Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 11
ósköp lítið um gen.“ Niðurstaða Pálma var sú að skörð væru algengari á Íslandi og að hér væri hærri tíðni af gómklofa hjá strákum en gerðist annars staðar. Pálmi gerði sér hins vegar ekki grein fyrir að hér á landi væri stór ætt þar sem kynbundin skörð í góm væru til staðar. Það skekkti hans niðurstöður. Árni Björnsson stundaði aðgerðir á skarð- sjúklingum í þrjá áratugi og gerði við flest skörð á Íslandi á því tímabili. Hann fékk snemma áhuga á að skoða nánar þennan mun sem virtist vera á milli Íslands og annarra landa. „Ég fór að skoða þetta misræmi sem var þarna á milli og komst að því að kenning Pálma um að við værum með meira af skörðum stæð- ist tæplega. Við reyndust vera með aðeins hærri tíðni en Danir en svo gerist það að Norð- maður fer að skoða þetta og hann kemst að því að tíðni skarða í Noregi er ósköp svipuð og hér. Þetta byggir sennilega á því að fæðinga- skýrslur voru betri hér og í Noregi en þær voru í Danmörku. Önnur tilgáta sem var í gangi á þessum tíma var að skörðum færi fjölgandi, ekki bara hér heldur líka annars staðar,“ segir Árni. Rannsóknirnar í Noregi og Danmörku náðu yfir tíu ára tímabil en þegar Árni hafði skoða tíðnina yfir þrjátíu ára tíma- bil, sannfærðist hann um að þetta stæðist ekki, tíðnin reyndist stöðug. Stór ætt með kynbundin skörð í góm Eftir að Árni fór að skrásetja tilfelli með skipulögðum hætti, tók hann eftir því að norðan úr Eyjafirði komu skarðsjúklingar þar sem skörð í góm eingöngu voru algengari hjá strákum en stelpum sem er öfugt við það sem gerist alls staðar annars staðar. „Við nánari skoðun sá ég að þetta var ein fjölskylda sem þarna skekkti þetta allt saman. Þegar ég tók þessa fjölskyldu og dró hana frá heildar efniviðnum þá var þetta alveg eins og annars staðar,“ segir Árni en þarna var hann búinn að koma auga á það sem síðar reyndist vera stærsta ætt í heimi þar sem kynbundinn holur gómur var arfgengur. Eftir þessa uppgötvun sína leitaði Árni til Alfreðs Árnasonar erfðafræðings þar sem hann sjálfur hafði ekki mikla þekkingu á erfða- fræði. „Ég leitaði á náðir Alfreðs árið 1976 en þá starfaði hann við Blóðbankann þar sem ver- ið var að skoða ýmsa erfðasjúkdóma,“ segir Árni. Í Blóðbankanum vann Alfreð við vefjaflokk- anir en hann flutti með sér til landsins þekk- ingu á því sviði þegar hann kom heim frá námi. „Ég byrja haustið 1975 að vefjaflokka og þá var hali af barnsfaðernismálum sem ekki höfðu leyst. Fyrir þann tíma var hægt að dæma menn meðlagsskylda, jafnvel marga, en þeir voru þó ekki dæmdir feður því menn átt- uðu sig á því að það voru ekki margir feður að einu barni. En þetta hvarf alveg eftir að þessi aðferð kom til,“ segir Alfreð. Vefjaflokkunar- aðferðin var einnig, og er enn í dag, mikilvæg í sambandi við líffæraflutninga. Í Blóðbankan- um var á þessum tíma verið að rannsaka heila- blæðingu en stökkbreyting í geni, sem veldur þessum arfgengu heilablóðfallssjúkdómum fannst einmitt í Blóðbankanum. Þetta er al- íslenskur sjúkdómur sem ekki er til annars staðar. Árni bar tvær ættir undir Alfreð. Í annarri voru flest börnin bæði með skarð í vör og góm en í hinni ættinni var um að ræða tilfelli af hol- um góm án skarðs í vör. Það var síðarnefnda ættin sem vakti sérstaka athygli. „Ég byrja á því að teikna upp þessar tvær ættir og við vor- um lengi að safna saman efniviðnum. Það var svo augljóst þegar ég teiknaði ættartréð upp að þetta var kynbundið. Það er aðeins einn ein- staklingur í þessari ætt sem er með skarð í vör en það kemur úr