Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 49 DAGBÓK Losaðu þig við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Ertu haldin... Upplýsingar í síma 581 1008 eða 862 6464, Rafbylgjuvarnir.  síþreytu  svefntruflunum  sjúkdómum sem læknavísindin og lyf ráða illa við? NÝTT: Hálsmen sem ver líkamann gegn rafbylgjum. Þá eru rafbylgjur vandinn! Fer einnig út á land. Upplýsingar gefur Martin í síma 567 4991 eða 897 8190 Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar í haust á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Spennandi nám. Kennarar með miklu reynslu. Hómópatanám S Ö L U - O G T Ö LV U N Á M Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í sölu- mennsku og notkun tölvu- tækninnar á þeim vettvangi. Námið er 264 kennslustundir. Næsta námskeið byrjar 3. sept. Námsgreinar: www.ntv.is Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og á www.ntv.isHólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 skoli@ntv.is - www.ntv.is Sölu- og tölvunám NTV er starfsnám sem er viðurkennt af Menntamála- ráðuneytinu. Það þýðir að þeir nemendur sem ljúka náminu með viðunandi árangri hafa öðlast kunnáttu og færni til þess að takast á við tiltekin störf í atvinnulífinu. Hlutverk sölumanns Vefurinn sem sölutæki Tölvupóstur og Internetið Mannleg samskipti Sölu- og viðskiptakerfi Verslunarreikningur Windows - Word - Excel - Power Point Tímastjórnun Markaðsfræði Sölutækni Auglýsingatækni Myndvinnsla og gerð kynningarefnis Lokaverkefni STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir hugmyndaauðgi og þolinmæði og átt auðvelt með að setja þig inn í mál. Þú treystir á eigin reynslu og dómgreind. Næsta ár færð þú tækifæri til að læra eitthvað mikilvægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu börnum sérstaka þol- inmæði í dag. Tunglið er fullt og því kunna þau að ærslast meira en venjulega. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag finnur þú fyrir tog- streitu milli starfsframans og heimilislífsins. Þú gerir þér grein fyrir því að aukin áhersla á annað sviðið þýðir vanrækslu á hinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu á varðbergi í dag þeg- ar þú gengur eða ekur. Bæði þú og aðrir geta átt á hættu að lenda í óhöppum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag er ekki gott að láta eftir sér að kaupa eitthvað sem í raun er óþarfi. Því skalt þú skoða hug þinn vel áður en þú tekur ákvörðun um kaup. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft á þolinmæði og skilningi að halda í samskipt- um við einhvern þér nákom- inn. Láttu ekki undan þeirri freistingu að láta kæruleys- isleg orð falla því þau gætu reitt einhvern til reiði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir átt von á uppgjöri í tengslum við vandamál í vinnunni. Óttastu ekki, þessi vandamál munu hverfa eða þú munt finna heppilega lausn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnst að þú þurfir að leiða mál í tengslum við ást- arsamband til lykta. En það er betra að bíða frekar en gera kröfur og heyra eitt- hvað sem þú vilt ekki heyra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú finnur fyrir auknum kröf- um frá fjölskyldunni í dag. En ástæðan er að tunglið er fullt og það hefur áhrif á alla. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að standast þá freist- ingu að predika yfir öðrum. Engir eru eins heyrnarlausir og þeir sem ekki vilja hlusta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vilt fara þínu fram í pen- ingamálum í dag. En þú verður að viðurkenna að aðr- ir hafa jafn ákveðnar skoð- anir á þessum málum og þú. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er fullt í dag og er í Vatnsberanum. Þar sem þetta er eina Vatnsbera- tunglið í ár gætir þú fundið fyrir togstreitu milli þarfa þinna og einhvers þér ná- komins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tunglið er fullt í dag og það gæti haft áhrif á taugastyrk þinn í vinnunni. Þar sem þessi spenna verður horfin á morgun er gáfulegast að taka hlutunum með þolinmæði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓN Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 24. ágúst verður Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, sex- tugur. Kona hans er Stein- unn S. Ingólfsdóttir, yfirbókavörður á Hvann- eyri. Í tilefni þessara tíma- móta ætlar fjölskyldan að taka á móti vinum og vanda- mönnum í matsal heimavist- ar Landbúnaðarháskólans þann sama dag frá kl. 17–21. 