Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ó , mamma hvað ég vildi vera orðinn full- orðinn,“ segir litla stýrið mitt gjarnan við mig þegar mikið liggur við. „En það er svo langt þangað til og ég get ekki beðið!“ Reyndar er þetta viðkvæði býsna algengt hjá þeim stutta og félögum hans þegar beðið er eftir hinu og þessu; afmælinu, barna- tímanum, helginni, eftirrétt- inum…það er nánast sama hvað það er – tíminn virðist oft óbæri- lega lengi að líða hjá litla fólkinu. Mikið skil ég það vel. Ég man ósköp vel eftir þessari tilfinningu, þessari óþreyju sem gegnsýrði fyrstu ár ævinnar. En einhvers staðar á leiðinni til fullorðins- áranna – kannski með horm- ónaflæði gelgjunnar – týndist þessi eftirvænting barn- æskunnar og tímaskynið koll- varpaðist. Í dag þekki ég að minnsta kosti fáa fullorðna sem kvarta undan of miklum tíma. Satt best að segja hef ég það á tilfinningunni að flestir í kringum mig eigi í mesta basli með að láta sólarhringinn nægja til að hespa af verkefnum dagsins. Vinnan er eitt en þegar henni er lokið tekur við hversdagsamstrið sem á und- anförnum árum hefur breyst í sannkallað spretthlaup milli klukkan fimm og átta: það þarf að rjúka úr vinnunni til að sækja börnin, kaupa inn og útrétta, elda mat á undir tuttugu mínútum, vaska upp (guði sé lof fyrir upp- þvottavélarnar), baða börnin, bursta börnin, lesa fyrir börnin, knúsa börnin, hugga börnin, svæfa börnin…og allt í einum grænum hvelli. Nú má enginn misskilja mig og halda að ég amist við tilvist barna, þvert á móti gæti ég engan veginn hugsað mér lífið án þeirra. En það er staðreynd að börn þurfa á tíma að halda. Þess vegna er ósk mín sú sama og líklega allra annarra foreldra: Að hafa meiri tíma fyrir barnið mitt. Þrátt fyrir þetta myndi ég ekki líta við fleiri tímum í sólar- hringnum ef þeir gæfust. Ég veit nefnilega alveg hvað myndi ger- ast þá – maður fengi eða tæki á sig fleiri verkefni og líklega öllu fleiri en aukatímarnir dygðu til. Tímaskorturinn er vissulega oft á tíðum sjálfskaparvíti af því að maður ætlar sér um of og stund- um kann maður ekki að njóta tím- ans þegar hann gefst. Svo inn- prentað er það orðið í mann að enginn tími megi fara til spillis. Þetta átti til dæmis við um und- irritaða þegar hún var í barns- eignarleyfi fyrir nokkrum árum. Ég var óskaplega önnum kafin við að leysa þau verkefni sem dag- urinn bar í skauti sér hverju sinni. Reyndar veit ég ekki hversu nauðsynlegt það var að skúra tvisvar í viku eða hengja þvottinn á snúrurnar nákvæmlega flokk- aðan eftir notkunarsviði hans og lit klemmanna sem héldu honum uppi: allar bleyjur fyrst með rauð- um klemmum, þá nærföt (af því þau komu næst bleyjunum) með grænum klemmum og loks buxur og peysur með bláum. En verk- efni skyldi maður hafa og ef þau komu ekki af sjálfu sér þá bjó maður þau bara til. Ég hugsa líka að ég fúlsi við nýjum tækjum og tólum sem fundin verða upp í framtíðinni til að spara tíma. Þannig tæki hafa hellst yfir okkur á síðustu árum og áratugum og það eina sem þau hafa gert er að auka vinnuálagið. Allt gengur bara miklu, miklu hraðar fyrir sig en áður samhliða því sem stressið eykst. Og tíminn flýgur… Ég man hvað það fór í taug- arnar