Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 19 BÆJARSTJÓRAR af öllu landinu funda um helgina á Suðurnesjum. Í gær voru þeir í Reykjanesbæ og fylgdi Ellert Eiríksson bæjarstjóri þeim í heimsókn til björg- unarsveitar varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Ásdís Halla Braga- dóttir úr Garðabæ skoðaði búnað björgunarsveitar varnarliðsins af miklum áhuga á meðan Javier Cas- anova flugstjóri sagði hinum bæj- arstjórunum frá starfsemi sveit- arinnar. Bæjarstjórarnir hittast reglu- lega til að bera saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum. Að þessu sinni koma þeir saman á Suð- urnesjum; í Reykjanesbæ, Sand- gerði og Grindavík. Funduðu þeir í Reykjanesbæ eftir heimsóknina til varnarliðins í gær og í dag verða þeir í Sandgerði og Grindavík. Björgunarsveit varnarliðsins hefur starfað í rúm 30 ár og á þeim tíma bjargað 300 mannslífum, þar á meðal 171 Íslendingi. Hefur sveitin farið í björgunarleiðangra víða um landið og langt út á haf. Morgunblaðið/RAX Bæjarstjórar heimsækja þyrlu- björgunarsveit Keflavíkurflugvöllur SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fær hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar í komandi sveitarstjórnarkosningum, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Talna- könnun hefur gert fyrir vefsvæðið heimur.is. Margir eru enn óá- kveðnir eða svöruðu ekki í könn- uninni. Skoðanakönnunin var gerð að kvöldi 17. apríl sl. Sögðust 60,3% þeirra sem afstöðu tóku kjósa framboðslista Sjálfstæðisflokksins, 24,6% lista Samfylkingarinnar og 15,1% Framsóknarflokkinn. Síðast fékk Sjálfstæðisflokkurinn tæp 45%, Samfylkingin tæp 37% og Framsóknarflokkur rúm 18%. Virðist Sjálfstæðisflokkurinn því vinna fylgi af báðum hinum list- unum, meira þó af Samfylking- unni, og fá sjö bæjarfulltrúa í stað fimm á móti þremur fulltrúum Samfylkingar og einum framsókn- armanni. Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, leiðir lista sjálfstæðismanna og er bæj- arstjóraefni framboðsins. Sá fyrirvari er hafður á birtingu könnunar Talnakönnunar að marg- ir þeirra sem spurðir voru kváðust óákveðnir eða vildu ekki svara, eða alls 49%. Könnunin byggir á 248 svörum. Sjálfstæðis- flokkur fengi hreinan meirihluta Reykjanesbær Skoðanakönnun um fylgi fram- boðslistanna REYNIR Sveinsson bæjarfulltrúi skipar efsta sætið á lista sjálfstæð- ismanna og óháðra í Sandgerðisbæ. Einn fulltrúi óháðra sem nú standa að fram- boðinu með sjálf- stæðismönnum, Magnús Magnús- son, er í öðru sæti. Sjálfstæðis- menn hafa tvo fulltrúa í bæjar- stjórn Sandgerð- is og eru þeir í minnihluta. Það eru Reynir Sveinsson og Eyþór Jóns- son. Eyþór gefur ekki kost á sér í framboð að þessu sinni. Listinn er nú borinn fram af sjálfstæðismönn- um og óháðum og skipa óháðir frambjóðendur nokkur sæti, meðal annars Magnús Magnússon annað sætið, Ottó Þormar það fimmta og Sigurjón Jónsson sem er í tólfta sæti en hann er fyrrverandi bæj- arfulltrúi Framsóknarflokks. Hólm- fríður Skarphéðinsdóttir, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, er í þriðja sæti listans. Listinn er þannig skipaður: 1. Reynir Sveinsson, bæjarfulltrúi og forstöðumaður, 2. Magnús Magn- ússon húsasmíðameistari, 3. Hólm- fríður Skarphéðinsdóttir, varaþing- maður og húsmóðir, 4. Fanney Steinunn Sigurðardóttir stuðnings- fulltrúi, 5. Ottó Þormar fram- kvæmdastjóri, 6. Halldóra Aðal- steinsdóttir húsmóðir, 7. Elín Björg Gissurardóttir nemi, 8. Ingimar Sumarliðason útgerðarmaður, 9. Haraldur Jóhannesson fram- kvæmdarstjóri, 10. Berglind Rich- ardsdóttir dagmóðir, 11. Guðjón Ólafsson útgerðarmaður, 12. Sig- urjón Jónsson framkvæmdarstjóri, 13. Árni Sigurpálsson hafnarvörður og 14. sætið skipar Hildur S. Thor- arensen lyfjafræðingur og varabæj- arfulltrúi. Í fréttatilkynningu frá sjálfstæð- ismönnum og óháðum kemur fram að kosningaskrifstofa listans verður opnuð á laugardaginn 20. apríl kl.15 að Strandgötu 14 (í húsnæði Jóns Erlingssonar ehf.). Óháðir á lista með sjálfstæðismönnum Sandgerði Reynir Sveinsson EFTIRLITSNEFND með fjármál- um sveitarfélaga telur ekki ástæðu til að hafa fjármál Reykjanesbæjar