Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 45
STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert einlægur og hjartahlýr en þarft að gera það upp við þig hvert þú stefnir. Þegar þú hefur gert það muntu njóta velgengni. Á komandi ári færðu tækifæri til að læra eitthvað nýtt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Á morgun er fullt tungl og því gætirðu fundið fyrir vaxandi spennu, sérstaklega í sam- skiptum við börn. Reyndu að sýna þolinmæði því tunglið hef- ur líka áhrif á þau. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það reynir á samskipti þín við yfirboðara, foreldra eða yfir- menn í dag. Reyndu ekki að sanna þig eða hafa betur í rök- ræðum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Við finnum oft til streitu í hinu daglega amstri. Minntu sjálfan þig á að fortíðin er liðin og að framtíðin er ókomin þannig að þú getur einungis haft áhrif á daginn í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú eyðir laununum þínum. Þú gætir freistast til að leita huggunar í því að kaupa eitthvað sem þú hefur enga þörf fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hætt við að fólkið í kringum þig ergi þig í dag. Leyfðu því að njóta vafans og gefðu því sama svigrúm og þú vilt að aðrir veiti þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samstarfsfólk þitt veldur töf- um sem koma niður á vinnu þinni. Bíddu fram á fimmtudag með að kvarta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinir þínir gætu valdið þér von- brigðum í dag. Mundu að eng- inn er fullkominn og því er óumflýjanlegt að vinir valdi vonbrigðum við og við. Reyndu að sætta þig við það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt erfitt með að velja á milli starfs þíns, heimilis og fjöl- skyldu. Fjölskyldan er vissu- lega mikilvæg en þú mátt þó ekki hlaupast undan skyldum þínum í vinnunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver varpar skugga á drauma þína um æðri mennt- un, útgáfu verka þinna eða ferðalög. Sýndu þolinmæði því viðkomandi er bara sendiboði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Áform þín um að nýta fjármuni eða eigur annarra þér í hag gætu brugðist í dag. Þessi vandi leysist af sjálfu sér eftir tvo daga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver gerir þér gramt í geði í dag. Sýndu umburðarlyndi. Á morgun er eini dagurinn í árinu þegar fullt tungl er í merki þínu og því er spenna óumflýjanleg. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sýndu skilning á mistökum annarra í vinnunni. Enginn er fullkominn og það á líka við um þig. Vertu því skilningsríkur fremur en dómharður. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Póstkortaleikur ESSO SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands A B X / S ÍASkrifaðu okkur Taktu þátt í póstkortaleik ESSO í sumar og þú gætir unnið glæsilegt Coleman-fellihýsi! SPILAGYÐJAN fór ham- förum í 24. umferð Evrópu- mótsins, þar sem hún lagði fyrir keppendur hvert vandamálið á fætur öðru í óvenju villtum spilum. Ís- land og Noregur mættust í þessari umferð og var leik- urinn sýndur á töflu. Ís- lenska sveitin spilaði að mörgu leyti vel, en Norð- menn voru í banastuði og þá sérstaklega Tor Hel- ness, og niðurstaðan var nánast óhjákvæmileg, 24–6 sigur Norðmanna. Hér er eitt af tíðindaminni spilum leiksins, sem féll í sex hjört- um: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁD6 ♥ KG7 ♦ D1096 ♣ÁD6 Vestur Austur ♠ 83 ♠ 954 ♥ 532 ♥ 8 ♦ ÁG83 ♦ K7542 ♣10875 ♣K932 Suður ♠ KG1072 ♥ ÁD10964 ♦ -- ♣G4 Spilið gekk hratt fyrir sig á töflunni, þar sem Steinar Jónsson var sagnhafi í sex hjörtum og lagði upp eftir útspilið með þeim orðum að hann myndi svína í laufi fyrir yfirslaginn. Laufsvín- ingin misheppnaðist og spilið féll í 1430. Skýrendur voru fljótir að afgreiða spilið, sögðu kepp- endur lánsama að fara ekki í alslemmu, sem aldrei væri hægt að vinna. Í móts- blaðinu tveimur dögum síð- ar mátti hins vegar lesa um það hvernig hinn ítalski „Spánverji“, Andrea Bur- atti, vann sjö hjörtu af miklu öryggi. Sér lesandinn hvernig Buratti stóð að verki? Hann fékk út tígulás. Buatti trompaði, spilaði hjartatíu á gosann og tók eftir því að áttan féll úr austrinu. Hann stakk tígul hátt, spilaði blindum inn á hjartasjöu og trompaði enn tígul. Fór svo inn í borð á laufás (!) og stakk enn tígul, nú með síðasta trompinu heima. Loks spilaði hann spaða yfir á blindan til að taka síðasta tromp vesturs og henti laufgosa heima: Sjö slagir á tromp með „öf- ugum blindum“ og því eng- in þörf á svíningu í laufi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT FORMANNSVÍSUR Nú skal halda á holan sjá, hækka fald þó svifti rá, beita valdi brimin há, boða skvaldri sneiða hjá. Oft eg sótti ofan í haf í ægis tóttir jötnaskraf, vænst mér þótti vífum af versins dóttir hvítt með traf. Mín er spá og mesta þrá að megi eg fá að hvíla hjá unni blá á opnum sjá, æfistjái skilinn frá. Theodóra Thoroddsen Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í tilefni af 50 ára afmælum sínum takahjónin Jóhanna Róbertsdóttir og Björn B. Jónsson, Víðivöllum 1, Selfossi, á móti gestum í Þrastaskógi á milli kl. 20 og 23 föstudagskvöldið 26. júlí nk. Ættingjar, vinir og kunningjar eru hjartanlega velkomnir. Athugið að vera í klæðnaði í samræmi við veður. Keyrt er inn í skóginn við Þrastarlund. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristinn Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 8.417 til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Þær heita Arnhildur, Telma, Tanja, Hrafnhildur og Matthildur. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Da4+ Bc6 8. Dc2 Rxc3 9. Dxc3 Bd6 10. d5 Bxd5 11. Dxg7 Hf8 12. Bg5 f6 13. Bh6 Hf7 14. Dg8+ Ke7 15. Dg4 e5 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Teimour Radjabov (2.610), undrabarn- ið frá Azer- bajan sem komst alla leið í úrslit í keppninni en laut þar í lægra haldi fyrir Garrí Kasparov, hafði hvítt gegn Vlad- imir Akopjan (2.678). 16. Rg5! Dg8 16. …fxg5 gekk ekki upp vegna 17. Bxg5+ Hf6 18. Bxf6+ Kxf6 19. Dh4+og svarta drottningin fellur í valin. 17. Hd1 Ba2 18. h3 fxg5 19. Bxg5+ Hf6 20. Bxf6+ Kxf6 21. Df3+ Ke7 22. Dxa8 Db3 23. Hxd6 Dxb2 24. f3 cxd6 25. Dxb8 Dxa3 26. Dc7+ Ke6 27. Kf2 Dc5+ 28. Dxc5 dxc5 29. e4 c4 30. Be2 Bb3 31. Hc1 b5 32. Ha1 Kd6 33. Hxa7 b4 34. Ke3 h5 35. h4 c3 36. Hb7 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. DAN, sem býr í Kan- ada, óskar eftir ís- lenskum pennavini. Dan vill afla sér þekk- ingar á Íslandi. Áhugasamir sendi Dan tölupóst á netfangið: jonesd@gosympati- co.ca. JASON, sem er 26 ára og býr í Bandaríkj- unum óskar eftir pennavini. Jason er að læra íslensku. Jason Miller, P.O. Box 332, Grand Canyon, AZ 86023, U.S.A. FREDERIC, sem er 27 ára Frakki frá París, óskar eftir ís- lenskum pennavini. Frederic er að læra ís- lensku. Netfangið hans er: fred4210@yahoo.fr MIKE Beauregard óskar eftir íslenskum pennavini. Netfangið hans er: hondo2437@aol.com Pennavinir Sumarbrids í góðum gír Fimmtudagskvöldið 18. júlí var spilaður Mitchell, meðalskor var 216 og þessi pör urðu hlutskörpust í N/S: Arngunnur Jónsd. - Harpa Ingólfsd. 