Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Golli Á slysalausum degi eykur lög- reglan umferðareftirlit og verða tvöfalt fleiri lögreglu- þjónar á ferðinni en venja er til. Í DAG stefnir lögreglan í Reykjavík að slysalausum degi í umferðinni og verða um tvöfalt fleiri lögreglumenn og lögreglubílar við umferðareftirlit en venja er til. Þetta er í þriðja skipti sem lög- reglan í Reykjavík stendur fyrir slíku umferðarátaki. Enn hefur markmiðið ekki náðst. Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn segir það miður en bendir á að það séu ökumenn sem ákveði hve örugg umferðin er. „Við viljum minna ökumenn á að hafa hugann við aksturinn. Flest umferð- aróhöpp verða vegna hraðaksturs eða skorts á einbeitingu. Þannig verða um 20–30% umferðaróhappa þegar ökumenn bakka á eitthvað,“ segir Karl. 70 lögreglumenn á 30 ökutækj- um við umferðarlöggæslu Hátt í 70 lögreglumenn á um 30 ökutækjum verða við umferðarlög- gæslu í umdæmi lögreglunnar sem nær yfir Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Lögreglumenn frá ríkislögreglu- stjóra taka þátt í átakinu og lög- regluembætti í nágrenninu lána ökutæki. „Við ætlum að vera eins áberandi og mögulegt er og láta reyna á hvers virði það er að hafa sýnilega löggæslu,“ segir Karl. Tilviljun ræður ekki valinu á dag- setningu því um þessar mundir eru skólar að hefjast. Um leið eykst um- ferð til muna og málaskrá lögregl- unnar sýnir að umferðaróhöppum fjölgar á þessum tíma. Að meðaltali er tilkynnt um 14–16 umferðar- óhöpp á dag til lögreglunnar í Reykjavík. Á mánudag voru þau 35 sem er með því allra mesta sem gerist. Lögreglan í Reykjavík stefnir að slysalausum degi í dag Ökumenn hafi hugann við aksturinn FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLennon hættur með N-Írum vegna hótana/B1 Íslendingar ekki í vandræðum með Andorra/B1, B2, B3 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM Morgunblaðið/Þorkell NÝ hliðarakbraut á Reykjavík- urflugvelli, meðfram flugbraut- inni frá norðri til suðurs, er óðum að taka á sig mynd og hefur hluti hennar þegar verið tekinn í notk- un. Byrjað er að nota suðurhluta hennar en norðurhlutinn verður tekinn í notkun um næstu mán- aðamót. Að sögn Hermanns Her- mannssonar, deildarstjóra hjá Flugmálastjórn og annars af tveimur verkefnisstjórum með verkinu, er með nýju akbrautinni unnt að aka inn á og út af flug- brautinni sjálfri. Með akbrautinni getur flugvöllurinn afkastað meiru þar sem flugvélar geta ekið til hliðar við brautina þótt hún sé í notkun auk þess sem hún stuðlar að auknu umferðaröryggi á vall- arsvæðinu, að sögn Hermanns. Hann segir að hliðarakbrautir eigi í raun að vera meðfram flug- brautum á öllum flugvöllum. Sam- svarandi akbraut er ekki við aust- ur-vesturbrautina vegna skorts á rými en hingað til hafa flugmenn notast við litla akbrautarkafla sem liggja meðfram flugbraut- unum. Nýja akbrautin sem um ræðir liggur enda á milli og er alls 1.567 m á lengd. Búið er að ljúka framkvæmdum við norður- og suðurhluta ak- brautarinnar. Kaflanum meðfram gömlu flugskýlunum er hins veg- ar ólokið og segir Hermann að því verki verði að líkindum lokið að hluta á næsta ári. Fram- kvæmdir við akbrautina hófust í fyrra. Ný hliðar- akbraut meðfram n/s-flug- brautinni OPINBER heimsókn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra til Færeyja hófst síðdegis í gær en ráðherrann kom þangað beint frá Litháen þar sem hann var einnig í opinberri heim- sókn. Davíð fundaði með