Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG á vinkonu hér íBerkeley sem er íþessum töluðu orð-um að leggja loka- hönd á doktorsritgerð sína og stefnir að útskrift nú í lok maí. Eins og nærri má geta er hún himinlifandi, rúmlega tíu ára háskólanám loksins að baki og framtíðin blasir við. Þessi vinkona mín er 36 ára gömul en virðist hins vegar mun yngri (sem virðist reyndar raunin með marga sem hafa ílengst í há- skólanámi), hún er einhleyp og almennt séð mjög ánægð með lífið. Móðir hennar hefur hins vegar miklar áhyggjur af henni og þá einkum hjú- skaparstöðu hennar. Hún er logandi hrædd um að dóttir hennar eigi aldrei eftir að ganga út, hvað þá þegar hún er orðin svona menntuð, og að barneignir hennar séu sí- fellt að verða fjarlægari draumur. En vinkona mín leyfir móður sinni ekki að fara í taugarnar á sér og hefur passlegan húmor fyrir henni. Lýsir því hlæjandi að mamman sé að útbúa út- skriftarveislu aldarinnar þar sem ekkert verði til sparað; öllum vinum og ættingjum boðið, matur, vín, hljómsveit og allt hvaðeina ,,af því að hún er búin að gefa upp alla von um að fá að halda fyrir mig brúðkaupsveislu!“ Mér barst í gær boðskort í veisl- una þar sem foreldrarnir bjóða til veislu og samlíking við brúðkaupsboðskort á við að öllu öðru leyti. Það nýj- asta er svo að móðirin vill kaupa handa dóttur sinni sérstaka útskriftarskikkju sem háskólinn selur og kost- ar hátt í þúsund dollara (sem svarar næstum hundr- að þúsund krónum), ,,af því að hún heldur að hún eigi aldrei eftir að kaupa á mig brúðarkjól,“ segir vinkonan hlæjandi og ítrekar að hún ætli að njóta þess rækilega að fá svona fína veislu og skemmta sér konunglega. Samkvæmt þeim ungu konum sem ég þekki hér í Bandaríkjunum er það að ,,ganga út“ mikið áhyggju- efni mæðra og stór- fjölskyldu þeirra sem eiga í hlut. Vissulega eru slíkar áhyggjur ekki bundnar við Bandaríkin en þetta er samt einhvernveginn öðruvísi hér. Hér er viðhorfið að mínu mati forneskjulegra með til- liti til stöðu kynjanna, en heima á Íslandi. Menntaðar konur hér eignast börn yf- irleitt seint, ef þær þá eign- ast þau yfir höfuð. Það er fáheyrt að konur hér eignist börn í námi, enda býður kerfið hér hreinlega ekki upp á það. Þegar ég segi fólki hér frá því að á Íslandi sé einmitt mjög sniðugt að eignast börn á meðan á námi stend- ur gapir það af undrun. Þegar ég segi frá því að ég (27) sé orðin nokkuð gömul í hópi barnlausra kvenna á Íslandi og að litla systir mín (25) eigi son sem er að verða eins árs, en þyki samt ekkert sérstaklega ung móð- ir og sé í þessum töluðu orð- um að skrifa BA-ritgerðina sína, þá missir það hökuna niður á bringu. Þegar ég út- skýri hvernig barneignir, nám og vinna fari bara ágætlega saman á Íslandi og að fólki takist í flestum til- fellum að samtvinna þetta á hinn farsælasta hátt, án þess að það setji verulegt strik í náms- eða starfs- frama föður eða móður, tel- ur fólk að ég sé hreinlega að grínast, slík útópía geti ekki verið til. Hér er það nefnilega svo að fæðingarorlof er tvær til sex vikur og þá aðeins fyrir móður. Það er illa séð að konur taki sér lengra (launalaust) leyfi til að eyða meiri tíma með hvítvoð- ungum sínum, slíkt þykir benda til metnaðarleysis í starfi og sömuleiðis ef feður gera slíkt. Þannig verða konur sem vilja standa jafn- fætis körlum á vinnumark- aði hreinlega að taka ákvörðun um að eignast ekki börn, nema að þær séu það ríkar að þær hafi efni á barnfóstru sem býr heima hjá þeim. Tímaritið Time sagði um daginn frá nýjum rannsóknum sem sýna að staða kynjanna í Bandaríkj- unum sé ekki komin lengra í átt til jafnréttis en svo að konur neyðast í sumum til- fellum hreinlega til að