Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 31 ✝ Danlína HuldaKristinsdóttir var fædd á Kálfa- völlum í Staðarsveit 7. september 1927. Hún lést á heimili sínu 17. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Kristinn Guðjónsson, f. 21. 2. 1898 í Vatnagörðum í Landsveit, d. 16.2. 1954, bóndi á Kálf- árvöllum í Staðar- sveit á Snæf., í Húsa- nesi, Ytri Knarrartungu, Breiðavíkur- hreppi, Snæfellsnesi, og kona hans Geirþrúður Geirmundsdótt- ir, f. 22.10. 1898 í Vatnabúðum í Eyrarsveit, d. 26. 2. 1981. Hulda var fimmta í röð átta systkina. Kristín Þórunn var elst, d. 16. 9. 1921 . Eftirlifandi systkin Huldu eru Jón Geirmundur, f. 17.12. 1923, Guðjón Guðlaugur, f. 12.2. 1925, Kristgeir Helgi, f. 4.7. 1926, Sigríður Fjóla, f. 25.4. 1930, Eliveig Kristjana, f. 30.12. 1932, og Bjarni Thorarensen, f. 25.9. 1938. Hulda giftist Ólafi Kjartanssyni slökkviliðsmanni 29. maí 1948. Þau hófu búskap í Miðtúni 6 í Reykjavík. Þaðan fluttu þau að Bald- ursgötu 22 og 1968 fluttu þau í Hraunbæ 47. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: 1) Kjartan Ólafsson, f. 31. ágúst 1948, sjó- maður, búsettur á Hafurbjarnarstöð- um við Sandgerði, synir hans eru Ólafur, Elvar Örn og Kristján. Sambýliskona Kjart- ans er Sólveg Magnúsdóttir. 2) Kristinn Ólafsson, f. 27. nóvem- ber 1949, vélamaður, búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Ragnhildur Guðrún Ragnars- dóttir. Börn þeirra eru Ragnar Ægir, Berglind Ellen og Hulda Lind. 3) Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 13. febrúar 1955, skrifstofumað- ur, búsett í Bandaríkjunum. Dóttir hennar er Helene Rose. Útför Huldu fór fram í kyrr- þey frá Grafarvogskirkju 26. júlí. Elsku mamma mín, nú ert þú komin yfir móðuna miklu og ég veit að þér líður miklu betur að hitta pabba og alla vini þína sem eru þar. Við áttum margar góðar samveru- stundir sem eru of margar til að telja þær upp hér. En fyrst koma upp í hugann öll ferðalögin sem við fórum saman fjölskyldan þegar ég var ungur, þá á Skodanum gamla sem skilaði okkur alltaf á áfanga- stað helgi eftir helgi. Ég var öll sumur í sveit hjá ömmu í Tungu á Snæfellsnesi. Það eru margar góðar minningar tengdar þeim árum. Þegar þið pabbi komuð með Ingu systur að heimsækja mig og færðuð mér „nammi“ í poka. Allt þetta litla gleður svo mikið og skilur eftir góðar minningar sem aldrei gleymast. Elsku mamma, þú veist að ég er ekki pennaglaður, þess vegna kveð ég þig núna. Guð veri með þér elsku mamma mín, þinn sonur Kristinn. Elsku mamma mín, Þá er komin að kveðjustund. Ég á ómetanlegar góðar og hlýjar minningar um þig en þær minning- ar geymi ég í hjarta mínu um ókom- in ár. Bæði á uppeldisárunum þar sem þú hugsaðir svo vel um okkur systkinin af samvisku og nærgætni. Einnig þegar þú heimsóttir mig til Bandaríkjanna, þá naust þú sólar- innar og hitans svo vel þó að hann hafi farið upp úr öllu valdi. Það skipti þig miklu máli að fá fallegan brúnan hörundslit áður en þú færir heim til Íslands. Ég veit að þú ert komin á betri stað í ljós himins og í faðm Jesú Krists. Megi Guð varðveita þig þangað til við hittumst á ný. Heilög drottins höndin blíð Hún þig leiði alla tíð Að þér gæti sérhvert sinn Sanni vinurinn Jesús minn. Þín dóttir, Ingibjörg. Mamma er dáin, sagði hann Kiddi minn þegar