Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lilja KnudsenLárusdóttir fæddist í Stykkis- hólmi 27. júlí 1918. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness hinn 22. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Lárus Michael Knudsen, f. 30. júlí 1871, d. 19. júní 1940, og Ragn- heiður Einarsdóttir, f. 11. ágúst 1883, d. 16. jan. 1966. Bróðir Lilju var Knútur Lárus Knudsen, f. 24. júlí 1915, d. 14. júní 1988. Lilja átti einnig fjögur hálfsystkini. Barn Lilju og Erlends Jónssonar var Ásgeir B. Erlendsson, f. 17. Börn þeira eru: a) Heiðar, f. 22. sept. 1957, b) Guðjón Magni, f. 5. apríl 1960, c) Brynjar, f. 23. ágúst 1968, d) Halla, f. 27. okt. 1971. 2) Guðný, f. 2. feb. 1943, gift Halldóri Kristjáni Kristjánssyni, f. 7. júlí 1936. Börn þeirra eru: a) Guðjón Júlíus, f. 3. júlí 1963, b) Sigríður Kristín, f. 21. sept. 1966, c) Krist- jana, f. 14. sept. 1967, e) Sigurjón Gunnar, f. 12. jan. 1970, f) Anna Ágústa, f. 18. maí 1972, g) Vil- mundur Rúnar, f. 3. okt. 1976, 3) Ragnar, f. 6. apríl 1945, kvæntur Maríu Antonsdóttir, f. 24. ágúst 1947, börn þeirra eru: a) Lilja, f. 5. okt. 1963, b) Jóhann Anton, f. 19. júlí 1970. Lilja og Guðjón bjuggu allan sinn búskap á Hofsvallagötu 17 í Reykjavík. Lilja fluttist síðan á Hellissand til Guðnýjar og Hall- dórs. Síðustu æviárin bjó hún í Borgarnesi hjá Guðnýju og Hall- dóri. Útför Lilju fór fram frá Borg- arneskirkju 30. mars. feb. 1937, d. 14. ágúst 1995. Börn hans eru: a) Stefanía Ása, f. 24. ágúst 1958. b) Kristín, f. 28. apríl 1962. c) Sigurpáll Daníel, f. 24. september 1963. d) Kristrún Sædís, f. 24. apríl 1966. e) Svein- björg, f. 27. ágúst 1968. Hinn 3. október 1945 giftist Lilja Guð- jóni Júlíusi Hinriki Jó- hannessyni, f. 12. júlí 1902, d. 7. des. 1969, frá Súlunesi í Mela- sveit. Þau eignuðust saman þrjú börn. Þau eru: 1) Hólmfríður Jó- hanna, f. 4. september 1939, gift Jón Guðlaugssyni, f. 8. feb. 1934. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði. Ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttu saman í gegn- um tíðina. Þær urðu fleiri með ár- unum sem liðu. Ég veit að nú líður þér vel hjá ömmu, pabba og Ásgeiri bróður. Ég og Dóri höfðum gaman af því að hafa þig hjá okkur, þú varst svo glöð en hafðir samt þitt skap, það gat neistað stundum á milli okkar en þá kom Dóri og hann stóð með þér. Við þökkum þér fyrir hvað þú varst börnunum okkar góð. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Þýð. M. Joch.) Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku mamma mín. Dóri biður að heilsa þér. Megi Guð og hans englar vaka yfir þér. Guð blessi minninguna um þig. Guðný. Elsku amma, nú ertu farin frá mér en við hittumst nú aftur. Það var gaman að vera í návist þinni, þú varst alltaf svo hress og það sem datt upp úr þér kom manni oft til að hlæja. Ég naut þeirra for- réttinda að geta hitt þig á hverjum degi frá því að þú fluttir með mömmu og pabba í Borgarnes. Fyrst um sinn áttum við heima í sama húsi en síðan fluttuð þið ykkur um set í Garðavíkina en þangað kom ég á hverjum degi með Helenu Rós í pössun og þá hittumst við. Ég á eft- ir að sakna þín mjög og kveð þig með tárum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég veit að ég mun alltaf fá hlýju í hjartað þegar ég minnist elsku, elsku ömmu minnar. Guð geymi þig. Þín ömmustelpa, Anna Ágústa. Elsku Lilja amma mín. Nú ertu farin frá mér, ég sakna þín svo mik- ið, þú varst svo góð við mig og börn- in mín. Við áttum góðar stundir saman á Hellissandi og í Borgar- nesi. Það var alltaf gott að koma suður til þín. Þegar maður kom í bæinn passaðir þú vel upp á að við værum hrein. Ég kom til þín hrein og fín en þú burstaðir betur yfir skóna og pressaðir fötin því að þú varst svo góð amma og vandvirk. Svo fluttir þú til mömmu og pabba vestur á Sand. Þá vorum við meira saman. Svo flutti ég frá Sandi í Borgarnes. Þú, mamma og pabbi komuð í Nesið nokkrum árum seinna og þar áttum við góðan tíma saman. Þú varst oft hjá mér þegar mamma og pabbi voru ekki heima, það var gaman. Þú varst alltaf að sauma í punthandklæði og ég sat hjá þér með prjónana mína, þú sagðist ekki kunna að prjóna og vildir ekki læra það. Við áttum góð- an tíma saman. Börnin mín voru mjög heppin að fá að kynnast lang- ömmu sinni. Þau hittu þig oft enda með annan fótinn hjá afa og ömmu og sakna þín nú og eru mikið að spá í hvar þú sért. Ég sagði þeim að Guð passaði þig fyrir okkur. Svo hittumst við seinna. Það finnst þeim skrítið. Ég veit að Guðjón afi tekur á móti þér og passar þig þangað til við hittumst, elsku amma mín. Megi Guð styrkja mömmu, Ragga og Hönnu og fjölskyldur þeirra í þeirra miklu sorg. Elsku amma mín, nú bið ég góðan guð að geyma þig fyrir okkur öll. Pétur bangsinn þinn er með þér, annað var ekki til um- ræðu, elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín ömmustelpa, Sigríður Kristín Halldórsdóttir. Elsku Lilja langamma. Ég sakna þín mjög, þú varst mér svo sæt og góð. Ég geymi þig í hjarta mínu og hugsa vel til þín. Ég langömmu á, sem létt er í lund, hún leikur á gítar hverja einustu stund. Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag, jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag. Dag einn er kviknað í húsinu var og brunaliðsbíllinn kom æðandi að, eldurinn logaði um glugga og göng, sat sú gamla uppi á þaki og spilaði og söng. Góða nótt, elsku langamma. Þín langömmustelpa, Helena Rós. Elsku langamma mín. Nú er jarð- vist þinni lokið og þú aftur komin til afa eftir langan aðskilað. Elsku langamma, eftir 14 árin mín á ég svo margar minningar um þig. Ég man nú allra best eftir því þegar þú varst að sauma í og saum- aðir bara alveg óvart myndina í náttkjólinn þinn. Þá var bara að klippa eða rekja upp. En það kom nú bara stundum gat á hann og þú skildir ekki neitt í því. Það sem þér datt stundum í hug að segja, það var alltaf hægt að hlæja að því. Allt- af gastu gefið manni góðan dag. Það var alltaf svo gaman að hlusta á þig skamma Dóra afa fyrir það að hrekkja þig, en hann kannaðist ekki við neitt. Ég man hvað það var gaman að koma til þín, Dóra afa og Guðnýjar ömmu eftir að hafa setið í þrjá klukkutíma í bíl. Þú varst eins og engill þegar ég kom til þín á sjúkra- húsið daginn áður en þú kvaddir. Það er svo erfitt núna að labba inn í eldhús og sjá stólinn þinn auð- an og inn í herberginu er engin langamma heldur. Ég fer oft inn í herbergið þitt bara til að gá hvort þú sért ekki þar, mér finnst þetta svo skrítið og er enn að átta mig á þessu. Ég veit að þú ert farin og komin í annan heim. Ég vona að þú hafir hitt langafa og sért hamingjusöm með honum. Ég sakna þín alveg óskaplega mikið, elsku langamma. Þín langömmustelpa, Ingibjört. Elsku langamma. Ég man hvað það var gaman að koma til þín, þú varst alltaf svo hress og kát og það var gaman að gista hjá þér meðan Guðný amma og Dóri afi þurftu að fara í burtu. Þú varst alltaf svo glöð þegar þau komu heim og færðu þér gjöf, það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. En ég minnist líka þess hvað þú sagðir margt fyndið og allt var svo skemmtilegt sem þú gerðir. Eins og þegar þú varst að sauma í og saumaðir kannski í blússuna þína, þá var það ekki mikið mál, þú klipptir bara á spottann eða gat í blússuna til að losa þetta. Það var auðvelt að fyrirgefa þér er þú kall- aðir mig Siggu því oft hélstu að ég væri mamma. Þú komst oft heim til mín meðan þú hafðir heilsu til og gistir þá oft þótt ekki væri langt á milli hér í Borgarnesi. Þér fannst alltaf gott að vera hjá okkur. Þú og mamma voruð oft að stríða hvor annarri og svo fóruð þið að hlæja. Það var gaman að hafa þig hjá okk- ur því að þú varst alltaf svo glöð og kát. Ég á eftir að sakna þín og finn- ast það skrítið að koma til ömmu og afa og þú ert ekki í eldhúsinu eða herbergi en við eigum eftir að hitt- ast aftur. Hafðu það gott á meðan, elsku langamma mín. Þín langömmustelpa, Guðný Dóra Heiðarsdóttir. Elsku langamma. Nú er Guð að passa þig fyrir okkur. Við söknum þín mikið, það er svo skrítið að koma til ömmu og afa og þú ert ekki þar. Við biðjum Guð að geyma þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín langömmubörn, Gunnar Bjarni Högnason, Agnes Rut Högnadóttir, Dagný Hrönn Högnadóttir. LILJA KNUDSEN LÁRUSDÓTTIR                                              !!  "  #$% % &       !!  #'& $(     )*  "&' !!    +       +                                                            ! " # $!  " %&'(& !   " )   "  *     +&&  !" ,-./" " & 0$ ,   )$/    &  , 1 " " 00$                                          !! "   # !! $%& ' #   #( ##$ ! &) *   ##$ +#(  &#! # !!  %  ##$ %,$ ! &)# !! , ,-  (, , ,- ($ (##!                                      !   !!"  #  $  % &  !!"  '! !&( )! %** + +, &"&+ + +, -                                              !              "  " "#   !"#$  %!&'#( )"!!   *+ +"$ *  *,$*  *  *,(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.