Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRASILÍUMAÐURINN Sergio Vieira de Mello mun taka við af Mary Robinson, fyrrverandi for- seta Írlands, sem fram- kvæmdastjóri Mannréttinda- stofnunar Sam- einuðu þjóð- anna. Talsmaður Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra SÞ, greindi frá þessu á mánu- dag. De Mello mun koma til starfa í Genf í Sviss, þar sem höf- uðstöðvar Mannréttinda- stofnunarinnar eru, 22. sept- ember nk. en hann hefur starfað hjá SÞ um árabil. Nú síðast var hann yfirmaður sendinefndar SÞ á Austur-Tímor en áður var hann um tíma æðsti embættismaður SÞ í Kosovo. Þá hefur de Mello, sem er 54 ára, sinnt málefnum flóttafólks og ýmsum öðrum mannúðarmál- um hjá SÞ. Robinson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannréttinda- stofnunarinnar síðan 1997, fagn- aði útnefningu de Mellos í gær. Hann er sagður eiga erfitt verk fyrir höndum í Genf enda þykir umræða um mannréttinda- mál að mörgu leyti afar við- kvæm. Þannig tókst Robinson, sem var forseti Írlands 1990– 1997, að vekja reiði bæði Bandaríkjamanna og Rússa í framkvæmdastjóratíð sinni, en hún gagnrýndi fram- ferði rússneska hersins í Tsjetsj- eníu og meðferð Bandaríkjahers á al-Qaeda-föngum sem haldið er í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Robinson er á fréttasíðu BBC sögð hafa verið reiðubúin til að gegna framkvæmdastjórastarfinu í fimm ár til viðbótar en Banda- ríkjastjórn ku hafa hafnað því að samningur við hana yrði fram- lengdur. De Mello tekur við af Mary Robinson Sameinuðu þjóðunum, Genf. AFP. Sergio Vieira de Mello Mary Robinson VIÐBRÖGÐ við frétt bandaríska dagblaðsins The New York Times á mánudag um að írönsk stjórn- völd hefðu skipulagt sprengjuárás á samkomuhús gyðinga í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, árið 1994, voru með minnsta móti í landinu. Flestir sem rætt var við sögðu fréttina aðeins staðfesta það sem allir vissu fyrir. Samkvæmt fréttinni, sem byggð var á vitnisburði háttsetts manns innan írönsku leyniþjónustunnar, sem flúið hafði til Bandaríkjanna, var árásin skipulögð og henni stjórnað af aðilum innan írönsku leyniþjónustunnar og íranska sendiráðsins í Buenos Aires. Upp- ljóstrarinn, Abdolghassem Mes- bahi, sagði jafnframt að þáverandi forseti Argentínu, Carlos Menem, hefði þegið tíu milljónir dollara, eða um 850 milljónir íslenskra króna, frá írönskum stjórnvöldum fyrir að neita opinberlega þátttöku Írana í árásinni. Áttatíu og fimm manns létust í árásinni, sem var mannskæðasta hryðjuverk í sögu Argentínu, en hún átti sér stað um tveimur árum eftir að 28 manns féllu þegar ísr- aelska sendiráðið eyðilagðist í sprengjuárás. Fréttin sögð tilhæfulaus Menem, sem var forseti landsins á árunum 1989 til 1999 og hefur hug á að bjóða sig fram til forseta á næsta ári, neitaði ásökunum harðlega í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í gær. „Þetta er ógeðfelldur tilbúningur, þetta er lygi,“ sagði hann. „Ég ætla að fá bandaríska lögfræði- stofu til að stefna blaðinu fyrir meiðyrði … ég vil skaðabætur.“ Stjórnvöld í Íran tóku í sama streng í gær og sögðu frétt dag- blaðsins ekki eiga við rök að styðj- ast. Íranska dagblaðið Hamshahri hafði eftir utanríkisráðherra lands- ins að fréttin væri tilhæfulaus og að hún væri afsprengi „blaða- manns sem ekki væri með réttu ráði“. Stjórnmálaskýrandinn Ricardo Rouvier sagði í gær ólíklegt að fréttirnar hefðu einhver áhrif á gengi Menems í kosningunum á næsta ári. „Ég held ekki að þær muni vekja mikil viðbrögð innan Argentínu, þótt þær geti skaðað ímynd Menems meðal áhrifamanna innan stjórnkerfisins og meðal er- lendra ráðamanna,“ sagði Rouvier. Viðbrögð við fréttinni meðal gyðinga í Argentínu voru sterk og söfnuðust ættingjar þeirra, sem féllu í sprengjuárásunum, saman fyrir framan dómshúsið í Buenos Aires og kröfðust þess að hinir seku yrðu dregnir fyrir rétt. „Við erum á þeirri skoðun að Carlos Menem beri hluta ábyrgðarinnar á árásunum tveimur,“ sagði Adriana Reisfeld, sem missti systur sína í árásinni 1994. „Hann og starfs- menn hans áttu að gæta öryggis okkar en gerðu það ekki.