Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 37 Grindavíkur syngur. Stjórnandi Rósalind Gísladóttir. Örn Falkner leikur undir á flyg- il. Sóknarnefndin. HVALSNESKIRKJA: Föstudagurinn 27. september. Miðhús helgistund kl. 12. Boðið upp á hádegisverð gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir. Laugardagurinn 28. september. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Sjáumst hress. Sunnudagurinn 29. september. Safnaðar- heimilið í Sandgerði. 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörnin í Sanderði verða kynnt fyrir söfnuðinum. Nemar úr Tónlistarskól- anum í Sandgerði taka þátt í guðsþjónust- unni. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 28. september. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14. Ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Sjáumst hress. Sunnudagurinn 29. september. 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn í Garði verða kynnt fyrir söfnuðinum. Nemar úr Tónlistarskólanum í Garði taka þátt í guðs- þjónustunni. Kór Útskálakirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Garð- vangur. Helgistund kl. 15.30. Miðvikudag- urinn 2. október. Safnaðarheimilið Sæ- borg. Alfa-námskeið kl. 19. Kynningarkvöld. Suðurnesjamenn vel- komnir. Sóknarprestur, Björn Sveinn Björnsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudaginn 29. septem- ber kl. 11 og markar hún upphaf barna- starfsins í vetur. Ástríður Helga Sigurðar- dóttir, Tone Solbakk, Natalía Chow organ- isti og sr. Baldur Rafn Sigurðsson annast þjónustuna. Afhent verður efni barna- starfsins og það kynnt. Sóknarprestur. NJARÐVÍKURKIRKJA: (Innri-Njarðvík) Sunnudagaskóli sunnudaginn 29. sept- ember kl. 11 og fer hann fram í Ytri-Njarð- víkurkirkju þar sem hér er um að ræða fyrsta skiptið í vetur. Nýtt efni afhent. Sóknarprestur KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undir- leikari í sunnudagaskóla: Helgi Már Hann- esson. Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingva- son. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organ- isti: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Hrafn- hildur Atladóttir. Samvera kl. 16.30. Tón- list, hugleiðing o.fl. SELFOSSKIRKJA: Eldri borgarar hefja vetrarstarfið með því að mæta í messu sunnudag kl. 11. Sunnudagaskólinn er á sama tíma og léttur hádegisverður að messu lokinni. Septembertónleikar þriðju- daginn 1. október kl. 20.30. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldra- samvera miðvikudaga kl. 11. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta nk. sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa nk. sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskól- inn með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Stefanía, Berglind og Jörg. Kl. 14 ferming- arstarf vetrarins hefst með guðsþjónustu og fundi með foreldrum fermingarbarna á eftir. Þriðjudagur 1. okt. Kl. 10 foreldra- morgunn. SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrum: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Kristín Björnsdóttir leikur á orgel og stjórnar kór Skeiðflatar- kirkju. Fermingarbörn næsta vors sérstak- lega hvött til að mæta ásamt foreldrum. Fjölmennum. Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Helgi- stund í Lundi, Hellu, sunnudag kl. 13. Guðsþjónusta í Oddakirkju kl. 14. Orgel- leikari Nína María Morávek. Sóknar- prestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Vetrarstarf Akureyr- arkirkju hefst. Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson og sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Fyrsti sunnudagaskólinn, efni vetrarins afhent. Kór Akureyrarkirkju. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Opið hús í Safnaðarheimili eftir messu þar sem vetrarstarfið verður kynnt. Léttar veit- ingar. Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson annast tónlistarflutn- ing. Fundur með fermingarbörnum og for- eldrum þeirra kl. 13.30 í kirkjunni. Æðru- leysismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Arna Valsdóttir, Stefán Ingólfsson og Eiríkur Bóasson sjá um tón- listarflutning. Inga Eydal og Arna Valsdóttir syngja tvísöng. Kaffi í Safnaðarheimili eft- ir messu. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA. Fjölskyldaguðsþjónusta kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur og leið- ir söng. GLERÁRKIRKJA – Kirkja heyrnarlausra: Guðsþjónusta á Degi heyrnarlausra sunnudag kl. 14 í Glerárkirkju á Akureyri. Í tilefni af degi heyrnarlausra flytur Unnur dóra Norðfjörð ávarp. Herdís Guðbjarts- dóttir, foreldri og Magnús Sverrisson halda ræðu. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Rögnu Magnúsdóttur. Einnig syngja börnin úr Lundarskóla undir stjórn Þór- halls Arnarsonar. Miyako Þórðarson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 almenn samkoma. Níels Erl- ingsson talar. Mánud: Kl. 15 heimila- samband. Miðvikud: Kl. 20 hjálparflokkur. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30. Ester Karin Jakobsen mun prédika í að- alsal kirkjunnar. Á sama tíma fer fram fjöl- breytt og skemmtilegt barnastarf fyrir krakka á aldrinum 0–12 ára. Almenn sam- koma kl. 16.30. Vörður Leví Traustason prédikar. Fjölbreytt lofgjörð og fyrirbæna- þjónusta. Barnapössun fyrir börn undir 7 ára aldri. Allir hjartanlega velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenilundur: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 16. Grenivíkur- kirkja. Kyrrðar- og bænastund sunnu- dagskvöld kl. 21. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Torvald Gjerde. Nýir kórkyrtlar teknir í notkun. Fundur með foreldrum fermingarbarna eft- ir messu. Mánudagur: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. dóttir, Stefán Ingólfsson og Eiríkur Bóasson annast tónlistarflutning. Eftirfarandi þættir safnaðar- starfsins verða kynntir: Sunnudagaskólinn, TTT-starf, Kirkjusprellarar 6–9 ára, starf æskulýðsfélaganna, fermingar- fræðslan, tónlistarstarf, Mömmu- morgnar, samverur eldri borgara, Sjálfshjálparhópur foreldra, Sam- hygð, 12-spora hópavinna, hjóna- og kvennanámskeið, hópavinna og fræðsla vegna skilnaðar, Vinaheim- sóknir kirkjunnar, Kvenfélag Akur- eyrarkirkju og Biblíulestrar. Fundur með væntanlegum ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra verður í kirkjunni kl. 13.30 og fyrsta æðruleysismessa vetrarins kl. 20.30. Eftir messu er boðið upp á kaffisopa í Safnaðarheimili að venju. Trúarbragðanámskeið í Leikmannaskólanum Í FLÓKNUM heimi verðum við æ meira vör við litróf trúarbragð- anna. Til að upplýsa okkur betur um litrófið þá hefst miðvikudaginn 2. október kl. 20 í Leikmannaskóla kirkjunnar þriggja kvölda nám- skeið sem heitir Frá Móse til Mú- hameðs. Viðfangsefni námskeiðsins er saga stóru eingyðistrúarbragð- anna, kristni, íslams og gyðingdóms sem oft hafa tekist á með hræðileg- um afleiðingum. Kastljósinu verður beint að því sem er líkt og ólíkt með þeim, m.a. hugmyndum um Guð, af- stöðuna til náungans og átökum þeirra í milli. Kennari á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson sóknar- prestur. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans www.kirkjan.is/leikmannaskoli og þar má einnig fá frekari upplýs- ingar. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnu- daginn 29. september kl.14. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prestur predikar og þjónar ásamt Hildi Eir Bolladóttur guðfræðinema og Ragnheiði Sverrisdóttur djákna sem leiðir stundina. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dægurperl- ur. Þá er hægt að leggja inn fyrir- bænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu. Messan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi Port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM og K. MESSUR/KIRKJUSTARF ✝ Anna ÞorkelínaSigurðardóttir fæddist á Sauðár- króki 5. maí 1929. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 19. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru þau Sig- urður Þorkelsson, verkamaður, f. 5. 12. 1904, d. 17.3. 1989, og Sigurlína Stefáns- dóttir, f. 1.10. 1901, d. 11.4. 1989. Bróðir Önnu er Stefán Þröstur, f. 1930, d. 1987. Hálfbróðir þeirra er Helgi Gunnarsson, f. 1922, búsettur í Kópavogi. Fósturbróðir þeirra er Sigurður Anton, f. 1947, búsettur í Noregi. Anna giftist 28. maí 1958 Ósk- ari Árnasyni, Landakoti, Sand- gerði, f. 23.9. 