á mér á námsárunum þetta sífellda raup um það hvað það væru mikil lífsgæði á Íslandi. Ég hafði þvert á móti sterklega á til- finningunni að lífsgæðin væru lítil hér og þegar ég vogaði mér að halda því fram helltust yfir mig rök til að sanna hið gagnstæða: „Líttu kona á öll flottu húsin, alla bílana, allar tölvurnar og farsím- ana…“ Þá gerði ég mér grein fyrir því að líklega passar skilgreining mín á lífsgæðum ekki við skilgrein- ingu einhverra annarra á hinu sama. Ég vil nefnilega gjarnan skilgreina tíma sem lífsgæði. Á þessum árum man ég líka eft- ir að hafa lesið blaðagrein þar sem Íslendingar reyndu að lýsa hinni íslensku þjóðarsál. Mér fannst þeir hitta naglann á höf- uðið þegar þeir bentu á að þjóðin væri upptekin af hlutum. Íslensk heimili væru líklega með þeim fal- legustu og best búnu í veröldinni. Því miður væri bara aldrei neinn heima til að njóta þeirra því allir væru að vinna til að eiga fyrir af- borgununum. Karlkyns vinur minn sagði einu sinni við mig að hann gæti vel hugsað sér að vinna hálfan daginn og vera heima hálfan daginn svo hann gæti verið með börnunum sínum. Þegar ég gapti og spurði eins og álfur: „En hvað með starfsframann?“ þá sagði hann á móti: „Ég hef aldrei heyrt gamlan mann segja þegar hann leit yfir liðna tíð: „Ég vildi að ég hefði eytt meiri tíma í vinnunni minni.“…“ Sagan hefur sýnt okkur að það virðist vera erfitt að læra af mis- tökum annarra. Reyndar búa ungar konur í dag að mörgu leyti við annan heim en formæður þeirra gerðu fyrir nokkrum ára- tugum þar sem þeirra vinna var innan veggja heimilisins og því kannski erfitt að setja sig í þeirra spor. Hver veit nema þær gömlu konur séu til sem líta um öxl með söknuði vegna starfsframa sem aldrei varð? Einhvern veginn verðum við að reyna að feta bil beggja og það er lífsnauðsynlegt framtíðinni að búa svo um hnútana að það sé hægt. Þannig vil ég geta uppfyllt vonir mínar um innihaldsríkt starf án þess að þurfa að horfa til baka á lífið með eftirsjá yfir því að hafa ekki gefið stúfnum mínum meiri tíma þá örstuttu stund sem hann var barn. En kannski það sé bara ekki tími til þess? Lúxus og lífsgæði „Íslensk heimili væru líklega með þeim fallegustu og best búnu í veröldinni. Því miður væri bara aldrei neinn heima til að njóta þeirra því allir væru að vinna til að eiga fyrir afborgununum.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SYKURSÝKI meðal barna á Íslandi hefur verið vaxandi sjúk- dómur. Á innan við viku getur alheilbrigt barn skyndilega verið orðið háð insúlín- sprautum, ströngu mataræði og reglu- bundnu eftirliti með blóðsykurmælingum mörgum sinnum á dag. Starfsmenn Land- spítalans og annarra heilbrigðisstofnana hafa unnið mjög gott starf með þessum börnum og hjálpað foreldrum þeirra að læra að lifa nýju lífi, sem þessi sjúkdómur kall- ar sannarlega á. Öll fjölskyldan hef- ur þurft að tileinka sér nýjan lífsstíl sem felur í sér breytt mataræði, reglu á matmálstímum og að fylgj- ast með ýmsum einkennum eða breyttri hegðun í fari þess barns sem er með sykursýki. Í hinum nýja lífsstíl er barnið í hálfgerðri gjörgæslu foreldranna allt árið. Árið 1992 stofnuðu foreldrar syk- ursjúkra barna foreldrafélag