Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 12
                                                                  !  " #$% &$% '$( ')$* #+$' ,$% #+$+ &$+ +$( +$% &&$, )$& *,$) ,$, ($( #&$& #(#$+ ,,$+ &+$- %-$, #-$, -$, '$- %+$+ #'$+ &#($% ,$'. ,$+. &$-. %$-. +$#. %$,. %$(. %$,. %$&. %$'. /&$-. #$#. #$'. ')$+. &-$&. &-$'. ')$-. *+$#. %)$#. ,&$+. (#$*. )&$*. ,'$&. &*$-. &%$#. &)$%. #'$,. #%$%. #,$-. #*$*. )$). #-$#. *$*. ($#. '$*. ,$'. ($(. #)$(. ($(.   ($#. #,$#. #*$,. #-$&. %$-. *$'. *$#. -$-. %$-. &$&.  0%+.  0&,.  0%%. 111 111 111             23 4  5  6 80&+++$  8  39 0 01 : /  "  &+++ ;8/   0 011 <  06 80 4 1   11           1110!    "# 2 080#70  0&++% 2 0 = 80&++( ! 808 8=8 K ÖLD sturta fyrir Tyrkland,“ segir í fyrirsögn tyrkneska blaðsins Zaman á föstudag; daginn sem leiðtogafundi Evrópusambands- ins í Kaupmannahöfn lauk án þess að Tyrkir hefðu fengið nein bindandi fyr- irheit um það hvenær þeir gætu hafið viðræður um aðild að sambandinu. Um miðnætti á fimmtudagskvöld sýndi stór, stafræn klukka sem komið hafði verið upp and- spænis tyrkneska þinginu í Ankara mörg núll. Klukkan var búin að vera þarna í nokkrar vikur og sýndi niðurtalningu á sekúndunum fram að leiðtogafundi ESB – yfir klukkunni stóð: „Tími eftir að Evrópusambandinu.“ Fyrir flesta þing- mennina var niðurstaðan sem kom út úr Kaup- mannahafnarfundinum ófullnægjandi og enginn þeirra veit hvað tekur nú við. ESB-leiðtogarnir samþykktu á föstudaginn að fresta ákvörðun um það hvort hefja skyldi aðildarviðræður við Tyrki fram í desember 2004. Ráðamenn Tyrklands höfðu lagt allt í söl- urnar í aðdraganda Kaupmannhafnarfundarins til að þrýsta kollegum sínum í höfuðborgum ESB-landanna fimmtán til að heita því að aðild- arviðræður við Tyrki skyldu hefjast strax á næsta ári og nutu til þess m.a. liðsinnis George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hvað veldur því að ráðamenn 66 milljóna manna múslimaþjóðar, sem að langstærstum hluta býr ekki í Evrópu, finnst það vera svo gríðarlega brýnt að fá áþreifanleg fyrirheit um að land þeirra fái að semja um inngöngu í Evr- ópusambandið, hið efnahagslega og pólitíska bandalag Evrópuþjóða? Löng forsaga Rekja má löngun Tyrkja til að tilheyra Evr- ópu allt aftur til þess tíma er Kemal Atatürk fór í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar fyrir umbyltingu hins gamla Tyrkjaveldis í „veraldlegt“, nútíma- legt lýðveldi að vestrænni fyrirmynd. Verðir hinnar nýju stjórnskipunar, þar sem ríkisvaldinu var haldið strangt aðskildu frá geistlegu valdi íslams, hefur alla tíð verið tyrk- neski herinn. Þrisvar á síðustu áratugum hefur herinn tekið völdin í landinu og kom síðast rík- isstjórn frá völdum árið 1997, þar sem ríkjandi öfl í þeirri stjórn voru höll undir „íslamisma“ – þ.e. að hafa grundvallargildi íslamstrúar að leið- arljósi í stjórnmálum. En náin tengsl við Evrópu og samstarfsstofn- anir Vesturlanda hefur ótvírætt verið meðal hornsteina utanríkisstefnu Tyrkja í heilan mannsaldur. Árið 1948 var Tyrkland meðal stofnríkja Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu, síðar OECD, 1950 meðal fyrstu aðild- arríkja Evrópuráðsins og gekk í Atlantshafs- bandalagið 1952. Árið 1959 sóttu Tyrkir um aukaaðildarsamning að Efnahagsbandalagi Evrópu og upp frá því hefur spurningin um það að hversu miklu leyti veita eigi Tyrklandi aðild að sjálfu Evrópusambandinu (áður Evrópu- bandalaginu) verið til umræðu. Aukaaðild- arsamningur hefur verið í gildi síðan 1964 og hefur þróun hans náð hámarki með aðild Tyrk- lands að tollabandalagi ESB árið 1995. Tyrkir sóttu formlega um aðild árið 1987, þ.e. um fimm árum á undan austantjaldsríkjunum fyrrver- andi sem nú er búið að ganga frá aðildarsamn- ingum við. Árið 