Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJU og síðustu um- ræðu um ríkisábyrgð til handa Íslenskri erfðagrein- ingu var framhaldið á Al- þingi. Fresta varð um- ræðunni í upphafi þing- fundar eftir að stjórnar- andstæðingar höfðu farið fram á að þeir fengju meiri upplýsingar um málið. Til stóð að hefja umræðuna um ríkisábyrgðina strax í gær- morgun, þar sem frumvarp- ið var fyrsta mál á dagskrá, en eftir að þing- menn stjórnarandstöðunnar höfðu kallað eftir frekari upplýsingum beindi Halldór Blöndal, forseti Alþingis, því til formanns efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, Vilhjálms Egilsson- ar, að hann kallaði nefndina saman áður en þriðja umræða hæfist. Að því búnu var málið tekið út af dagskrá og um hádegið var nefndin kölluð saman. Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að fundur nefndarinnar hefði staðið yfir í um það bil klukkustund og að á fundinum hefðu nefndarmenn farið nánar yfir málið ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, fulltrúum frá Fjárfestingarstofunni og Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni en í grein þess síðar- nefnda, sem birtist í Morgunblaðinu 1. maí sl., er því m.a. haldið fram að umrætt frumvarp gangi gegn 2. gr. stjórnarskrárinnar um skiptingu valdsins milli handhafa löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds. Það var Ögmundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, sem hóf máls á því í upphafi þingfundar í gær að hann teldi að þingmenn ættu að fá meiri upplýsingar um títtnefnt frumvarp áður en það yrði tekið til þriðju umræðu. „Ég tel mjög mik- ilvægt að þingið fái miklu gleggri upplýsingar um allt það sem snýr að þessu máli. Sérstaklega vil ég beina því til hæstvirts fjármálaráðherra og hæstvirts iðnaðar- og viðskiptaráðherra að þingið fái upplýsingar um öll þau fyrirtæki sem leitað hafa hófanna á þessu sviði; óskað eftir stuðningi beint eða óbeint af hálfu stjórnvalda um starfsemi hér á landi.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, tók undir með Ögmundi og kallaði eftir frekari upplýsingum um málið. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til þess að málið gangi aft- ur til efnahags- og viðskiptanefndar m.a. í ljósi þessara upplýsinga sem hér er kallað eftir og ekki síður í ljósi þess sem fram kom hjá virtum lögmanni hér í bæ, Ragnari Aðalsteinssyni, sem heldur því fram fullum fetum að lögin um ríkisábyrgð vegna deCODE standist ekki stjórnarskrána.“ Í máli Kristins H. Gunn- arssonar, þingflokksfor- manns Framsóknarflokks- ins, kom fram að eðlilegra hefði verið fyrir þingmenn- ina, Ögmund og Jóhönnu, að tala beint við formann efna- hags- og viðskiptanefndar og biðja hann um að kalla nefndina saman vegna málsins í stað þess að koma upp í upphafi þingfundar og gagnrýna það að þau hefðu ekki fengið nægar upplýsingar um málið. Það væri með öðrum orðum í hendi formanns nefndarinnar að boða til nefndarfund- ar ef hann teldi næga ástæðu til þess. Síðan sagði Kristinn. „Hvað varðar spurn- inguna um stjórnarskrána þá leitumst við auð- vitað við eftir föngum og bestu getu að sjá til þess að mál sem hér eru lögð fyrir þingið stang- ist ekki á við stjórnarskrána, en það er hins veg- ar dómstóla að lokum að skera úr um það, ekki þingsins eða framkvæmdarvaldsins, það er dómsvaldsins að skera úr um þennan þátt máls- ins og enginn annar hefur endanlegt úrskurð- arvald í þeim efnum.