sem vann af miklum eldmóð við að tryggja grunnréttinda allra barna gagnvart hinu opinbera. Síðustu ár hefur foreldrafélagið reynt að styðja við bakið á fjölskyldum syk- ursjúkra barna. Nú huga foreldrar að nýju verk- efni. Ýmsir erlendir aðilar hafa haldið sumarbúðir fyrir sykursjúk börn og ungmenni og hafa íslensk börn haft aðgang að þeim. Börnin okkar hafa haft aðgang að ýmsum íslenskum sumarbúðum eins og hjá KFUM og K og hafa starfsmenn þar iðu- lega verið tilbúnir að leggja á sig aukna vinnu við að tryggja að allt gangi upp. Að- gangur að venjulegum sumarbúðum fyrir sykursjúk börn er mjög mikilvægur. Fyr- ir foreldrana skiptir þetta gríðarlega miklu máli, að fá tækifæri til að fá frí frá þessu mik- ilvæga gjörgæsluhlut- verki sem foreldrar sykursjúkra barna sinna. Í nágrannalöndum okkar eru til sumarbúðir sem hafa sérhæft sig í að fást við sykursjúk börn. Þar er börnunum boðið upp á kennslu varðandi matar- og næringarfræði, notkun sprautu og insúlíns og kennt að umgangast líkama sinn með þeim kostum og göllum sem hann er búinn. Foreldrafélag sykursjúkra barna og unglinga ætlar að halda ígildi slíkra sumarbúða. Verður haldin fræðsluhelgi fyrir börnin og for- eldra þeirra 24.–26. ágúst í Reykja- dal í Mosfellsdal. Foreldrafélagið telur að fræðsluhelgin, þar sem reyndir aðilar fræða foreldra og börnin um sjúkdóminn og reynt verður að kenna börnunum að lifa í sátt við sykursýkina, muni hafa mikið gildi fyrir börnin og hjálpi foreldrum þeirra að minnka líkurn- ar á enn alvarlegri fylgikvillum sem hætta er á ef ekki er góð stjórn á lífsmynstri og mataræði. Auk þess mun sá félagslegi stuðningur sem börnin ættu að fá frá jafningjum sínum að styrkja sjálfsmynd þeirra og sýnt verður fram á að þau geti gert margt sem önnur börn upplifa á hverjum degi, ef rétt er að málum staðið. Foreldrafélag sykursjúkra barna og unglinga hefur litlar tekjur og því lítið bolmagn til að fjármagna kostnaðinn en öll starfsemi félags- ins byggist á sjálfboðaliðastarfi. Til að tryggja góðan árangur af fyrstu sumarbúðum/fræðsluhelgi af þessu tagi á Íslandi, er stefnt að því að hingað komi íslenskur læknir frá Noregi sem hefur góða reynslu af starfi með sykursjúkum. Starfs- menn göngudeildar sykursjúkra barna hafa lagt á sig mikilsmetna vinnu við undirbúninginn. Hið op- inbera hefur lagt verkefninu lið. Óvæntur en sérlega ánægjulegur stuðningur styrktargolfmóts sem Golfklúbburinn Nes og DHL hrað- flutningar stóðu að mun duga til að þessi draumur verði að veruleika. Öllum þessum aðilum eru færðar þakkir fyrir stuðning sinn. Fræðsluhelgi fyrir sykursjúk börn Geir Bjarnason Sykursýki Fræðsluhelgi fyrir börnin og foreldra, segir Geir Bjarnason, verður haldin 24.–26. ágúst í Reykjadal í Mosfellsdal. Höfundur er formaður foreldrafélags sykursjúkra barna og unglinga. NÝJASTA ríkisút- gerðin á Íslandi er jarðgangagerð. Sveit- arstjórnir og áhuga- menn í héraði gera út á ríkissjóð og hafa uppi ráðagerðir og látlausar kröfur um göng til samgöngu- bóta. Forgangsröðun verkefna af þessu tagi virðist ráðast af landshlutasjónarmið- um og dugnaði við áróður og undirbún- ing, en hagkvæmni og arðsemissjónarmið eru aftar í röðinni. Á höfuðborgar- svæðinu