Morgunblaðið - 26.09.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 26.09.2002, Síða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 17 NÚ á haustdögum var endanlega lokið við að gera mjög sérstæða og fagra girðingu umhverfis kirkju- garðinn við Hrepphólakirkju. Kirkjugestir fögnuðu þessu góða framtaki við messu síðastliðinn sunnudag. Í aprílmánuði árið 2000 ákvað Guðrún Guðjónsdóttir frá Unn- arholti að færa Hrepphólakirkju að gjöf eina milljón króna sem skyldi varið til prýði og viðhalds Hrepphólakirkju og kirkjugarði. Sóknarnefnd ákvað að verja þess- um fjármunum til nýrrar girð- ingar umhverfis kirkjugarðinn. Kallaði sóknarnefndin til fundar við sig Guðmund Rafn Sigurðsson umsjónarmann kirkjugarða og Hjörleif Stefánsson arkitekt til ráðagerða. Var ákveðið að nota stuðlaberg úr Hólahnjúkum til að prýða girðinguna en þar er opin stuðlabergsnáma. Afkomendur El- ísabetar Kristjánsdóttur og Jóns Sigurðssonar í Hrepphólum gáfu stuðlaberg til þessara fram- kvæmda. Er gjöfin til minningar um Jón bónda en hann var með- hjálpari og kirkjubóndi í Hrepp- hólum um margra áratuga skeið. Mikil vinna Framkvæmdir við verkið fóru að mestu fram á síðastliðnu ári af vinnuflokki undir stjórn Ara O. Jó- hannessonar sem naut aðstoðar heimamanna. Mikil vinna var þó eftir við frágang verksins sem lauk nú á haustdögum sem fyrr segir. Séra Eiríkur Jóhannsson í Hruna þakkaði við guðsþjónustuna öllum þeim sem komu að þessu verki en þó sérstaklega sóknar- nefndarformanninum, Ágústi Sig- urðssyni í Birtingaholti. Hann var frá upphafi vakinn og sofinn yfir þessu verki, að ýta því áfram á öll- um vígstöðvum auk þess að vinna ómælt verk við það með eigin höndum. Að lokinni messu bauð sóknarnefnd öllum viðstöddum til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu. Fögur en óvenjuleg kirkjugarðs- girðing í Hrepphólum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sóknarnefnd og sóknarprestur að lokinni guðsþjónustu við Hrepphóla- kirkju, f.v.: Séra Eiríkur Jóhannsson, Arnfríður Jóhannsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Ágúst Sigurðsson sóknarnefndarformaður. Hrunamannahreppur Peningamarkaðsvíxlar Kaupþings banka hf., árið 2003 í Kauphöll Íslands hf. Kauphöll Íslands hf. hefur samþykkt að taka Peningamarkaðsvíxla Kaupþings banka hf., fyrir árið 2003, á skrá Kauphallarinnar. Víxlarnir verða skráðir þriðjudaginn 1. október nk. og miðvikudaginn 15. janúar 2003. Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Kaupþingi banka hf. Ármúla 13, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 Auðkenni Skráningardagur Gjalddagi KAUP 03 0115 2. október 2002 15. janúar 2003 KAUP 03 0214 2. október 2002 14. febrúar 2003 KAUP 03 0314 2. október 2002 14. mars 2003 KAUP 03 0415 2. október 2002 15. apríl 2003 KAUP 03 0515 2. október 2002 15. maí 2003 KAUP 03 0616 2. október 2002 16. júní 2003 KAUP 03 0715 15. janúar 2002 15. júní 2003 KAUP 03 0815 15. janúar 2003 15. ágúst 2003 KAUP 03 0915 15. janúar 2003 15. september 2003 KAUP 03 1015 15. janúar 203 15. október 2003 KAUP 03 1114 15. janúar 2003 14. nóvember 2003 KAUP 03 1215 15. janúar 2003 15. desember 2003 - Örfá sæti laus -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.