Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hreiðar Bjarna-son fæddist á Húsavík 11. ágúst 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 25. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristjana Hólmfríð- ur Helgadóttir, hús- móðir og verka- kona, f. 1905, d. 1976, og Bjarni Ás- mundsson fiskverk- andi, f. 1903, d. 1989. Bræður Hreiðars eru Helgi, f. 1925, d. 1999, Ásmundur, f. 1927, Halldór, f. 1929, Hallmar Freyr, f. 1931, d. 1987, Pétur, f. 1941, og Jón Ágúst, f. 1944. Hreiðar kvæntist 31. maí 1958 Olgu Maríu Karvelsdóttur, f. 1928, og stóð sambúð þeirra í rúm 30 ár. Þau slitu síðar sam- vistir. Foreldrar Maríu eru Anna Margrét Olgeirsdóttir húsmóðir, f. 1904, d. 1959, og Karvel Ög- mundsson útgerðarmaður, f. kona Aðalheiður Björgvinsdóttir, sonur þeirra er Arnar Freyr. Dóttir Karvels af fyrra hjóna- bandi er Árný Lára. 4) Sonja María, f. 1963, maður hennar er Þorvaldur Þorsteinsson, f. 1963, börn þeirra eru Þorbjörg og Freyr. 5) Hreiðar, f. 1966, sam- býliskona Oddrún Sigurðardóttir, f. 1969, sonur þeirra er Sigurður Ágúst. Dóttir Maríu og stjúpdótt- ir Hreiðars er Anna Karen Frið- riksdóttir, f. 1947, sonur hennar er Friðrik Ingi Rúnarsson, kona hans er Anna Þórunn Sigurjóns- dóttir, þeirra börn eru Karen El- ísabet og Sigurjón Gauti. Sonur Friðriks er Steinar Bjarki. Hreið- ar var í sambúð með Kristínu Þóroddsdóttur, f. 1948, í fimm ár, þau slitu samvistir. Lengst af stundaði Hreiðar sjó- mennsku og fiskvinnslu. Hann út- skrifaðist úr Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1954. Árið 1955 stofnaði hann ásamt bræðrum sínum, Helga og Ásmundi, föður sínum og Páli Kristjánssyni út- gerð og fiskvinnslu. Þeir gerðu út skipið Helga Flóventsson ÞH 77 um árabil. Frá 1973 starfaði hann við útgerð og við fisk- vinnslustörf. Útför Hreiðars verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1903. Börn Maríu og Hreiðars eru: 1) Kristjana Hafdís, f. 1956, maður hennar er Ingólfur Jónsson, f. 1966, dóttir þeirra er Þóra Möller. Börn Kristjönu og stjúp- börn Ingólfs eru Æg- ir Ingi, látinn, Ágúst Hilmar, og Maríanna, sambýlismaður Stein- ar G. Hjartarson, son- ur þeirra er Hjörtur Sölvi. Sonur Mar- íönnu er Hreiðar Ingi. 2) Pétur Ægir, f. 1958, kona hans er Sigrún Ósk Björnsdóttir, f. 1959, synir þeirra eru Hreiðar, Elfar og Oddur Birnir. 3) Karvel, f. 1961, kona hans er Guðrún Sveinbjarnar- dóttir, f. 1951, sonur þeirra er Sveinbjörn Ægir. Börn Guðrúnar og stjúpbörn Karvels eru: Anna Steinunn, gift Arngeiri Arngeirs- syni, dóttir þeirra er Karen Mist; Hólmar Már, sambýliskona Gunn- laug Olsen, börn þeirra eru Krist- ján og Emelía; Árni, sambýlis- Blóm lífs míns, hefur bliknað í blænum. Bærist langt í burt með sænum, í bylgjunnar djúp. (M.K.) Þín minning lifir í mínu hjarta þú mesta yndi mér hefur veitt, við áttum framtíð svo fagra og bjarta, en flestu örlögin geta breytt. Og þegar kvöldið er svo kyrrt og hljótt ég kveðju sendi þér, þig dreymi rótt, þín minning lifir, í mínu hjarta, ég mun því bjóða þér góða nótt. (Númi Þorbergsson.) Ætíð mun ég minnast þín elsku Hreiðar. Með þakklæti fyrir öll góðu árin. Hvíl í guðs friði. María Karvelsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Hafdís. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Þegar við fjölskyldan hittumst í fermingarveislu fyrir nokkrum vik- um virtist Hreiðar vera frískur og hress. Ekki óraði okkur fyrir því að hann væri orðinn svona mikið veik- ur. En skjótt skipast veður í lofti og nú, allt of fljótt, er komið að kveðju- stundinni. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Mig langar til að þakka þér fyrir allt, elsku Hreiðar minn, og bið al- góðan Guð að gefa þér byr í seglin þegar þú stýrir bátnum þínum síð- asta spölinn. Ég veit að lítill afa- strákur mun bíða þín á bryggjunni og bjóða þig velkominn. Guð geymi þig. Þín Anna Karen. Þegar ég hugsa til Hreiðars tengdapabba míns kemur mér fyrst í hug hversu barngóður hann var. Hann var alveg einstakur afi og ég veit að það verður ákaflega erfitt fyrir barnabörnin hans að hafa hann ekki lengur hjá sér. Hann hafði alltaf tíma til að skutla og koma og passa ef manni lá á. Svo átti hann alltaf fullt af hundraðköll- um sem hann hafði ekkert að gera við og gaukaði þeim í lítinn lófa. Sonur minn átta ára sagði við mig í gær „Mamma af hverju fékk ég bara átta ár með afa? Það er allt of stuttur tími, nú get ég ekki horft með honum á Sýn og hann getur aldrei aftur komið með mér í Veiði- vötn,“ sem var árlegur viðburður. Það var fátt um svör hjá mér, við hefðum öll viljað hafa hann miklu lengur hjá okkur, en því fáum við ekki ráðið. Það má segja að hann hafi bjarg- að mér þegar ég flutti suður og Pét- ur var alltaf á sjónum og ég var mikið ein heima, fólkið mitt norður í landi og ég þekkti fáa hér. Eftir að nafni hans fæddist og tengdapabbi var í landi kom hann og tók lítinn mann með sér á rúntinn eða bauðst til að passa svo ég gæti skroppið eitthvað út. Síðan bættust tveir strákar við hjá okkur og alltaf var afi til staðar. Hreiðar tengdapabbi var hjá okkur á aðfangadagskvöld síðastliðin 14 ár að einum eða tveimur undanskildum og hann var alltaf hjá okkur á miðnætti á gaml- árskvöld, hann heimsótti okkur líka nánast á hverjum degi ef hann var ekki á sjó eða með stöngina sína að veiða, hann kíkti bara í einn kaffi- bolla til að sjá strákana og athuga hvernig allt gengi hjá familíunni. Hreiðar var mikill veiðimaður og hafði mjög gaman af að skreppa með stöngina og veiða. Hann sagði einmitt við mig um daginn að hann hlakkaði svo til sumarsins, hann ætlaði sko að vera í veiði í allt sum- ar og bara keyra á milli veiðistaða. Það gerir hann örugglega þar sem hann er nú. Það er ekki hægt að skrifa um hann tengdapabba án þess að minn- ast á hversu skemmtilegur hann var og mikill húmoristi og gat komið með alveg stórkostleg skot. Hann sagði líka alveg óborganlega frá og þá lék hann allar persónur í við- komandi sögu. Það verður tómlegt án hans og við eigum eftir að sakna hans mikið en getum huggað okkur við minn- ingarnar. Með þessum fáu línum vil ég þakka Hreiðari tengdapabba mínum fyrir hvað hann var alltaf góður við mig og mína og langar að segja við hann „ takk fyrir allt tengdapabbi, mér þótti mjög vænt um þig“. Þín tengdadóttir Sigrún. Elsku afi minn, það er skrítin til- finning að skrifa þessi kveðjuorð, ég hélt að við hefðum lengri tíma. Ég get enn heyrt rödd þína og fundið þessa sérstöku afalykt frá því þegar þú sast með mig í fanginu forðum og söngst allar vísurnar og ljóðin fyrir mig. Ég gleymi aldrei öllum ferðunum niður á bryggju þar sem þú sýndir mér skipin, eða þegar þú færðir mér fyrsta tvíhjólið og kenndir mér svo að hjóla á því. Það er svo stutt síðan þú komst síðast í kaffi og sast með Hjört í fanginu, þið sunguð og skoðuðu bækur sam- an, hann sá ekki sólina fyrir þér. Þú ataðist í Hreiðari Inga með það að