er annað uppi á teningn- um. Þar eru borgarstjórnar- og sveitarstjórnarflokkarnir rétt byrj- aðir að tæpa feimnislega á nokkr- um hugmyndum um jarðgöng í stefnuplöggum, en eftirfylgni og umræða er lítil. Alþingismenn í Reykjavík og nágrenni, sem verða í meirihluta á þingi eftir næstu kosningar, hafa ekki fundið púðrið í jarðgangagerð til þessa. Samt hafa þeir stórkostlegan ávinning Hvalfjarðarganganna fyrir augun- um. Mikil og brýn þörf Morgunblaðið gerði það að um- talsefni í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag hve miklir möguleikar fælust í því að setja Geirsgötu í stokk. Þar með væri hægt að tengja Grófina og Lækjartorg hafnarsvæðinu í eina heild, koma fyrir Listaháskóla, kvikmyndahúsi, íbúðarhverfum og skapa listahöfn og þá lifandi miðborg sem marga dreymir um. Brú yfir eða göng undir Kleppsvík vegna Sundabrautar eru sjálfsögð nauðsyn, þegar sá mikilvægi strandvegur kemst loks á framkvæmda- stig. Fyrir borgarstjórn- arkosningar í vor setti Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fram hug- mynd um brúarteng- ingu við Álftanes. Engin frekari umræða varð um tillöguna en eðlilegt framhald á þeim þanka væri að tengja þjóðveg hring- inn í kringum höfuðborgarsvæðið. Hlutverk hans væri að létta á um- ferð gegnum það, gera fólki kleift að komast miklu greiðar en nú milli borgar- og bæjarhluta, og komast á svig við borgina er leiðin liggur til annarra landshluta. Þá eru enn ótalin göng undir Skólavörðuholt, Öskjuhlíð og Kópavogsháls sem myndu samtím- is stórbæta umhverfi og sam- göngur, og eyða gamalli togstreitu milli þeirra sjónarmiða sem kalla á fleiri stofnbrautir annars vegar og varðveislu náttúru og útivistar- möguleika hins vegar. Göng undir „holt, hlíð og háls“ eru nú reifuð sem möguleiki í framtíðarskipu- lagi. Reykvískan samgönguráðherra Hringvegur um höfuðborgar- svæðið með tilheyrandi gangagerð og brúun sunda, svo og miðgöng um holt, hlíð og háls, myndu marg- falda framleiðslu- og afkastagetu samgöngukerfisins og borga sig á stuttum tíma með hagkvæmni, bættu mannlífi og fegurra borg- arútliti. Hér er um stofnbrautarfram- kvæmdir að ræða og því þarf at- beini ríkisvaldsins að koma til, enda þótt margs konar fjármögn- unar- og framkvæmdaleiðir komi til greina vegna þess hve þær eru ábatasamar. Vaxandi samgöngu- og skipu- lagsvandamál höfuðborgarsvæðis- ins verða ekki leyst með jarðgöng- um úti á landi. Svo mikið er víst. „Er það ekki skrýtið hvað jarð- göng eru löng og dýr í Reykjavík en stutt og ódýr úti á landi?“ spurði kona á kynningarfundi um skipulagsmál hafnarsvæðisins í borginni er henni fannst skorta á stórhuginn. Áhugi samgönguráðherra síð- ustu áratuga á samgöngubótum í höfuðborginni hefur verið af skornum skammti, enda þótt meg- inhluti umferðarþungans í landinu sé hér. Það ætti því að vera minnsti samnefnari nýs meirihluta þingmanna af höfuðborgarsvæðinu á næsta þingi að krefjast þess að samgönguráðherra komi úr Reykjavík. Hringvegur um höfuðborgarsvæðið Einar Karl Haraldsson Umferðin – Brúum sundin, borum göng – eru kröfur, segir Einar Karl Haraldsson, sem mættu heyrast oftar í Reykjavík. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.