“ Eftir frekari umræður um það hvort kalla þyrfti efnahags- og viðskiptanefnd saman tók Halldór Blöndal, forseti þingsins, af skarið og beindi því til formanns fyrrgreindrar nefndar að hún yrði kölluð saman út af þessu máli. Ítarleg skoðun hjá ESA Fundur nefndarinnar hófst síðan kl. 13 og stóð yfir í um það bil klukkustund að sögn Vil- hjálms Egilssonar, formanns nefndarinnar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á fundinum hefðu nefndarmenn, ásamt fulltrú- um fjármálaráðuneytisins, fulltrúum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins, fulltrúum frá Fjárfestingastofunni og Ragnari Aðalsteins- syni lögmanni, m.a. rætt um framhald málsins, verði það samþykkt, gagnvart eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Sagði Vilhjálmur að það lægi fyr- ir að ESA gæti tekið nokkra mánuði í að skoða málið áður en það yrði afgreitt þaðan. Þá var á fundinum m.a. rætt um samninga Íslenskrar erfðagreiningar við heilbrigðiskerfið og það álit Ragnars Aðalsteinssonar að frumvarpið stæðist ekki stjórnarskrána. Aðspurður segist Vil- hjálmur ekki telja umrætt álit Ragnars sann- færandi. Vilhjálmur segir að ekki sé hægt að af- greiða ríkisábyrgð nema með atbeina Alþingis. „Mér finnst það langsótt að telja að málið sé andstætt stjórnarskránni,“ segir hann og bætir því við að sú spurning hafi aldrei komið upp áður þegar ríkisábyrgðir hafi verið veittar til ein- stakra fyrirtækja. Við 3. umferð um ríkisábyrgð vegna Íslenskr- ar erfðagreiningar, sem fram fór á Alþingi í gærkvöldi, ítrekuðu stjórnarandstæðingar and- stöðu sína við frumvarpið. Sverrir Hermanns- son, þingmaður Frjálslynda flokksins, óskaði eftir svörum um hvaða stofnun hefði í raun mælt með ríkisábyrgðinni í ljósi þess hversu margir hefðu mælt á móti henni. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingar, benti á að í lögum um ríkisábyrgð væri kveðið á um að ekki mætti veita aðila sem stend- ur í skuld við ríkissjóð ríkisábyrgð. Sagði hún ljóst að skuldir deCODE gagnvart ríkinu hlypu á tugum milljóna króna og með ólíkindum að rætt væri um að veita slíka ábyrgð í ljósi þessa. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi stjórnarflokkana fyrir að flýta málinu í gegnum þingið og fyrir þann skort á upplýsingum sem einkennt hefði málið. Hvatti hann meðal annars til þess að skuldastaða de- CODE yrði tekin til gaumgæfilegrar skoðunar og að fjármálaráðherra færi varlega með þá heimild sem stjórnarmeirihluti væri í þann mund að veita honum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra ítrekaði að heimildinni yrði beitt af varfærni og tók undir þau orð að sjálfsagt væri að Íslensk erfðagrein- ing gerði upp skuldir sínar við ríkissjóð áður en ábyrgðin yrði veitt. Þá undirstrikaði ráðherra þá skoðun sína að ríkisábyrgðin myndi ekki hafa áhrif á lánshæfi ríkissjóðs þrátt fyrir að ýmsir hefðu haldið öðru fram. Átök urðu á Alþingi um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar Morgunblaðið/Golli Miklar annir hafa verið hjá þingmönnum á Alþingi undanfarna daga. ESA gæti haft lögin til umfjöll- unar í mánuði Frumvarp um útlendinga samþykkt FRUMVARP um útlendinga var af- greitt sem lög frá Alþingi í gær en það var samþykkt með 31 atkvæði stjórnarliða gegn 19 atkvæðum stjórnarandstæðinga. Í lögunum er m.a. að finna reglur um réttarstöðu útlendinga hér á landi, við komu þeirra, dvöl og brottför. „Í frum- varpinu (um útlendinga) hefur verið tekið tillit til almennrar þróunar sem á undanförnum árum hefur orðið á löggjöf og viðhorfi til málefna út- lendinga,“ segir m.a. í athugasemd- um sem fylgdu frumvarpinu. Þar kemur jafnframt fram að það hafi upphaflega verið lagt fram á Alþingi til kynningar vorið 1991. Eftir það fór það til umfjöllunar í dómsmála- ráðuneytinu þar sem gerðar voru á því nokkrar breytingar, einkum breytingar sem lutu að þátttöku Ís- lands í Schengen-samstarfinu. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, gerði grein fyrir því í atkvæðagreiðslu við frum- varpið í gær að stjórnarandstæðing- ar myndu leggjast gegn frumvarp- inu. Tók hún fram að umrætt þingmál hefði hlotið mikla umræðu og mikla gagnrýni. „Við í stjórnar- andstöðunni segjum nei við af- greiðslu frumvarpsins,“ sagði hún. Sex önnur frumvörp voru gerð að lögum á Alþingi í gær. Þar á meðal frumvarp um varnir gegn landbroti og frumvarp um húsnæðismál. Höfuðborgarsamtökin kynna framboðslista Áhersla á þéttingu byggðar HÖFUÐBORGARSAMTÖKIN, ný samtök sem stofnuð voru í apríl síð- astliðnum og bjóða fram til borgar- stjórnarkosninga í maí, hafa kynnt framboðslista sinn fyrir komandi kosningar. Fyrsta sætið skipar Guð- jón Erlendsson arkitekt, 2. sæti Nanna Gunnarsdóttir, 3. sæti Hjörtur Hjartarson, 4. sæti Dóra Pálsdóttir, 5. sæti Hinrik Hoe Haraldsson, 6. sæti Hreinn Ágústsson, 7. sæti Vigfús Karlsson, 8. sæti Örn Sigurðsson, 9. sæti Hilmar Bjarnason og 10. sæti Sigurður S. Kolbeinsson. Í stefnuskrá samtakanna er lögð mest áhersla á nýja borgarstefnu til mótvægis við ríkisrekna byggða- stefnu, virkt lýðræði í stjórn borgar- innar, skipulagsmál, fjármál og fjár- reiður. Þá segir að meginmarkmið sam- takanna sé að stöðva útþenslu byggð- ar í Reykjavík og meðal annars sé gert ráð fyrir að endurreisa miðborg- ina og flytja Reykjavíkurflugvöll í áföngum úr Vatnsmýri til ársins 2010. Enn fremur leggja Höfuðborgarsam- tökin áherslu á að svæðið vestan Ell- iðaáa taki við mestallri fólksfjölgun í Reykjavík næstu 20 árin og er í því sambandi stefnt að því að hafin verði byggð á uppfyllingum við Sæbraut, Hólma, Örfirisey og Akurey. LITLAR breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu í síðasta mánuði miðað við mánuð- inn á undan skv. skoðanakönnun Gallup sem gerð var dagana 27. mars til 28. apríl. Sjálfstæðisflokk- urinn eykur þó fylgi sitt um eitt prósentustig og fengi nú ríflega 41% fylgi en fylgi Framsóknar- flokksins hefur minnkað í rösklega 16% í stað 18% í síðustu mælingu. Þá bætir Frjálslyndi flokkurinn að- eins við sig og fengi um 3% fylgi í stað 2% áður. Engin þessara breyt- inga er þó marktæk þar sem þær eru innan skekkjumarka. Í könn- uninni kemur jafnframt fram að Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð eru með sama fylgi milli mánaða, þ.e. Samfylk- ingin með 22% og Vinstri grænir með rúmlega 17%. Stjórnarflokkarnir og Frjáls- lyndi flokkurinn sækja nú eins og áður meira fylgi til karla en kvenna en því er öfugt farið hjá Samfylk- ingunni og Vinstri grænum sem sækja meira af fylgi sínu til kvenna en karla. Fylgi við stjórnina 57% Í könnuninni kemur einnig fram að fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist um eitt prósentustig og hef- ur nú tæplega 57% fylgi eins og í lok febrúar en naut stuðnings rúm- lega 56% kjósenda í marslok. Tæplega 20% voru ekki viss um hvað þau myndu kjósa eða neituðu að gefa það upp og tæplega 6% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram nú. Úrtakið í könnuninni var 2.690 manns. Svarhlutfall var 68% og vikmörk 1–3%. Litlar breyt- ingar á fylgi flokkanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.