Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðni Ingólfssonbóndi fæddist í Reykjavík 10. júní 1951. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 16. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru hjónin Ingólfur Guðnason, f. 27.10. 1919, fyrrverandi bóndi að Eyjum í Kjós, og Helga Páls- dóttir, f. 22.6. 1926, nú búsett að Borgar- hól í Kjós. Systkini Guðna eru Anna Pál- ína, f. 15.2. 1953, d. 15.4. 1955; Anna Guðfinna, f. 4.4. 1955, hús- móðir í Keflavík, maður hennar er Kristinn Helgason vélamaður og eiga þau þrjú börn; Hermann Ingi, f. 24.3. 1956, bóndi á Hjalla í Kjós, kvæntur Aðalheiði Birnu Einars- dóttur húsfreyju og bónda og eiga þau þrjú börn; Páll Heimir, f. 1.12. 1958, bóndi að Eyjum í Kjós, kon- an hans er Marta Karlsdóttir, hús- freyja og bóndi, og eiga þau þrjú börn. Guðrún Lilja, f. 30.12. 1959, húsmóðir í Kópavogi, á hún fjögur börn, sambýlismað- ur hennar er Þór Sigurgeirsson; Val- borg Erna, f. 8.2. 1965, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Óm- ari Ásgrímssyni pípulagningameist- ara og eiga þau tvo syni. Guðni stundaði bústörf að Eyjum með föður sínum á unglingsárum. Hann fór til sjós ungur maður og var á bát- um m.a. frá Grinda- vík og Hornafirði. Hann starfaði síðan við loðnubræðslu í Sand- gerði, hjá Mjólkurfélagi Reykja- víkur og Sindrastáli í Reykjavík en var oftast að Eyjum yfir sum- artímann. Síðustu ár stundaði Guðni búskap að Eyjum ásamt Páli bróður sínum, einnig sinnti hann eftirlitsstörfum fyrir Félag sumarbústaðaeiganda við Meðal- fellsvatn. Útför Guðna verður gerð frá Reynivallakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ó, Jesús, að mér snú ásjónu þinni. Sjá þú mig særðan nú á sálu minni. Þegar ég hrasa hér, hvað mjög oft sannast. Bentu í miskunn mér svo megi ég við kannast. Oft lít ég upp til þín augum grátandi. Líttu því ljúft til mín svo leysist vandi. (Hallgr. Pét.) Elsku Gunni bróðir minn. Núna ertu farinn frá okkur. Þegar ég frétti að þú værir kominn upp á spítala fór ég beint til þín. Þú varst svo mikið veikur en ég hugsaði: Gunni stendur fljótt upp aftur með sinn stóra sterka líkama og þrjósku. En svo greindist þú með þennan illa sjúkdóm sem tók þig að lokum frá okkur. Elsku Gunni, nú finnur þú ekkert til lengur, nú ertu frjáls. En Gunni minn þú verður hjá mér á gamlárskvöld eins og þú hefur gert undanfarin ár. Þú gafst mér alltaf stærstu rakettuna, alveg frá því að ég var lítil, þessu gleymi ég aldrei. Einn- ig gleymi ég ekki öllum bíltúrunum á Þingvallaböllin. Elsku Gunni, alltaf gat maður beðið þig um allt, þú sagðir alltaf já við öllu. Það var sama hvað maður bað um. Og nú, elsku Gunni minn, kveð ég þig. Megi sál þín hvíla í friði. Við söknum þín mikið. Mundu að Guð hefur alltaf þekkt þig. Þín systir Guðrún. Elsku Gunni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Gunni minn, maður saknar þess að sjá ekki bílinn þinn á ferðinni, keyrandi um bústaðabyggðir. Við eig- um eftir að sakna þess að fá þig í heimsókn í bústaðinn eins og þú varst alltaf vanur að gera. Ég veit að þín er sárt saknað á mörgum stöðum af öll- um þínum vinum. En Gunni minn ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af ömmu, afa og elsku Önnu syst- ur sem þér þótti svo ofur vænt um. Guð geymi þig og