1923, d. 1.2. 1998. Dóttir Önnu er Kolbrún Leifs- dóttir, f. 17.9 1949, maki Erlingur Björnsson, búsett í Sandgerði. Börn þeirra eru Árni Björn og Anna Ósk. Börn Óskars og Önnu eru: 1) Hjördís Ósk, f. 15.6. 1954, maki Per Beck, búsett í Noregi. Börn þeirra eru Rolf Arne og Jeanette. 2) Sigurlína, f. 21.7. 1955, maki Þórólfur Ágústsson, búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Linda María og Sigurður. 3) Anna Sigríður, f. 3.3. 1958, maki Sveinn Þorkelsson, búsett í Sandgerði. Börn þeirra eru Guðrún og Óskar. 4) Árni Arnar, f. 14.9. 1959, búsettur í Reykjavík. Lang- ömmubörnin eru tvö, þau Anton Björn Árnason og Rakel Ósk Andra- dóttir. Anna var alin upp hjá föðurömmu sinni, Önnu Sigríði Sigurðardóttur, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Hún dvaldi hjá henni fram að fermingu er hún fluttist til foreldra sinna á Sauð- árkróki. Hún fór síðan til Reykja- víkur og vann á barnaheimilinu Suðurborg. Hún flyst til Sand- gerðis árið 1952 þar sem hún bjó alla tíð síðan að frátöldum síðustu tveimur árum er hún bjó í þjón- ustuíbúð í Keflavík. Anna var húsmóðir stærstan hluta ævinnar auk þess sem hún starfaði með hléum við fiskvinnslu í Sand- gerði. Frá árinu 1973 vann hún með eiginmanni sínum við eigið fiskvinnslufyrirtæki, Rækju- vinnslu Óskars Árnasonar, sem þau ráku fram til ársins 1990. Útför Önnu fer fram frá Safn- aðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fráfall Önnu var óvænt. Maður reiknaði aldrei með öðru en að hún yrði háöldruð, hún hafði alla tíð ver- ið svo hraust, varð aldrei misdæg- urt. Hugurinn reikar ósjálfrátt til baka og minningar streyma fram. Minningar sem að öllu jöfnu eru ekki í huganum dags daglega en eru þarna og maður finnur hversu mik- ils virði þær eru. Anna var einn hlekkurinn í lífskeðju minni. Hún var samofin fjölskyldu minni frá því að hún hóf búskap í Landakoti með eiginmanni sínum Óskari, föður- bróður mínum. Anna og Óskar bjuggu í Landakoti ásamt foreldr- um mínum og afa og ömmu. Þau með börnin sín fimm á miðhæðinni, mamma og pabbi í risinu með sín fimm og afi og amma í kjallaranum. Þetta sambýli varði í ein 12–13 ár þar til Anna og Óskar fluttu í ný- byggt hús sitt við Norðurgötu 11 steinsnar frá Landakoti. Í sambýlinu í Landakoti gekk á ýmsu einsog við er að búast á stóru heimili en Anna hélt sig alla tíð fyr- ir utan átök hversdagsins. Hún elskaði friðinn og blés á allt dæg- urþras. Anna var mjög lagleg og falleg kona með sterka og hlýja nærveru. Hún var mjög félagslynd, tók þátt í kvenfélaginu, var í kvennakór og kirkjukórum og var mjög vinsæl af samborgurum sínum. Hún var mjög tónelsk, hafði sterka og fallega rödd og spilaði á orgel og gítar. Á lífsleið- inni mætti hún hæðum og lægðum sem voru bæði hærri og dýpri en hjá mörgum öðrum. Hvernig sem viðraði haggaðist Anna aldrei. Hún tók öllum verkefnum lífsins af miklu æðruleysi og jafnaðargerði. Hún var trúuð kona og bjó yfir miklum innri styrk. Hún gaf sér tíma til að hlusta á fólk, gaf iðulega gjafir af minnsta tilefni og sýndi skilning í raunum manna. Aldrei man ég eftir að hún hafi kvartað yf- ir nokkrum sköpuðum hlut, þó vissulega hafi hún átt sínar erfiðu stundir einsog aðrir. Hún hafði alla tíð jákvætt lífsviðhorf og kærleiks- ríkt hjarta. Hennar lífssýn mætti vera mörgum okkar fyrirmynd. Ég og Árni yngsti sonur Önnu er- um á svipuðum aldri og vorum mikl- ir leikfélagar. Frá unga aldri dvaldi ég löngum stundum á heimili þeirra. Anna var mín önnur mamma eins og Dilla mágkona Önnu orðaði það. Sem ung stelpa man ég eftir hve hlý og góð hún var alltaf við mig og hvað mér leið vel í návist hennar. Ég sóttist eftir að vera í návist hennar, það var sérstök ró og öryggi í öllu henn- ar fasi. Ég fann mig alltaf sem eina af börnum hennar. Þegar Anna fór til útlanda fékk ég alltaf pakka eins- og börnin hennar. Ég man enn eftir gleði minni þegar Anna kom heim úr fyrstu sólarlandaferð sinni til Spánar, þá færði hún mér appels- ínugulan bol með áprentaðri sól og áletruninni Costa del Sol og hvíta og rauða pæjuskó með þykkum botni. Hún mundi alltaf eftir litlum hjörtum sem henni fannst gaman að gleðja. Ég