Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                             !  "#"$%    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. PÁLL P. Daníelsson skrifar smá- grein í Mbl. miðvikudag 16.10. 2002, „Um orkusparnað“ til stuðnings Kárahnjúkavirkjun og álframleiðslu á Íslandi. Telur hann að framlag Ís- lands til áliðnaðarins sé ómetanlegt því það stuðli að minni kolanotkun í heimsframleiðslunni og því sé bar- átta andstæðinga virkjunarinnar sem hann nefnir „græningja“ hálf- gerður hrepparígur hvernig sem það svo má vera! Nýverið var sagt frá að á einhverjum „hádegisverðarfundi“ hefðu erlendir spekingar sagt að ál væri framtíðin og að byggja þyrfti 3 risaálver árlega til að fullnægja vax- andi þörf (og e.t.v. að úrelda einhver önnur). Af því má e.t.v. meta hið „ómetanlega“ framlag Íslands í þessu sambandi. Auðlindir eru af ýmsu tagi en allar eru þær því marki brenndar að íbúar svæðisins lifa að meira eða minna leyti af að þær sé nytjaðar. Því má segja að ef meta á þetta framlag Ís- lands þannig þá verði að hafa í huga að við erum e.t.v. að eyðileggja af- komumöguleika hjá hópi fólks sem sennilega býr við mun lakari lífskjör með okkar innleggi í baráttuna! Væri nær að Íslendingar legðu því lið að bæta mengunarvarnir í eldri álverum en að breyta því sem Páll kallar „auðnir sem sáralitlu máli skipta“ í uppistöðulón. Í heimi sem er að fyllast af fólki og mannvirkjum eru „auðnir“ ekki lítil verðmæti og óþarfi að mæra Friðrik Sophusson fyrir góðan hug til náttúruverndar þegar hann, ásamt öðrum forkólfum virkjana og álvera, vill fórna m.a. landi og mengunarkvóta án endur- gjalds þegar þjóðin virðist vera í vel- megunarrúsi og nánast allir eru með kaupæði. Þetta væri afsakanlegt ef við værum öll á hungurmörkunum en svo er ekki og jafnvel öryrkjar og eldri borgarar hafa enn að éta, a.m.k. þeir sem taka slátur! Að lokum Páll – hvaða orkusparn- að ertu að tala um í sambandi við Kárahnjúkavirkjun og álver – léttari torfærujeppa úr áli? Mér sýnist þveröfugt að þetta stuðli að enn meira bruðli á orku til einskisverðra hluta – það má jafnvel segja að þetta sé lóð á vogarskálar offituvandans sem nú hrjáir hinn vestræna heim í vaxandi mæli! Væri nær að við reyndum að nýta orkulindir okkar á hærra fram- leiðslustigi en til að bræða grjót því það er fyrirsjáanlegt að ekki björg- um við heiminum með Kárahnjúka- virkjun eða með að sökkva Þjórsár- verum og samkvæmt umsögnum vitrustu manna (Geirs, Guðna og Davíðs!) siglir þjóðarskútan í lygn- um sjó, afgangur á fjárlögum, styrk stjórn og sátt um flesta hluti, jafnvel þvergirðingar! RAGNAR EIRÍKSSON, Lindargötu 15, Sauðárkróki. Auðnir eru líka verðmæti Frá Ragnari Eiríkssyni: NÁTTTRÖLLIÐ rumskar. Á yfir- standandi kirkjuþingi horfast pre- látarnir loksins í augu við þá stað- reynd að tveir þriðju hlutar landsmanna hafa lengi viljað fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Biskup sagði að ríki og kirkja væru skilin að borði og sæng og bauð undirmönnum sínum að búa sig undir lögskilnað. En líkt og í öðr- um skilnaðarmálum verður greini- lega deilt um skiptingu eigna. Í ræðu dóms- og kirkjumálaráðherra á þinginu kom fram að ríkið hefur boðið þjóðkirkjunni 84 prestssetur og prestssetursjarðir „til fullrar eignar og umráða ásamt verulegri meðgjöf“ en kirkjunnar menn brettu upp á nefið. Mætti almenn- ingur, sem aðili að þessum skilnaði, fá að vita hversu rífleg sú meðgjöf átti að vera og hvaða jarðir voru boðnar? Auðvitað er sorglegt hvað kirkjan hefur alla tíð verið frek á fé þótt fag- urt sé galað um fugla himinsins og liljur vallarins. En þegar biskup vék að sjálfboðastarfi innan kirkjunnar sagði hann: „Við verðum að læra að gefa, þjónandi kirkja er gjafmild kirkja og örlát.“ Á það ekki við í skilnaði? Og þegar biskup vék að barnafræðslu kirkjunnar sagði hann að hvetja ætti börnin til að leggja sitt af mörkum með því að safna fé í hverri barnasamveru „til að minna þau á að „sælla er að gefa en þiggja““. Ef maður á tvo kirtla hefur mér skilist að hann eigi að gefa annan fá- tækum. Sjá kirkjunnar menn enga bágstadda á Íslandi eða er kirkjan sjálf ekki aflögufær? Hún fær þrjú þúsund milljónir á ári í eigin rekstur en betlar það fé þó af almenningi sem hún gefur til baka. Eignaðist kirkjan ekki bróðurpartinn af jörð- um á Íslandi þegar hún átti að gegna hlutverki velferðarkerfisins? Af hverju gekk arðurinn ekki til fólksins? Af hverju eru jarðirnar ekki eign fólksins eða núverandi vel- ferðarkerfis, ríkisins? Ég vil enda þennan pistil á að spyrða saman tvær málsgreinar úr ræðu biskups í þeirri von að hans eigin orð geti orðið honum og öðrum umhugsunarefni. Svo mælti biskup: „Kirkjusóknir hafa varið gífurlegum fjárhæðum í orgel á undanförnum áratug eða svo. Íslenska þjóðkirkjan er í fremstu röð í heiminum hvað þetta varðar. Við erum stolt af því.“ „Boðandi kirkja á að vera spámann- leg í boðun sinni, spámannleg í kær- leika, og hún á að vera sjálfsgagn- rýnin í kærleika. Það verður að fara saman, svo boðun hennar verði ekki dægurmálaspjall eða yfirborðsleg vandlætingarsemi, hljómandi málm- ur og hvellandi bjalla.“ REYNIR HARÐARSON, Holtsbúð 14, Garðabæ. Dýrt er Drottins orð Frá Reyni Harðarsyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.