Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 13 FORSETI Íslands veitti forstjóra elstu síldarverksmiðju Dana, Lykkeberg A/S, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu í síð- ustu viku sem þakklætisvott fyr- ir áralanga sölu á íslenskri síld til danskra neytenda. Susanne Folmer, forstjóri Lykkeberg, sagði við athöfnina á Bessastöðum að fyrirtækið hefði ávallt haldið á lofti ís- lensku síldinni þar sem hún væri vara í sérflokki. Sagði hún að neysla á síld væri stöðugt að aukast í Danmörku sem sýndi að fyrirtækið hefði orðið við óskum neytenda. Fékk fálkaorðu fyrir sölu á síld Morgunblaðið/Jón Svavarsson LÖGREGLAN stóð vel að örygg- isgæslunni vegna NATO-fundarins í Reykjavík í nýliðnum mánuði, samkvæmt símakönnun ÍM Gallup. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar voru að rúmlega 86% þeirra, sem tóku afstöðu, töldu lögreglu hafa staðið sig vel, tæplega 9% töldu hana hvorki hafa staðið sig vel né illa og tæplega 5% töldu hana hafa staðið sig illa. Ekki var marktækur munur á viðhorfum eft- ir aldri, kyni, búsetu, menntun eða tekjum. Um 62% töldu viðbúnað lögreglu hafa verið hæfilegan, um 36% töldu hann hafa verið frekar mikinn eða of mikinn og um 2% töldu viðbún- aðinn frekar lítinn eða of lítinn. Um 81% sagðist lítið sem ekkert hafa orðið vart við öryggisgæslu vegna NATO-fundarins, en um 17% urðu mjög eða frekar mikið varir við hana. Yngri þátttakendur urðu frekar varir við gæsluna en eldri þátttakendur og íbúar á póst- númerasvæðum 107 og 101 frekar en íbúar á öðrum svæðum. Tæp- lega 27% þeirra sem urðu varir við öryggisgæsluna sögðu að lögreglan hefði verið sýnilegri, um 23% urðu varir við flugvélina sem flaug yfir borgina meðan á fundinum stóð, um 17% nefndu breytta umferð, um 14% urðu varir við gæsluna í gegnum fjölmiðla og um 9% nefndu búsetu nálægt fundarstaðnum. Símakönnunin fór fram 16. til 20. maí og var gerð fyrir ríkislögreglu- stjóra til að skoða ímynd fólks á viðbúnaði lögreglu vegna fundar- ins. Könnunin náði til 1.500 manna slembiúrtaks 18 til 90 ára einstak- linga búsettra í Reykjavík. 989 svöruðu könnuninni, sem er 70,4% svarhlutfall. Lögreglan stóð vel að ör- yggisgæslu Könnun í kjölfar NATO- fundarins í Reykjavík „MÉR líst ágætlega á tilraunir til einkareksturs einstakra þjónustu- þátta í tengslum við spítalann eða inni á spítalanum og við höfum reyndar gert svolítið af því,“ segir Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss, LSH, er hann er spurður álits á slíkum hug- myndum. Forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi á árinu 2000 samið við einkahlutafélagið Lampann um rekstur á um 20 rúma öldrunardeild. Stóð sá samningur í á annað ár eða þar til Sóltún tók til starfa. Lampinn leigði einn gang á geðdeild spítalans og tiltekinn búnað og keypti fæði og læknisþjónustu af spítalanum. Magnús segir LSH með nýjan samning við Lampann í burðarliðn- um um tímabundinn rekstur á 20–21 sjúkrarúmi fyrir hvíldarinnlagnir fyrir aldraða. Leigir fyrirtækið deild á Landakoti fyrir þá þjónustu í fjórar vikur. Þá nefnir Magnús að verið sé að kanna breyttan rekstur á augn- deild spítalans, hugsanlega með stofnun hlutafélags. Hlutafélag um augndeild? „Það er enn á umræðustigi en deildin er umfangsmikil og starfs- menn sem þar vinna eru ýmist á fastakaupi eða fá greitt eftir samn- ingum um ferliverk. Við erum að kanna stofnun fyrirtækis, hluta- félags, sem yrði í eigu læknanna, annarra starfsmanna og spítalans. Framlag spítalans gæti hugsanlega verið húsnæði og tæki og síðan yrði starfsmönnum boðin aðild. Deildar meiningar eru ennþá um þessa hug- mynd og því ekki ljóst hvernig henni reiðir af,“ segir Magnús og að líklega fáist niðurstaða fyrir árslok. Einnig hefur það verið rætt hjá yf- irstjórn spítalans hvort leigja mætti út aðstöðu til sjúkraþjálfunar síðdeg- is eða um helgar. Segir hann að bæði gætu sjúkraþjálfarar spítalans og þeir sem starfa utan hans hugsan- lega leigt slíka aðstöðu. Í lokin nefnir Magnús að LSH hafi einnig boðið í læknisþjónustu fyrir aðra aðila. Þegar Félagsþjónustan í Reykjavík bauð út læknisþjónustu á öldrunarheimilum var Landspítalinn annar bjóðenda og var samið við spít- alann. Hann segir að þar sem spít- alinn hafi yfir nauðsynlegum mann- skap að ráða hafi verið ákveðið að bjóða í þennan rekstur og sé samn- ingurinn uppá um 20 milljónir króna. „Reynsla okkar af því að aðrir reki ákveðna starfsemi inni á spítalanum eða í tengslum við hann er ágæt og ég hygg að við getum fært eitthvað út kvíarnar á þessu sviði eins og er nú í athugun. Þá verða verkefnin að vera vel skilgreind og báðir aðilar verða að hafa hag af slíkum samn- ingum.