Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDregið í undanúrslit bikarkeppni KSÍ / B1 Skagamenn mæta Zeljeznicar / B3 4 SÍÐUR Sérblöð í dag LANDSBANKI Íslands hf. hefur gjaldfellt nítján skuldabréf Norð- urljósa upp á alls 95 milljónir króna. Skulda Norðurljós lífeyr- issjóðunum í landinu um tvo millj- arða króna í skuldabréfum og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins á Landsbankinn 22 af þessum bréfum. Þau voru með gjalddaga á vaxtagreiðslum 30. maí sl. og hefur bankinn gjaldfellt nítján þeirra. Greiðslur af þremur bréfum eru í skilum en hvert skuldabréf er upp á fimm milljónir króna. Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, segir að Lands- bankinn hafi nú séð hag sínum best borgið, andstætt þeim lífeyr- issjóðum sem haft var samband við vegna skuldaskila, með því að senda skuldabréfin í innheimtu og gjaldfella þau. Bréfin séu með gjalddaga árið 2008 og fram til þess tíma séu einungis vaxtagjöld á þeim. Í bréfi Sigurðar til Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans, 15. júlí sl., sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um, fylgdi tékki til greiðslu vaxta- afborgunar umræddra skulda- bréfa. Ætlar í meiðyrðamál Í niðurlagi bréfsins segir m.a.: „Hafni Landsbanki Íslands hf. móttöku þessarar greiðslu verður henni deponerað. Greiðslunni má ekki ráðstafa með neinum öðrum hætti en til greiðslu vaxtaafborg- ana frá 30. maí 2002 og drátt- arvaxta af þeim.“ Sigurður hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur Árna Tóm- assyni, bankastjóra Búnaðarbank- ans, og/eða DV vegna ummæla Árna í blaðinu sl. mánudag þess efnis að Sigurður hafi leynt bank- ann upplýsingum um sambankalán Norðurljósa. Sættir Sigurður sig ekki við svarbréf Árna frá því í gær og neitar því alfarið að hann hafi leynt bankann einhverjum upplýsingum. Landsbankinn í innheimtuaðgerðir gegn Norðurljósum Skuldabréf upp á 95 milljónir gjaldfelld  Landsbankinn / 10 BOEING 747-vél Atlanta, Skúli Jón Sigurðarson, flaug frá Keflavík- urflugvelli í gær á leið sinni vestur um haf á stærstu flugsýningu heims í Oshkosh í Bandaríkjunum. Vélin er nefnd eftir Skúla Jóni Sig- urðarsyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Loftferðaeftirlitsins og formanni Flugslysanefndar, en Skúli afhjúpaði sjálfur nafn henn- ar áður en hún fór í loftið. Boeing-vélin var smíðuð árið 1971 og hefur verið flogið í 106 þúsund klukkustundir og á nú að baki næstflesta flugtíma allra slíka véla í heiminum. Hún fær sess við hæfi eða við hlið Spirit of St. Louis sem Lindberg flaug yfir Atlantshaf á sínum tíma. Arngrímur Jóhanns- son, forstjóri Atlanta, setur sýn- inguna þegar hann flýgur vélinni í kringum sýningarsvæðið í Osh- kosh en búist er við því að tæplega ein milljón manns muni fylgjast með sýningunni. Hátt í 300 flugáhugamenn frá Ís- landi og Evrópu flugu með vélinni til Milwaukee í Bandaríkjunum en Arngrímur tók við stjórn vélar- innar þar og flaug henni til bæj- arins og yfir sýningarsvæðið. Boeing-vélin hefur nægt maga- rými og eru tvær litlar vélar með í förinni til Oshkosh. Önnur er list- flugvél af gerðinni Pitts S-2-XS og er í eigu Arngríms en hin er J-3 Piper cub, sem var notuð sem könnunarflugvél hjá bandaríska hernum í síðari heimsstyrjöldinni. Báðar vélarnar voru teknar sund- ur og settar í Boeing-vélina en spretta síðan heilar fram á flug- sýningunni í Oshkosh. