Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Í kvöld kl 20 ATH: Síðustu sýningar í vor COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart Óperustúdíó Austurlands Stjórnandi Keith Reed Lau 15. júní kl 20 - Frumsýning í Rvík Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning JÓN GNARR Í kvöld kl 20 - SÍÐASTA SINN Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard Stóra svið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is 3. hæðin                                 Í HLAÐVARPANUM Söngvaskáldið gengur laust Valgeir Skagfjörð leikur og syngur Í kvöld, fimmtudaginn 13. júní kl. 21.00                        " # $  %    &          '#    " #  (  " #  AKOGES-SALURINN, Sóltúni 3: Línudans í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:30. Dansstjórn og kennsla Jóhann Örn. Allir velkomnir.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur öll sunnudagskvöld kl. 20:00 til 23:30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi.  BREIÐIN, Akranesi: Á móti sól sunnudagskvöld.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Dj Finnur Jónsson föstudags- og sunnudagskvöld. Hljómsveit hússins laugardagskvöld.  CAFÉ 22: Dj Benni föstudags- kvöld. Dj Krummi úr Mínus laugar- dagskvöld. Dj Andrea Jónsdóttir á neðri hæðinni en Dj Björg á efri hæð- inni sunnudagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: Dj Fúsi leik- ur alla helgina  CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Danni Tjokkó spilar um helgina. Frítt inn.  CELTIC CROSS: Blúsþrjótarnir leika fjölbreyttan blús fimmtudags- kvöld.  CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða 17: Hljómsveitin Sín föstudagskvöld.  DILLON – BAR & CAFÉ: Stelp- urnar í Rokkslæðunni og Andrea Jóns halda uppi stuðinu föstudags- og laugardagskvöld kl. 23:00 til 03:00. Frítt inn.  DUBLINER: Spilafíklarnir föstu- dagskvöld.  FÉLAGSHEIMILIÐ KIRKJU- HVOLUR, Kirkjubæjarklaustri: Dansleikur með BSG sunnudags- kvöld kl. 23:00 til 03:00.  FÉLAGSHEIMILIÐ SUÐUREYRI: KK leikur fimmtudagskvöld.  GAMLI BAUKUR, Húsavík: Þeir félagar út Mannakornum Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson spila föstudagskvöld kl. 23:00 til 01:00.  GAUKUR Á STÖNG: Á móti sól föstudagskvöld. Í svörtum fötum föstudagskvöld.  H-BARINN AKRANESI: Diskó- rokktekið og plötusnúðurinn Skugga- Baldur föstudagskvöld.  HITT HÚSIÐ: Útgáfutónleikar með Forgarði helvítis og gestum. Tónleikarnir hefjast kl. 18, ekkert aldurstakmark, enginn aðgangseyrir.  HM KAFFI, Selfossi: Reykvíska rokksveitin Smack föstudagskvöld. Smack skipa þeir Jörgen Jörgensen, Ingvar Valgeirsson, Gísli Elíasson og Þorsteinn Bjarnason.  HREÐAVATNSSKÁLI: Stuð- bandalagið leikur sunnudagskvöld. 18 ára aldurstakmark.  HVERFISBARINN: Dj Big Foot föstudags- og sunnudagskvöld. 22 ára aldurstakmark.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveit Pét- urs Kristjánssonar föstudagskvöld. Hljómsveitin Sín sunnudagskvöld.  LOFTKASTALINN: Uppistands- sýningin El Prumpos Pissos föstu- dagskvöld. Grínararnir Sigurjón Kjartansson og Þorsteinn Guð- mundsson.  MIÐGARÐUR, Skagafirði: Í svört- um fötum sunnudagskvöld.  NIKKABAR, Hraunbergi 4: Mæðusöngvasveit Reykjavíkur skemmtir alla helgina.  O’BRIENS, Laugavegi 73: James Hickman fimmtudagskvöld. Mogadon föstudags- og laugardagskvöld. Dú- ettinn Cue og félagar sunnudags- kvöld. Mogadon mánudagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Karma föstudagskvöld. Hljóm- sveitin Buttercup sunnudagskvöld.  RÁIN, Reykjanesbæ: Hljómsveitin Hafrót föstudagskvöld.  