi. Mér varð fljótt ljóst, að þau hjón- in í Árnesi voru fólk mikilla sanda og mikilla sæva, stórbrotin, en ólík um margt. Ávallt voru þau þó sam- taka í lífi sínu og baráttu fyrir hug- sjónum sínum. Öllum sem til þekkja er ljóst, að hefði þeirra ekki notið við, hefðu engir sigrar unnizt í Lax- árdeilu. Þá hefði risið í Laxárgljúfr- um stórvirkjun samkvæmt svo- nefndri Gljúfurversáætlun og þar með hefði hin fræga laxveiðiá horfið af landakortinu, en þjóðin orðið nokkrum megavöttum ríkari. Nú þegar ég skyggnist um öxl til þeirra ára, er Laxárdeilan var í al- gleymingi, þykir mér vænt um að komast aftur að þeirri niðurstöðu, að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni fólst í björgun ómetanlegra náttúru- verðmæta, sem hefðu ella glatazt í eitt skipti fyrir öll, ef virkjunar- áformin hefðu náð fram að ganga. Laxárdeilan og öll sú opinbera um- ræða um náttúruvernd, sem hún vakti, hefur og reynzt þeim kyn- slóðum landsins, sem á eftir komu, mjög heillavænleg, því að hún greypti inn í þjóðarvitundina þá gát, sem okkur er svo nauðsynleg í um- gengni við landið og náttúru þess. Jóhanna í Árnesi átti ekki minni þátt en eiginmaður hennar í því mikla starfi, sem innt var af hendi í baráttunni fyrir Laxá og Mývatn. Hún var alla tíð einkar glæsileg kona og bar með sér einstaka höfð- ingslund, hvar sem hún fór. Mér, sem og öllum er komu í Árnes, varð og ljóst, að hún var mikil búkona, sem hafði gott skipulag á öllum hlutum, innan stokks sem utan. Jafnframt bjó hún yfir miklu list- rænu næmi, sem lýsti sér í skáldleg- um tilþrifum hennar, ljóðagerð og sagnaritun. Hún var mikil gáfukona. Ég tel mig ríkari eftir kynnin af Jóhönnu í Árnesi, sem ég nú kveð með margar góðar minningar í huga, jafnframt því sem ég votta fjölskyldu hennar innilega samúð á skilnaðarstundinni. Sigurður Gizurarson. ✝ Ester Bára Gúst-afsdóttir fæddist 26. nóvember 1938 í Reykjavík. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 17. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigrún Svala Eggertsdóttir, f. 24. apríl 1920, og Gúst- af Bertelskjöld Sig- urðsson, f. 31. des- ember 1909, d. 6. apríl 1966. Bróðir Esterar, Sigurður býr í Ástralíu. Fyrri kona hans var Helga Vilhjálms- dóttir og eiga þau þrjú börn, þau skildu. Seinni kona hans er Linda. Ester Bára giftist 25. nóvember 1978 Gísla Oddgeiri Friðjónssyni, fyrrv. starfsmanni í Ál- verinu, f. 19. mars 1929. Útför Esterar fór fram frá Garðska- pellu í Hafnarfirði 28. desember. Ég hitti hana fyrst þegar ég kom til Íslands 1969. Hún var þá virk i starfi Hjálpræðishersins. Hún veitti aðstoð þar sem þörf var á og var trúr meðlimur í Heimilasambandinu og Hjálparflokknum. Hún sótti vel sam- komur og tók þátt í starfinu, þar til veikindi hindruðu hana. Bára varð góður vinur sonar okkar, Ole Petter, og passaði hann gjarnan, þegar þörf var á. Þegar við komum aftur til Íslands sem deildarstjórar, haustið 1995, þá kom Bára og kynnti fyrir okkur manninn, sem hún hafði gifst eftir að við fórum frá Íslandi, Gísla Friðjóns- son, mann sem okkur þykir orðið mjög vænt um. Okkur varð það fljótlega ljóst að Bára var komin með sjúkdóm, sem ágerðist meir og meir. Hún komst ekki lengur á Heimilasambandið og Hjálparflokkinn, sem hún svo gjarn- an vildi. En hún elskaði Hjálpræð- isherinn og hafði brennandi áhuga á því, sem þar gerðist. Hún gladdist mjög þegar einhver frá Hjálpræðis- hernum heimsótti þau Gísla. Það var líka notalegt þegar þau fóru í verslunarferð í Kringluna, þar sem við stóðum og seldum Herópið. Þau höfðu alltaf með eitthvað gott til okkar og vantaði okkur eitthvað, þá voru þau ekki lengi að fara inn í búð og kaupa það. Báru þótti mjög vænt um majór- ana Reidun og Kåre Morken og þess vegna var gleðilegt að þau komu til Íslands á aðventunni til að hjálpa til við sölu jólaherópsins og standa við jólapottana. Þá var Bára komin á sjúkrahús og sjúkdómurinn var langt kominn. Hún gladdist mjög þegar Reidun og Kåre heimsóttu hana. 17. desember lést Bára á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Við vor- um með við kistulagninguna en því miður gátum við ekki farið í jarð- arförina, sem var frá Garðskapellu í Hafnarfirði 28. desember. Fleiri her- menn mættu í þessa kveðjuathöfn og presturinn flutti kveðju frá Hjálp- ræðishernum. Við biðjum Guð að styrkja móður hennar, Gísla og aðra nákomna, sem syrgja. Guð blessi minningu Esterar Báru Gústafsdóttur. Turid og Knut Gamst. ESTER BÁRA GÚSTAFSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.