hann hringdi í mig úr Hraunbænum í síðasta sinn sem hann fór til að færa henni heit- ar bollur. Tengdamamma hafði verið ekkja í 15 ár. Hún var mikil húsmóðir og höfðingi heim að sækja. Þegar hún var hraust, hafði hún yndi af að baka pönnukökur og kleinur. Við töluðum oft um að fara í kleinukot. Hún var hagmælt mjög og það var venja hjá henni að yrkja ljóð við ýmis tækifæri. Hulda var sérlega orðheppin og skemmtileg tengdamóðir. En eins og gerist svo oft þegar fólk veikist þá þarf það taka út þroska á mun erfiðari hátt en áður. Síðustu ár Huldu voru erfið bæði fyrir hana og hennar ástvini. Mig langar að stikla á stóru og rifja upp góðar samverustundir með henni og Ólafi Kjartanssyni brunaverði, hressa og skemmtilega tengdapabba mínum. Hulda og Óli komu fyrst heim til mín fyrir rúmum 20 árum þegar ég bauð þeim í mat. Ég hlakkaði til að hitta foreldra Kidda sem var þá mikið í hestum eins og pabbi hans. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum að hitta þessi frá- bæru hjón og áttum við margar góðar samverustundir þangað til hann féll frá skömmu eftir að Hulda dóttir okkar fæddist árið 1987. Eft- ir það breyttist líf tengdamömmu smám saman. Hulda var dugleg að framkvæma eitt og annað á eigin spýtur. Hún dreif sig ein til Bandaríkjanna að heimsækja Ingu dóttur sína og hún fór í stuttar ferðir innanlands með öldruðum og með ýmsu vinafólki. Alltaf fann hún eitthvað skondið að segja frá þegar hún kom til baka. Það voru alla tíð hennar ær og kýr að fara í bingó og að spila á spil. Síðustu árin þegar við Hulda Lind, sonardóttir hennar, komum til hennar úr matarinnkaupaferðum þá var það toppurinn að fá að spila við Huldu yngri. Tengdó vildi aldrei hætta að spila, hún sagði alltaf, tök- um einn enn. Þær spiluðu oft og hlógu dátt. Hulda hafði mikinn áhuga á öll- um listmunum. Tengdaforeldrar mínir ferðuðust víða um heim og iðulega kom hún heim með allavega handunnin listaverk. Hún prjónaði heil ósköp af dúkum og ullarpeys- um, einnig málaði hún á postulín. Hulda var hæfileikarík en fram úr hófi hógvær kona. Hún var mikill fagurkeri og vildi hafa marga fal- lega hluti í kring um sig. Fannst gaman að panta hluti erlendis frá, eiga eitthvað öðruvísi en flestir. Hulda var einstök kona. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Huldu þeg- ar hún var hraust og hress kona. Einnig er gott til þess að hugsa að ég gat hjálpað henni mikið eftir að hún veiktist. Nú er hún farin yfir móðuna miklu, komin í ljósið og er laus við allar þjáningar. Guð blessi Huldukonuna eins og hún vildi oft kalla sig. Góð minning lifir. Ragnhildur Guðrún Ragnarsdóttir. Ég ætla að skrifa um ömmu mína. Mér þótti alltaf vænt um hana. Ég fór oft í heimsókn til hennar með mömmu og pabba. Þá spilaði ég við hana því það hressti hana mikið og gladdi mig líka. Hún gat verið svo fyndin og við hlógum stundum mikið við spilamennskuna. Afi lést þegar ég var nýfædd svo ég man bara eftir ömmu einni á ferð. Hún kom oft til okkar í Stórahjalla, ég man sérstaklega eftir þegar hún flutti heim um tíma til að passa okk- ur þrjú systkinin því mamma og pabbi fóru í stutta utanlandsferð. Þá bakaði hún mikið og mér fannst svo gott að hafa ömmu heima. Ég á margar frábærar minningar með ömmu, hún sagði og gerði það sem henni datt í