Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 35 KIRKJA verður vígð áTálknafirði næstkom-andi sunnudag og hefurhún aðeins verið tvö ár í smíðum. Sóknin heitir Stóra Laug- ardalssókn eftir kirkjunni í Stóra Laugardal sem er nokkurn spöl ut- an við bæinn og þjónað hefur Tálkn- firðingum frá árinu 1907 til þessa dags en í byrjun var sú kirkja í miðju byggðarlaginu. „Það verður algjör bylting í allri starfsaðstöðu fyrir söfnuð og prest að fá kirkjuna í plássið,“ segir Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Tálknfirðinga, í samtali við Morg- unblaðið. „Kirkjan í Stóra Laugar- dal býður ekki upp á neina aðstöðu fyrir safnaðarstarf þar sem hún er of lítil og of langt frá þorpinu og því var ákveðið að ráðast í að byggja nýja kirkju hér.“ Fyrst rætt fyrir allmörgum árum Ásamt Sveini upplýstu þeir Sig- urður Árni Magnússon bygginga- meistari og Finnur Pétursson, sem báðir sitja í sóknarnefnd, um gang mála í spjalli við blaðamann. Fyrir allmörgum árum voru settar fram tillögur að kirkjubyggingu sem þótti bæði of stór og of dýr og varð því ekki af framkvæmdum þá. Síðla árs 1998 var svo ákveðið að hefjast handa og setti sóknarnefnd- in fram hugmyndir um stærð og til- högun. Sveinn Lyngmó, tæknifræð- ingur hjá Tækniþjónustu Vestfjarða á Ísafirði, var fenginn til að útfæra hugmyndir sóknarnefndarinnar. Fékk hann síðan til liðs við sig El- ísabetu Gunnarsdóttur arkitekt og voru teikningar þeirra samþykktar hjá sóknarnefnd í nóvember 1998. Kirkjan stendur á svonefndum Þinghól og segja þeir þremenningar að aldrei hafi verið ágreiningur um staðarvalið. Þinghóll er utarlega í þorpinu, aðeins skólinn og íþrótta- mannvirki sveitarfélagsins og nokk- ur hús eru nokkru utar við fjörðinn. Kirkjan blasir við frá nánast öllum húsum í plássinu. Altari úr stuðlabergi Nýja kirkjan er timburkirkja og borin uppi af steyptum súlum og límtrésbitum. Að utan er kirkjan klædd furu en að innan með gifs- plötum. Á hluta kirkjugólfsins eru flísar úr grágrýti og altarisborðið, skírnarfontur og prédikunarstóll er sömuleiðis úr grágrýti, stuðlabergi, sem Hreinn Friðfinnsson myndlist- armaður hannaði. Þá hefur Jón Sig- urpálsson verið fenginn til að hanna klukknaport en ekki er afráðið hve- nær það verður sett upp. Aðrir sem koma við sögu kirkjubyggingarinn- ar fyrir utan Sigurð byggingameist- ara eru Trésmiðjan Eik, Karl Þór Þórisson rafvirkjameistari og Skandi ehf. sá um járnsmíði og pípulagnir. Um hönnun og frágang lóðar hefur séð Rakel Jónsdóttir, garðyrkjustjóri Tálknafjarðar. Kirkjan er um 220 fermetrar að stærð og geta setið milli 120 og 130 manns í aðalsal hennar. Með söng- loftinu og þegar opið er í aðliggjandi fundarherbergi getur hún tekið 240-250 manns í sæti. Fundarsal- urinn sem minnst var á segir sókn- arpresturinn að verði notaður fyrir ýmsa fundi, barnastarf og ferming- arfræðslu og þar er einnig skrif- stofa sóknarprests. Segir Sveinn það ekki síst mikinn létti að geta flutt starfsaðstöðu sína í kirkjuna frá heimilinu þar sem plássið er meira og betra að taka á móti fólki sem við ræða við prestinn. Ekki íþyngjandi kostnaður Byggingarkostnaður var áætlað- ur um 40 milljónir króna og segja þeir þremenningar það hafa staðist í megin dráttum. Heildarkostnaður með frágangi lóðar og klukknaporti og öðru sem ekki er enn vitað hve- nær verður ráðist í, verður á bilinu 55 til 60 milljónir króna. Framlag að upphæð 16,5 milljónir króna fékkst frá jöfnunarsjóði sókna sem verður greitt á nokkrum árum en að öðru leyti eru framkvæmdir