80 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 25. ágúst verður áttræð Vigdís Finn- bogadóttir, Litlu-Eyri, Bíldudal. Hún tekur á móti gestum á Grand Hóteli, Sig- túni 38, Reykjavík, laugar- daginn 24. ágúst nk. milli kl. 16 og 19. LJÓÐABROT SVARTEYG SYSTIR Gullnir árdagsgeislar á grundirnar skína. Hafið þið séð hana Svarteyg litlu systur mína? Röddin er blíð eins og blómið, er birtuna grætur, hárið dökkt líkt og dimman í djúpi nætur. Morgunsins næðingar niða. Í nótt varstu mín; ég horfði með elskhugans ástúð í augu þín. En ljómi dagsins hinn dýri, er í döggum skín, sagði mér að Svarteyg væri systir mín. - - - Kristmann Guðmundsson 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. 0–0 a6 7. a4 Rc6 8. De2 Be7 9. Hd1 0–0 10. dxc5 Dc7 11. b3 Bxc5 12. Bb2 b6 13. Rbd2 Bb7 14. Hac1 Rb4 15. Rg5 De7 16. Rdf3 h6 17. Rh3 Hfd8 18. Rf4 Hxd1+ 19. Hxd1 Hd8 20. Hxd8+ Dxd8 21. Re5 Rbd5 22. Rh5 Be7 23. h3 Dc7 24. e4 Rb4 Staðan kom upp í atskákein- vígi Vishy An- ands (2.755) og Ruslans Ponom- arjovs (2.743) sem lauk fyrir skömmu í Mainz í Þýskalandi. Sá fyrrnefndi hafði hvítt og splundr- aði svörtu kóngs- stöðunni með næsta leik sínum. 25. Rxf7! Kxf7 26. Rxg7! Bc8 26... Kxg7 var slæmt vegna 27. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Dg4+ og hvíta sóknin er óstöðvandi. Framhaldið varð: 27. Rf5 b5 28. axb5 axb5 29. Rxe7 Kxe7 30. Bxb5 Dc2 31. Ba3 Dc3 32. Dc4 Da1+ 33. Kh2 Dxa3 34. Dxc8 Da5 35. Dc5+ Kd8 36. Dd6+ Kc8 37. Dxe6+ Kb8 38. Bc4 Dc7+ 39. e5 Re4 40. f4 Rd2 41. Dxh6 Rxc4 42. Df8+ Ka7 43. Dxb4 Rb6 44. e6 Rc8 45. Dd4+ Kb8 46. De5 og svartur gafst upp. 3. umferð Skákþings Íslands, landsliðsflokki, hefst í dag, 22. ágúst, kl. 17.00 í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. ÞRÁTT fyrir margar bylt- ingar í kerfisfræðum hafa opnanir á þremur í lit haldið upprunamerkingu sinni að sýna sjölit og veik spil. Svona var það fyrir 80 árum og svona er það enn – þess- ar sagnir hafa sannað gildi sitt, bæði til sóknar og varn- ar. En það er alltaf álitamál hversu veik „veik“ spil eru: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ D1098654 ♥ 1086 ♦ D ♣94 Vestur Austur ♠ 2 ♠ G3 ♥ G9753 ♥ D ♦ 876 ♦ ÁG10532 ♣K1085 ♣D762 Suður ♠ ÁK7 ♥ ÁK42 ♦ K94 ♣ÁG3 Vestur Norður Austur Suður Pass 3 spaðar Pass 6 grönd Pass Pass Pass Eru spil norðurs of veik til að réttlæta opnun á þremur spöðum? Hindrunarsagnir eru stöðubundnar – menn vilja eiga meira fyrir sínu „á hættu“ og ennfremur skipt- ir máli hverjir hafa tjáð sig við borðið. Hér hefur vestur passað í fyrstu hendi, svo norður er aðeins að hindra annan mótherjann – austur í þessu tilfelli. Kerfisspek- ingar hafa sagt að hindrun- arsagnir í „annarri hendi á hættu gegn utan hættu“ eigi að vera tiltölulega góð- ar, svona 7–10 punktar með góðum lit. Spil norðurs falla engan veginn í þann flokk, en samt vöktu flestir á þremur spöðum þegar spilið kom upp á EM ungmenna. Ef hægt er að treysta því að opnun norðurs sé „öguð“ er rökrétt fyrir suður að reyna sex grönd (eða sex spaða), en ef búast má við veikari spilum er vafasamt að reyna við slemmu. Bjart- sýnin er hins vegar lyndis- einkunn æskunnar og flest- ir suðurspilararnir ruku beint í slemmu. Útspil í laufi gengur að sex gröndum dauðum strax í byrjun, en víða kom út hjarta eða tígull. Eftir tíg- ulútspil upp á ás og meiri tígul renna heim tólf slagir með tvöfaldri þvingun. Sagnhafi tekur ÁK í hjarta og spilar síðan öllum spöð- unum: Norður ♠ 6 ♥ 10 ♦ – ♣9 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ G ♥ – ♦ – ♦ 10 ♣K10 ♣D7 Suður ♠ – ♥ – ♦ 9 ♣ÁG Austur verður að henda laufi í síðasta spaðann og þá fer tígulnían úr suðrinu. Vestur þarf að halda í hjartagosa og hendir því einnig laufi. Laufgosinn verður þannig slagur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 22. ágúst, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Jónína Sigurðardóttir og Jóhannes Hannesson á Egg, Hegranesi, Skagafirði. Ég vildi að ég hefði sama drifkraftinn og þú! Smælki Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja: Hádegistónleikar kl. 12:00. Hrönn Helgadóttir leikur á orgel. Háteigskirkja: Taizé-messa kl. 20:00. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12:00. Fella- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn- arefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13– 15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safn- aðarheimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Létt- ur hádegisverður á vægu verði í safn- aðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.