“ Magnús Pétursson forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss Líst vel á tilraunir til einka- reksturs einstakra þátta FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlanda staðfestu á fundi sínum í As- ker í Noregi á miðvikudag að dregið hefði úr hagvexti undanfarið en það skýrðist fyrst og fremst af niður- sveiflu á alþjóðavettvangi. Hagvöxt- ur á Norðurlöndum fór niður í 1,1% árið 2001 miðað við um 3% árin þar á undan, en samt skiluðu ríkissjóðir flestra Norðurlandanna afgangi í fyrra. Ráðherrarnir ræddu í þessu samhengi mikilvægi þess að hafa hemil á kostnaðarþróuninni og að áfram verði fylgt aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum. Verðbólguþrýstings gætti í ein- staka löndum en ráðherrarnir töldu að verðbólga á Norðurlöndum í heild væri tiltölulega stöðug. Hún jókst tímabundið á Íslandi og í Svíþjóð á liðnu ári en á fundinum kom fram að gert væri ráð fyrir að hún færi hratt minnkandi á þessu ári. Í ár er reikn- að með að hagvöxtur verði um 1½% á Norðurlöndunum en frá og með næsta ári er talið að hann verði 2 til 2½%. Í máli Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra kom fram að niðursveiflan hefði ekki verið mikil á Íslandi og að reiknað væri með að hagvöxtur ykist á ný á næsta ári og yrði um 2½ til 3% á næstu árum. Fjármálaráðherra sagði að þjóðarbúskapurinn væri smám saman að færast nær jafnvægi eftir mikla uppsveiflu síðustu ár. Ráðherrarnir ræddu einnig um framtíð velferðarkerfisins í ljósi breyttrar aldurssamsetningar þjóð- anna. Ennfremur ákváðu ráðherr- arnir að styrkja samráð Norðuland- anna um þau málefni sem efst eru á baugi á vettvangi Evrópusambands- ins/Evrópska efnahagssvæðisins. Áfram aðhalds- söm stefna í ríkisfjármálum Fjármálaráðherrar Norðurlanda Á FYRSTA fundi nýkjörinnarbæjarstjórnar Seltjarnarness í gær var Jónmundur Guðmarsson kjörinn bæjarstjóri. Hann mun taka við embættinu af Sigurgeiri Sigurðssyni síðar í þessum mánuði, en Sigurgeir hef- ur gegnt því í tæp 40 ár. Á sama fundi var Ásgerður Halldórsdóttir kjörin forseti bæjarstjórnar. Jónmundur og Ás- gerður voru kjörin með fjórum at- kvæðum fulltrúa meirihlutans en minnihlutinn sat hjá við atkvæða- greiðsluna. ÍSLENDINGAR höfðu ekki heppn- ina með sér þegar dregið var um fjórfaldan pott í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Fyrsta vinningi, rúmum 242 millj- ónum króna, skiptu Danir og Norð- menn bróðurlega á milli sín og kom tæp 61 milljón í hlut hvers. Í Jokernum hlaut einn Íslending- ur 1.500 þúsund krónur og var mið- inn seldur í Hamraborg á Ísafirði. Víkingalottó 242 millj- ónir skipt- ust í fernt Seltjarnarnes Jónmundur kjörinn bæjarstjóri ♦ ♦ ♦ GENGIÐ var frá sölu Ísafoldar- prentsmiðjunnar hf. og dóttur- félaga hennar, ÍP-Prentþjónust- unnar og Flateyjar bókbands- stofu, í gær. Kaupendurnir eru þeir Kristþór Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri prent- smiðjunnar á árunum 1996–2000, Kjartan Kjartansson, prent- smiðjustjóri Ísafoldarprentsmiðju til margra ára, og Guðjón Ingi Árnason. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Forsvarsmenn Ísafoldarprent- smiðjunnar fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjaness 31. maí síðastliðinn að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur varð við þeirri beiðni og skipaði Jó- hann Nielsson hrl. skiptastjóra. Hann staðfesti við Morgunblaðið í gær að Landsbanki Íslands, sem var stærsti kröfuhafinn, hefði leyst til sín allar veðsettar eignir þrota- búsins og selt þær þremenningun- um. Ljóst er að þar með hefur öllu verið ráðstafað úr búinu og að ekk- ert fæst upp í aðrar kröfur. Kröfu- lýsingarfrestur er þó frá 14. júní til 14. ágúst nk. Kristþór Gunnarsson segir nýja eigendur stefna á að auka verulega við reksturinn og stækka prent- smiðjuna. Þeir taki við fyrirtækinu í fullum rekstri en nú standi fyrir dyrum að ganga frá endurráðning- um starfsmanna, sem eru um 50 talsins. Segir hann þá verða endur- ráðna að stórum hluta. Vilja stærri hluta af kökunni „Fyrirtækið verður áfram rekið með sama sniði og verið hefur en þetta er mikill samkeppnismark- aður sem við störfum á og við ætl- um okkur að ná stærri hluta af kökunni. Fyrirtækið fer af stað á styrkum fótum enda er bæði fjármögnun kaupanna og rekstrarfjármögnun frágengin.“ Um ástæður kaupanna segir Kristþór: „Við þekkjum vel þenn- an rekstur og höfðum þess vegna áhuga á að kaupa þrotabúið.“ Hann segir að nafninu Ísafoldar- prentsmiðja verði haldið enda eigi það sér merka sögu. „Ísafoldar- prentsmiðja var stofnuð 1877 af Birni Jónssyni, föður Sveins Björnssonar forseta, til að gefa út Ísafold. Það er því mikil saga í þessu nafni sem við höfum áhuga á að halda í.“ Ísafoldar- prentsmiðj- an seld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.