föðurættinni,“ segir Alfreð. Hann segir að holgómatilfellin hafi verið bund- in við stráka þó með þeirri undantekningu að tvær konur í hópnum voru líka holgóma. Al- freð segir það hafa vakið athygli að þessar tvær konur höfðu einnig tunguhaft. „Fólkið í þessari ætt hafði tekið eftir tunguhaftinu en læknarnir höfðu aldrei tekið eftir því. Hvorki hér né í Kanada, en þar er að finna svipaða en minni ætt á meðal indjána í Bresku Kolumbíu. Sama gerðist svo hér þegar Pálmi og Árni skrifa þetta upp, þeir taka ekki eftir þessu. En ættin sjálf vissi að mæður sem höfðu tungu- haft, höfðu tilhneigingu til að eignast holgóma syni.“ Alfreð segir að Pálmi Möller hafi á sín- um tíma verið búinn að telja saman allar hol- gómaættirnar á Íslandi, þar á meðal þessa kynbundnu ætt. „Ef maður skoðar teikningar af þessu frá honum þá er þetta augljóst en hann skynjar það ekki, hann var ekki erfða- fræðingur og því ekki vel heima í þeim fræð- um. Hann dregur því þá ályktun að það sé meira af holgóma strákum á Íslandi en í öðrum löndum.“ Ferðast um landið og viðtöl tekin við fjölskylduna Þegar hér var komið við sögu var lögð áhersla á þessa stóru kynbundnu holgómaætt en hin ættin ekki skoðuð frekar. Alfreð segir að tímafrekt hafi verið að teikna upp ættina. „Við skrifuðum bréf og hringdum. Ættin var að norðan og við gerðum meðal annars út tvo stóra túra til Akureyrar. Ættfaðirinn sem við enduðum í er fæddur árið 1803 og er úr Skaga- firðinum. Það er eins og það hafi orðið stökk- breytingar á milli áranna 1780 og 1800,“ segir Alfreð. Árni og Alfreð ferðuðust um landið, tóku viðtöl við fjölskylduna og kom þá ýmislegt í ljós. Konurnar sem voru með tunguhaft höfðu aldrei farið til læknis eða þeir sem voru með lítinn galla eins og klofinn úf. En það voru ein- mitt konurnar og synir þeirra og tunguhaftið í þeim, sem virtist vera hluti af þessu mynstri, sem olli vandræðum þegar ættin var greind erfðafræði- lega á síðari stigum rann- sóknarinnar. Það urðu tímamót í rann- sóknum þeirra félaga snemma á níunda áratugn- um en þá var haldið þing í Blóðbankanum þar sem ýmsir vísindamenn komu saman. Aðalgestur þingsins var Robert Williamson, breskur lífefnafræðingur, og vakti rannsókn Árna og Al- freðs áhuga hans. „Hann sér hvað við erum með stóra ætt og að munstr- ið er svo hreint og klárt. Hann vissi eins og við að það er líklegra að finna eitthvað á X-litningi því strákar hafa bara einn slíkan,“ segir Alfreð. Eftir þetta hófst samvinna Alfreðs og Árna við rannsóknarhóp Roberts Williamson, sem hefur staðið fram til dagsins í dag. Fyrir skemmstu birti hópurinn niðurstöður sínar í vísindatímaritinu Nature Genetics og tilkynnti að hann hefði fundið og skilgreint sex stökk- breytingar í geninu TBX22, eina stökkbreyt- ingu fyrir hverja af þeim sex kynbundnu hol- gómaættum sem þekktar eru í heiminum í dag. Það má segja að þessar niðurstöður setji loka- punktinn á langan kafla í sögu þessara rann- sókna. Án þess að sögulegar niðurstöður hafi náðst fyrr en nú í október á síðasta ári, hafa miklar tæknilegar og aðferðafræðilegar nið- urstöður fengist og hafa nokkrir doktorar orð- ið til í tengslum við rannsóknirnar. Alfreð segir að það hafi lifnað yfir rannsókn- um á svipuðum ættum annars staðar eftir að þeir Árni kynntu íslensku ættina. „Þetta fer ekkert af stað af ráði fyrr en að okkar ætt er birt árið 1989. Við fengum sér- staklega góða umsögn í Cleft Palate Journal, fengum ritstjórnargrein þar og sagði ritstjór- inn þetta vera merkustu grein á ritstjórnar- ferli sínum á blaðinu. Í öll þau skipti sem við höfum birt eitthvað hefur vísindapressan tekið eftir því. Það varð kippur í þessu og menn grafa indjánana upp aftur sem voru búnir að liggja í dvala í rúm tuttugu ár.