Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 14
ÞEIR sem eiga kanínur eða dúfur og búa í þéttbýli þurfa sérstakt leyfi frá heilbrigðisnefndum til að halda þessi dýr. Þessu komst íbúi við Nýlendu- götuna nýverið að þegar hann fékk bréf frá Um- hverfis- og heilbrigðis- stofu þar sem gerð var at- hugasemd við að hann hefði ekki tilskilin leyfi til kanínuhalds. Íbúinn á eina kanínu sem af og til heldur til í kofa í garðinum. Kemur fram í bréfinu, sem heil- brigðisfulltrúar rita undir, að kanínan hafi uppgötv- ast er þeir voru á ferð um miðbæinn í eftirlitsferð, sem farin var vegna kvartana um slæma um- gengni víða um miðbæinn. Í bréfinu er bent á að samkvæmt heilbrigðis- reglugerð þurfi leyfi heil- brigðisnefndar fyrir því að halda kanínur í þéttbýli. Þá segi í lögum um dýra- vernd „að eigendum eða umráðamönnum dýra beri að sjá þeim fyrir viðun- andi vistarverum og full- nægjandi fóðri, drykk og umhirðu“. Er farið fram á að viðkomandi sæki um leyfið og skuli undirritað samþykki annarra íbúa í húsinu fylgja umsókninni. Svín og fiðurfé bannað í þéttbýli Í umræddri heilbrigðis- reglugerð sem vísað er til í bréfinu segir orðrétt: „Óheimilt er að halda svín, hænsn, endur, gæsir eða annað fiðurfé í þéttbýli. Leyfi heilbrigðisnefndar þarf til að mega halda kanínur og dúfur í þétt- býli.“ Björg Guðjónsdótt- ir, fulltrúi hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu telur ólíklegt að fólk viti al- mennt af þessu ákvæði. Spurð um viðurlög segir hún að ef eigendur slíkra gæludýra vanræki að sækja um leyfi eftir að at- hugasemd er komin við dýrahaldið, gildi sömu við- urlög og í öðrum málum sem koma inn á borð heil- brigðisnefnda. Það séu al- menn viðurlög á borð við áminningar og sektir. Leyfi þarf fyrir kanínum og dúfum Miðborg Morgunblaðið/Arnaldur Þessi hnoðri er í félagi við dúfur því leyfi heilbrigð- isnefnda þarf fyrir veru hans í þéttbýli. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDNÁMSSKÁLINN í Aðalstræti, merkingar sögu- minja og Viðey eru þau þrjú atriði sem hvað mesta áherslu ber að leggja á í menningartengdri ferða- þjónustu í Reykjavík. Þetta er mat forstöðumanns Höf- uðborgarstofu, menningar- málastjóra borgarinnar og menningarfulltrúa. Tillögur þessara aðila voru nýverið kynntar í menningarmálanefnd Reykjavíkur og segir í bréfi sem fylgdi tillögunum að Reykjavíkurborg fagni því að yfirvöld ferða- og menn- ingarmála í landinu ráðgeri nú markvissa uppbyggingu á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Um leið er vakin athygli „á þremur af þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á vett- vangi menningartengdrar ferðaþjónustu í Reykjavík“. Upphafspunktur menningararfsins Í tillögunum eru fyrst tí- undaðar þær hugmyndir sem uppi eru varðandi forn- minjarnar við Aðalstræti eða svokallaðan Landnáms- skála. Segir að í væntanleg- um sýningarskála verði lögð áhersla á að segja frá land- námi, búsetusögu, daglegu lífi landnámsmanna og forn- leifauppgreftrinum. „Þá er einnig gert ráð fyrir svoköll- uðu fjölnotarými í sýning- arskálanum sem hentað get- ur fyrir alls kyns viðburði, s.s. sérsýningar, leiksýning- ar, fyrirlestra og annað sem tengist þema skálans.“ Tíundað er að áformað sé að inngangur í sýningarskál- ann verði um Víkurgarð eins og áður hefur komið fram. „Settar hafa verið fram hug- myndir um að á sumrin verði sýndir leikþættir o.fl. í garðinum og að þarna verði „upphafspunktur“ menning- ararfs höfðuborgarinnar,“ segir í tillögunum. Þá er vísað í fylgiskjal þar sem ítarlegar er fjallað um þá starfsemi sem gæti farið fram í skálanum. Má þar nefna árlegan landnámsdag þar sem sett væri á svið lif- andi saga með fólki í vík- ingaklæðum, sýningu stutt- mynda og aðrar sýningar tengdar skólum á öllum skólastigum auk leiksýning- anna sem tíundaðar eru hér að ofan. Loks er tilgreint að áætl- aður kostnaður vegna sýn- ingarskálans sé 380 milljónir króna en kostnaður vegna landnáms- og búsetusýning- ar verði um 100 milljónir króna. Í annan stað er í tillög- unum fjallað um merkingar