þinn bíll væri langflottastur, miklu flottari en afa Rabba bíll. Þú hafðir alltaf svo einstakan húmor. Þá grunaði mig ekki að þú yrðir ekki hér nokkrum vikum seinna. Þú varst fasti punkturinn í minni tilveru og ég mun sakna þín sárt. Það verður erfitt að fylla upp í tómarúmið í hjarta mínu, en ég trúi því að þú sért á betri stað og þú ferð örrugglega í veiði í sumar eins og þú ætlaðir. Þakka þér fyrir tím- ann sem ég fékk með þér, ég mun njóta þess að hjálpa Hirti og Hreiðari að muna eftir þér. Sjálf mun ég heiðra minningu þína á minn hátt. Guð geymi þig, afi. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Maríanna. Þei, þei og ró þögn breiðist yfir allt hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Elsku afi minn. Mikið finnst mér skrítið að þú sért farinn. En það er svo gott að þú ert kominn á stað þar sem þér líður vel og þarft ekki að þjást neitt lengur. Mér þótti svo vænt um að þú skyldir koma í stúdentsveisluna mína s.l. vor og það gerði daginn enn gleðilegri en hann var. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég sakna þín. Árný Lára. Nú hefur bróðir minn Hreiðar kvatt þennan heim, sá þriðji af okk- ur bræðrum. Mig langar að setja á blað nokkur orð um kærar minn- ingar sem ég á um þennan bróður minn svo og þakka honum fyrir það sem hann var og gerði fyrir mig. Ég ætla ekki að skrifa einhverja lang- loku um þína ævi, það eru einhverj- ir færari um það en ég. Enda hefðir þú ekki samþykkt neinar lofræður um sjálfan þig. Við ólumst upp fyrstu árin saman í litlum torfbæ heima á Húsavík. Fátækt var mikil en við fengum alltaf nóg að borða, góðan mat sem við kunnum að meta, ég og þú, við tölum ekki meira um það. Við vor- um sjö bræður og númer fimm varst þú og ég númer sex í röðinni. Ég man vel þegar þú þurftir að hafa mig í eftirdragi um allan bæ, mikið niður í fjöru, þar var þinn staður og í skúrunum. Stundum gleymdirðu mér, ég man að eitt sinn urðum við Nonni, þá pínulítill, báðir eftir en komumst nú heim um síðir en það varð hvellur þegar þú komst heim. Það var líka oft sem þú fórst með mig á skíði heilu dagana uppi í Stöllum og stundum fórstu með mig í skíðaskálann uppi við Botnsvatn næturlangt þar sem við gistum ásamt mörgum öðrum strákum heima á Húsavík. Einnig man ég vel þegar var verið að safna í brenn- urnar og kveikja í þeim, við komum heim eftir brennurnar, allir holdvot- ir af olíu, þá var nú fjör í gamla bæ. Á unga aldri veiktist þú mjög mikið og um tíma var þér ekki hug- að líf. Þú dvaldir þá á sjúkrahúsum í yfir eitt ár, það voru erfiðir mán- uðir heima en þú barðist hetjulega eins og þú varst vanur og hafðir það af. Þessi tími hefur aldrei liðið mér úr minni. Mig minnir að þú hafir byrjað á sjó, þá með Jóda í Kirkjubæ, þeim höfðingja, annað hvort 12 eða 13 ára, á bát sem hét Óðinn og upp frá því varstu á sjó. Ég byrjaði með þér á sjó á Helga Flóventssyni litla eða fyrsta bátnum af þrem með þessu nafni, ég var þá upp á hálfan hlut, þá á reknetum, ég var þá 15 ára. Síðan átti ég eftir að vera með þér á sjó sem skipstjóra samfleytt í níu ár sem beitingarmaður á línunni, síðan kokkur og háseti á netum og síld- veiðum. Á þessum árum rerir þú frá Keflavík. Við vorum þá nokkrir strákar sem byrjuðum með þér á sjó um svipað leyti og héldum hóp- inn í mörg ár sumir. Við vorum metnaðarfullir eins og skipstjórinn okkar enda mikil törn oft á tíðum þegar barist var um toppinn. Ég veit að okkur þótti öllum vænt