272 Ólöf H. Þorsteinsd. - Vilhj. Sigurðss. 257 Leifur Aðalstss. - Baldur Bjartmarss. 234 Runólfur Jónss. - Ísak Örn Sigurðss. 228 A/V Jóhann Stefánss. - Birkir Jónss. 254 Árni Már Björnss. - Hjálmar S Pálss. 254 Viðar Jónss. - Unnar Atli Guðmundss. 250 Halldór Ármss. - Gísli Sigurkarlss. 236 Á föstudagskvöldinu 19. júlí var góð stemning eins og alltaf, enda sveitakeppni að loknum tvímenn- ingnum. Efstu spilarar: N/S Erlendur Jónss. - Guðlaugur Sveinss. 234 Ísak Örn Sigurðss. - Ómar Olgeirss. 229 Magnús Sverriss. - Jón Stefánss. 225 Aron Þorfinnss. - Júlíus Sigurjónss. 222 A/V Vilhj. Sigurðss. . - Hermann Láruss. 256 Óskar Sigurðs. - Sigurður Steingrss. 236 Alfreð Kristjánss. - Ragnar Jónss. 233 Eggert Bergss. - Þórður Sigfúss. 233 Sveitakeppnin hefur aldrei verið eins jöfn og í þetta sinn, fyrir síð- ustu umferðina áttu sex sveitir af átta möguleika á sigri, en þetta varð staða efstu sveita: Baldur Bjartm. (Guðl. Sveins, Björn Árna, Erl. Jóns, Eyþór Hauks) ........................52 Aron Þorfinns (Herm. Lár, Vilhj. Sig. jr., Júlíus Sigurjóns) ......................................51 Þórður Sigf. (Eggert Bergs, Þórður Sig., Gísli Þórarins) ..........................................51 María Haralds (Harpa F. Ingólfs, Óskar Sig., Sig. Steingr.) ...................................49 Allar nauðsynlegar upplýsingar um Sumarbrids 2002, lokastöðu spilakvölda, bronsstigastöðu og framvindu t.d. júlíleiksins má finna á heimasíðu Bridssambands Ís- lands, www.bridge.is. Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir í Sumar- brids og keppnisstjóri aðstoðar við að mynda pör mæti spilarar stakir. Nánari upplýsingar fást hjá BSÍ (s. 587 9360) eða hjá Matthíasi (s. 860 1003). BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Svipmynd frá keppni í sumarbrids. Dregið í 3. umferð í Bikarkeppninni Þrátt fyrir að einum leik sé ólokið í annarri umferð hefir verið dregið í þriðju umferðina og spila eftirtaldar sveitir saman: Leikir í 3. umferðinni: Orkuveita Reykjavíkur – Halldóra Magnúsdóttir Bj. Hafþór Guðmundsson/ Skeljungur – Júlíus Snorrason Heima/úti-leikur með fyrirvara Kristján Örn Kristjánsson – Högni Friðþjófsson Þórólfur Jónasson – Fagrabrekka Guðmundur Sv. Hermannsson – Strengur Sparisjóðurinn í Keflavík – Kristján B. Snorrason Þröstur Árnason – Ragnheiður Nielsen SUBARU-sveitin – Eskey Síðasti spiladagur 3. umferðar er sunnudagurinn 18. ágúst. Í annarri umferð vann sveit Þór- ólfs Jónassonar Siglósveitina með 77 stigum fegn 66. Sveitin Fagrabrekka vann sveit Roche 98-91. Sveit Orku- veitu Reykjavíkur vann sveit Erlu Sigurjónsdóttur 96-90 og sveit Krist- jáns B. Snorrasonar vann sveit Fé- lagsþjónustunnar 83-81. Þá ber að geta þess að rangt var sagt frá úrslitum í leik Ragnheiðar Nielsen og Kristins Kristinssonar hér í þættinum fyrir nokkru. Sveit Ragnheiðar vann þennan leik 107-76. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 18 pör í föstudagství- menninginn og lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Eysteinn Einarss. - Þórður Jörundss. 246 Magnús Halldórss. - Magnús Oddss. 241 Einar Markússon - Sverrir Gunnarss. 234 Og hæsta skor í A/V var þessi: Alfreð Kristjánss. - Ragnar Ö. Jónss. 276 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 265 Jóhanna Gunnld. - Ingiríður Jónsd. 236 Spilað er alla föstudaga. Meðal- skor var 216.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.