Anfinn Kalls- berg, lögmanni Færeyja, og Jonath- an Motzfeldt, formanni grænlensku heimastjórnarinnar, stuttu eftir komuna til Þórshafnar. Segir Davíð fundinn hafa verið ánægjulegan, ým- is mál er snerta löndin þrjú hafi verið rædd, t.d. nauðsyn þess að efla sam- göngur milli Íslands, Færeyja og Grænlands sem samgönguráðherrar landanna muni taka upp sín á milli. „Þetta er ekki í nógu góðu fari eins og þetta er í bili að minnsta kosti,“ segir Davíð í samtali við Morgunblaðið að fundi loknum. Auk þess hafi tollar, skattamál, Evrópumálin og hvalveið- ar verið rædd. „Grænlendingar vilja gjarnan taka upp það sem þeir kalla samstarfs- samning við Evrópusambandið af sinni hálfu. Þótt þeir vilji ekki ganga í ESB telja þeir sig þurfa að gera ein- hverja slíka samninga. Við erum í annarri stöðu út af EES-samningn- um, en það var fróðlegt að fara yfir þessi mál og ræða þau í botn,“ segir forsætisráðherra. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, sagði að það væri mikilvægt fyrir þessi þrjú lönd að standa saman gagnvart Evrópusambandinu sem alltaf yrði stærra og stærra. „Við viljum ekki gleymast hér í Norður-Atlantshafinu,“ sagði Motz- feldt á blaðamannafundi eftir fund- inn og benti á að Ísland, Grænland og Færeyjar væru öll andvíg fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins. „Við er- um allir sammála um það að á meðan fiskveiðistefnan í ESB er eins og hún er geta þessi þrjú lönd ekki gerst meðlimir að Evrópusambandinu,“ sagði Davíð. Anfinn Kallsberg benti á að aðstæður landanna væru mismun- andi. Grænlendingar og Danir hefðu verið með í EFTA-samstarfinu þar til Danmörk hætti í því. „Við getum ekki orðið meðlimir í EFTA því við erum ekki sjálfstæð lönd og getum heldur ekki verið með í Evrópusambandinu vegna fisk- veiðistefnunnar,“ sagði Kallsberg. Hann sagði að Færeyingar hefðu einnig áhuga á að auka samstarfið við Evrópusambandið en það sé tíma- frekt og erfitt ferli þar sem ESB hafi ekki sérstakan áhuga á slíku sam- starfi. „Við erum sammála um að á meðan fiskveiðistjórnun er miðstýrt frá Evrópusambandinu er ekki mögu- leiki fyrir okkur sem lifum af sjávar- útvegi að vera með í ESB, en við verðum að reyna að fá það besta út úr því sem við höfum,“ sagði Kallsberg. Samstarf landanna mun aukast á næstu árum Sagði Kallsberg að formennska Ís- lendinga í Norðurlandaráði hefði varpað kastljósinu á Norður-Atlants- hafið og Norðurlöndin þrjú á því svæði. Eftir að Eystrasaltsríkin komu inn í Norðurlandaráðssam- vinnuna hefði athyglin beinst meira í austurátt. Segist Davíð telja að sam- starf þessara landa muni aukast á næstu árum. „Ég held að það sé nauðsynlegt að það aukist og að skilningur sam- starfslanda okkar í Norðurlandasam- starfinu eflist.“ – Myndi það ekki gefa samstarfinu aukið vægi ef Færeyjar og Grænland yrðu sjálfstæðar þjóðir? „Ég þori ekki að nefna það, þetta er flókið mál og viðkvæmt hér en því er ekki að neita að sjálfstæðið gerir ríkjum auðvitað fært að vinna út frá sínum hagsmunum með öðrum hætti en áður. En svo kunna að vera ein- hverjir aðrir þættir sem leiða til þess að menn vilji fara sér hægt í slíkum efnum. Ég er skyldugur til þess að mínu mati sem forsætisráðherra í nánu vinaríki að blanda mér á engan hátt inn í slík deilumál,“ segir Davíð við Morgunblaðið. Fundur forsætisráðherra með lögmanni Færeyja og formanni grænlensku heimastjórnarinnar Samstaða gagnvart ESB er mikilvæg Þórshöfn, Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.