Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 59 DAGBÓK Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Glæsilegt úrval minkapelsa Áttu gamlan pels - langar þig í nýjan? Komdu með þann gamla og við tökum hann upp í nýjan. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Hinn 8.maí nk. verður átt- ræður Garðar Sigurgeirs- son, Víkurgötu 11, Súðavík. Af því tilefni taka hann og kona hans, Ragnheiður Gísladóttir, á móti ættingj- um og vinum í Grunnskól- anum í Súðavík laugardag- inn 4. maí milli kl. 15 og 18. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 3. maí, er fimmtugur Aðalsteinn Gottskálksson, Norðurtúni 19, Bessastaðahreppi. Kona hans er Fríða Björk Gunn- arsdóttir. Þau hjónin taka á móti vinum og ættingjum í dag í hátíðarsal Íþróttamið- stöðvar Bessastaðahrepps kl. 19–22. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert gefinn fyrir útiveru og nýtur þín best úti í nátt- úrunni. Sjálfsstjórn þín vek- ur aðdáun annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini svo leggðu þig fram um að halda þeim. Sýndu fyrirhyggju í fjármál- um því óvæntir atburðir geta gerst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gerir rétt í því að ræða hugmyndir þínar við félaga þinn því sameiginlega eigið þið auðvelt með að hrinda þeim í framkvæmd og getið haft hag af þeim. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Taktu mark á ráðleggingum þeirra sem láta sér annt um þig, en mundu að þú verður fyrst og fremst að gera hlut- ina upp við sjálfan þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert ekki nógu harður í samskiptum við aðra og þyrftir að taka þig á og vera fastari fyrir. Taktu ekki öllu sem sjálfsögðum hlut. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ýmsir möguleikar eru í stöð- unni svo þú skalt ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur kynnt þér alla möguleika. Eitthvað gæti komið þér á óvart. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum og miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Hlúðu líka að sjálfum þér og gefðu þér tíma til að leita að innri friði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnast öll spjót standa á þér þannig að þú hafir lítið svigrúm. Reyndu að skipu- leggja tíma þinn þannig að þú getir sinnt sjálfum þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu það vera að flýta þér um of því það býður þeirri hættu heim að þú skilar ekki þínu besta. Með yfirvegun vinnur þú best Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gerðu sjálfum þér eitthvað gott í dag því það er fyrir öllu að þú sért ánægður með sjálf- an þig. Að öðrum kosti getur allt farið úrskeiðis. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir lent í því að hæfni þín sé dregin í efa. Láttu sem ekkert sé því þú munt upp- skera laun erfiðis þíns. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að hafa frumkvæði að því að grafast fyrir um or- sakir afskiptasemi vinnu- félaga þíns. Þótt aðstæður séu snúnar ættirðu að reyna að sýna aðgát í nærveru sál- ar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér gætu boðist nýir mögu- leikar sem þú ert ekki viss um hvernig þú getur notfært þér. Gefðu þér tíma til að velta því fyrir þér því ekkert liggur á. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ERINDI Í NJÁLU UM GUNNAR Á HLÍÐARENDA Engr var sólar slöngvir sandheims á Íslandi (hróðr er) af heiðnum lýðum (hægr) Gunnari frægri. Njörðr nam hjálma hríðar hlífrunna tvá lífi, sár gaf stála stýrir stórum tólf ok fjórum. Þormóður prestur Ólafsson 1. c4 Rf6 2. Rc3 b6 3. d4 Bb7 4. d5 e6 5. a3 Bd6 6. Rf3 O-O 7. e4 exd5 8. exd5 He8+ 9. Be2 c5 10. O-O Bf8 11. Bd3 d6 12. Bg5 Rbd7 13. Bc2 h6 14. Bh4 a6 15. a4 Dc7 16. Rd2 g6 17. f4 Bg7 18. Df3 b5 19. axb5 axb5 20. Rxb5 Db6 21. Hxa8 Bxa8 22. Ba4 Da5 23. Rc3 Hb8 24. Bb5 Db4 25. Rde4 Rxe4 26. Rxe4 Staðan kom upp á meistara- móti Kúbu sem lauk fyrir skömmu. Neuris Delg- ado (2506) hafði svart gegn gamla brýninu Jes- us Nogueir- as (2521). 26 … Hxb5! 27. cxb5 Bxd5 28. He1 f5 29. Da3 Bd4+ 30. Kh1 Dxa3 31. bxa3 Bxe4 32. Be7 d5 33. a4 Bc3 34. Hc1 d4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 3. maí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Elín Sigurðardóttir ljósmóðir og Sigurður Ágústsson flugvallarvörður, Laufásvegi 14, Stykkishólmi. Þau eru að heiman í dag. Með morgunkaffinu Mamma var- aði mig við piltum eins og þér, Steini, en ég hélt að hún væri að grínast! MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfang- ið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HINDRUNARSAGNIR bera nafn með rentu. Nán- ast undantekningarlaust tekst að hindra einhvern við borðið og makker er þar síður en svo undan- skilinn. Lesandinn ætti fyrst að líta á spil suðurs í einangrun og reyna að finna viturlegt framhald eftir opnun norðurs á þremur laufum. Spilið er frá úrslitum Íslandsmóts- ins í tvímenningi: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ – ♥ 7653 ♦ 986 ♣ÁDG642 Vestur Austur ♠ 76432 ♠ DG10 ♥ ÁD108 ♥ G42 ♦ 54 ♦ DG732 ♣95 ♣87 Suður ♠ ÁK985 ♥ K9 ♦ ÁK10 ♣K103 Suður á falleg spil – 20 punkta í ásum og kóngum og það þarf lítið annað en ásinn sjöunda í laufi hjá makker til að gera slemmu góða. Hins vegar er gosinn sjötti tæplega nóg, en sumir hika ekki við að opna á þremur með slík spil í fyrstu hendi utan hættu. Á einu borði vissi suður ekki sitt rjúkandi ráð, en ákvað þó að spyrja um ása með fjórum gröndum. Áætlunin var þá að passa fimm lauf ef makker var áslaus, en fara ella í slemmu: Vestur Norður Austur Suður – 3 lauf Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 grönd Pass Pass Pass Suður sagði sex grönd frekar en sex lauf af tveim- ur ástæðum: Hann vildi vernda hjartakónginn fyr- ir útspili og svo var þetta tvímenningur. Það var gæfuleg ákvörðun. Vestur lagði af stað með hjartaás- inn (tvímenningsóttinn við slagaþjófnað) og spilaði svo laufi. Sagnhafi á nú ellefu slagi og gerir best í því að tvísvína fyrir DG í tígli til að ná í þann tólfta. Það heppnast, en suður ákvað að fara aðra leið. Hann tók slaginn heima, svo hjarta- kóng og laufin öll. Vonin var sú helst að vörnin henti vitlaust af sér, en í reynd þvingaðist austur í spaða og tígli og munaði þar mikið um spaðaNÍU suðurs. Tólf slagir og 36 stig af 38 mögulegum, en þrír sagnhafar sögðu og unnu sex grönd. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.