varðveiti, elsku Gunni. Anna systir og Kristinn. Guðni Ingólfsson er horfinn frá okkur. Við vorum bræðrabörn. Ing- ólfur, faðir Guðna, er yngstur sinna systkina og Hans, faðir minn, var þeirra elstur. Við vorum alin upp saman í Eyjakróknum við Meðalfells- vatn þar sem blágresið vex í Réttar- bolla og Gróukoti og jarðarber vaxa á Þumalgeiranum ef vel er leitað. Á fögrum sumarkvöldum baðar Snæ- fellsjökull sig í kvöldroðanum langt í vestri og bleikar breiður af eyrarrós- um prýða bakka Sandsár. Þar er mannlíf gott og fagurt. Guðni var elstur í samheldnum systkinahópi. Hann var ekki hár í loft- inu þegar hann fór að fylgja föður sín- um eftir við bústörfin. Mér er minn- isstæður bjartur júnídagur árið 1965 þegar Guðni var fermdur og Valborg, sem er yngst af þeim systkinum, var skírð. Þá var hátíð í bæ og mikil veisla hjá Helgu og Ingólfi. Guðni undi sér best í sveitinni og tók við búskap af föður sínum ásamt Páli, bróður sínum. Við búskapinn var hann á heimavelli og kóngur í ríki sínu. Hann var líka eftirlitsmaður með sumarbústöðum við Meðalfells- vatn og það starf var honum mjög hugleikið. Þegar faðir minn var flutt- ur til Reykjavíkur, fullorðinn og heilsulítill, var hugur hans samt alltaf í sveitinni. Þá var ekki ónýtt að fá Guðna í heimsókn því að hann var alltaf hress og kátur og kunni skil á öllu sem faðir minn vildi vita um fólk og fénað í Kjósinni. Guðni kom oft norður til Akureyrar í heimsókn til okkar Benna. Hann var aufúsugestur, hress og kátur og sagði fréttir úr sveitinni og af fólkinu sínu. Við reyndum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt milli þess sem hann sat í tannlæknastólnum, en þar sýndi hann góða samvinnu og mikla þolinmæði. Það var dapur dagur sumarið 2000 þegar Guðni veiktist skyndilega og reyndist þá haldinn illvígum sjúkdómi sem nú hefur dregið hann til dauða. Í veikindum hans kom vel í ljós hve fjöl- skyldan er samheldin. Foreldrar hans og systkini og fjölskyldur þeirra gerðu allt sem þau gátu til þess að létta honum gönguna. Við Benni erum nú búsett á danskri grund og getum ekki fylgt honum síðasta spölinn og þykir okkur það mjög leitt. Þessi fátæklegu orð verða okkar hinsta kveðja til hans. Við sendum foreldrum hans og systk- inum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góð- an dreng mun lifa. Ragnheiður Hansdóttir. Í dag kveðjum við Guðna frænda minn í Eyjum. Mér finnst ekki vera svo langt síðan við komum saman til að gleðjast með honum á fimmtíu ára afmælinu hans. Þá hélt hann veislu eins og höfðingja er siður og komu margir til að fagna með honum. Hann var hrókur alls fagnaðar þó svo að hann hefði ári áður fengið áfall og krabbamein greinst í þeirri sjúkra- húslegu. Guðni var kátur og hafði gaman af því að glettast og var yfirleitt í góðu skapi. Það var gott að hafa hann nærri sér. Hann hafði mikinn áhuga á vélum og vélavinnu. Hann var ekki gamall þegar hann fór að vera liðtæk- ur við heyskapinn. Það var ekki nóg með að hann aðstoðaði föður sinn heldur líka föður minn við heyskap og annað sem viðkom búskapnum. Hann var mjög greiðvikinn og fljótur að bregðast við ef einhver gat notið að- stoðar hans. Ég veit það að hann var foreldrum mínum mikil stoð síðustu búskaparár þeirra, þegar við systk- inin vorum öll farin að heiman. Það var