“ Menem neitar að hafa þagað gegn greiðslu Íranir sagðir hafa skipulagt sprengjutilræði í Argentínu Buenos Aires. AP, AFP. UM ÞRJÁTÍU þúsund manns, þar af mörg hundruð vopnaðir byssum sem þeir hleyptu af upp í loftið, komu í gær saman í Gazaborg við jarðarför Palestínumannanna 15 sem féllu þegar Ísraelar skutu eld- flaug á heimili forsprakka vopnaða arms Hamas-samtaka múslíma á Gaza á mánudagskvöldið. For- sprakkinn, Salah Shehade, fjöl- skylda hans og lífvörður, voru með- al þeirra sem féllu. Níu börn létu lífið í árásinni. Fremstur í flokki fór andlegur leiðtogi Hamas, Sheikh Ahmed Yassine, en mannfjöldinn safnaðist saman við sjúkrahúsið þar sem lík fólksins voru geymd. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, kvaðst í gær harma það sem hann kallaði „þögn alþjóðasamfélagsins“ um árásina. „Þetta eru slíkar hörmungar að enginn getur ímyndað sér það,“ sagði Arafat. „Ég spyr heims- byggðina alla hvernig hún geti stað- ið þögul frammi fyrir svona glæpa- verkum og ekki aðhafst neitt til að reyna að binda enda á þau.“ Arafat ásakaði Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, um að hafa engan áhuga á friði og að vilja heldur „halda áfram fjöldamorðastefnu sinni“. Hamingjuóskir frá Sharon Fregnir herma að Sharon hafi sjálfur veitt samþykki fyrir árás- inni, og í gær óskaði hann ísraelska hernum til hamingju með „eina best heppnuðu aðgerð“ hans en lét enn- fremur í ljósi sorg vegna þess að saklausir borgarar hefðu látið lífið í árásinni, sem var ein sú mannskæð- asta sem Ísraelar hafa gert síðan átakalotan sem nú geisar braust út fyrir tæpum tveimur árum. Skotmarkið í árásinni, Shehade, var yfirmaður vopnaða arms Ha- mas-samtakanna á Gaza og efstur á lista yfir þá menn sem Ísraelum var hvað mest í mun að hafa uppi á. Hann skipulagði fjölda sjálfsmorðs- sprengjutilræða gegn Ísraelum. Foreldrar Shehades flúðu frá Jaffa, skammt frá Tel Aviv, þegar Ísr- aelsríki var stofnað 1948 og settust að á Gazasvæðinu norðanverðu, í þorpinu Beit Hanun. Shehade ólst þar upp og komst til æðstu metorða innan Hamas. Hann kom á lagg- irnar vopnuðum armi samtakanna 1987 og leiddi hann í þeirri upp- reisn Palestínumanna sem nú stendur. Höfðu ítrekað krafist handtöku Shehade var fimmtugur og átti sex dætur. Hann komst fyrst upp á kant við Ísraela 1984, og þremur árum síðar handtóku Ísraelar hann og dæmdu hann í tíu ára fangelsi. Sá dómur var síðan framlengdur til maí 2000, er hann var látinn laus, aðeins fjórum mánuðum áður en uppreisn Palestínumanna hófst. Ísraelar hafa ítrekað krafist þess að hann verði handtekinn aftur, en palestínska heimastjórnin hefur ekki orðið við þeirri kröfu. Ísr- aelska dagblaðið Haaretz sagði í gær að Shehade hefði verið með- limur í harðlínuarmi Hamas og ver- ið andvígur tilraunum innan sam- takanna til að stemma stigu við sjálfsmorðsárásum. Utanríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Maher, fordæmdi í gær árás Ísraela í fyrrakvöld og sagði hana stríðsglæp. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að fordæma árásina einnig. Maher hélt því enn- fremur fram, að Ísraelar hefðu gert árásina í því skyni að gera að engu væntanlegt samkomulag um að Pal- estínumenn létu af sjálfsmorðsárás- um, því að þar með hefði ísraelska stjórnin orðið af helstu átyllu sinni fyrir því að halda áfram að hertaka palestínsk landsvæði. Árásin fordæmd víða Framkvæmdastjóri Mannrétt- indastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Mary Robinson, fordæmdi árásina í gær, og það gerðu einnig stjórnvöld í Bretlandi, sem og leiðtogar Evr- ópusambandsins (ESB). Javier Sol- ana, æðsti maður utanríkismála hjá ESB, sagði árásina hafa verið gerða einmitt þegar Ísraelar og Palest- ínumenn hefðu raunverulega verið farnir að reyna að stöðva ofbeldis- aðgerðir og koma á friðarviðræð- um. Palestínski þingmaðurinn Hanan Ashrawi sagði að þetta væri „alltaf sama sagan. Um leið og reynt er að draga úr spennunni, hvort heldur er með viðræðum eða erlendum af- skiptum, grípur Ísraelsstjórn sam- stundis til ofbeldisaðgerða til þess að tryggja að ofbeldið haldi áfram. Auk þess að vera morð á saklausum borgurum er þetta tilraun til að eyðileggja alla möguleika á póli- tískri lausn“. Ísraelsher felldi æðsta mann vopnaða arms Hamas á Gaza í eldflaugaárás í fyrrakvöld Sakaðir um að spilla vilj- andi fyrir friðarviðræðum Gazaborg, Jerúsalem, Genf, Kaíró. AFP. Reuters Palestínumenn í Gaza skoða skemmdirnar sem árás Ísraela í fyrrakvöld olli á húsum þeirra. <,A, BCDED ?,&F   )7$ G  ! )7$   &  '  ( ) & * ) ) ) +, - ./  )/     01 ) &/  &      2+3 .    4&  01 4 44 )  4 $ 4! !!  EHH "-! "I    4      54 $ $ !  G  ! !!  !    4   # 111 0565 !0  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.