Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 13 FORSETI Íslands veitti forstjóra elstu síldarverksmiðju Dana, Lykkeberg A/S, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu í síð- ustu viku sem þakklætisvott fyr- ir áralanga sölu á íslenskri síld til danskra neytenda. Susanne Folmer, forstjóri Lykkeberg, sagði við athöfnina á Bessastöðum að fyrirtækið hefði ávallt haldið á lofti ís- lensku síldinni þar sem hún væri vara í sérflokki. Sagði hún að neysla á síld væri stöðugt að aukast í Danmörku sem sýndi að fyrirtækið hefði orðið við óskum neytenda. Fékk fálkaorðu fyrir sölu á síld Morgunblaðið/Jón Svavarsson LÖGREGLAN stóð vel að örygg- isgæslunni vegna NATO-fundarins í Reykjavík í nýliðnum mánuði, samkvæmt símakönnun ÍM Gallup. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar voru að rúmlega 86% þeirra, sem tóku afstöðu, töldu lögreglu hafa staðið sig vel, tæplega 9% töldu hana hvorki hafa staðið sig vel né illa og tæplega 5% töldu hana hafa staðið sig illa. Ekki var marktækur munur á viðhorfum eft- ir aldri, kyni, búsetu, menntun eða tekjum. Um 62% töldu viðbúnað lögreglu hafa verið hæfilegan, um 36% töldu hann hafa verið frekar mikinn eða of mikinn og um 2% töldu viðbún- aðinn frekar lítinn eða of lítinn. Um 81% sagðist lítið sem ekkert hafa orðið vart við öryggisgæslu vegna NATO-fundarins, en um 17% urðu mjög eða frekar mikið varir við hana. Yngri þátttakendur urðu frekar varir við gæsluna en eldri þátttakendur og íbúar á póst- númerasvæðum 107 og 101 frekar en íbúar á öðrum svæðum. Tæp- lega 27% þeirra sem urðu varir við öryggisgæsluna sögðu að lögreglan hefði verið sýnilegri, um 23% urðu varir við flugvélina sem flaug yfir borgina meðan á fundinum stóð, um 17% nefndu breytta umferð, um 14% urðu varir við gæsluna í gegnum fjölmiðla og um 9% nefndu búsetu nálægt fundarstaðnum. Símakönnunin fór fram 16. til 20. maí og var gerð fyrir ríkislögreglu- stjóra til að skoða ímynd fólks á viðbúnaði lögreglu vegna fundar- ins. Könnunin náði til 1.500 manna slembiúrtaks 18 til 90 ára einstak- linga búsettra í Reykjavík. 989 svöruðu könnuninni, sem er 70,4% svarhlutfall. Lögreglan stóð vel að ör- yggisgæslu Könnun í kjölfar NATO- fundarins í Reykjavík „MÉR líst ágætlega á tilraunir til einkareksturs einstakra þjónustu- þátta í tengslum við spítalann eða inni á spítalanum og við höfum reyndar gert svolítið af því,“ segir Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss, LSH, er hann er spurður álits á slíkum hug- myndum. Forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi á árinu 2000 samið við einkahlutafélagið Lampann um rekstur á um 20 rúma öldrunardeild. Stóð sá samningur í á annað ár eða þar til Sóltún tók til starfa. Lampinn leigði einn gang á geðdeild spítalans og tiltekinn búnað og keypti fæði og læknisþjónustu af spítalanum. Magnús segir LSH með nýjan samning við Lampann í burðarliðn- um um tímabundinn rekstur á 20–21 sjúkrarúmi fyrir hvíldarinnlagnir fyrir aldraða. Leigir fyrirtækið deild á Landakoti fyrir þá þjónustu í fjórar vikur. Þá nefnir Magnús að verið sé að kanna breyttan rekstur á augn- deild spítalans, hugsanlega með stofnun hlutafélags. Hlutafélag um augndeild? „Það er enn á umræðustigi en deildin er umfangsmikil og starfs- menn sem þar vinna eru ýmist á fastakaupi eða fá greitt eftir samn- ingum um ferliverk. Við erum að kanna stofnun fyrirtækis, hluta- félags, sem yrði í eigu læknanna, annarra starfsmanna og spítalans. Framlag spítalans gæti hugsanlega verið húsnæði og tæki og síðan yrði starfsmönnum boðin aðild. Deildar meiningar eru ennþá um þessa hug- mynd og því ekki ljóst hvernig henni reiðir af,“ segir Magnús og að líklega fáist niðurstaða fyrir árslok. Einnig hefur það verið rætt hjá yf- irstjórn spítalans hvort leigja mætti út aðstöðu til sjúkraþjálfunar síðdeg- is eða um helgar. Segir hann að bæði gætu sjúkraþjálfarar spítalans og þeir sem starfa utan hans hugsan- lega leigt slíka aðstöðu. Í lokin nefnir Magnús að LSH hafi einnig boðið í læknisþjónustu fyrir aðra aðila. Þegar Félagsþjónustan í Reykjavík bauð út læknisþjónustu á öldrunarheimilum var Landspítalinn annar bjóðenda og var samið við spít- alann. Hann segir að þar sem spít- alinn hafi yfir nauðsynlegum mann- skap að ráða hafi verið ákveðið að bjóða í þennan rekstur og sé samn- ingurinn uppá um 20 milljónir króna. „Reynsla okkar af því að aðrir reki ákveðna starfsemi inni á spítalanum eða í tengslum við hann er ágæt og ég hygg að við getum fært eitthvað út kvíarnar á þessu sviði eins og er nú í athugun. Þá verða verkefnin að vera vel skilgreind og báðir aðilar verða að hafa hag af slíkum samn- ingum.