“ Framan af ríkti hörð samkeppni milli hóps þeirra Alfreðs og Árna og annarra sem rann- sökuðu svipaðar ættir víðs vegar um heim og sérstaklega þeirra sem rannsökuðu ætt kan- adísku indjánanna. „Það endar síðan með því að við fáum efniviðinn um indjánaættirnar því þeir komust ekki lengra. Það er villuljósið hjá okkur sem gerir það að verkum að við höldum áfram. Við höldum að við séum komnir svo nærri og lod-skorið [vísbending um staðsetn- ingu sjúkdómsvaldandi galla á litningi] komið upp úr öllu valdi. Þetta var bara erfiðara mál en menn héldu,“ segir Alfreð. Íslenska ættin lykilatriði í rannsóknunum Íslenska ættin og þekking þeirra Alfreðs og Árna á henni var lykilatriði í rannsóknunum. Alfreð segir að Ísland hafi bæði verið bankinn fyrir efnivið í rannsóknirnar og upplýsingar um efniviðinn. „Þeir úti stunduðu rannsókna- stofuvinnuna og það var alltaf verið að spyrja um þennan eða hinn sjúklinginn. Við vorum að tala við sjúklingana, bæði velja þá sem hent- uðu og svo rækta frumulínur úr þeim. Við sendum út, ýmist heilblóð í ætisvökva eða frosnar frumulínur, því það þurfti heilmikið efni í þetta. Eftir að við vorum komnir með frumulínurnar þá var þetta mun auðveldara,“ segir Alfreð. Nú þegar stökkbreytingar eru fundnar sem skýra kynbundin holgómatilfelli tekur næsti kafli við í rannsóknunum. Næstu skref verða eflaust þau að farið verður að rannsaka þá ferla sem genið TBX22, sem er staðsett á X- litningi, kemur að. Ekki er útilokað að genið komi einnig við sögu í ókynbundnum skarða- tilfellum [erfast ekki með kynlitningi]. Alfreð segir að það sé á hreinu að ókynbundin skörð séu að einhverju leyti arfgeng og að vel geti verið um að ræða einhvern þátt á X-litningi. „Þessi þáttur gæti verið TBX22 en að gallinn komi ekki fram nema að eitthvað annað gen spili inn í á sama tíma. Þetta er ókannað mál. Þess vegna væri gaman að geta skoðað þetta núna. Það getur vel verið að það sé önnur stökkbreyting í þessu geni sem hefur ekki fundist enn og sem nægir ekki ein og sér en ef til vill með annarri. Það gæti skýrt það hvers vegna það eru fleiri strákar með sjúkdóminn því þeir hafa þá frekar þetta eina gallaða ein- tak af TBX22.“ Það hlýtur að teljast líklegt að nú þegar þessar stökkbreytingar í TBX22 hafa verið skilgreindar megi búast við því að ýmsir hópar úti í heimi fari að rannsaka genið frekar og starfsemi þess. Alfreð segir það alveg ljóst að menn muni nota þessa vitneskju til að leita í þeim ættum sem þeir eru með, hvort sem gall- arnir séu kynbundnir eða ekki. „Miðað við að- stöðu okkar hér á landi þá missum við þó lík- lega af þeim báti. Aðrir, sem hafa aðstöðuna, verða búnir að nota þetta. Líftæknifyrirtækin hér sýna þessu engan áhuga. Það er engin ein rannsóknastofa sem gerir svona lagað, þetta er samvinna. Nú er komið að næsta skrefi sem er miklu flóknara og ekkert víst að okkar hóp- ur geti haldið áfram,“ segir Alfreð. Alfreð segir stöðu erfðafræðinnar á Íslandi vera erfiða í dag og gagnrýnir fjárveitingar til rannsókna. „Við höfum líftæknifyrirtæki sem lofa gulli og grænum skógum og segja að þetta sé allt svo auðvelt. Svo höfum við þá sem hafa á gamaldags vísu verið að puða við þetta en það sem hefur gerst er að fé til þeirra rannsókna hefur minnkað. Mín skoðun er sú að þeir sem úthluta peningum til rannsókna haldi að nú séu þeir sloppnir, nú séu aðrir teknir við. En þeir munu aldrei taka við þessum grunnrann- sóknum. Þær leggjast bara útaf og svo deyja þeir [líftæknifyrirtækin] líka því ef þeir ein- angra sig þá vantar grunninn. Menn eru búnir að átta sig á þessu úti í heimi og það standa yf- ir miklar viðræður milli háskóla í Bandaríkj- unum og líftæknifyrirtækjanna um hvernig brúa eigi þetta bil.