SJALLINN, Akureyri: Milljóna- mæringarnir með þeim Bjarna Ara, Páli Óskari, Stefáni Hilmarz og Ragga Bjarna sunnudagskvöld.  SJALLINN, Ísafirði: Hljómsveitin Buttercup föstudagskvöld. 16 ára ald- urstakmark.  SPOTLIGHT: Leðurhátíð alla helgina. Dj Sesar í búrinu 20 ára ald- urstakmark. 500 krónur inn eftir mið- nætti.  TÓNABÆR: Þýska hljómsveitin Heaven Shall Burn leikur föstudags- kvöld. Andlát og Snafu hita upp.  VAGNINN, Flateyri. : KK leikur föstudagskvöld.  VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM: Stuðmenn sunnudagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveit Rúnars Júlíussonar skemmtir föstudags- og sunnudagskvöld.  VÍDALÍN VIÐ INGÓLFSTORG: Mólikúl fimmtudags- og föstudags- kvöld. Buff mánudagskvöld. Kemono, Ókind, Snurpopurnar og Stafrænn Hákon miðvikudagskvöld. FráAtilÖ HANN er glæstur á að líta, þessi fyrsti diskur rokkaranna í d.u.s.t.. Pakkningin á heimsmælikvarða og myndir af sveitarmeðlimum gefa til kynna að hér sé sjóuð, bandarísk gruggsveit á ferð fremur en íslensk sveit sem er að fylgja fyrsta af- kvæminu úr hlaði. Sama má segja um hljómgæði, þau eru skammlaus og rokka barasta vel. Spilamennskan er þá þokkalega af hendi leyst. En – og þetta er stórt en – það er leiðinlegt að það sem skiptir þó mestu, þ.e. innihaldið, nái ekki að hæfa því sem er talið upp hér á und- an. Lagasmíðar og nálgun við þær; það er söngur og hljóðfæranna hljóð- an, eru eins ófrumlegar og hugsast getur. Rokktáin mín, sem er bara nokkuð feit, fer aldrei nokkurn tíma á ið, þar sem maður hefur heyrt þetta allt saman áður. Og þá í flest- um tilfellum miklu betur gert að auki. Þegar þetta tvennt er tekið saman stendur eftir mynd af ungum og ástríðufullum strákum í rokkstjörnu- leik. Of mikil orka fer í að herma eftir hetjunum; of mikil áhersla á að líkja eftir erlendum fyrirmynd- um. Þetta viðhorf kann sjaldn- ast góðri lukku að stýra, og sannast það, því miður á d.u.s.t.. Tónlistin er blanda af ný- gruggi og nýþungarokki og minnir á miðlungsbönd eins og Seven Mary Three, Nickelback og Staind (púff!). Í meðförum d.u.s.t. er þessi pakki þó afar fráhrindandi. Lögin keimlík og rennslið leiðigjarnt þegar á líð- ur. Þunglamalegur heildar- hljómur, snauður af óvæntum krók- um eða þekkilegum, eftirminnilegum melódíum. Maður er búinn að fá yfrið nóg af ryki í áttunda lagi. Söngurinn er þá hvað veikasti hlekkurinn á plöt- unni, fremur máttlaus og ósannfær- andi er hann á að vera „tilfinninga- ríkur“. Vonandi geta d.u.s.t.-liðar nýtt reynsluna af þessu bernskubreki og búið til „eigin“ tónlist næst þegar að plötugerð kemur. Rykfallið rokk dust d.u.s.t. D.u.s.t., frumburður samnefndrar rokk- sveitar. Sveitina skipa Albert, Bæring, Magnús og Davíð. Tónlist og textar eftir Albert og Davíð. Hljóðblöndun og upp- tökustjórn var í höndum d.u.s.t.. Hljóm- jafnað af Bjarna Braga Kjartanssyni. Ryk D.u.s.t.-liðar fagna nýju plötunni sinni vel og innilega. Arnar Eggert Thoroddsen ÞAÐ JAFNAST ekkert á við gömlu góðu rómantíkina. Allavega er það skoðun kvikmyndagerðarmanna sem eru meðlimir í Bandarísku kvik- myndastofnuninni, American Film Institute. Á dögunum var gerð könn- un meðal þeirra á því hverjar væru rómantískustu kvikmyndir sög- unnar og sýndu niðurstöðurnar að þeir eru miklu gefnari fyrir gömlu svart-hvítu rómantíkina. Casa- blanca, með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman, frá 1942, er í uppá- haldi flestra. Á eftir henni koma Gone With The Wind, með Clark Gable og Vivian Leigh, frá 1939, og söngleikurinn