þeim mikils virði og voru þau hon- um mjög þakklát fyrir alla hans hjálp. Guðni átti alltaf heima í Eyjum og var sveitin honum afar kær og hvergi annars staðar vildi hann vera. Hann var mjög glaður þegar hann fékk helgarleyfi af sjúkrahúsinu og gat komist heim og hitt vinina og allt það sem honum var kærast. Guðna kveð ég með söknuði og bið um styrk handa foreldrum hans, systkinum og fjölskyldum þeirra. Helga Hansdóttir. Hann Guðni er dáinn, það er svo skrítið að þessi stóri og sterki maður skuli nú vera allur, langt um aldur fram. Vegir Guðs eru órannsakanleg- ir, tilgangur lífsins er oft torskilinn. Guðni barðist hetjulega við þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli og æðruleysi hans var aðdáun- arvert. Fjölskyldan stóð þétt við bak- ið á Guðna, foreldrar, systkini og vin- ir, samhent og samstiga í að létta honum síðustu sporin. Fjölskyldurnar á Eyjabæjunum eru tengdar sterkum böndum og Guðni var stór hluti af þeirri mynd. Minningarnar streyma fram. Guðni var hjálplegur í mörgu, hann var eins og stóri bróðir alltaf til staðar. Fyrstu minningar mínar um Guðna eru þeg- ar við vorum krakkar og langaði í sjoppuna á Hálsi til þess að fá okkur Spur, Prins polo og lakkrís, þá var það Guðni sem bjargaði málunum og keyrði mannskapinn. Þá var stundum notast við traktorinn eða Land Rov- erinn fenginn að láni hjá pabba. Já, æskuárin voru skemmtileg þó að stundum hefðum við bræður komið okkur í vandræði sem Guðni bjargaði okkur frá. Það var t.d. þegar við fest- um nýja Fordinn þegar við gerðum vísindalega tilraun á því hvort hann kæmist yfir dýið í Eyhólsmýrinni. Auðvitað fór traktorinn á kaf í mýrina og var næstum alveg horfinn. Þá kom Guðni og dró okkur upp og var heldur hróðugur því Deutzinn bjargaði Fordinum úr forinni. Já, þannig liðu árin og alltaf var Guðni til staðar og ekkert nema hjálpsemin. Guðni var mikill bóndi og mjög duglegur að sinna búinu og var alltaf að. Það verður því tómlegt í Eyja- króknum að heyra ekki lengur til Guðna á ferð úti á túni, uppi í fjalli eða í skemmunni. Skemman var hans heimavöllur og hafði alveg sérstakan anda sem enginn gleymir, hamars- högg eða véladynur voru aldrei langt undan. Og marga bíla fékk hann í gang eða skipti um kúplingu, bremsur eða annað sem þurfti að laga. Morgunkaffi í austurbænum var fastur liður hjá Guðna og þar var farið yfir helstu mál sem voru efst á baugi á hverjum tíma. Guðni var meiningar- fastur ef því var að skipta. Þannig var það alveg á hreinu að Deutz var lang- besti traktorinn, um það þurfti ekki hafa mörg orð. Féð átti hug Guðna og einnig hann hafði gaman að hestamennsku og út- reiðum. Guðni var oft á ferðinni að gá til kinda með kíki á lofti og hunda í bílnum. Guðni átti góða hunda og kom það sér vel í smalamennskum. Uppá- haldshestur Guðna var Móri enda var hann afbragðs hestur sem vann til fjölda verðlauna og Guðni var allra manna best ríðandi þegar hann var á Móra. Guðni tók virkan þátt í félagslífi okkar Kjósverja og var hjálparhella okkar í ungmennafélaginu Dreng og stóð margar vaktir í dyravörslu í Fé- lagsgarði. Það var allt með kyrrð og ró þegar Guðni var á vakt. Eins var hann iðulega bílstjóri þegar haldið var á vit ævintýra í Logaland eða á Hlöðum. Þingvallaböllin voru líka fastur liður hjá okkur