fjármagnað- ar með byggingasjóði sóknarnefnd- ar, framlagi sveitarfélagsins og fjöl- margir einstaklingar og fyrirtæki hafa einnig lagt fé til kirkjunnar. Þeir Sigurður og Finnur telja þenn- an kostnað ekki svo íþyngjandi fyrir söfnuðinn og segja heildarskuld nú við lok framkvæmda vera rúmar 40 milljónir króna. Þeir benda á að eðlilegt sé að reikna nokkuð langan fjármögnunartíma fyrir kirkju- byggingu, kannski tvo til fjóra ára- tugi, og segja að þannig verði fjár- mögnunin viðráðanleg. Í dag leggja nokkur fyrirtæki og einstaklingar reglulega fram 40 þúsund krónur á mánuði og segja þeir það standa undir hluta fjármagnskostnaðar. Kirkjan er fullbúin nema hvað nokkuð vantar af kirkjumunum. Verða í fyrstunni notaðir munir úr Stóra Laugardalskirkju og orgel verður einnig sótt þangað. Vígsluathöfn hefst kl. 14 á sunnudag Vígslan á sunnudag hefst klukkan 14 og annast hana biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Viðstaddir verða nokkrir af fyrrverandi prest- um Tálknfirðinga, aðrir prestar í prófastsdæminu, prófastur og búast má við að heimamenn fjölmenni. Kirkjukórar Tálknfirðinga og Bíld- dælinga sameina kraftana við vígsl- una undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, skólastjóra Tón- listarskólans en organisti er Marion Worthman. Þá lána Bílddælingar einnig kirkjuklukku til athafnarinn- ar. „Okkur finnst hafa myndast mikil samkennd og það skiptir bæjarfélag eins og okkar miklu máli að hafa prestsembætti hér. Íbúar vilja leggja sitt að mörkum og hafa líka sýnt það með stuðningi sínum,“ seg- ir Finnur Pétursson og mælir þar fyrir hönd þremenninganna sem taka undir með honum að mikil samstaða sé meðal íbúa um kirkju- bygginguna. Tálknfirðingar fá nýja kirkju næstkomandi sunnudag Byggt á hugmyndum sóknarnefndarinnar Forráðamenn kirkju- byggingarinnar á Tálknafirði segja mikla samstöðu meðal íbúa um verkið. Margir ein- staklingar og mörg fyr- irtæki hafa lagt fram fjármagn. Jóhannes Tómasson hleraði hjá þeim byggingar- söguna. Morgunblaðið/jt Sr. Sveinn Valgeirsson (lengst til vinstri), Sigurður Árni Magnússon og Finnur Pétursson. joto@mbl.is mt lífeyr- falli af 85,7% í áherslu hlutfallið borgar- óna. Við illjarðar peninga- ur hefði úkrahúsi u á eigin Samtals ráðstöf- Fóru 6,5 30 millj- alána og í lang- na sölu á rætó bs. fjárfest- umfram æsa var .372 til tta- og skóla og Þá fóru Áætlun garstjóri efði þar i tókust verndar- af sölu 00 millj- u eigna- umtals- t.d. við nir og á khúsinu Skuldir hækkuðu um 7,7 milljarða Skuldir fyrirtækja borgarinnar og borgarsjóðs hækkuðu um 7,7 milljarða á árinu og voru í árslok 46,6 milljarðar. Segir borgarstjóri að rekja megi 3,3 milljarða til geng- is- og verðbreytinga og 1,1 milljarð- ur er rakinn til lántöku Félagsbú- staða hf. til kaupa á félagslegum íbúðum. Þá sagði hún að af 6,3 millj- arða króna skuldaaukningu Orku- veitu Reykjavíkur væru tveir millj- arðar vegna gengismunar. Í síðari hluta ræðu sinnar ræddi borgarstjóri þá pólitísku umræðu sem fram hefur farið um fjármála Reykjavíkurborgar í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Vitn- aði hún til úttektar á fjárhagsstöðu borgarinnar þegar Reykjavíkurlist- inn tók við árið 1994 og sagði þar hafa m.a. komið fram að heildar- skuldir borgarinnar hefðu aukist úr 45% af skatttekjum í árslok 1990 í 104,5% 1994. Gert hefði verið ráð fyrir 2,5 milljarða króna halla á borgarsjóði 1994 og að skuldir yrðu þá 12 milljarðar í lok ársins. Sagði Ingibjörg Sólrún að það hefði ekki verið áhlaupaverk að taka við