Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 14

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 14
ÞEIR sem eiga kanínur eða dúfur og búa í þéttbýli þurfa sérstakt leyfi frá heilbrigðisnefndum til að halda þessi dýr. Þessu komst íbúi við Nýlendu- götuna nýverið að þegar hann fékk bréf frá Um- hverfis- og heilbrigðis- stofu þar sem gerð var at- hugasemd við að hann hefði ekki tilskilin leyfi til kanínuhalds. Íbúinn á eina kanínu sem af og til heldur til í kofa í garðinum. Kemur fram í bréfinu, sem heil- brigðisfulltrúar rita undir, að kanínan hafi uppgötv- ast er þeir voru á ferð um miðbæinn í eftirlitsferð, sem farin var vegna kvartana um slæma um- gengni víða um miðbæinn. Í bréfinu er bent á að samkvæmt heilbrigðis- reglugerð þurfi leyfi heil- brigðisnefndar fyrir því að halda kanínur í þéttbýli. Þá segi í lögum um dýra- vernd „að eigendum eða umráðamönnum dýra beri að sjá þeim fyrir viðun- andi vistarverum og full- nægjandi fóðri, drykk og umhirðu“. Er farið fram á að viðkomandi sæki um leyfið og skuli undirritað samþykki annarra íbúa í húsinu fylgja umsókninni. Svín og fiðurfé bannað í þéttbýli Í umræddri heilbrigðis- reglugerð sem vísað er til í bréfinu segir orðrétt: „Óheimilt er að halda svín, hænsn, endur, gæsir eða annað fiðurfé í þéttbýli. Leyfi heilbrigðisnefndar þarf til að mega halda kanínur og dúfur í þétt- býli.“ Björg Guðjónsdótt- ir, fulltrúi hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu telur ólíklegt að fólk viti al- mennt af þessu ákvæði. Spurð um viðurlög segir hún að ef eigendur slíkra gæludýra vanræki að sækja um leyfi eftir að at- hugasemd er komin við dýrahaldið, gildi sömu við- urlög og í öðrum málum sem koma inn á borð heil- brigðisnefnda. Það séu al- menn viðurlög á borð við áminningar og sektir. Leyfi þarf fyrir kanínum og dúfum Miðborg Morgunblaðið/Arnaldur Þessi hnoðri er í félagi við dúfur því leyfi heilbrigð- isnefnda þarf fyrir veru hans í þéttbýli. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDNÁMSSKÁLINN í Aðalstræti, merkingar sögu- minja og Viðey eru þau þrjú atriði sem hvað mesta áherslu ber að leggja á í menningartengdri ferða- þjónustu í Reykjavík. Þetta er mat forstöðumanns Höf- uðborgarstofu, menningar- málastjóra borgarinnar og menningarfulltrúa. Tillögur þessara aðila voru nýverið kynntar í menningarmálanefnd Reykjavíkur og segir í bréfi sem fylgdi tillögunum að Reykjavíkurborg fagni því að yfirvöld ferða- og menn- ingarmála í landinu ráðgeri nú markvissa uppbyggingu á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Um leið er vakin athygli „á þremur af þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á vett- vangi menningartengdrar ferðaþjónustu í Reykjavík“. Upphafspunktur menningararfsins Í tillögunum eru fyrst tí- undaðar þær hugmyndir sem uppi eru varðandi forn- minjarnar við Aðalstræti eða svokallaðan Landnáms- skála. Segir að í væntanleg- um sýningarskála verði lögð áhersla á að segja frá land- námi, búsetusögu, daglegu lífi landnámsmanna og forn- leifauppgreftrinum. „Þá er einnig gert ráð fyrir svoköll- uðu fjölnotarými í sýning- arskálanum sem hentað get- ur fyrir alls kyns viðburði, s.s. sérsýningar, leiksýning- ar, fyrirlestra og annað sem tengist þema skálans.“ Tíundað er að áformað sé að inngangur í sýningarskál- ann verði um Víkurgarð eins og áður hefur komið fram. „Settar hafa verið fram hug- myndir um að á sumrin verði sýndir leikþættir o.fl. í garðinum og að þarna verði „upphafspunktur“ menning- ararfs höfðuborgarinnar,“ segir í tillögunum. Þá er vísað í fylgiskjal þar sem ítarlegar er fjallað um þá starfsemi sem gæti farið fram í skálanum. Má þar nefna árlegan landnámsdag þar sem sett væri á svið lif- andi saga með fólki í vík- ingaklæðum, sýningu stutt- mynda og aðrar sýningar tengdar skólum á öllum skólastigum auk leiksýning- anna sem tíundaðar eru hér að ofan. Loks er tilgreint að áætl- aður kostnaður vegna sýn- ingarskálans sé 380 milljónir króna en kostnaður vegna landnáms- og búsetusýning- ar verði um 100 milljónir króna. Í annan stað er í