Guðna og það var uppskeruhátíð í lok sumars eftir heyskapinn. Að minnsta kosti einn dans við Sigrúnu og Guðni ljómaði eins og sól. Ég mun seint gleyma handtaki hans og þeirri hlýju sem ég fann fyrir þegar ég kvaddi hann í síðast skiptið sem við hittumst. Orð voru óþörf, við skildum hvor annan. Fjölskyldan í Eyjum II kveður góðan vin og náganna og þakkar hon- um fyrir allt það góða sem Guðni stóð fyrir, alla hjálp og vináttu. Elsku Helga, Ingólfur, systkini, og tengda- börn Guð styrki ykkur og blessi í ykk- ar miklu sorg. Minninginn um Guðna mun lifa í hjörtum okkar, hann var einstakur vinur og góður drengur. Ég veit að Guðni ríður nú um velli himnaríkis á Móra, með hundana sína og undir ómar uppáhaldslagið hans „Undir bláhimni“. Fyrir hönd fjölskyldunnar Eyjum II í Kjós. Ólafur M. Magnússon. Það er mikill sjónarsviptir að hon- um Guðna okkar. Það hefur verið fastur liður í tilveru okkar hér á Grjóteyri í nær 40 ár að Guðni kæmi í heimsókn og fengi sér kaffibolla. Hann gekk oft með okkur í hin dag- legu verk og fjöldamörgum stundum var eytt saman við dútl að vélum og við viðgerðir allskonar. Við höfum um margt rætt saman í gegnum tíðina og mátum við mikils í fari Guðna hve hreinskiptinn hann var, hann talaði alltaf beint frá hjartanu og af ein- lægni. Guðna voru skepnur ákaflega kær- ar en mest hélt hann þó upp á kind- urnar. Hann naut sín best við smala- mennsku og og alls konar stúss í kringum þær. Þá skein ánægjan og áhuginn úr andliti hans þar sem hann gekk skörulega til verks. Guðni var ákaflega bóngóður og var fljótur að bjóða fram aðstoð sína ef á þurfti að halda. Það var hreint einstakt að fylgjast með er honum var falið ákveðið verkefni hve ákafur og áhugasamur hann var við að leysa verkið sem allra best. Það var honum mikils virði að geta tekið þátt í daglegu lífi í Kjósinni fram á síðasta dag, þrátt fyrir mikil veik- indi síðasta ár. Okkur þykir ákaflega vænt um þær yndislegu samveru- stundir er við áttum saman helgina fyrir andlát hans. Nú er hann horfinn á braut okkar tryggi vinur. Okkur langar að votta foreldrum Guðna, systkinum og öðr- um aðstandendum innilegustu samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng styrkja okkur öll í sorginni. Kristján, Hildur og fjöl- skylda, Grjóteyri. Elsku besti Gunni, nú ert þú búinn að kveðja þennan heim og kominn til ömmu, afa og Önnu systur og vitum við að þar líður þér vel. Ungur varðstu fyrir miklu áfalli þegar Anna Pálína kvaddi þennan heim sem skildi eftir sig sár sem þú þurftir að bera alla ævi þótt aldrei hafi það sést á þér. Ætíð gátum við treyst á þig ef á ein- hverri aðstoð þurfti að halda, alltaf varstu boðinn og búinn að hlaupa undir bagga, t.d. þegar nýja íbúðar- húsið að Eyjum var í byggingu og eitthvað vantaði varstu alltaf reiðubú- inn að fara strax af stað og sækja það enda kölluðum við Hermann þig oft sækjarann okkar og mun enginn fylla það skarð. Kindurnar þínar voru of- arlega í huga þér og einnig hundarnir þínir. Og hver var það sem passaði að búvélarnar væru ávallt í lagi? Svo stundaðir þú mörg önnur störf, t.d. fórstu á vertíð o.fl. Og fyrir nokkrum árum varstu beðinn að hafa vörslu með sumarhús- unum við Meðalfellsvatn enda varstu stoltur af því að þú værir „löggan í Kjósinni“. Á sumrin þegar við komum upp í Kjós í fellihýsið komst þú fljótt niður á Eyjabakka til að fá kaffi og ósjaldan gafstu manni eitthvað út í það eins og t.d. landann þinn sem allir í Kjósinni þekkja. Alltaf komst þú til dyranna eins og þú varst klæddur. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú hringir enginn Gunni til að athuga hvort við ætlum að koma í Kjósina, eða þú að fá gist- ingu í bænum, enda voru Guðni og Arnar alltaf reiðubúnir að lána þér annað hvort herbergið. Nú segja strákarnir – skrýtið að enginn Gunni komi og grípi í öxlina eða snúi upp á eyrað eins og þú varst vanur. Því alltaf voru börnin í uppáhaldi hjá þér. Já, það verður tómlegt í sveitinni að sjá engan Gunna á ferðinni á jepp- anum sínum sem var honum svo mik- ils virði. Svo þegar þessi erfiðu veikindi bar að var það vissulega mikið áfall fyrir alla, þó var ekki hægt að sjá á þér hve mikið veikur þú varst því þú lést aldr- ei neitt stöðva þig. Við kveðjum þig nú, Gunni minn, og minnumst þín með hlýju og sökn- uði. Biðjum guð að styrkja mömmu, pabba og alla í fjölskyldunni. Oft virðast undarleg örlögin og mörg svo ósanngjörn atvikin, á leið um lífsins braut ef lögð er ókleif þraut. Eitt atvik ávallt í huga býr sem aldrei dofnar né burtu flýr, dæmd voru vorsins blóm vægðarlausum dóm. Í gáska enginn að endinum spyr, óvægin sorgin oft knýr þá á dyr. Augu hrópa, enginn segir þó neitt því orð fá engu breytt. Í gáska enginn að endinum spyr, óvægin sorgin oft knýr þá á dyr, öldur hljóðna, enginn segja fær neitt því orð fá engu breytt. Öll skulum trúa og treysta því sá tími komi að enn á ný við getum glöð í lund átt góðan endurfund. Þá fái sérhver er sorgina bar svarið við því til hvers hún var og veitist veröld blíð sem varir alla tíð. (Ólafur Þórarinsson.) Valborg, Ómar og strákarnir. Við viljum þakka þér fyrir allt og allt. Það voru forréttindi að fá að þekkja þig og umgangast þig. Þú varst alltaf vinur vina þinna og maður gat alltaf stólað á þig þegar okkur vantaði aðstoð á landinu okkar í Kjós. Þegar við komum í sveitina varst þú iðulega mættur í kaffi og sagðir okkur helstu fréttirnar úr sveitinni. Aldrei þurfti maður að hafa áhyggjur af bústaðnum eða öðrum hlutum sem voru í Kjósinni, því að við vissum að Guðni mundi líta eftir þessu fyrir okkur þangað til við kom- um næst. Þakk fyrir allt. Við viljum votta Ingólfi, Helgu, Hermanni, Önnu, Palla, Gunnu, Völu og mökum þeirra og börnum innileg- ustu samúð okkar. Kristinn, Katrín og börn. Elsku Gunni. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Okkur finnst skrýtið að sjá bílinn þinn í hlaðinu uppi í sveit og vita til þess að þú eigir ekki eftir að keyra hann meira um sveitina og koma í heim- sókn niður í bústað. En við vitum að andi þinn mun lifa á meðal okkar. Þótt þú sért ekki hérna til að klípa í nefið á manni eða djóka í okkur þá fylgistu með okkur frá bjartari stað og hlærð eflaust að okkur þegar við erum að gera einhverja vitleysuna að þínu mati! Elsku Gunni, þú hafðir svo gott og sterkt hjarta og þín verður sárt sakn- að af öllum þínum vinum og ættingj- um. Við þökkum þér allt gamalt og gott og biðjum guð um að geyma þig og blessa. Kristín og Rúnar. GUÐNI INGÓLFSSON  Fleiri minningargreinar um Guðna Ingólfsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.