stjórnartaumunum og erfiðast hefði verið að ekki skyldi hafa verið til stefnumörkun eða sýn til lengri tíma. Þannig hefði ekki verið sinnt lögboðinni skyldu um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Reykjavíkurlistinn hefði því ákveð- ið að taka upp ný vinnubrögð, tekið upp rammafjárhagsáætlun og fært vald frá Ráðhúsinu til fagnefnda málaflokkanna, þeim úthlutað fjár- heimildum og mörkuð stefna. Borg- arstjóri sagðist þess fullviss að það framfaraskeið sem Reykjavíkur- borg hefði notið undir forystu Reykjavíkurlistans ætti sér vart hliðstæðu í sögu borgarinnar. „Aldrei fyrr hefur stefnumörkun verið jafnmarkviss, stjórnun jafn- heildstæð og fjárhagslegur ávinn- ingur jafnáþreifanlegur,“ sagði hún og nefndi að góður grunnur hefði verið lagður í málefnum leikskóla og grunnskóla. Sjálfvirk útgjaldaþensla stöðvuð „Það er ótrúlegt að sjálfstæðis- menn sem hvorki höfðu yfirsýn yfir fjármál borgarinnar né áætlanir til lengri tíma en líðandi dags, þegar þeir héldu um stjórnartaumana leyfi sér að gagnrýna Reykjavíkur- listann með þeim hætti sem þeir gera. Þeir gátu stjórnað meðan Reykjavíkurborg naut skatttekna langt umfram öll önnur sveitarfélög í landinu vegna aðstöðugjaldsins. Þegar sá skattstofn lagðist af hrundi spilaborgin eins og aðkoman að borginni 1994 staðfesti svo illi- lega.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lokin að sjálfvirk útgjalda- þensla hefði verið stöðvuð, rekstr- arútgjöld tækju til sín um 80% skatttekna. Þá væru eftir 4–5 millj- arðar á ári til fjárfestinga eða greiðslu skulda. víkurborgar 2001 fór fram í gær                                                       aukn- aukn- hefði agði notað ttu g því að m. Er ikefli dir, agði a t að - hafa væri . ning- hefði borg- nst á gið eykja- Sagði ð a að þess væri vissu ru við ri ekki ætti ljós jár- arði til veltu- fjárstaða borgarsjóðs hefði lækkað úr 3,9 milljörðum króna í 900 milljónir. Breytingin á þeim þætti sem ætti að standa svo vel að mati borgarstjóra væri þriggja milljarða króna lækkun. Áætlanagerð þessa árs kollvarpað Borgarfulltrúinn sagði árs- reikninginn kollvarpa allri áætl- anagerð þessa árs. Hreinar skuldir hefðu verið áætlaðar 33 milljarðar en raunin yrði trúlega mun nær 38 milljörðum, hér væri ekki talað um heild- arskuldir heldur hreinar skuldir. Ef litið væri á heildarskuldir hefðu þær verið í lok síðasta árs 66 milljarðar króna með lífeyr- isskuldbindingum. Skoraði hún á borgarstjóra að nota tækifærið milli umræðna og kynna sér bet- ur stöðu mála í dag og verja ekki minna rými í það að fjalla um stöðu Reykjavíkurborgar í dag eins og hún gerði þegar hún tók við. Líta yrði á aðstæður skulda- söfnunar fyrir 1994 þegar at- vinna hefði dregist mjög saman í landinu og skatttekjur sömuleið- is. Borgaryfirvöld hefðu tekið þá ákvörðun að taka lán til að halda uppi atvinnu. Með því hefði verið spornað við fyrirsjáanlegu at- vinnuleysi og þetta hefðu ábyrg borgaryfirvöldd gert. Inga Jóna sagði ljóst að árs- reikningurinn væri mikill áfell- isdómur yfir fjármálastjórn Reykjavíkurlistans og Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra. Það blasti við á hverri síðu. Fjárhagsstaðan versnaði sí- fellt og Reykjavíkurlistinn með borgarstjórann í broddi fylkingar væri búinn að missa tökin á fjár- málastjórn. Um það vitnaði árs- reikningurinn. k-    !"#$ %% & !'' $( $()!    !*()! + ,  & ( $()!(     ( $ - $! "#$# &()#        ! ./ 0  0  0       , + .             $(#   !*"*$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.