“ Alfreð vill einnig meina að um nokkurs kon- ar neikvætt val sé að ræða meðal vísinda- manna sem starfi hjá stórum líftæknifyrir- tækjum sem eru rekin með hagnaðarsjónarmið í fyrirrúmi. „Fólk er þarna af því að það eru svo góð laun. En svo rekur það sig á að það fær ekkert birt og getur ekki sótt um stöður. Það þýðir ekkert að segjast hafa unnið hjá líftæknifyrirtæki, til dæmis ÍE, í tuttugu ár og sækja um háskólastöðu. Þeir sem láta sér nægja gott kaup verða eftir en hugsunin hverfur út úr fyrirtækinu.“ Rannsóknir þeirra Alfreðs og Árna flokkast sem grunnrannsóknir og þótt stökkbreyting- arnar sex séu fundar hefur það enga beina klíníska þýðingu enn sem komið er. Ólafur Einarsson sér þó fyrir sér að í framtíðinni verði hægt með legvatnsástungu að finna hvort litningagallarnir séu til staðar, líkt og gert er í dag til að greina Downs-heilkenni. „Vörin er að lokast á sjöundu viku um það bil og gómurinn á tólftu en þetta myndi sjást á fyrstu vikunum um leið og eitthvað legvatn væri komið, það þarf ekki nema að ná í eina frumu og litningana úr henni, þá væri hægt að greina þetta áður en að viðburðurinn á sér stað. Við þetta kæmi upp sá valmöguleiki að foreldarar geta ákveðið að eyða fóstrinu en það eru margar siðferðilegar spurningar sem vakna,“ segir Ólafur. Þess ber að geta að með þessu væri aðeins um að ræða greiningu á kyn- bundnum tilfellum af skörðum í góm en ekki önnur skörð. „Ef við gerum ráð fyrir að þessi börn séu illa vansköpuð þegar þau fæðast, en að það sé gert við þau með þeim aðferðum sem fyrir hendi eru í dag þá verða þessir einstak- lingar ekkert afbrigðilegir. Það er því út í blá- inn að fara að eyða fóstri út af þessu,“ segir Árni og telja þeir Alfreð að rannsóknir þeirra séu fyrst og fremst vísindarannsóknir sem muni auka skilning á sjúkdómnum, frekar en að hafa einhverja klíníska þýðingu í bráð. Á Íslandi er nú starfrækt félagið Breið bros sem er nokkurs konar hagsmuna- og sam- hjálparfélag skarðsjúklinga og foreldra þeirra. Ólafur Einarsson segir réttindi skarðsjúklinga hafa verið óljós hvað varðar veikindadaga for- eldra og fjárhagsaðstoð til langveikra barna, mörg þessara barna þurfi að fara í margar að- gerðir á stuttum tíma og fái oft eyrnabólgu. „Ég orðaði það við nokkra foreldra sem höfðu sig mest í frammi með þetta að það væri skyn- samlegt að stofna félag, þau væru til í flestum löndum í kringum okkur og það voru þarna mjög áhugasamir foreldrar sem stofnuðu síðan félagið. Eftir það hafa réttindi barnanna verið skilgreind betur og nú gengur mikið betur með vottorð og greiðslur vegna tannréttinga og annað, gegnum Tryggingastofnun. Þau eru enn að vinna og halda reglulega fundi. Einnig er sjálfboðastarf í gangi og til dæmis þegar foreldrar eru að eignast sitt fyrsta barn og það er holgóma, þá eru aðrir reiðubúnir til að koma og ræða við þau. Það er mikil hjálp í þessu og þau eru mjög virk,“ segir Ólafur. lenskra vísindamanna Morgunblaðið/Sverrir Ljósmynd/Ólafur Einarsson Myndirnar sýna barn sem fæddist með mjótt skarð í vör. Myndin til vinstri sýnir barnið fyrir aðgerð og sú til hægri eftir aðgerð. Höfundur er líf fræðingur og nam hagnýta fjölmiðlun. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.