Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 23 ÍSLENSKT ljóðskáld, Sigríður Droplaug Jónsdóttir, sneri sl. þriðjudag aftur frá Washington DC í Bandaríkjunum þar sem hún hafði tekið þátt í ljóðasamkeppni á vegum International Society of Poets. Stór keppni Forsaga málsins er sú að Sigríð- ur, sem semur ljóð í frístundum sín- um, tók þátt í ljóðasamkeppni á veg- um fyrrnefnds félags á Netinu, á poetry.com. Hún fékk nokkru seinna bréf, þar sem henni var tjáð að ljóðið hennar hefði verið valið í undanúrslit keppninnar og yrði gef- ið út í bók ásamt öðrum ljóðum í undanúrslitunum. Síðar fékk hún annað bréf þar sem tilkynnt var að ljóð hennar væri komið í úrslit og hefði verið valið ásamt 33 öðrum ljóðum til útgáfu á geisladiski. Henni bauðst þá að koma til Wash- ington DC og taka þátt í úrslitunum sjálfum. Þau fóru fram um síðustu helgi og las Sigríður ljóðið sitt upp á föstudagskvöld. „Það gekk bara ágætlega, reynd- ar vann ég ekkert, en þetta var mjög gaman og þetta var nokkuð stór keppni,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið. Hún segist telja að um 2.600 keppendur og gestir frá öllum heimshornum hafi sótt keppn- ina. „Upplesturinn fór fram á föstu- degi og laugardegi í fjórum sölum Hilton-hótelsins í Washington, þar sem keppnin fór fram,“ útskýrir Sig- ríður. „Það voru áreiðanlega um 100 manns sem hlýddu á upplesturinn.“ Ljóðið um stríðsáhorfendur Ljóð Sigríðar nefnist The War Watcher og er ort á ensku en hún segir það hafa verið skilyrði fyrir þátttöku. „Ljóðið fjallar um fólk, eins og þig og mig, sem situr heima og horfir á allt það hræðilega sem er að gerast í heiminum. Fólk er að deyja og taka þátt í stríði, og við sitj- um bara og horfum á,“ segir hún. Hún segist gera mikið af því að skrifa ljóð, en fyrst og fremst semja fyrir sjálfa sig og ekki sé á dagskrá á næstunni að gefa út ljóðabók. Hægt er að skoða ljóð hennar á slóð- inni www.poetry.com, með því að slá inn nafn hennar þar. Morgunblaðið/Kristján Sigríður Droplaug Jónsdóttir með verðlaunin sem hún hlaut í ljóðasamkeppninni. Tók þátt í ljóðasam- keppni í Wash- ington FUGLAHÚS Garðprýði fyrir garða og sumarhús. 10 mismundandi gerðir. Klapparstíg 44  Sími 562 3614 PIPAR OG SALT Frá kr. 3.995 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.