“ Magnús Pétursson forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss Líst vel á tilraunir til einka- reksturs einstakra þátta FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlanda staðfestu á fundi sínum í As- ker í Noregi á miðvikudag að dregið hefði úr hagvexti undanfarið en það skýrðist fyrst og fremst af niður- sveiflu á alþjóðavettvangi. Hagvöxt- ur á Norðurlöndum fór niður í 1,1% árið 2001 miðað við um 3% árin þar á undan, en samt skiluðu ríkissjóðir flestra Norðurlandanna afgangi í fyrra. Ráðherrarnir ræddu í þessu samhengi mikilvægi þess að hafa hemil á kostnaðarþróuninni og að áfram verði fylgt aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum. Verðbólguþrýstings gætti í ein- staka löndum en ráðherrarnir töldu að verðbólga á Norðurlöndum í heild væri tiltölulega stöðug. Hún jókst tímabundið á Íslandi og í Svíþjóð á liðnu ári en á fundinum kom fram að gert væri ráð fyrir að hún færi hratt minnkandi á þessu ári. Í ár er reikn- að með að hagvöxtur verði um 1½% á Norðurlöndunum en frá og með næsta ári er talið að hann verði 2 til 2½%. Í máli Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra kom fram að niðursveiflan hefði ekki verið mikil á Íslandi og að reiknað væri með að hagvöxtur ykist á ný á næsta ári og yrði um 2½ til 3% á næstu árum. Fjármálaráðherra sagði að þjóðarbúskapurinn væri smám saman að færast nær jafnvægi eftir mikla uppsveiflu síðustu ár. Ráðherrarnir ræddu einnig um framtíð velferðarkerfisins í ljósi breyttrar aldurssamsetningar þjóð- anna. Ennfremur ákváðu ráðherr- arnir að styrkja samráð Norðuland- anna um þau málefni sem efst eru á baugi á vettvangi Evrópusambands- ins/Evrópska efnahagssvæðisins. Áfram aðhalds- söm stefna í ríkisfjármálum Fjármálaráðherrar Norðurlanda Á FYRSTA fundi nýkjörinnarbæjarstjórnar Seltjarnarness í gær var Jónmundur Guðmarsson kjörinn bæjarstjóri. Hann mun taka við embættinu af Sigurgeiri Sigurðssyni síðar í þessum mánuði, en Sigurgeir hef- ur gegnt því í tæp 40 ár. Á sama fundi var Ásgerður Halldórsdóttir kjörin forseti bæjarstjórnar. Jónmundur og Ás- gerður voru kjörin með fjórum at- kvæðum fulltrúa meirihlutans en minnihlutinn sat hjá við atkvæða- greiðsluna. ÍSLENDINGAR höfðu ekki heppn- ina með sér þegar dregið var um fjórfaldan pott í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Fyrsta vinningi, rúmum 242 millj- ónum króna, skiptu Danir og Norð- menn bróðurlega á milli sín og kom tæp 61 milljón í hlut hvers. Í Jokernum hlaut einn Íslending- ur 1.500 þúsund krónur og var mið- inn seldur í Hamraborg á Ísafirði. Víkingalottó 242 millj- ónir skipt- ust í fernt Seltjarnarnes Jónmundur kjörinn bæjarstjóri ♦ ♦ ♦ GENGIÐ var frá sölu Ísafoldar- prentsmiðjunnar hf. og dóttur- félaga hennar, ÍP-Prentþjónust- unnar og Flateyjar bókbands- stofu, í gær. Kaupendurnir eru þeir Kristþór Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri prent- smiðjunnar á árunum 1996–2000, Kjartan Kjartansson, prent- smiðjustjóri Ísafoldarprentsmiðju til margra ára, og Guðjón Ingi Árnason. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Forsvarsmenn Ísafoldarprent- smiðjunnar fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjaness 31. maí síðastliðinn að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur varð við þeirri beiðni og skipaði Jó- hann Nielsson hrl. skiptastjóra. Hann staðfesti við Morgunblaðið í gær að Landsbanki Íslands, sem var stærsti kröfuhafinn, hefði leyst til sín allar veðsettar eignir þrota- búsins og selt þær þremenningun- um. Ljóst er að þar með hefur öllu verið ráðstafað úr búinu og að ekk- ert fæst upp í aðrar kröfur. Kröfu- lýsingarfrestur er þó frá 14. júní til 14. ágúst nk. Kristþór Gunnarsson segir nýja eigendur stefna á að auka verulega við reksturinn og stækka prent- smiðjuna. Þeir taki við fyrirtækinu í fullum rekstri en nú standi fyrir dyrum að ganga frá endurráðning- um starfsmanna, sem eru um 50 talsins. Segir hann þá verða endur- ráðna að stórum hluta. Vilja stærri hluta af kökunni „Fyrirtækið verður áfram rekið með sama sniði og verið hefur en þetta er mikill samkeppnismark- aður sem við störfum á og við ætl- um okkur að ná stærri hluta af kökunni. Fyrirtækið fer af stað á styrkum fótum enda er bæði fjármögnun kaupanna og rekstrarfjármögnun frágengin.“ Um ástæður kaupanna segir Kristþór: „Við þekkjum vel þenn- an rekstur og höfðum þess vegna áhuga á að kaupa þrotabúið.“ Hann segir að nafninu Ísafoldar- prentsmiðja verði haldið enda eigi það sér merka sögu. „Ísafoldar- prentsmiðja var stofnuð 1877 af Birni Jónssyni, föður Sveins Björnssonar forseta, til að gefa út Ísafold. Það er því mikil saga í þessu nafni sem við höfum áhuga á að halda í.“ Ísafoldar- prentsmiðj- an seld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.