Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 31 ÁRLEGIR jólatónleikar Kamm- ersveitar Reykavíkur verða haldn- ir í Áskirkju kl. 17 í dag, sunnu- dag. Þar verða flutt verk eftir Georg Fr. Händel, Antonio Vivaldi og Josef Haydn. Kammersveitin hefur þá venju að bjóða ungum og efnilegum hljóðfæraleikurum að koma fram sem einleikarar á jólatónleikum sínum. Að þessu sinni koma fram fjórir ungir menn, sem allir hafa nýlega lokið framhaldsnámi er- lendis. Þetta eru þeir Stefán Ragn- ar Höskuldsson flautuleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleik- ari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Stefán Jón Bern- harðsson hornleikari. Einleikararnir ungu segja það kærkomið tækifæri að fá að spila með Kammersveit Reykjavíkur og koma saman eftir að hafa sótt framhaldsnám í ólíkum löndum. „Við þekkjumst vel, enda vorum við á sama tíma í Menntaskólanum í Hamrahlíð og í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Það er því gam- an fyrir okkur að koma saman að leika á faglegum grundvelli. Það má segja að við séum staddir á sams konar tímamótum í okkar ferli, allir erum við að leitast við að hasla okkur völl, og erum margir hverjir með annan fótinn heima og hinn erlendis, eftir því hvar tækifærin bjóðast, og hvaða vettvangur hentar hverjum og ein- um,“ segir Sigurður Bjarki, en hann nam við Manhattan School of Music og Juilliard í New York og leikur með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hrafnkell Orri leikur einnig með Sinfóníunni, en hann lauk framhaldsnámi við tónlist- arháskólann í Lübeck í síðastliðið vor. Stefán Ragnar Höskuldsson stundaði framhaldsnám við Royal Northern College í Manchester en er búsettur í New York þar sem hann vinnur að ýmsum verkefnum, milli þess sem hann kemur heim til að spila. Stefán Jón Bernharðsson lauk nýlega framhaldsnámi við Tónlistarháskólann í Osló og hefur frá því í sumar gegnt reynslustöðu sem 1. hornleikari í óperuhljóm- sveitinni í Malmö. Efnisskrá tónleikanna er að sögn einleikaranna vönduð og að- gengileg, og verða verk frá bar- okktímabilinu efst á baugi, líkt og venja er á jólatónleikum sveit- arinnar. Kammersveitin mun í fyrstu flytja Komu drottning- arinnar af Saba eftir Händel. Þá mun Stefán Ragnar flytja Flautu- konsert í g-moll eftir Antonio Viv- aldi. Um er að ræða þematískt verk sem byggist á sterku nátt- úrumyndmáli líkt og einkennandi er fyrir Vivaldi. „Þessi konsert heitir Nóttin og valdi ég hann í samráði við Kammersveitina í til- efni af skammdeginu sem nú ríkir. Þar er tjáð ferli sem liggur frá næt- urmyrkri til sólarupp- rásar,“ segir Stefán Ragn- ar. Þeir Hrafnkell Orri og Sigurður Bjarki munu leika konsert fyrir tvö selló í g-moll eftir Antonio Vivaldi með Kammersveit- inni. „Vivaldi samdi mikið af sellókonsertum en þessi er sérstakur að því leyti að þar er gert ráð fyrir tveimur einleikurum á selló,“ segir Hrafnkell. Stefán Jón mun leika einleik í hornkonsert nr 1. í D-dúr, eitt af eldri verk- um tónskáldsins. „Það er ekki mikið til af barokkverkum fyrir horn, en þessi konsert leikur á mörkum barokks og klassíkur. Hann býður upp á túlkun sem dregur fram barokkþættina í verkinu, og mun ég taka þann pól- inn í hæðina í flutningnum,“ segir Stefán Jón. Í lok efnisskrárinnar flytur Kammersveitin Concerto grosso nr. 2 eftir Händel. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Stefán Ragnar og Sigurður Bjarki leika með Kammersveit Reykjavíkur en þeir héldu m.a. með sveitinni í tónleikaferð til Þýskalands síðastliðið sumar. „Þetta er þó í fyrsta sinn sem við leikum einleik með kamm- ersveitinni og á það við um okkur alla fjóra. Slík samvinna er mjög lærdómsrík fyrir einleikara, því í kammersveitarflutningi er enginn stjórnandi. Einleikarinn verður þannig leiðandi í flutningnum og kallar það á náið samspil milli ein- leikara og hljómsveitar. Það er ekki svo oft að maður fær tæki- færi til að spreyta sig á slíkum flutningi,“ segir Stefán Ragnar að lokum. Náið samspil Sigurður Bjarki Gunnarsson, Stefán Ragnar Höskuldsson og Hrafnkell Orri Egilsson. Stefán Jón Bernharðsson var ókominn til landsins þegar myndin var tekin. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Helgarsprengja Vinsælu gull- glösinmeð 40% afslætti í dag 40% afsláttur af öllu jólaskrauti í dag Tilboðið gildir aðeins sunnudaginn 15. desember. 1.199kr verð áður 1.999kr Verð dæmi: 6 stk. í pakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.