Morgunblaðið - 22.09.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.09.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 9 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Örugg fasteignaviðskipti!533 4800 Björn Þorri, hdl., lögg. fast- sali, sölumaður. Karl Georg, hdl., lögg. fastsali, sölumaður. Sigtryggur, sölumaður. Ragnar, sölumaður. Fríður, ritari. - Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! Allar eignir á netinu: www.midborg.isOpið mán.-fim. frá kl. 9-18, fös. frá kl. 9-17. Þorlákur Ómar, sölustjóri. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-17 NAUSTABRYGGJA 55-57 OG 54-56 Miðborg er með í einkasölu nýjar íbúðir í lyftuhúsum á besta stað við höfnina í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Nú eru örfáar íbúðir eftir óseldar. Íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar fullbúnar án gólfefna eða tilbúnar til innréttinga. Húsin eru glæsilega hönnuð, klædd viðhaldsfrírri klæðningu og standa við fallegt torg við smábátabryggjuna. Fallegt sjávarútsúni. Hönnun þakhæðar íbúðanna er mjög sérstök og spennandi m.a. mikil lofthæð. Sjón er sögu ríkari. Í dag, sunnudag, frá kl. 14-17 verða sölumenn okkar á staðnum og sýna þessar glæsilegu íbúðir. ÍTALSKIR bankar hafa sýnt því aukinn áhuga að fjármagna starf- semi fyrirtækja og verkefni á Íslandi í samstarfi við hérlenda banka. Sam- skipti Íslands og Ítalíu hafa sömu- leiðis verið að aukast á ýmsum öðr- um sviðum og hafa ítölsk stjórnvöld áhuga á því að opna sendiráð hér á landi á næstu árum. Þetta er meðal þess sem kom fram í samtali sem Morgunblaðið átti við sendiherra Ítala á Íslandi, Andrea G. Mochi Onory Di Saluzzo, er hann var staddur hér á landi í tengslum við heimsókn forseta neðri deildar ítalska þingsins, Pier Ferdinando Casini, til Íslands um síðustu helgi. Þá var verið að endurgjalda heim- sókn Halldórs Blöndal forseta Al- þingis, til Ítalíu fyrir fjórum árum. Di Saluzzo, sem hefur aðsetur í Osló, segir að heimsóknir af þessu tagi séu afar mikilvægar og stuðli að auknum samskiptum landanna. Hið sama hafi einkaheimsóknir forsætis- ráðherra landanna hvor til annars gert en Davíð Oddsson var sem kunnugt er nýlega á Ítalíu að endur- gjalda heimsókn ítalska forsætisráð- herrans, Silvios Berlusconis, frá því í vor. Í tengslum við Ítalíuheimsókn Davíðs og fund Íslensk-ítalska versl- unarráðsins í Róm var undirritaður tvísköttunarsamningur milli Íslands og Ítalíu sem Di Saluzzo segir að muni vonandi auka viðskipti milli landanna. Hafi þau þó verið orðin töluverð fyrir. Hann segir að í Róm hafi verið fulltrúar fjölmargra fyrirtækja frá Íslandi sem m.a. hafi komist í sam- band við fulltrúa ítalskra banka og fjármálastofnana. Að sögn sendi- herrans hafa bankar á Ítalíu sýnt því aukinn áhuga að fjármagna starf- semi og verkefni á Íslandi í samstarfi við hérlenda banka, einkum Lands- bankann. Sá áhugi sé mun meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Hann bendir m.a. á að ítalskir bankar hafi komið að fjármögnun Smáralindar í Kópavogi. Auk samskipta á sviði stjórnmála og viðskipta minnir Di Saluzzo á menningarsamstarf landanna, sem hafi verið skjalfest með undirritun samnings menntamálaráðherra Ís- lands og Ítalíu á síðasta ári. Eftir sé þó að samþykkja samninginn í báð- um deildum ítalska þingsins. Áhugi fyrir opnun sendiráðs Sem fyrr segir hefur Di Saluzzo aðsetur í Osló en hann er einnig sendiherra Ítalíu í Noregi og hefur gegnt embættinu í þrjú ár. Hann segist reyna að koma eins oft til Ís- lands og hann geti. Þetta var þriðja heimsókn hans til landsins á þessu ári en hann kom vegna NATO-fund- arins í Reykjavík sl. vor og sótti fund Íslensk-ítalska verslunarráðsins í lok febrúar síðastliðinn. „Þegar ég kem hingað til Íslands finn ég fyrir miklum áhuga á Ítalíu og hið sama finn ég á Ítalíu gagnvart Íslandi. Ég bind vonir við að fleiri ferðamenn fari milli landanna. Hér er ákaflega fallegt landslag og það er ekki síst það sem Ítalir hrífast af,“ segir Di Saluzzo en á þessu ári er bú- ist við að um átta þúsund ítalskir ferðamenn komi til Íslands. Að- spurður hvort ítölsk stjórnvöld muni opna sendiráð hér á landi á næstu ár- um segir Di Saluzzo mikinn áhuga og vilja til þess vera til staðar. Líkur á því aukist ár frá ári, ekki síst þegar samskiptin séu orðin þetta mikil á ýmsum sviðum. Sendiherra Ítalíu á Íslandi segir að ítölsk stjórnvöld hafi áhuga á að opna sendiráð á Íslandi Ítalskir bankar sýna Íslandi aukinn áhuga Morgunblaðið/Þorkell Andrea G. Mochi Onory Di Saluzzo, sendiherra Ítalíu á Íslandi og í Nor- egi, er lögfræðingur að mennt og gegnir einnig stöðu prófessors í al- þjóðalögum við háskólann í Mílanó. Hann hefur aðsetur í Noregi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.