West Side Story lenti í 3. sæti. Slíkt er yndi kvikmyndagerðar- manna vestra af gömlu „góðu“ ást- arsögunum að allar nema tvær af þeim sem lentu í 10 efstu sætunum eru 40 ára og eldri. Þessar tvær myndir eru þar að auki báðar frá því snemma á 8. áratugnum, The Way We Were sem lenti í 6. sæti og Love Story sem náði 9. sæti. Aðrar myndir sem voru meðal 10 bestu ástarsagna hvíta tjaldsins voru Roman Holiday í 4. sæti, An Affair To Remember í 5. sæti, Doctor Zhi- vago í 7. sæti, It’s A Wonderful Life í 8. sæti og City Lights í 10. sæti. Það er merkilegt að 7 af mynd- unum 10 eru um pör sem ná ekki saman á endanum. Í myndunum eru 260 kossar og 187 slagsmál. Cary Grant leikur aðalhlutverk í fleiri myndum á „topp 100“ en nokk- ur annar og Katharine Hepburn leikur flest kvenaðalhlutverkin. Af nýjum og nýlegum ástarsögum náði Pretty Woman, með Richard Gere og Juliu Roberts frá 1990, hæst eða í 21. sæti og vinsælasta kvik- mynd sögunnar Titanic, með Leon- ardo DiCaprio og Kate Winslet, lenti í 37. sæti. Kunnum við ekki lengur að búa til rómantískar bíómyndir eða er for- tíðin kannski alltaf svolítið róman- tískari en samtíðin? Könnun meðal félaga Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar Casablanca besta ástarsaga hvíta tjaldsins Við höfum alltaf París: Bogart og Bergman er rómantískasta par hvíta tjaldsins. VIKUNA 21. til 30. júlí verður haldin á Egilsstöðum sannkölluð ævin- týrahátíð fyrir ofurhuga en þar mun fara fram fallhlífastökksmót. „Helgin kallast „Extreme week- end“ og munu koma hingað til lands margir af þekktustu fallhlífastökkv- urum Bandaríkjanna. Það eru alls 60 til 70 manns búnir að boða komu sína,“ segir Björn Steinbekk Krist- jánsson sem er annar skipuleggj- enda mótsins. „Þetta hefur verið haldið tvisvar sinnum áður en aldrei af þessari stærðargráðu. Auk stökkmótsins kemur fólk að utan til að kynna nýjar fallhlífar, við verðum með jöklastökk þar sem við fljúgum og stökkvum yf- ir Vatnajökli, hestaferðir og fleira og fleira.“ Björn segir mótið vera öllum opið og áhugasömum sé að sjálfsögðu vel- komið að koma á og fylgjast með eða að prófa fallhlífastökk. „Við verðum með stökknámskeið, bæði fyrir þá sem hafa í huga að ger- ast fallhlífastökkvarar og líka þá sem vilja bara prófa einu sinni,“ segir Björn. „Allir sem vilja fræðast um þetta eða bara hanga með okkur er vel- komið að koma. Þetta er líka tilvalið tækifæri fyrir vana stökkvara því þarna verður hægt að stökkva kannski 10 til 12 sinnum á dag í tíu daga samfleytt.“ Kostnaður við eitt svona mót er ekkert smáræði og hafa Björn og félagar meðal annars leigt flug- vél frá Litháen sem notuð verður til að stökkva úr. „Til að afla peninga fyrir þessu ætla strákarnir Í svörtum fötum að spila á Gauk á Stöng í kvöld til að styrkja málefnið. Þetta er í rauninni bara þjófstart á þessari viku sem ég nefndi áðan,“ segir Björn. „Í svörtum fötum halda ballið fyrir okkur og hafa verið að hjálpa okkur. Í staðinn ætlum við að gefa fallhlífa- stökk á böllum hjá þeim og erum jafnvel að hugsa um að taka upp tón- listarmyndband með þeim í háloft- unum, það er að segja ef Jónsi söngv- ari þorir,“ segir Björn og þar með er áskoruninni komið á framfæri. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er miðaverð 700 krónur. TENGLAR ..................................................... www.skydive.is/boogie birta@mbl.is Glæfralegir tónleikar Morgunblaðið/Arnaldur Í svörtum fötum. Björn Steinbekk Öllum velkomið að stökkva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.