velja milli frama og barneigna. Þetta tvennt fari einfaldlega ekki saman. Þar kemur bæði til sá tími sem frama- konur neyðast til að eyða í vinnunni ætli þær að ná ár- angri og sá tími sem fer í það sinna börnum sem kom- in eru á skólaaldur, en hér þurfa foreldrar gjarnan að keyra börn og sækja í skól- ann, tónlistartíma, íþrótta- æfingar, danstíma osfrv., ásamt því sem ætlast er til þess að börn fái mjög mikla aðstoð heima fyrir við heimanám og verkefnavinnu. Kom einnig fram að fjöldi kvenna ákveður að vinna til tæplega fertugs, en setjast þá í helgan stein og eignast börn. Í kjölfar úttektar Time tók fréttaskýring- arþátturinn 60 minutes svo á þeim ranghugmyndum sem vel menntaðar konur hér í landi munu haldnar varðandi það hvernig börnin verða til. Þær halda víst margar að hægt sé að skipu- leggja barneignir eins og hvert annað verkefni, verða furðu lostnar þegar þeim er sagt að það sé fullkomlega eðlilegt að það taki nokkra mánuði, jafnvel eitt, tvö ár að verða barnshafandi. Eins haldi margar konur að hægt sé að eignast börn framyfir fimmtugt, samanber fréttir af einstökum tilraunum með glasafrjóvganir. Svo vikið sé aftur að af- skiptasemi varðandi það að ganga út, þá fékk áðurnefnd vinkona mín umræddan 60 minutes þátt sendan á víd- eóspólu. Það var þó ekki maníska mamman eins og nærri hefði mátt geta, held- ur fyrrverandi kærasti hennar (sem nota bene er enn afar skotin í henni). Hún brosir að öllu saman, þau eru góðir vinir og hon- um er að sjálfsögðu boðið í veisluna miklu. En, hún er búin að harðbanna mömmu sinni að kaupa handa honum smóking fyrir tilefnið. Birna Anna á sunnudegi Barneignir og metnaður Morgunblaðið/Ásdís L JÓÐABÆKUR verða oft hornrekur í íslenskri fjöl- miðlaumræðu, sérstaklega gildir þetta um ljósvakamiðla og verður æ meira áberandi. Skáldsögur og aftur skáldsög- ur í útvarpi og sjónvarpi, en kynning ljóðabóka af skornum skammti. Engu líkara en mjög prósaískt fólk sitji við stjórnvölinn. Þótt ljóðabækur seljist ekki vel á Íslandi bendir margt til þess að ljóð séu lesin, að minnsta kosti útlán bókasafna. Öðru hverju berast tíðindi hingað um vin- sældir ljóða. Má í því tilviki benda á viðtal við pólska skáldið og útgefandann Ryszard Krynicki (sjá Lyrikvännen 2/02). Minna má á að nokkur ljóða Krynickis hafa verið þýdd á íslensku og fyrir mörgum árum birtist spjall við hann hér í blaðinu. Krynicki rekur ljóðaútgáfu ásamt Krystyna, konu sinni, í Kraków og kringum þau og í borginni er mikið líf. Í Kraków búa til að mynda tvö pólsk stórskáld, Nób- elsverðlaunahöfundarnir Wislawa Szymb- orska og Czeslaw Milosz. Þekktasti gagnrýnandi Pólverja, Jan Blonski, hefur fullyrt að pólskar nútímabók- menntir einkennist af vægi ljóðlistar. Sagt er að þegar Frakkar gefi út árlega 300 skáldsögur og 30 ljóðabækur gerist hið gagnstæða í Póllandi. Sú hugmynd er ekki dauð í Póllandi aðskáldið sé samviska þjóðarinnar, envar algengari á tímum kúgunar ogófrelsis. Markaðshyggja tók völdin á tíunda ára- tugnum, ríkisstyrkir hurfu að mestu. Mörg lítil forlög urðu til, einkum forlög rithöf- unda sem gáfu út sínar eigin bækur. Það gilti ekki um þau Ryszard og Krystyna Kri- nicki og forlag þeirra A5. Krystyna bendir á að flestir Pólverjar hafi sóst eftir „hinu forboðna“ hneykslis- og kynlífsbókum. Þau hjón stofnuðu aftur á móti ljóðaforlag og nutu láns frá Nataliu, dóttur þeirra sem nam hebresku og jiddish í Frankfurt: „Við byrjuðum á fáeinum mik- ilvægum ljóðabókum. En Ryszard vildi ekki gefa út eigin bækur á forlaginu, aftur á móti gjarnan bækur eftir vini, skáld eins og Stanislaw Baranczak, Leszek Moczulski, Ewa Lipska eða Adam Zagajewski. Smám saman gáfum við einnig út verk yngri skálda, eins og rokksöngvaranna Marcin Swietlicki og Piotr Sommer. Að forlagið skuli hafa haldið lífi svo lengi vekur stundum furðu okkar sjálfra.