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Skúli Jón Sigurðarson afhjúpar nafn Boeing-vélarinnar. Skúli Jón við hlið Spirit of St. Louis ANDRI Árnason hæstaréttarlög- maður, formaður kærunefndar jafn- réttismála, vill ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni, sem sett hefur verið fram á álit nefndarinnar í máli gegn Leikfélagi Akureyrar. „Ég tel hins vegar ekki svaraverð- ar þær aðdróttanir sem fram hafa komið í umfjöllun um álitið í fjölmiðl- um, að álitinu hafi verið beint gegn einhverjum einstaklingum eða mannorði þeirra,“ sagði Andri í sam- tali við Morgunblaðið. Andri vildi ekki tjá sig um það hvort rétt hefði verið eða rangt af hálfu forstöðumanns skrifstofu jafn- réttismála að koma að ráðningu leik- hússtjóra LA vegna meintrar hættu á hagsmunaárekstri. Að öðru leyti vísar Andri alfarið á álit nefndarinn- ar en niðurstaða þess er birt í heild í Morgunblaðinu í dag. Segir aðdrótt- anir ekki svaraverðar Formaður kærunefnd- ar jafnréttismála  Kærandi / 33 GENGI hlutabréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfða- greiningar, lækkaði um 7,46% á Nasdaq-verðbréfamarkaðnum á Wall Street í New York í gær, eða um 25 sent, og endaði í 3,10 dölum hluturinn. Er þetta lægsta dagslokagengi sem skráð hefur verið á bréfunum en útboðsgengi bréfanna var 18 dalir þegar þau voru skráð á markað á árinu 2000. Viðskipti voru þá með bréfin á genginu 31,5 dalir. Gengi deCODE aldrei lægra EMBÆTTI ríkissaksóknara telur ekki efni til ákæru í málum þjóð- skjalavarðar og fyrrverandi for- stöðumanns Þjóðmenningarhúss, sem grunaðir voru um umboðssvik í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við embættis- færslur þeirra. Að sögn Boga Nilssonar ríkissak- sóknara er greinarmunur á þessum tveimur málum. Í afmörkuðum þætti máls fyrrverandi forstöðu- manns Þjóðmenningarhúss hafi verið talið að um umboðssvikabrot hafi verið að ræða. Ákæruvaldið hafi ákveðið að falla frá saksókn, samkvæmt heimild í 113. grein laga um meðferð opinberra mála. Tillit hafi verið tekið til þess að forstöðu- manninum hafi verið vikið úr starfi, m.a. vegna ávirðinga sem fólust í umboðssvikabrotinu. Sá liður í 113. gr. sem saksóknari styðst við er að falla megi frá saksókn ef sérstak- lega standi á og telja verði að al- mannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar. Bogi segir að mál þjóðskjalavarð- ar hafi verið fellt niður að öllu leyti, með skírskotun til 112. greinar laga um meðferð opinberra mála, þ.e. að ekki sé líklegt að fyrirliggjandi málsgögn geti leitt til sakfellingar. Þjóðskjalavörður og fv. forstöðumaður Þjóðmenningarhúss Ríkissaksóknari telur ekki efni til ákæru FRESTUR til þess að skila inn er- indi vegna hugsanlegra kaupa á eignarhlut ríkisins í Landsbanka Ís- lands og Búnaðarbanka rennur út kl. 16 á morgun, fimmtudaginn 25. júlí. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu barst í upphafi mánaðarins bréf frá Björgólfi Thor Björgólfs- syni, Magnúsi Þorsteinssyni og Björgólfi Guðmundssyni, þar sem óskað var eftir viðræðum við ríkis- sjóð um kaup á umtalsverðum hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Um formlegt kauptilboð af þeirra hálfu var þó ekki að ræða. Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu taldi nauðsynlegt að gætt yrði jafn- ræðis og slíkar viðræður yrðu því ekki teknar upp án þess að öðrum fjárfestum væri jafnframt gefinn kostur á þátttöku í þess háttar ferli. Birti nefndin því auglýsingu þar sem öðrum sem áhuga kynnu að hafa á kaupum var gefinn kostur á að gefa slíkt til kynna og rennur sá frestur út á morgun. Eignarhlutur ríkisins í bönkunum tveimur hefur minnkað í markviss- um skrefum, síðast með sameiningu Búnaðarbankans og Gildingar hf. og sölu á fimmtungshlut í Landsbank- anum í gegnum viðskiptakerfi Verð- bréfaþings Íslands. Eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum er nú um 55% en í Landsbankanum rúm 48%. Sala á eignarhlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka Frestur rennur út á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.