1997 ákváðu leiðtogar ESB loks, eftir heitar umræður, að votta Tyrklandi að það væri „framtíðaraðildarríki“ en uppfyllti ekki kröfur til þess á þessum tímapunkti. Á leið- togafundi í Helsinki í árslok 1999 var síðan skil- greint betur hvað Tyrkland þyrfti að gera til að teljast uppfylla skilyrði til að fá að hefja aðild- arviðræður. Tyrkneskir kjósendur krefjast „evrópskra“ lífskjara Nú háttar svo til, að eftir þingkosningarnar í nóvember situr meirihlutastjórn að völdum í Ankara í fyrsta sinn í 15 ár. Það er stjórn eins flokks, sem á rætur sínar í íslamisma. For- ystumenn hans vita, að þeir hlutu svo góða kosningu vegna þess að kjósendur voru að hafna gömlu flokkunum, sem gerðir voru ábyrg- ir fyrir skelfilegu ástandi efnahagsmála í land- inu. Og ef „meginstraums“-stjórnmálamenn eru sammála um eitthvað í tyrkneskum stjórn- málum er það sú von, að með því að tengjast „velmegunarklúbbnum“ ESB sem allra nánast geti Tyrkir horft fram á bjartari tíma með bætt- um lífskjörum, stöðugleika og öryggi. Það var þessi þrýstingur almenningsálitsins heima fyrir sem rak þá Abdullah Gul forsætis- ráðherra og Recep Tayyip Erdogan, leiðtoga stjórnarflokksins (sem af lögformlegum ástæð- um mátti ekki taka sæti forsætisráðherrans er flokkur hans myndaði ríkisstjórn) út í að þeyt- ast milli höfuðborga ESB-ríkjanna á síðustu vikum og sitja um leiðtoga þeirra á fundinum í Kaupmannahöfn og þrýsta á þá að gera sér kleift að flytja kjósendum heima í Tyrklandi þær fréttir, að það sjái fyrir endann á erfiðleik- unum; viðræður um aðild að ESB hefjist innan skamms. Fréttaskýrendur telja þá Gul og Erdogan einnig hafa lagt svo mikla áherzlu á að ferlinu fyrir aðildarviðræður yrði hleypt af stað á árinu 2003 vegna þess að þeir óttist að eftir fjölgun aðildarþjóðanna úr 15 í 25, sem kemur til fram- kvæmda 1. maí 2004, verði það hálfu erfiðara en fyrr að telja ráðamönnum ESB trú um að rétt sé að sambandið opni raðir sínar fyrir Tyrkjum. Andstaðan sé sennilega meiri meðal fátæku Mið- og Austur-Evrópuþjóðanna, auk þess sem gríski hluti Kýpur (sem fjandskapast við Tyrk- land svo lengi sem 40.000 manna tyrkneskur her heldur norðurhluta eyjarinnar hersetnum) verður þá meðal hinna 25 aðildarríkja þess. Vonbrigði Niðurstaðan varð mörgum Tyrkjum von- brigði. „ESB er að spila með okkur,“ hefur AP- fréttastofan eftir Yusuf Dordu, miðaldra Ank- arabúa. En sumir Tyrkir lýstu bjartsýni á að þeirri miklu orku, sem æðstu ráðamenn þeirra lögðu í að gera hosur sínar grænar fyrir Evr- ópusambandinu, sé nú hægt að beina að því að hrinda í framkvæmd þeim umbótum á lýðræðis- og efnahagskerfi landsins sem ESB fer fram á. „Það er nú undir ríkisstjórninni komið að snúa vonbrigðunum upp í jákvæða orku til upp- byggingar í átt að ESB,“ hefur AP eftir Ilter Turan, prófessor í stjórnmálafræði við Bilgi- háskólann í Istanbúl. Tyrkneska þingið hefur sl. ár staðið fyrir stórum áföngum að þeim umbótum sem ESB hefur sett sem skilyrði fyrir því að það komi til greina að hefja aðildarviðræður. Dauðarefsing hefur verið afnumin og heimild hefur verið veitt fyrir kennslu og útvarpssendingum á kúrdísku til hinna 12 milljóna Kúrda Tyrklands. Meðal þess sem ESB krefst af tyrkneskum stjórnvöld- um til viðbótar við þessar framfarir, vilji þau sýna að þeim sé alvara með því að ætla að gera landið hæft til fullrar aðildar að sambandinu, er að veita kúrdíska minnihlutanum frekari rétt- indi, stöðva pyntingar af hálfu lögreglu og slá ekki slöku við aðgerðir til að koma á meiri stöð- ugleika í efnahagslífinu. Ásökun um fordóma Í fyrstu viðbrögðum sínum við þeirri ákvörð- un leiðtoganna í Kaupmannahöfn um að koma ekki lengra til móts við óskir Tyrkja en raun bar vitni sakaði hann ESB-leiðtogana um fordóma. Síðar mildaði hann tóninn; „Við munum halda umbótastefnunni til streitu, ekki fyrir ESB, heldur fyrir borgara okkar sem eiga þær skild- ar,“ sagði hann. Það leikur lítill vafi á að þessu eru flestir Tyrkir sammála. „Við viljum sömu lífskjör, lýð- ræði og frelsi og Evrópubúar njóta,“ segir Ank- arabúinn Yusuf Dordu. „Við viljum lifa eins og Evrópubúar.