Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Styrmir Sigurðsson lögg. sjúkranuddari, sérgrein sogæðameðferð. Mun starfa frá 6.-24. ágúst á Sjúkranuddstofu Wolfgangs Furugerði 3, 108 Reykjavík. Tímapantanir í s. 553 5332 Styrmir Sigurðsson Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 15. ágúst, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.358. Verð kr. 51.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 15. ágúst, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 54.460. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í ágúst til Mallorca á ótrúlegu tilboði þann 15. ágúst í eina eða tvær vikur. Beint flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í ágúst Stökktu til Mallorca 15. ágúst frá 49.865 Skriftargreining Hef hafið störf að nýju. Greini persónuleika, skapgerð og hæfileika úr skriftinni. Allar nánari upplýsingar í síma 861 4493, Anna. Árnað heilla SÍÐASTLIÐINN áratug hafa þrjár þjóðir haft nokkra yfir- burði í kvennaflokki – Hollend- ingar, Þjóðverjar og Englend- ingar. Það kom því engum á óvart að þessar þjóðir skyldu skipa sér í efstu sætin á EM í Salsomaggiore. Hollensku konurnar fengu 424 stig og gullverðlaunin, þær þýsku 414 stig og silfrið, en Englending- ar 408 stig og bronsverðlaunin. 23 þjóðir tóku þátt í kvenna- flokknum. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁD5 ♥ 1092 ♦ D973 ♣953 Vestur Austur ♠ KG432 ♠ 9876 ♥ DG86 ♥ 74 ♦ ÁK5 ♦ G10864 ♣6 ♣42 Suður ♠ 10 ♥ ÁK53 ♦ 2 ♣ÁKDG1087 Hollendingar og Þjóðverjar mættust í næstsíðustu umferð og unnu þær fyrrnefndu leik- inn 18-12. En Þjóðverjar tóku þó vel inn á spilinu að ofan. Á öðru borðinu spiluðu þýsku konurnar þrjú grönd í NS og fengu 10 slagi, eða 430. Hinum megin reyndu Pasman og Sim- ons slemmu gegn Auken og Van Arnim: Vestur Norður Austur Suður Auken Simons Von Arnim Pasman -- -- -- 1 lauf 1 spaði 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Dobl Pass Pass Redobl Pass 6 lauf Pass Pass Pass Kerfi NS er Standard. Pasman kemur skiptingunni til skila með því að krefja fyrst með tveimur hjörtum og stökkva síðan í fjögur lauf. Simons sýnir fyrirstöðu í spaða, sem Von Arnim doblar til að VARA við útspili í spaða, en þetta er aðferð sem margir keppnisspilarar nota nú til dags. Redobl Simons lofar fyrstu fyrirstöðu í litnum. Slemman er afleit, enda eiga AV öruggan slag á tígul og annan líklegan á hjarta í fyll- ingu tímans. Vörnin verður þó að gæta sín. Ef vestur tekur einn slag á tígul og spilar svo trompi eða hjartadrottningu myndast þvingun á vestur á endastöðunni. Sagnhafi tekur öll trompin og eitt háhjarta, svínar svo spaðadrottningu og tekur spaðaásinn. Þá eru eftir tvö spil á hendi: tíguldrottning og eitt hjarta í borði og Áx í hjarta heima. Og vestur getur ekki haldið í tígulás og valdað hjartað. Þetta gerðist í ýmsum leik- um, en Sabina Auken gaf ekk- ert færi á sér. Hún kom út með tígulkóng, fékk talningu, og skipti þá yfir í spaðagosa. Þannig skar hún strax á sam- ganginn við blindan, sem er nauðsynlegur til að kastþröng- in myndist. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 29. júlí, er níræð Mar- grét Scheving, Hringbraut 45, Reykjavík. Margrét er að heiman á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 29. júlí, er sjötugur Sigurður Axels- son, fyrrverandi forstjóri, Hvannalundi 8, Garðabæ. Eiginkona hans er Hrafn- hildur Kristinsdóttir. Í til- efni dagsins munu afkom- endur þeirra nema þau á brott og halda þeim „grillhá- tíð“ að hætti Setursins. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú lítur heiminn björtum augum. Þú ert hug- myndaríkur og nærð yf- irleitt stjórn á aðstæðum. Það verða miklar breytingar í lífi þínu eftir tvö ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er auðvelt að finna til von- leysis í dag. Þér finnst þú ekki hafa stjórn á lífi þínu en það er ekki rétt. Þetta eru tíma- bundnar efasemdir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samskipti við fjölskylduna geta verið erfið í dag. Þú ættir að spyrja sjálfan þig að því hvort stjórnsemi þín komi e.t.v. í veg fyrir að þú sjáir hlutina í réttu ljósi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forðastu allt álag því þú ert óvenju veikur fyrir í dag. Það er eitthvað kraftleysi að plaga þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn hentar ekki til að taka ákvarðanir varðandi fjár- málin. Hugsun þín er yfirleitt skýr en nú setja efasemdir svip sinn á dómgreind þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það hefur ekkert upp á sig að vera með frekju í samskiptum við fólk í dag. Það er hætt við að þú eigir eftir að líta til baka og undrast dómgreindarleysi þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki taka þátt í neinu ráða- bruggi í dag. Það á ekki eftir að ganga upp og auk þess eru miklar líkur á að upp um þig komist. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er sárt þegar vinir okkar geta ekki samglaðst okkur. Reyndu að sýna þolinmæði því misskilningur getur ýtt undir reiði og tortryggni í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu á verði gagnvart fólki jafnvel þótt það sé traustvekj- andi. Þú gætir orðið fyrir barðinu á blekkingum og jafn- vel svikum í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér hentar best að vinna einn í dag enda eru litlar líkur á að þú hljótir þá viðurkenningu sem þú átt skilið fyrir vinnu- semi þína. Einhver annar gæti reynt að hagnast á vinnu þinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir þurft að horfast í augu við afleiðingar gamalla misgjörða. Það er best að horf- ast í augu við hlutina þannig að þú þurfir ekki að forðast að líta um öxl. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við að foreldrar eða nánir vinir valdi þér von- brigðum í dag. Þú átt von á stuðningi og skilningi en færð skammir og ásakanir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert eitthvað þreyttur og leiður á vinnunni. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Það mun ganga yfir á nokkr- um dögum. Vertu hughraust- ur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT LOGNSÆR Kvika, mjúka bylgjubrjóst, bældu þína sorg og gleði. Hvíldu þig svo létt og ljóst við lognsins frið og breyttu ei geði. Loftsins straumar líða hægt, lyfta þér svo blítt og vægt, stíga hljótt hjá risabarnsins beði. Á þér sé ég unnarbrá eins og svip af hrannarsköflum. Spegilvangans glampi og gljá grúfir yfir huldum öflum. – Ólgubrjóst, þín andartog eru þung sem stormsins sog. Djúpsins vættir leika að teningstöflum. – – – Einar Benediktsson. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 29. júlí, er sextugur Pét- ur Sigurðsson, skipstjóri, Marklandi 8, Reykjavík. Eiginkona hans Sigríður Jónsdóttir lést 1993. Pétur er staddur á afmælisdaginn hjá sonum sínum og fjöl- skyldum í Frakklandi. 1. d4 e6 2. Rf3 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. c4 c6 6. O-O Bd6 7. b3 De7 8. Bb2 O-O 9. Dc1 Rbd7 10. Ba3 Re4 11. Bxd6 Dxd6 12. Rbd2 b6 13. Db2 Bb7 14. Hac1 Hac8 15. Hfd1 Hfd8 16. e3 De7 17. Re1 Ba8 18. Rd3 Dd6 19. b4 De7 20. a3 Bb7 21. c5 Ba6 22. Rf3 Bxd3 23. Hxd3 bxc5 24. dxc5 e5 25. Hdd1 Ref6 26. Rd2 Hb8 27. Rb3 De6 28. He1 He8 29. f4 Re4 30. Hcd1 h6 31. Dc2 De7 32. Ra5 Hbc8 33. Bf1 Rdf6 34. Bh3 g6 35. Db2 Hc7 36. He2 exf4 37. exf4 Kh7 38. Hde1 Kg7 39. Bg2 Hcc8 40. He3 Kh7 41. Dd4 h5 42. Bf3 Df7 43. Kg2 He6 44. H3e2 Hce8 45. Db2 Hc8 46. Rb3 Hee8 47. Rd4 Dg7 48. Dc2 Rg4 49. Rb3 h4 50. h3 Rgf6 51. g4 Dc7 52. Dc1 Df7 53. g5 Rd7 54. Db2 Rf8 55. Rd4 Dc7 56. Dc1 Re6 57. Rxe6 Hxe6 58. Hd1 Hce8 59. Hd4 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Teimour Radjabov (2610) hafði svart gegn Vassily Iv- ansjúk (2711). 59...Rxg5! vinnur peð og skákina. 60. He5 Rxf3 61. Kxf3 Hxe5 62. fxe5 Dxe5 63. Hxh4+ Kg8 64. Dg1 De2+ 65. Kf4 Dd2+ 66. Kf3 De2+ 67. Kf4 Dd2+ og hvítur gafst upp. Fimmta mótið í Bikar- syrpu Halló! fer fram í kvöld sunnudaginn 28. júlí og hefst mótið kl. 20. Mótið verður haldið á ICC á Netinu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Hvammstanga- kirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni þau Guðrún Helga Marteinsdóttir og Hörður Gylfason. Þau eru búsett í Reykjavík. FRÉTTIR BRYGGJUDAGUR, sem handknatt- leiksdeild kvenna ÍBV hefur séð um, var haldinn á plani Eimskips við Binnakant um síðustu helgi. Góð aðsókn var að bryggjudeginum þrátt fyrir votviðrið sem verið hef- ur í Eyjum undanfarna daga. Flutt var tónlist og boðið upp á nýbak- aðar vöfflur og heitt kakó í veit- ingatjaldi á svæðinu. Þá kynntu nokkur fyrirtæki vörur og þjón- ustu. Eyjavík kynnti vinnufatnað, Íslensk matvæli og Vinnslustöðin kynntu framleiðsluvörur sínar. Auk þess var á boðstólum ýmislegt sjáv- arfang sem fjölmargir viðskipta- vinir notuðu sér óspart, þar má nefna síld, humar, lax, silung og siginn fisk sem rauk út. Bryggjudagur í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.