hug og við mamma hlógum oft að henni. Allt í einu vildi amma kaupa sér nýjar eldhúsgard- ínur við fórum þrjár saman í inn- kaupaferð og hún keypti miklu meira en gardínur, hún keypti sér meðal annars húsfrúarstól með fótaskemli. Mamma rétt gat komið honum inn í bílinn. Amma hafði gaman af þessu og það gladdi okkur mömmu að sjá hana svona hressa. Elsku amma mín, nú ertu komin upp í ljósgeislann þar sem þér líður vel og þú hittir margt fólk sem þú þekkir. Guð passar þig og vakir yfir þér. Ég mun alltaf hugsa vel til þín. Gott að þú ert komin á öruggan stað. Ég kveð þig elsku amma mín, það var alltaf æðislega gaman að spila við þig. Við kynntumst svo vel og áttum margt sameiginlegt, enda erum við næstum alnöfnur og ég er svo stolt að heita sama nafni og þú. Guð geymi þig spiladísin mín, þín Hulda Lind Kristinsdóttir. Mig langar að minnast Huldu frænku með örfáum orðum. Nú líð- ur henni ekki illa lengur, hún fékk loks að deyja. Síðustu árin voru henni erfið í skugga þunglyndis. Ég var svo lánsöm að fá að umgangast hana lítillega og þótt það væri sorg- legt að sjá hana svona á sig komna var oft grunnt á gömlu góðu Huldu og kímni hennar. Ég er þakklát fyr- ir allar okkar stundir saman. Ég minnist góðrar konu með hlýjar hendur og mjúkan faðm. Ég, lítil stúlka, komin í heimsókn einu sinni sem oftar. Allt gert til að gleðja mig og dekra. Pulsur hitaðar, kók í flöskum, glettni í augum, rám- ur hlátur. Þetta var Hulda frænka. Kát, félagslynd og gestrisin. Hún hefur því verið harla ólík sjálfri sér í seinni tíð en mikið var gaman að sjá, þegar hún náði sér á strik á milli lægða, hvernig hún tók sig til og kallaði saman fólk í mat eða til að spila og lék á als oddi. Ég kveð Huldu frænku með sorg í hjarta. Ég hefði viljað sjá hana njóta síðustu æviára sinna en ég veit að hún fær nú notið sín á nýjum stað, laus úr viðjum þunglyndisins. Ég votta afkomendum og systk- inum Huldu mína dýpstu samúð. Drottinn blessi minningu hennar. Ragnheiður Bjarnadóttir. DANLÍNA HULDA KRISTINSDÓTTIR ✝ Ólafur Halldórs-son Bachmann fæddist í Reykjavík 28. september 1920. Hann lést 26. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðlaug Narfadóttir og Halldór Jónsson Bachmann. Halldór, faðir Ólafs, lærði járnsmíði hjá Jóni Sigurðssyni á Lauga- vegi 54 í Reykjavík og þar starfaði hann til dauðadags svo að segja. Hann dó mjög ungur, aðeins 28 ára, en þá gekk kona hans með yngri son þeirra, Halldór Halldórsson Bachmann, sem nú er látinn. Guðlaug móðir Ólafs var frá Hafnarfirði, til heim- ilis að Bala við Austurgötu. Þar ólst Ólafur upp að mestu leyti og naut þar fyrirgreiðslu Narfa afa síns, meðal annars með grúsk- og fönduraðstöðu í kjallara hússins, og góðrar umhyggju Sigríðar Þórðardóttur ömmu sinnar. Guð- laug giftist síðar Hirti Níelssyni. Þau bjuggu fyrst á Nesjavöllum í Grafningi og síðar að Dalbæ í Gaul- verjabæ. Hún eign- aðist með honum börnin Guðjón, Magnús, Narfa, Sig- urjón og Ingveldi. Ólafur kvæntist Huldu Hafliðadóttur Friðrikssonar 19. febrúar 1944. Haf- liði, faðir Huldu, var frá Votmúla í Flóa. Móðir Huldu var Björg Eyjólfsdóttir frá Merkigerði í Höfnum. Þau Ólafur og Hulda eignuðust þrjú börn. Elst er Erla, gift Edward Montelli, og eiga þau tvö börn, næstelst er Viktoria, gift Donald Bagby, og eiga