“ Það nægir að líta á nokkrar tölur til að sjá hversu miklu grettistaki þarf að lyfta ef þessi draumur Dordu og landa hans á að rætast. Meðaltekjur á mann í Tyrklandi eru lægri en jafnvel í fátækasta fyrrverandi kommún- istaríkinu sem nú eru búin eða eru enn að semja um inngöngu í ESB (sbr. töflu). Yfir tveir fimmtuhlutar vinnuaflsins starfa við frum- stæðan landbúnað. Hagstærðir eins og gengi tyrknesku lírunnar, vextir og verðbólga hafa verið mjög sveiflukenndar. Spilling er viður- kennt vandamál í stjórnkerfinu og skilvirkni í réttarkerfinu er ábótavant. Og svona mætti lengi telja. Það er því ljóst, að jafnvel þótt svo fari að í lok árs 2004 komist ESB að þeirri niðurstöðu að framfarirnar í Tyrklandi teldust nægilegar til að réttlæta að hafnar yrðu aðildarviðræður á árinu 2005, eins og nú þykir sennilegt, myndu þær taka mörg ár og tilheyrandi aðlögunarferli tyrknesks efnahags- og stjórnkerfis að lögum og reglum ESB útheimta að tyrknesk stjórn- völd lyfti gríðarlegu grettistaki. Gul nefndi fordóma. Þar átti hann eflaust við að hin „kristna Evrópa“ vildi að hans mati hafna Tyrkjum einfaldlega vegna þess að þeir eru flestir múslimar. Eins og nýleg ummæli Valery Giscard d’Estaings, fyrrverandi forseta Frakklands sem nú gegnir formennsku í hinni svokölluðu Ráð- stefnu um framtíð Evrópu (sem er e.k. stjórn- lagaþing ESB), þar sem hann lýsti því yfir að innganga Tyrklands í ESB myndi þýða endalok Evrópusambandsins, sem og niðurstöður úr ný- legum skoðanakönnunum, bera vott um það hve djúpt fyrirvarar gegn því að líta á Tyrkland eins og hvert annað Evrópuríki rista djúpt víða í álf- unni, jafnvel meðal háttsettra fulltrúa ESB. Sumum um og ó Þegar menn reyna að sjá Tyrkland fyrir sér sem aðildarríki ESB verður sumum líka um og ó við að líta á aðrar tölur en hagtölurnar sem hér að ofan voru raktar. Með Tyrkland í ESB yrðu múslimar í sambandinu fleiri en allir kristnir mótmælendur. Og vegna tiltölulega hraðrar fólksfjölgunar stefnir í að Tyrkir verði orðnir um 90 milljónir í kring um árið 2012 (til samanburðar: þeir voru um 12 milljónir við lýð- veldisstofnun fyrir um 80 árum). Þar með yrðu þeir fjölmennasta aðildarþjóð ESB og hefðu – a.m.k. eins og reglur sambandsins eru núna – tilkall til forystuhlutverks og meira vægis í ákvarðanatöku en öll önnur aðildarríki, að ekki sé minnst á tilkall til að fá meira út úr lífs- kjarajöfnunar- og uppbyggingarsjóðum sam- bandsins en nokkurt annað land. Eitt er að minnsta kosti víst; Evrópusamband með fullri aðild Tyrklands yrði gerbreytt frá því sambandi Evrópuríkja sem við nú þekkjum. AP Abdullah Gul, forsætisráðherra Tyrklands (t.v.), og Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi tyrkneska stjórnarflokksins (t.h.), ræða við þá Jacques Chirac Frakklandsforseta (annar f.v.) og Gerhard Schröder, kanzlara Þýzkalands, á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn. Evrópudraumur Tyrkja Tyrkir eru vonsviknir yfir því að fá ekki að hefja aðildar- viðræður við ESB á næsta ári. Auðunn Arnórsson rekur hér hvers vegna Tyrkjum þykir svo brýnt að geta horft fram á inngöngu í sambandið. ’ Það stefnir í að Tyrkirverði orðnir um 90 millj- ónir í kringum árið 2012. Með ESB-aðild yrðu þeir fjölmennasta aðildarþjóð- in og hefðu þar með tilkall til forystuhlutverks. ‘ auar@mbl.is 12 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.