tel að Anna hafi átt ríkulegan þátt í að skapa hið kærleiksríka samband sem ríkt hefur á milli fjöl- skyldna okkar í gegnum tíðina. F.h. móður minnar og okkar systkinanna þakka ég samfylgdina með Önnu, minning hennar mun lifa þótt lífsklukka hennar í þessu lífi hafi numið staðar. Katrín. Elsku amma mín, mörg bréfin hef ég skrifað þér í gegnum árin og sjálfsagt verður þetta mitt síðasta. Ég vil byrja á því að segja þér að þú hefur alltaf verið hetjan mín, hvernig þú sigldir í gegnum lífið með bjartsýni og gleði mun ávallt verða leiðarvísir minn um hvernig á að lifa lífinu. Þú hefur kennt mér svo ótal- margt í gegnum tíðina, án þess í rauninni að gera þér grein fyrir því, en ég er betri manneskja að sama skapi. Þú hefur alltaf verið mér innan handar þegar ég hef þurft á þér að halda. Mér verður hugsað til sím- tals sem ég átti við þig ekki alls fyr- ir löngu, ég var einmana úti í Sví- þjóð og heimþráin sagði til sín þannig að ég ákvað að slá á þráðinn til þín þrátt fyrir að klukkan væri margt og þegar mjúk rödd þín svar- aði mér hvarf einmanaleikinn eins og dögg fyrir sólu. Með þig á hinum endanum styrktist ég og gat tekist á við hversdagsleikann. Ég kveð þig, amma mín, með söknuði í hjarta en veit þó að rétt eins og afi þá munt þú vaka yfir mér. Ljós þitt mun lifa í minningunni og ég veit að þú ert komin á góðan stað. Nafna mín, þú ávallt ert hetja í huga og sálu, bros þitt svo undur blítt, ljós þitt bjart það brennur. Anna Ósk. Þegar einn úr fjölskyldunni hverfur á braut yfir móðuna miklu verðum við hljóð sem eftir erum. Aðeins minningar verða eftir, hlýj- ar, bjartar minningar sem ylja manni. Þannig minningar skildi mágkona mín, Anna Þ. Sigurðar- dóttir, eftir sig. Hún var ein af þeim sem var glöð í sinni sem samferða- fólkið naut í ríkum mæli. Ég þakka henni samfylgdina sem aldrei bar skugga á. Ég bið góðan Guð að vera með okkur öllum. Ásta. ANNA ÞORKELÍNA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Ragnar Jónssonfæddist að Skrapatungu í Lax- árdal 12. febrúar 1912. Hann lést á spítalanum á Blöndu- ósi 18. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Helga- son, f. 23.5. 1863 á Mosfelli í Svínadal, d. 20.5. 1940, og síðari kona hans: Ragn- heiður Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 13.11. 1871 að Enni í Refa- sveit, d. 1.10. 1927. Bjuggu þau lengst af í Skrapa- tungu, sem var nyrst í Laxárdal austan ár undan Tunguhnjúki en síðast í Enni í Refasveit austan nú- verandi Blönduóss og Blöndu. Þau giftust 27.2. 1896. Börn þeirra urðu 14 og varð Ragnar þeirra elstur en næst yngstur þeirra systkina. Tveir synir fórust í snjó- flóði en hin börnin komust til full- orðins ára. Ragnar flutti þriggja ára að Svanlundi með foreldrum en síðar út á Blönduós og vann við sveitavinnu og vegagerð um sveit- ir héraðsins og við sjómennsku einkum í Sandgerði. Síðar flutti hann til Akur- eyrar og vann við prentun Odds Björnssonar einkum bókband, sem hann lærði þar. 1953 flutti hann til Blönduóss og vann við Héraðs- bókasafnið, batt þar inn og sá um það. Í Reykjavík vann hann um tíma hjá Al- menna bókafélag- inu, en fluttist aftur til Blönduóss. Sjálfur átti hann gott bókasafn og las mikið og var fróður um margt. Kona Ragnars var Inga Skarp- héðinsdóttir og áttu þau soninn Skarphéðin sem varð stúdent á Akureyri en hefur um langt árabil unnið að ýmsum verkum á Blönduósi, síðustu árin veitt for- stöðu hjá Vátryggingarfélagi Ís- lands. Útför Ragnars fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Við hjónin kynntust Ragnari um lengri tíma og var hann jafnan heim- ilisvinur syðra er hann bjó þar. Ragnar var bróðir tengdamóður minnar Ólínu, sem lengst af bjó í Klöpp í Miðneshreppi.Var löngum kært með þeim systkinum. Ragnar var jafnaðarmaður alla tíð og sótti þing Alþýðusambandsins um nokkur ár og sat jafnan þing fyrir verkalýðs- félag Blönduóss. Ragnar dvaldi síð- ustu árin á sjúkrahúsi Blönduóss og hafði framan af fótavist en af honum dró síðustu árin. Við heimsóttum hann í júní s.l. og var af honum mikið dregið. Við hjón og ættingjar send- um ættfólki kveðjur. Kjartan Helgason. RAGNAR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.