um þig því þú varst vinur okkar allra, þannig náðir þú líka til okkar og hafðir alla með þér. Ég veit að allir þessir menn eru með hugann hjá þér í dag og þakka þér þennan tíma. Tvær minningar eru mér ofar- lega í huga í dag. Sú fyrri er frá því ég var sex ára og hálfgerður óviti, þá létu eldri krakkar heima mig hafa eldspýtur og sögðu mér að at- huga hvort heyið í hlöðunni hans pabba væri orðið þurrt en hún var full af heyi. Ég henti eldspýtunni inn í hlöðuna og allt logaði á svip- stundu, ég hljóp upp í fjall og faldi mig og horfði á allt brenna, ég fór ekki heim fyrr en allt var afstaðið. Við fórum að borða kvöldmat, ég man enn hvað var í matinn, allt í einu var bankað, þú fórst til dyra og ég heyri þig segja við þann sem var frammi „skiptu þér ekki af þessu, þetta er okkar mál“, ég man að ég fór að gráta, mér þótti svo vænt um þig. Árið 1958 eignaðist ég minn fyrsta bíl sem var lítill Rússi, 1955 módel. Ég var þá rétt 17 ára og ekki margir á þeim aldri sem áttu bíl. Þá réttir þú mér tugi þúsunda svo ég gæti eignast þennan bíl, svo þegar bíllinn var kominn, þá hlóstu að honum en ég veit að þú varst samt ánægður, svona var þinn húm- or. Ég man líka þegar ég stofnaði heimili og var farinn að búa hvað þú reyndist mér vel. Það væri nú kapítuli útaf fyrir sig að fara að tala um allan þinn sjó- mannsferil sem skipstjóri og þeim mörgu mannslífum sem þér auðn- aðist að bjarga úr lífsháska, bæði á öðrum skipum og bátum. Ég ætla ekki að gera það í þetta sinn, en það má alveg minna á það, Hreiðar minn, að leiðarlokum. Ég var með þér að minnsta kosti tvisvar á sjó og þar mátti ekki miklu muna en þá sýndirðu sem oftar þína hæfileika sem skipstjórnarmaður. Og eitt manst þú örugglega, að í brælum og vondum veðrum, þegar þú varst kominn í brúna eða stýrishúsið með sjóvettlinga og í úlpu, þá gat bróðir þinn farið að leggja sig öruggur, þannig mun ég muna þig. Nú fer ég að hætta þessu bulli eins og þú mundir segja, ég ætla að muna það sem þú sagðir við mig um mánaðamótin febrúar – mars síðast- liðinn. Strákarnir mínir, Pétur Helgi og Bjarni, þakka þér að leiðarlokum þína væntumþykju í sinn garð. Ég verð börnunum þínum ævarandi þakklátur fyrir að hafa lofað mér að fylgjast með þinni síðustu baráttu í þessu lífi þar sem ég veit að þú barðist hetjulega og hafa fengið að vera einn hjá þér smástund og tala við þig um mínar tilfinningar til þín og væntumþykju en ég trúi því að þú hafir heyrt til mín. Fyrir þetta þakka ég börnunum þínum sem þú varst stoltur af og eru öll sérstakar og vel gerðar persónur sem mér þykir vænt um. Þau hafa misst mik- inn vin og föður og öll barnabörnin sem elskuðu afa sinn. Mary mín, þú átt mína samúð, ég þakka þér þína vináttu. Ég sendi ykkur öllum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, þið hafið misst mikið. Mér þykir vænt um ykkur öll. Ég kveð bróður minn Hreiðar með þökk og virðingu. Takk fyrir allt og allt, vinur. Lífið á sér leyndardóm; ljúfan dreng á votum skóm. Lítill bátur landi frá, leggur fram á opinn sjá. Út frá ströndu báran ber bátinn litla í fangi sér, sem í fjarlægð siglir nú sólarlagsins gullnu brú. Seiðir vorsins sólarlag; saman tengir nótt og dag, dulúð sjávar, loft og land og lítinn dreng við fjörusand. Er í hverju andartaki eilíf dulin þrá, gyllir hafið heimsins ljós, hnígur aldan blá. (Hákon Aðalsteinsson.) Pétur Bjarnason. HREIÐAR BJARNASON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.