þau þrjú börn. Yngstur er Ólafur, kvæntur Julie Bachmann og eiga þau eina dóttur. Auk þess hafa ellefu barnabarnabörn bæst í hópinn. Allt þetta fólk býr í Kali- forníu í Los Alamitos. Heimili Huldu er nú í Garden Grove í Kali- forníu. Minningarathöfn um Ólaf fór fram í Fossvogskapellu 16. júlí. Ólafur Halldórsson Bachmann frændi minn er nú fallinn frá. Óli Bachmann, eins og nafn hans var notað í Bandaríkjunum, var tals- vert þekktur vegna framtaks hans í sjálfvirkni rafbúnaðar, sem hann hannaði og kom á framfæri við ýmis fyrirtæki. Þótt hann hafi ekki haft marga í þjónustu sinni voru umsvif hans ótrúlega mikil á meðan heilsa og aðstæður leyfðu. Ólafur nam rafvirkjun og varð strax mikill grúskari í þeirri grein. Á þeim árum sem hann var til þroska kominn var ekki mikið um störf hér á landi sem honum þótti mikil framtíð í og því leitaði hann færis um að komast til Bandaríkj- anna. Hann hafði komið sér upp bún- aði til að móta skápalamir og höld- ur og hafði við það verk tvær stúlkur að störfum. Þetta fróaði ekki starfslöngun hans. Nýgift tóku þau hjónin sig upp og fóru til Minneapolis. Þar tók Ólafur einka- flugmannspróf og starfaði jafn- framt að tækni- og verkfræðistörf- um. Árið 1946 komu þau aftur til Ís- lands. Þá hélt hann áfram flugnámi og fékk atvinnuflug- mannsréttindi hér. Eftir það stundaði hann hér atvinnuflug á eigin flugvél. 1949 fóru þau á ný vestur og nú til Kaliforníu til þess að vera þar sem veðráttan er best þar vestra, eins og hann komst að orði við mig. Ólafur jók þar við flughæfni sína og öðlaðist atvinnuflugmanns- réttindi þar. Hann starfaði þar einnig að rafmagnsverkfræði. 1956 setti hann upp fyrirtæki sem þjónaði gúmmíiðnaðinum og ýmsu öðru með sjálfvirkni til ör- yggis og nákvæmni í vinnslu véla. Þetta fyrirtæki rak Ólafur í Los Alamitos frá 1966 til 1997. Á fleiri tæknisviðum var Ólafur vel heima og til hans var leitað af mörgum sem haft höfðu kynni af framkvæmd hans. Hann flaug á eigin vél um Bandaríkin víða til að hafa viðskipti og kynnast af eigin raun því sem hann var beðinn að leysa. Ólafur var mikill mannkosta- maður, stál-reglusamur og traust- ur í hvívetna enda umsvif hans og afköst mikil. Hann var að vísu ekki einn um afkomu sína. Hann átti traustan vin við hlið sér þar sem hin trausta og dugmikla eiginkona hans, Hulda Hafliðadóttir, var. Það var engum í kot vísað sem heimsótti þau, enda voru meðal annarra margir frá Íslandi sem það gerðu, þar á meðal vorum við hjónin. Við nutum þar hinnar mestu vináttu og fyrirgreiðslu er við dvöldum á hinu fagra heimili þeirra í Los Alamitos. Ólafur kom oft heim til Íslands og fór þá á bernskuslóðir sínar í Hafnarfirði. Hann fann alltaf fyrir söknuði varðandi landið og fólkið hér heima og fannst hann hafa yfirgef- ið eitthvað, virtist mér, þrátt fyrir fábreytnina í uppvexti hans. Að ósk hans voru líkamsleifar hans jarðsettar hér. Blessuð sé minning Ólafs Hall- dórssonar Bachmann. Guðsblessun styrki syrgjendur. Friðgeir Grímsson. ÓLAFUR HALLDÓRSSON BACHMANN                                 !      "     #       $  %     &'    (   !" #!$ %&  "    $' !$ (  ) "   * #!$ ' +                                       !      " #  !    !   $   $% &&         ! "#   $##   %   #  &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.