“ Miklu máli skipti fyrir A5 að Wislava Szymborska fékk Nóbelsverðlaunin 1996. A5 var þá forlag hennar og þetta skipti fjáhaginn máli. Fyrir nóbelsverðlaun komu bækur hennar út í 15.00 eintökum, eftir verðlaunin í rúmlega 100.000. Og næsta bók hennar var prentuð í 140.000 eintök- um. Jafnvel bækur eftir Zbign- iew Herbert hafa verið gefnar út í 100.000 eintökum hjá A5 og telst hann ekki meðal auð- veldra skálda. A5 reiknast meðal söluhæstu forlaga Pól- lands eða í þriðju röð. Það hóf starfsemi sína með skrifstofu í háhýsi í úthverfi Poznan og lítill Fíat var eina flutnings- tækið. Joanna Helander skrifar í Lyrikvännen að þrátt fyrir marga sigra, m.a. bókmennta- verðlaunin Nike og fleiri bæk- ur í stórum upplögum, ein þeirra hefur selst í 67.000 ein- tökum enda orðið skyldulesn- ing í skólum, seljast flestar bækur A5 í 400–500 eintökum. Margar bókanna fá útgáfu- styrki. Hinn bjartsýni útgefandi Krynicki sem er tíður gestur á bókastefnum (ég hef hitt hann í Gautaborg og oft séð hann í Frankfurt) hefur þetta að segja: „Ekkert hefur verið fundið upp betra en bókin. Ég á bók- um mikið að þakka og þess vegna reyni ég að bjarga þeim og vernda. Jafnvel rithöfundar sem styðjast við Netið enda fyrr eða síðar hjá bókaforlagi. Maður getur efast um mátt orðsins en ljóð er eins konar játning sem beint er að ókunnri manneskju, tilraun til að rjúfa einsemdina. Paul Celan sem ég hef þýtt lengi sagði einu sinni að ljóð væri líkt og bréf í flösku sem fleygt er í hafið. Við yrkjum í þeirri von að ljóðið nái til einhvers en hættan er sú að það gerist aldrei. Eða til að orða það á ann- an hátt, ljóð er mér opið bréf sem ég þyrði aldrei að senda öðrum í pósti.“ Krynicki hóf rithöfundarferil sinn hjáopinberu forlagi 1962, en flestarbækur hans voru gefnar út neð-anjarðar eða hjá útlagaforlögum á áttunda og níunda áratugnum. Þær komu út í heftum í takmörkuðu upplagi. Engu að síður urðu þær vinsælar. Þær urðu uppá- hald stjórnarandstæðinga. Sagt er að fang- ar hafi kunnað ljóð skáldsins og rist þau á fangelsisveggi. Það hefur einkennt Krynicki að hann hefur ekki verið afkastamikill, seg- ir að ekki sé nauðsynlegt að gefa út árlega til að vera þekktur. Í staðinn hefur hann þýtt mikið og hefur hlotið þýsku Friedrich Gundolf-verðlaunin fyrir þýðingar á þýskum ljóðum. Fyrir 1989 birtust þessar þýðingar flestar í leynilegum útgáfum því að höfundarnir voru sumir á bannlista, meira að segja var ekki unnt að gefa út opinberlega þýðingar hans á Bertolt Brecht vegna þess að nafn þýðandans var stjórnvöldum ekki þókn- anlegt. Það hefur annars einkennt Krynicki að standa ekki í deilum við stjórnvöld, hvorki þau sem áður ríktu né þau sem nú sitja. Hjá Krynicki finna menn í senn varfærni og hugrekki. Skáldskapurinn hefur verið bar- áttutæki hans. Forlag Krynickis, A5, hefur gengist fyr-ir leiksýningum, fyrst í Poznan en nú íKraków. Í sýningunum hefur frá upp-hafi verið hægt að koma ýmsu á fram- færi sem sloppið hefur við ritskoðun. Á tímum kommúnistastjórnarinnar orti Krynicki eitt þeirra ljóða sinna sem margir dá. Boðskapurinn er tímabær en líka sígild- ur. Hið góða er varnarlaust nefnist ljóðið: Hið góða er varnarlaust en ekki án styrkleika Hið góða þarfnast ekki styrkleika hið góða er sjálfur styrkleikinn Hið góða þarf ekki að sigra: hið góða er ódauðlegt Ljóðabækur í risaupplögum Pólski Nóbelsverðlaunahöfundurinn Wislawa Szymborska. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is PAP-CAF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.