lengur til sérstakrar skoðunar. Hef- ur nefndin tilkynnt bæjarstjórn þetta. Eftir skoðun á reikningum fyrir árið 2000 taldi eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að fjárhags- staða Reykjanesbæjar, og ýmissa annarra sveitarfélaga, væri fremur alvarleg. Vakti nefndin sérstaka at- hygli á miklum skuldum bæjarsjóðs og neikvæðri peningalegri stöðu. Þá var vakin athygli á því að fjárfesting- arútgjöld hafi numið nær þrefaldri framlegð ársins. Að fengnum skýringum bæjar- stjóra þar sem meðal annars var greint frá þróun mála á árinu 2001, fjárhagsáætlun 2002 og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins komst nefndin að þeirri niðurstöðu, miðað við fyrirliggjandi áform og áætlanir sveitarstjórnar, að ekki væri ástæða til að hafa fjármál Reykjanesbæjar lengur til sérstakrar skoðunar. Hef- ur bæjarstjórn verið tilkynnt það. Nefndin vekur þó athygli á því í bréfi sínu að framlegð sveitarfé- lagsins 2001 hafi lækkað frá árinu á undan, ef frá eru tekin áhrif af tilfall- andi greiðslum frá Hitaveitu Suður- nesja. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 og þriggja ára áætlun hafi sveitarstjórn hins vegar sett sér markmið um aukna framlegð og nið- urgreiðslu skulda. Telur eftirlits- nefndin nauðsynlegt að þau mark- mið náist. Fjármálin ekki lengur til skoðunar Reykjanesbær LAXNESSHÁTÍÐ verður haldin í Kirkjulundi í Keflavík næstkom- andi mánudagskvöld klukkan 20 í tilefni af því að Nóbelskáldið, Hall- dór Laxness, hefði orðið 100 ára 23. þessa mánaðar og einnig í til- efni af „Degi bókarinnar“ sem haldin er árlega á afmælisdegi skáldsins. Gunnar Kristjánsson prófastur flytur erindi um persónur í verkum Laxness, Gunnar Eyjólfsson leikari segir frá kynnum sínum af skáldinu og les úr verkum hans, Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur nokkur ljóð Laxness og Sandra D. Friðriks- dóttir, verðlaunahafi úr Stóru upp- lestrarkeppninni, les kafla úr verki skáldsins. Einnig verður sýning á listarverkum Erlings Jónssonar sem tengjast verkum Laxness. Boðið verður upp á kaffi og hnallþórur. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Menningardagskráin er sam- starfsverkefni Keflavíkurkirkju, Bókasafns Reykjanesbæjar, Menn- ingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Miðstöðvar símenntunar á Suð- urnesjum. Laxnesshátíð haldin í Kirkjulundi Keflavík AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Gerðahrepps samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við bygg- ingu íbúða aldraðra í Garði og stað- setningu þeirra í nágrenni hjúkrun- arheimilisins Garðvangs. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að láta byggja íbúðir fyrir aldraða í Garði og meirihluti hrepps- nefndar vill láta byggja þær á lóð hjúkrunarheimilisins Garðvangs, samkvæmt tillögum að deiliskipulagi sem fyrir liggja. Fulltrúar H-lista sjálfstæðismanna og annarra frjáls- lyndra í hreppsnefnd hafa lýst því yf- ir að þeir geti ekki samþykkt deili- skipulagstillögurnar vegna andstöðu Sandgerðisbæjar og Vatnsleysu- strandarhrepps við að skerða eign- arlóð Garðvangs. Margir fulltrúar F-listans, sem hefur meirihluta í hreppsnefnd, og H-listans, sem er í minnihluta, eru saman í Sjálfstæðisfélagi Gerða- hrepps. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í fyrrakvöld var sam- hljóða lýst yfir stuðningi við fyrir- hugaða staðsetningu íbúðanna og skorað á alla fulltrúa í hreppsnefnd að vinna að því að afla stuðnings hjá öðrum eignaraðilum Garðvangs til að hægt verði að byggja samkvæmt samþykktri staðsetningu af hrepps- nefnd Gerðahrepps. Sjálfstæðisfélag styð- ur staðsetningu íbúða Garður ATLI Már Gylfason hefur verið kjörinn næsti formaður Nem- endafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Enginn frambjóðandi hlaut tilskilinn fjölda atkvæða í kjöri varaformanns og enginn bauð sig fram til embættis gjaldkera. Sif Aradóttir var kjörin ritari stjórnar Nemendafélagsins, Jón Marinó Sigurðsson for- maður skemmtinefndar og Skúli Steinn Vilbergsson íþróttastjóri. Kosinn for- maður nem- endafélags Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.