Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 23 Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA „Corolla uppfyllir allar kröfur.“ Ingvar Magnússon Slökkviliðsmaður COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. Ég var að leita að traustum bíl sem færi vel með f jölskylduna í löngum akstr i og gæti dregið t ja ldvagn. Í stuttu mál i uppfyl l i r Corol la a l lar okkar kröfur. Hann er frábær í akstr i , ótrúlega rúmgóður og mjög sparneyt inn. Öll þjónusta Toyota var t i l fyr i rmyndar, bæði l ipur og vönduð. Meira að segja heimil is- hundurinn, Tópas, fékk óvæntan glaðning; sérsniðna mottu aftur í , sem hann er yf i r s ig ánægður með. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 0 9/ 20 02 OPIÐ Í DAG 12-16 …og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR VÍSINDAMENN segjast hafa fundið skýringu á því hvers vegna sumt fólk, sem sýkst hefur af HIV-veirunni, fær þrátt fyrir það ekki alnæmi (AIDS). Vonast þeir til að uppgötvunin leiði til betri þekkingar á því hvernig manns- líkaminn tekst á við HIV-veiruna og þá um leið til þróunar nýrra meðferðarúrræða. Um nokkra hríð hafa menn vit- að að um 2% HIV-smitaðra eru ónæmir fyrir því að fá alnæmi. Nú hafa bandarískir og kínverskir vísindamenn fundið próteinteg- und í frumum líkamans sem kem- ur í veg fyrir að HIV-veiran þró- ist í sjúkdóminn skæða. „Þessi uppgötvun er stórt skref fram á við í viðleitni okkar til að skilja betur hvernig líkaminn bregst við HIV,“ sagði Linqi Zhang, sem fór fyrir sveit vísinda- manna við Aaron Diamond AIDS- rannsóknarstofnunni í New York. Niðurstöður þeirra eru birtar í nýjasta hefti Science. Vitað var að ónæmisfrumur, sem kallaðar hafa verið CD8 T, framleiða óþekkt efni sem koma í veg fyrir að HIV-frumur fjölga sér og valda þannig alnæmi. Vís- indamennirnir í New York báru saman CD8 T-frumur úr HIV- smituðu fólki, sem ekki hafði fengið alnæmi, við frumur úr fólki hvers ónæmiskerfi var að byrja að bresta af völdum alnæmis. Kom- ust vísindamennirnir að því að hjá fyrri hópnum var að finna til- tekna próteintegundir, alpha- defensins -1, -2, -3. Virðist sem próteinin haldi aft- ur af þróun HIV-veirunnar og því vonast vísindamennirnir til þess að þróa megi prótein-meðferð sem nota megi á aðra HIV-smit- aða einstaklinga. Til að staðfesta niðurstöður sín- ar fjarlægðu vísindamennirnir próteinin úr frumum HIV-smit- aðra sjúklinga, sem ónæmir voru fyrir því að fá alnæmi. Kom þá í ljós að frumurnar voru skyndilega nánast alveg varnarlausar gagn- vart veirunni. Vísindamenn uppgötva próteintegund sem veldur ónæmi fyrir AIDS Vonast til að geta þróað ný meðferðarúrræði Washington. AFP. AUKNAR líkur eru nú taldar á því að sænskir jafnaðarmenn verði áfram við völd í Svíþjóð en stjórnarmyndunarviðræður borgaraflokkanna og græningja fóru í gær út um þúfur. Fyrr í vikunni hafði Göran Persson forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna slitið viðræðum við græningja eftir að þeir gerðu kröfu til ráðherraembættis. Maud Olofsson, leiðtogi Mið- flokksins, sagði í gær að of mikið skildi borgaraflokkana þrjá og græningja að til að hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Næss fær umhverfis- verðlaun NORÐMAÐURINN Arne Næss fékk í gær umhverfisverð- laun Norðurlandaráðs. Verðlaun- in nema 350 þúsund dönskum krónum, eða rúmum 4 milljónum íslenskra króna. Næss, sem er ní- ræður að aldri, er heimspekingur að mennt og hefur m.a. lagt grunn að umhverfisheimspeki. Spilling á Írlandi ÁHRIFAMIKILL stjórnmála- maður á Írlandi, P.J. Mara, sagði í gær af sér formennsku í nefnd sem stýrir kosningabar- áttu stjórnarflokksins Fianna Fáil vegna þjóðaratkvæða- greiðslu um Nice-sáttmála Evr- ópusambandsins, sem haldin verður í október. Í fyrradag hafði Mara verið sakaður um það, í lokaskýrslu rannsóknar- nefndar um spillingu í írskum stjórnmálum, að hafa reynt að villa um fyrir nefndinni. Hún komst einnig að þeirri niður- stöðu að Ray Burke, sem Bertie Ahern forsætisráðherra skipaði utanríkisráðherra eftir kosning- ar 1997, hefði tekið við fjármun- um manna úr viðskiptalífinu. Burke sagði af sér í október 1997 eftir að ásakanir á hendur honum komust í hámæli en hann á nú yfir höfði sér ákæru. STUTT Persson áfram við völd?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.