söguminja og fornleifa í Reykjavík og á Kjalarnesi. Segir að markmiðið sé að merkja þá staði sem hafi hvað mesta sögu og forn- leifar að geyma og eru áhugaverðir fyrir ferðafólk, bæði innlent sem erlent. Hafa rúmlega 20 staðir ver- ið skilgreindir sem lykilstað- ir í þessu samhengi en það eru Kvosin og Grjótaþorp þar sem þrír staðir eru sér- staklega tilgreindir, Skild- inganes, Engey, Viðey, og jarðirnar Laugarnes, Klepp- ur, Bústaðir, Breiðholt, Ár- bær, Ártún, Elliðavatn, Gröf, Gufunes, Keldur, Korpúlfsstaðir, Reynisvatn, Esjuberg og Hof. Hinar tvær síðastnefndu eru land- námsjarðir á Kjalarnesi þar sem friðlýstar fornleifar er að finna. Er gert ráð fyrir að tvenns konar skilti verði sett upp, annars vegar stærri skilti með ítarlegum upplýsingum á fjórum tungumálum og hins vegar minni skilti sem yrðu 4 til 5 á hverjum stað með nánari upplýsingum. Er gert ráð fyrir að kostnaður við stærri skiltin verði um 400 þúsund krónur á skilti en um 100 þúsund krónur á þau minni. Fornleifauppgröftur og fræðslustofa í Viðey Loks er Viðey tilgreind í tillögunum sem mikilvægur þáttur í menningartengdri ferðaþjónustu í borginni og er vísað til nýlegrar sam- þykktar borgarráðs á stefnumörkun fyrir framtíð eyjarinnar. Er þar gert ráð fyrir ýmiss konar aðgerðum til að styrkja menningar- tengda ferðaþjónustu í Við- ey og má þar nefna forn- leifauppgröft, merkingar, stígagerð, uppbyggingu gestastofu, fræðslustofu o.fl. Tillögur um menningartengda ferðaþjónustu kynntar í menningarmálanefnd borgarinnar Árlegur landnámsdagur og merkingar sögustaða Reykjavík Morgunblaðið/Golli Í tillögunum er lögð áhersla á Viðey sem mikilvægan stað í menningartengdri ferða- þjónustu og er gert ráð fyrir ýmiss konar aðgerðum í því skyni að styrkja eyna sem slíka. FRAMKVÆMDIR við suð- urenda Hvalfjarðarganganna standa nú yfir en verið er að breikka veginn á leiðinni út úr göngunum. Það er Vegagerð- in sem annast verkefnið en Spölur ehf. leggur allt að 40 milljónir til verkefnisins. Að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar, er verið að gera aukaakrein við suðurenda ganganna í því skyni að liðka fyrir umferð þegar hún kemur út úr göng- unum. Aukaakreinin mun ná upp fyrir afleggjarann inn í Hvalfjörðinn en að auki er verið að bæta lýsingu frá göngunum. Hann segir að borið hafi á umferðarteppu á þessum kafla en með þessu sé verið að gera stærri bílum auðveldara um vik að víkja fyrir minni bílum. Vegagerðin hannaði breyt- ingarnar og bauð út en Spölur leggur allt að 40 milljónir króna í verkefnið. Aðgerðin mun þó ekki breyta neinu um afkastagetu ganganna. „Við teljum að þetta sé liður í því að auka öryggið í og við göng- in með því að menn reyni ekki ótímabæran framúrakstur þegar þeir koma út úr þeim,“ segir Gísli. Framkvæmdirnar hamla ekki umferð í og úr göngunum þó að vegurinn verði ofurlítið þrengri á meðan á fram- kvæmdunum stendur. Að sögn Jónasar Snæbjörnsson- ar, umdæmisstjóra Reykja- nesumdæmis Vegagerðarinn- ar, er áætlað að hægt verði að taka nýju akreinina í notkun fyrir verslunarmannahelgi en lokafrágangur verður í sept- ember. Heildarkostnaðar- áætlun er að hans sögn 45–50 milljónir króna. Vegurinn breikkaður við Hvalfjarðargöngin Morgunblaðið/Þorkell Nýja akreinin mun ná frá göngunum sunnan megin og upp fyrir Hvalfjarðarafleggjarann. Kjalarnes LÚÐVÍK Geirsson, nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði, tók við lyklavöldum úr hendi Magnúsar Gunn- arssonar, fráfarandi bæj- arstjóra, á skrifstofum Ráðhúss Hafnarfjarðar í gær. Magnús Gunnarsson hefur gegnt embætti bæj- arstjóra síðastliðin fjögur ár. Gengið var frá ráðningu Lúðvíks á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudag en þá var Jóna Dóra Karlsdóttir jafn- framt kjörin forseti bæj- arstjórnar. Sömuleiðis var kosið í bæjarráð. Á myndinni má sjá ný- ráðinn og fráfarandi bæj- arstjóra skiptast á lyklum, blómum og hlýjum orðum á bæjarstjóraskrifstofunni í gær. Morgunblaðið/Arnaldur Nýr bæjarstjóri tekinn við Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.