tillög- unum fjallað um merkingar söguminja og fornleifa í Reykjavík og á Kjalarnesi. Segir að markmiðið sé að merkja þá staði sem hafi hvað mesta sögu og forn- leifar að geyma og eru áhugaverðir fyrir ferðafólk, bæði innlent sem erlent. Hafa rúmlega 20 staðir ver- ið skilgreindir sem lykilstað- ir í þessu samhengi en það eru Kvosin og Grjótaþorp þar sem þrír staðir eru sér- staklega tilgreindir, Skild- inganes, Engey, Viðey, og jarðirnar Laugarnes, Klepp- ur, Bústaðir, Breiðholt, Ár- bær, Ártún, Elliðavatn, Gröf, Gufunes, Keldur, Korpúlfsstaðir, Reynisvatn, Esjuberg og Hof. Hinar tvær síðastnefndu eru land- námsjarðir á Kjalarnesi þar sem friðlýstar fornleifar er að finna. Er gert ráð fyrir að tvenns konar skilti verði sett upp, annars vegar stærri skilti með ítarlegum upplýsingum á fjórum tungumálum og hins vegar minni skilti sem yrðu 4 til 5 á hverjum stað með nánari upplýsingum. Er gert ráð fyrir að kostnaður við stærri skiltin verði um 400 þúsund krónur á skilti en um 100 þúsund krónur á þau minni. Fornleifauppgröftur og fræðslustofa í Viðey Loks er Viðey tilgreind í tillögunum sem mikilvægur þáttur í menningartengdri ferðaþjónustu í borginni og er vísað til nýlegrar sam- þykktar borgarráðs á stefnumörkun fyrir framtíð eyjarinnar. Er þar gert ráð fyrir ýmiss konar aðgerðum til að styrkja menningar- tengda ferðaþjónustu í Við- ey og má þar nefna forn- leifauppgröft, merkingar, stígagerð, uppbyggingu gestastofu, fræðslustofu o.fl. Tillögur um menningartengda ferðaþjónustu kynntar í menningarmálanefnd borgarinnar Árlegur landnámsdagur og merkingar sögustaða Reykjavík Morgunblaðið/Golli Í tillögunum er lögð áhersla á Viðey sem mikilvægan stað í menningartengdri ferða- þjónustu og er gert ráð fyrir ýmiss konar aðgerðum í því skyni að styrkja eyna sem slíka. FRAMKVÆMDIR við suð- urenda Hvalfjarðarganganna standa nú yfir en verið er að breikka veginn á leiðinni út úr göngunum. Það er Vegagerð- in sem annast verkefnið en Spölur ehf. leggur allt að 40 milljónir til verkefnisins. Að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar, er verið að gera aukaakrein við suðurenda ganganna í því skyni að liðka fyrir umferð þegar hún kemur út úr göng- unum. Aukaakreinin mun ná upp fyrir afleggjarann inn í Hvalfjörðinn en að auki er verið að bæta lýsingu frá göngunum. Hann segir að borið hafi á umferðarteppu á þessum kafla en með þessu sé verið að gera stærri bílum auðveldara um vik að víkja fyrir minni bílum. Vegagerðin hannaði breyt- ingarnar og bauð út en Spölur leggur allt að 40 milljónir króna í verkefnið. Aðgerðin mun þó ekki breyta neinu um afkastagetu ganganna. „Við teljum að þetta sé liður í því að auka öryggið í og við göng- in með því að menn reyni ekki ótímabæran framúrakstur þegar þeir koma út úr þeim,“ segir Gísli. Framkvæmdirnar hamla ekki umferð í og úr göngunum þó að vegurinn verði ofurlítið þrengri á meðan á fram- kvæmdunum stendur. Að sögn Jónasar Snæbjörnsson- ar, umdæmisstjóra Reykja- nesumdæmis Vegagerðarinn- ar, er áætlað að hægt verði að taka nýju akreinina í notkun fyrir verslunarmannahelgi en lokafrágangur verður í sept- ember. Heildarkostnaðar- áætlun er að hans sögn 45–50 milljónir króna. Vegurinn breikkaður við Hvalfjarðargöngin Morgunblaðið/Þorkell Nýja akreinin mun ná frá göngunum sunnan megin og upp fyrir Hvalfjarðarafleggjarann. Kjalarnes LÚÐVÍK Geirsson, nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði, tók við lyklavöldum úr hendi Magnúsar Gunn- arssonar, fráfarandi bæj- arstjóra, á skrifstofum Ráðhúss Hafnarfjarðar í gær. Magnús Gunnarsson hefur gegnt embætti bæj- arstjóra síðastliðin fjögur ár. Gengið var frá ráðningu Lúðvíks á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudag en þá var Jóna Dóra Karlsdóttir jafn- framt kjörin forseti bæj- arstjórnar. Sömuleiðis var kosið í bæjarráð. Á myndinni má sjá ný- ráðinn og fráfarandi bæj- arstjóra skiptast á lyklum, blómum og hlýjum orðum á bæjarstjóraskrifstofunni í gær. Morgunblaðið/Arnaldur Nýr bæjarstjóri tekinn við Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.