Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓLAFUR Ragnar Gríms-son, forseti Íslands, ogVladímír Pútín, forsetiRússlands, áttu viðræður í Kreml í Moskvu í gær. Margt bar þar á góma og segir Ólafur Ragnar fundi þeirra hafa verið óvenju efn- isríka. Pútin og hans menn hafi kom- ið vel undirbúnir og lagt fram marg- ar hugmyndir og tillögur um samvinnu Íslands og Rússlands á næstu árum. „Ég hef setið ýmsa svona fundi í gegnum tíðina en þessir voru með þeim innihaldsríkustu af þessu tagi. Mér finnst það sýna að þessi nýi for- seti Rússlands er nýrrar tegundar; ný kynslóð af leiðtoga sem er óhræddur við að ganga inn í framtíð- ina og stuðla að breytingum, og er með margar hugmyndir í þeim efn- um. Mér finnst líka mjög mikilvægt að í þessum viðræðum lögðu þeir áherslu á langa vináttu Íslendinga og Rússa, viðskipti þjóðanna hefðu verið mikil áður fyrr og nauðsynlegt væri að endurvekja þau á margvís- legan hátt.“ Fram kom á blaða- mannafundi eftir viðræður þeirra að Pútín hefði þegið boð Ólafs Ragnars um að koma í opinbera heimsókn til Íslands, en ekki hefur verið ákveðið hvenær af heimsókninni verður. Pút- ín bauð Ólafi Ragnari einnig að koma aftur til Rússlands í september, til þess að sitja ráðstefnu á vegum Rannsóknarþings norðursins (The Northern Research Forum) um mál- efni norðurslóða. Rússneskur rétttrúnaðar- söfnuður á Íslandi Á blaðamannafundinum lýsti Ólaf- ur Ragnar m.a. stuðningi við stofnun rússnesks rétttrúnaðarsafnaðar á Íslandi og í samtali við Morgunblað- ið sagðist hann ræða það mál nánar við æðsta mann rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar Alexander patrí- arka, á fundi í dag. „Það er mjög mikilvægt að dómi Pútíns að trúar- samvinna þjóðanna verði efld og þeir sem aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi fái sinn sess, sitt guðshús, samastað fyrir ákveðna starfsemi og þá prestþjónustu sem þeir þurfa á að halda. Það er kannski tímanna tákn að forseti Rússlands skuli taka upp trúarefni af þessu tagi og leggja það fram sem eitt af þeim forgangsatrið- um,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Þá kvað forseti Íslands Pútín hafa upplýst að innan tíðar yrðu sam- þykkt í Dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins, lög um tvísköttunar- samninga milli landanna, og unnið yrði að löggjöf um fjárfestingar og þannig greitt fyrir því að viðskipta- aðilar í löndunum báðum gætu þróað samband sitt innan eðlilegs laga- ramma. um miðjan mánuðinn. Þe ingur kemur í kjölfar þeir vinnu sem Rússar og Ves áttu um baráttu gegn hr um. Ekkert varpar sku á samskiptin Rússar hafa sóst eftir samvinnu við NATO eftir það færir sig meira í aus hefur á sama tíma gagnrý NATO á að fyrrum Sov gangi í bandalagið. Pútín Ragnar ræddu m.a. um væ samning Rússa og NATO og á blaðamannafundi eftir þeirra reyndi Pútín að slá á Kínverja vegna þessa s Sagði Pútín að stjórnvöld myndu viðhalda nánum ten Kínverja og sagði þá vera lega mikilvæga bandame hliða þróun samvinnu R NATO og Rússa og Kínve auka enn öryggi í heiminu sagði að nánari tengsl R NATO myndu styrkja alþ félagið í baráttunni gegn verkamönnum, koma í veg breiðslu kjarnorkuvopna o gereyðingarvopna og hjálparstarf þar sem þess e Pútín sagði að frá því viðurkenndi sjálfstæði Ísl 1944 hefði ekkert orðið til skugga á samband þjóðann á móti var land þitt sá s Ólafur Ragnar bar lof á Pútín og sagði hann hafa sýnt hugrekki og víðsýni í embættisverkum sínum. Sagði hann Pútín hafa stuðlað að því að gera heiminn betri og öruggari og einnig ríkti þar meiri hagsæld. Hann bætti við að án þess forustuhlut- verks, sem Rússar hefðu tekið að sér í baráttunni gegn hryðjuverkum í heiminum, hefði nánast verið von- laust ef ekki ómögulegt að bregðast með afgerandi hætti við afleiðingum hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin á síðasta ári. Þess vegna væri bráð- nauðsynlegt að gera nýja samninga og byggja upp nýtt skipulag sem byggðist á sameiginlegri hugsjón um frið, öryggi og baráttu gegn hryðju- verkum. Samkomulag Rússa og NATO yrði hornsteinn þessa nýja skipulags. „Við Íslendingar erum mjög stoltir af því að utanríkisráð- herrarnir munu staðfesta þetta mik- ilvæga samkomulag í höfuðborg okkar, Reykjavík,“ sagði Ólafur Ragnar. Gert er ráð fyrir að í Reykjavík verði lögð lokahönd á samning um nýtt bandalag Rúss- lands og NATO-ríkjanna þar sem teknar verði ákvarðanir um hvernig bregðast eigi við hryðjuverkastarf- semi og hættu sem stafar af kjarna- vopnum, sýkla- og efnavopnum. Gert er ráð fyrir að Pútín skrifi undir samning um nánari samvinnu milli Rússlands og NATO í Róm, 28. maí, en gengið verður endanlega frá samningnum á fundum í Reykjavík Morgunblaðið/Skapti Hal Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heilsar Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í Kreml í gærmor ir að hafa tekið á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem er á milli þeirra. Til vinstri er Sig Sigurðardóttir, eiginkona Halldórs, og túlkur Pútíns til hægri. Pútin áhugasam samskipti Íslend Ólafur Ragnar Grímsson hitti m.a. Vla ír Pútín forseta í gær í opinberri heim sinni til Rússlands. Skapti Hallgrím er í Moskvu og fylgist með heimsókn setans og fylgdarliðs hans en utanrí ráðherra, Halldór Ásgrímsson, funda í gær með Ívanov, starfsbróður sínu Ólafur Ragnar Grímsson lagði blómsveig að minnismerk óþekkta hermanns í Moskvu í gærmorgun. BANDARÍKIN OG MIÐ-AUSTURLÖND Málflutningur Bandaríkjamannaí málefnum Mið-Austurlandaverður æ óskiljanlegri. Á sama tíma og myndum og fréttum af framferði Ísraelshers gagnvart Palest- ínumönnum var sjónvarpað um heims- byggðina og árásir þeirra á flótta- mannabúðirnar í Jenín voru harkalega gagnrýndar, meðal annars af Terje Rød-Larsen, sat George Bush í Hvíta húsinu og kallaði Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, „mann friðar- ins“. Á miðvikudag gætti Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þess að gagnrýna bæði Palestínumenn og Ísraela jafnt þegar hann gerði grein fyrir misheppnaðri ferð sinni til að reyna að miðla málum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Slík jafnvægislist virtist ekki vera Bush ofarlega í huga í fyrra- dag. Hann lofaði Sharon, en veittist harkalega að Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Þegar hann var spurður um þá ákvörðun Ísraela að hunsa ákall hans til þeirra fyrir tæp- um tveimur vikum um að draga herafla sinn til baka „án tafar“ svaraði hann því til að sagan myndi sýna að þeir hefðu brugðist við. Sharon hefði látið sig hafa áætlun sína og hann hefði staðið við þá áætlun. Þetta hefur verið túlkað sem svo að Bandaríkjastjórn hafi í raun gefið Ísraelum grænt ljós til að halda áfram aðgerðum sínum á Vesturbakkanum og gildir þá einu þótt bandarískir embættismenn segi að líta eigi svo á að forsetinn hafi aðeins verið að greina frá staðreyndum. Ýmislegt bendir til þess að Banda- ríkjamenn hafi sagt Sharon að hann gæti farið sínu fram gegn Palestínu- mönnum, en hvernig sem þeim sam- skiptum hefur nákvæmlega verið hátt- að fer ekki á milli mála að ummæli forsetans eitra út frá sér. Colin Powell hefur beðið nokkurn álitshnekki eftir för hans til Mið-Aust- urlanda. Til þess var tekið að hann tók sér góðan tíma og kom víða við á leið- inni til Ísraels og heimastjórnarsvæða Palestínumanna. Hann virtist hafa nokkuð víðtækt umboð meðferðis, en varð ekkert ágengt í viðræðum við Sharon og Arafat. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sá ekki einu sinni ástæðu til þess að tala við Powell um viðræður hans við Ísraela og Palest- ínumenn. Bush á sér fáa jábræður um þessar mundir. Stefna hans í ágreiningi Ísr- aela og Palestínumanna er ótrúverðug, svo ekki sé meira sagt. Eftir því sem ástandið heldur áfram að versna verð- ur erfiðara að stilla til friðar. Reiði í garð Ísraela hefur verið að magnast í arabaheiminum og talað er um að þar hafi aldrei verið jafnmikill stuðningur við Palestínumenn og nú. Aldrei hafi þeir átt meiri samúð meðal araba. Myndir af aðgerðum Ísraelshers eru sýndar í sjónvarpi og áhrifunum í arabaheiminum er líkt við þau áhrif, sem sjónvarpsfréttir frá Víetnam- stríðinu höfðu á bandarískan almenn- ing á sínum tíma. Almenningur í arabaríkjunum þekkir palestínsku ein- staklingana, sem gera sjálfmorðsárásir í Ísrael, með nafni. Andúðin á Ísr- aelum eykst í arabaheiminum og um- sáturstilfinningin magnast í Ísrael. Morgunblaðið hefur áður haldið því fram að án forustu Bandaríkjanna sé samfélag þjóðanna ófært um að bæta ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Allar umleitanir Bandaríkjamanna virðast hins vegar gerðar með hálfum huga og á meðan svo er heldur ástand- ið áfram að versna. Bandaríkjamenn hafa bæði fjárhagslegt og hernaðar- legt bolmagn til þess að stöðva Ísr- aelsmenn. Það er augljóst, að pólitísk- ar ástæður heima fyrir valda því að það er ekki gert. Sú háttsemi Banda- ríkjastjórnar er henni ekki til sóma. STÝRING AÐHALDS Á GRÆNMETISMARKAÐI Í umræðum á Alþingi í fyrradag umþróun matvælaverðs á Íslandi í sam- anburði við önnur Norðurlönd, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að sú mikla hækkun sem orðið hefði á græn- meti hér á landi skæri í augun, einkum á tímabilinu 1995 til 2000. Hann benti á að engar reglur hefðu breyst á þessu tíma- bili en samt hefði hækkunin verið mikil. „Þetta er athugunarefni fyrir alla þá sem að þessum markaði starfa sem og fyrir stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að umgjörð markaðarins sé með þeim hætti að samkeppni sé tryggð eins og mögu- legt er,“ sagði Davíð ennfremur. Þessi orð forsætisráðherra eru at- hyglisverð með tilliti til mánaðarlegrar könnunar Samkeppnisstofnunar á verði á grænmeti sem birt var hér í blaðinu á fimmtudag. Þar kemur í ljós að þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar á grænmetisverði eru margar tegundir grænmetis á Íslandi enn mjög dýrar. Könnunin sýnir að agúrkur lækka mest í verði, íslenskar um 79% og er- lendar um 31%, en mikil samkeppni skapaðist um verð á agúrkum í síðasta mánuði. Hinn 19. mars sagði Guðný Edda Gísladóttir, innkaupastjóri hjá Mötu, hér í blaðinu að íslenskar gúrkur hefðu lækkað í verði í kjölfar þess að fyr- irtækið flutti inn hollenskar agúrkur. Þetta einangraða dæmi sýnir vel hverju samkeppni getur áorkað og afar brýnt er að stjórnvöld sýni öllum þeim sem að verðmyndun grænmetis koma nægilegt aðhald til að aðrar tegundir grænmetis lækki meira en raunin hefur orðið fram til þessa. Í verðkönnun Samkeppnisstofnunar er einungis greint frá verðþróun á al- gengustu tegundum grænmetis og spyrja má hvort ekki væri ráð að gera víðtækari könnun og fylgjast einnig með verði á þeim tegundum sem Íslendingar hafa ekki neytt í miklu magni fram til þessa. Þannig mætti hvetja innflytjend- ur til að flytja inn þær grænmetisteg- undir sem best kaup eru í erlendis hverju sinni og um leið hvetja neytendur til að sniðganga algengar tegundir þegar þær eru dýrar og auka fjölbreytni í mat- aræði sínu samhliða. Einnig væri athyglisvert að sjá sam- anburð á verði hér og í nágrannalönd- unum á sem allra flestum tegundum, svo auðvelt sé að gera sér grein fyrir hvern- ig verðmyndun hér á sér stað og hvort ákveðnar tegundir eru óeðlilega dýrar. Miðað við hversu hægt verðið hér þok- ast niður í kjölfar aðgerða ríkisstjórn- arinnar er ljóst að víðtækra og útsjón- arsamra aðgerða er þörf til að breytingarnar skili sér neytendum í hag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.