Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 23 ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ. Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 22. maí, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 22. maí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 22. maí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 22. maí í 1 eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 22. maí frá 39.865Á TUTTUGU árum voru tæplega 50 fiski- skip, þar af sex skut- togarar, smíðuð í skipa- smíðastöðinni Stálvík í Garðabæ. Þegar mest var störfuðu um 220 manns hjá fyrirtækinu og eitt árið, 1971, var fimm 105 tonna bátum hleypt af stokkunum. Rekstrinum lauk árið 1990 þegar fyrirtækið var tekið til gjaldþrota- skipta og húsnæði stöðvarinnar hefur lengi staðið autt. Nú er verið að rífa bygging- arnar til að rýma fyrir íbúðabyggð. Stálvík tók til starfa í ársbyrjun 1963 og fyrsta árið voru tveir bátar smíðaðir fyrir Olíufélag Íslands og Skeljung. Bátarnir eru enn í notkun og hafa reynst vel, eins og flest önn- ur Stálvíkurskip, að sögn Jóns Sveinssonar, eins af stofnendum Stálvíkur og framkvæmdastjóra lengst af. Ánægðastur með skuttogarann Ottó N. Þorláksson Af öllum þeim skipum sem smíð- uð voru í Stálvík er Jón sérstaklega ánægður með skuttogarann Ottó N. Þorláksson sem var smíðaður fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur árið 1981. Í samstarfi við Sigurð Ingvars- son, tæknifræðing í Svíþjóð, þróaði Stálvík togarann frá grunni. „Ottó er mjög merkilegur að ýmsu leyti. Þegar hann var smíðaður fyrir BÚR voru þeir með togara eins og Bjarna Benediktsson og Snorra Sturluson sem notuðu um 10.000 lítra af olíu á sólarhring. Ottó notaði aðeins um 5.400 lítra en veiddi allt að tvöfalt meira á tímabili,“ segir Jón. Munurinn lá að mestu í nýrri hönnun á skrúfubúnaði og skrokk skipsins. Skrúfan var mun stærri og hæggengari en gerðist og stefnið miklu breiðara en á öðrum skipum á þessum tíma. „Þessi hönnun reynd- ist svo vel að þegar líkan af skipinu var prófað í skipatanki í Danmörku trúðu mælingarmennirnir varla nið- urstöðunum. Mælingin sýndi að mótstaðan var 39% minni en á öðr- um líkönum sem þeir höfðu prófað. Um þetta var meðal annars skrifað í dönsk og þýsk tæknitímarit.“ Gekk vel fram til 1983 Jón segir að reksturinn hafi gengið vel fram til 1983 þegar sjáv- arútvegsráðherra hafi ákveðið að þau skip sem væru í smíðum fengju ekki leyfi til fiskveiða. Sú ákvörðun hafi verið tekin í ljósi svartrar skýrslu Haf- rannsóknastofnunnar sem kom út það ár. Þegar bannið var lagt á hafi Stálvík verið með átta samninga um skipasmíði og eitt skip í smíðum. „Það vill enginn útgerðar- maður kaupa skip sem ekki má veiða fisk,“ segir Jón en öll- um þessum samning- um var rift í kjölfarið. Jón segir alveg ljóst að ráðherrabannið hafi valdið þáttaskil- um í rekstri fyrirtækisins. Þegar banninu var aflétt 3½ ári síðar hafi íslensku skipasmíðastöðvarnar verið komnar að fótum fram. Á næstu ár- um hafi íslenskir útgerðarmenn síð- an gert samninga um smíði rúmlega 50 nýrra skipa en öll voru þau smíð- uð í erlendum skipasmíðastöðvum. Nýlega fékk Jón fréttir af því að Kanadamaður sem hafði gert samn- ing um að kaupa sex togara eins og Ottó N. Þorláksson hafi hætt við kaupin eftir að hann kom í heim- sókn í Stálvík og sá raðsmíðaskip sem ekkert hafði verið unnið við lengi vegna ráðherrabannsins. Kan- adamaðurinn dró þá ályktun af þessu að Stálvík gæti hreinlega ekki smíðað skip og rifti samningnum. Upp frá þessu gekk rekstur Stál- víkur brösulega og árið 1990 var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Jón segir alveg ljóst að hefði ráð- herra ekki lagt á þetta bann hefði fyrirtækið og skipasmíðaiðnaðurinn hér á landi náð að dafna, en hafi þess í stað lent í miklum erfiðleik- um. Mikilvægi skipaiðnaðarins megi lesa út úr því að fjórði hver fiskur sem dreginn er úr sjó fari í að borga fyrir fiskiskipið, skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands. „Það getur varla verið þjóðhagslega hagkvæmt að þessi peningur fari allur til út- landa,“ segir Jón. Morgunblaðið/RAX Ekki verða fleiri skip smíðuð í þessari skipasmíðastöð. Enginn vill kaupa skip sem mega ekki veiða Jón Sveinsson Verið er að rífa byggingar Stálvíkur í Garðabæ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.