Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Sveins-dóttir fæddist á Sperðli í Vestur- Landeyjum 18. nóv- ember 1920. Hún lést á Landspítalanum 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru þau hjónin Sveinn Sveinsson, f. 23.4. 1884, d. 1.3. 1972, og Helga Jóns- dóttir, f. 3.10. 1879, d. 14.8. 1968, bændur á Kotvelli í Hvol- hreppi. Bróðir Helgu var Hermann Sveins- son, f. 11.8. 1919, d. 27.8. 2001, m. Guðrún Helga Jónsdóttir frá Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum, f. 20.3. 1929. Dóttir Helgu og Árna Björnssonar, f. 13.12. 1908, d. 31.5. 1991, er Sigrún Helga, kennari við Menntaskólann á Eg- ilsstöðum, f. 12. 2. 1949. Hinn 30. desember 1969 giftist Helga Sigurði Dagnýssyni, ættuð- um frá Seyðisfirði, f. 25.7. 1925, d. 3.11. 2002. Foreldrar hans voru þau hjónin Dagnýr Kristinn Bjarnleifsson skósmiður, f. 15.6. 1901, og Steinunn Gróa Sigurðar- dóttir, f. 26.12. 1903. Fyrri kona Sigurðar var Katrín Sigurðar- dóttir frá Seyðisfirði, f. 24.7. 1926, d. 5.3. 1962. Börn Sigurðar og Katrínar eru: Leifur Kristinn, garðyrkjumaður, f. 27.6. 1946, d. 3.1. 1977; tvíburar andvana fædd- ir 31.8. 1948; Steinar Eiríkur, sjó- maður, f. 26.11. 1949, d. 20.7. 1996, m. Sigríður Gunnarsdóttir, f. 24.8. 1948; Guðný, starfsmaður hjá Tollstjóraembætt- inu, f. 24.3. 1952, m. Árni Hreiðar Þor- steinsson bílstjóri, f. 29.12. 1950; Stein- unn Lilja, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 24.9. 1958, m. Kristinn Kristinsson vélstjóri, f. 20.4. 1958, og Björgvin, f. 20.9. 1960, d. 22.9. 1960. Dóttir Katrínar með Birni Guðmunds- syni, f. 29.9. 1921, er Anna Sigríður, húsmóðir í Grindavík, f. 31.1. 1945, m. Enok Guðmundsson stýrimaður, f. 23.10. 1943. Barnabörn og barna- barnabörn Helgu og Sigurðar eru nú 34. Eftir að hafa lokið fullnaðar- prófi, eins og þá tíðkaðist, fór Helga í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Eftir það vann hún á býli foreldra sinna á Kotvelli. Árið 1956 flutti Helga til Kópavogs og fór að vinna í mjólkurbúð, fyrst á Hlíðarveginum, síðar á Sjónarhóli í Hafnarfirði. Er þessi tegund búða var lögð niður og matvöru- verslanir fóru að höndla með mjólkurvörur gerðist Helga póst- ur og bar út bréf og blöð til íbúa í norðurbæ Hafnarfjarðar þar til starfsævi hennar lauk. Útför Helgu verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, mánudaginn 16. desem- ber, og hefst athöfnin klukkan 15. Helga ólst upp hjá foreldrum sín- um, þeim Helgu og Sveini, á Kot- velli í Vallakrók í Hvolhreppi. Vallakrókurinn liggur upp frá Hvolsvelli í átt til Heklu, vestan Þríhyrnings og Árgilsstaðafjalls og austan Eystri-Rangár. Í Vallakrók stóðu þá átta bæir og var mikill samgangur þeirra á milli. Sem dæmi um samheldni og vináttu íbúa í Króknum má nefna að á jólum voru ávallt haldin boð til skiptis á bæjunum á jóladag, annan í jólum, á gamlárskvöld og á nýárskvöld. Í þessum veislum var margt sér til gamans gert, mikið sungið og leikið undir á orgel og farið í ýmsa sam- kvæmisleiki. Náði gleðin yfirleitt hámarki í hinum sívinsæla bókaleik, þar sem tvö lið léku titla á nýút- komnum bókum til skiptis og átti hitt liðið að geta upp á réttri bók. Ekki má gleyma rausnarlegum kaffiveitingum og kepptust bæirnir við að bjóða upp á sem glæsileg- astar stríðstertur, flatkökur með hangikjöti og annað góðgæti. Þetta samfélag í Vallakróknum mótaði Helgu mjög í uppvextinum og átti sveitin, Hvolhreppurinn og Rangárþing, ávallt hug hennar og hjarta. Á Kotvelli var oft mann- margt á sumrin. Kaupamenn og -konur, vinir og ættingjar, sem komu til þess að taka þátt í hey- skapnum, renna færi í Rangána, tína krækiber í Nesinu eða Krapp- anum, hleypa Skol og Jarp á skeið og yfirleitt til þess að njóta sum- arstemmningarinnar í fögru um- hverfi. Er Helga fór að nálgast þrítugt fór hún í vist suður til Reykjavíkur. Í höfuðstaðnum kynntist hún Árna Björnssyni og átti með honum dótt- ur, Sigrúnu Helgu. Er Sigrún var á fyrsta ári varð móðir Helgu veik og var hún þá kölluð heim að Kotvelli til þess að hjálpa til á býlinu. Tók Helga þessum breytingum mjög vel enda hafði hún yndi af sveitastörf- um og var mikill dýravinur. Mátti oft sjá hana læðast út síðla á vetr- arkvöldum, þegar hjarn lá yfir jörð, til þess að „gefa hestunum góða tuggu“, en í þá daga tíðkaðist að gefa hrossum moð og lakara hey því mjólkurkýrnar gengu fyrir. Á Kotvelli dvaldi Helga til ársins 1956 en þá hafði Hermann bróðir hennar kvænst Guðrúnu Jónsdóttur frá Kálfsstöðum í Landeyjum og fannst nú Helgu tími til kominn að kanna heiminn á nýjan leik. Flutti hún þá í Kópavog og fór að vinna í mjólkurbúð. Þótti Helgu þetta lif- andi og skemmtilegt starf, en í þá daga hafði afgreiðslufólk mun meiri samskipti við viðskiptavini en í mat- vörubúðum í dag enda varan afhent yfir búðarborðið. Er mjólkurbúð- irnar voru lagðar niður ákvað Helga að gerast póstur, sagði að sér veitti ekki af hreyfingunni. Helga hafði einnig mjög gaman af starfi sínu hjá Póstinum og bæði þar og hjá Mjólkursamsölunni eignaðist hún góða vini sem hún hélt sam- bandi við til æviloka. Árið 1969 giftist Helga Sigurði Dagnýssyni, sem þá var ekkjumað- ur. Átti Sigurður fjögur börn með Katrínu Sigurðardóttur frá Seyð- isfirði sem lést árið 1962. Elstur var Leifur, sem ólst upp hjá foreldrum Sigurðar, síðan komu Steinar, Guðný og Steinunn Lilja. Auk þess- ara barna átti Katrín eina dóttur fyrir, þegar hún kynntist Sigurði, Önnu Sigríði Björnsdóttur. Við þessi umskipti eignaðist Helga allt í einu stóra fjölskyldu og átti það svo sannarlega við sveitakonuna sem var vön stórum heimilum og miklu félagslífi í Vallakróknum. Eitt aðaláhugamál Helgu var matargerð og voru mestu ánægju- stundirnar í lífi hennar eflaust þeg- ar gesti bar að garði til þeirra Sigga á Miðvanginum. Hafði hún þá tæki- færi til að tína fram allt það góð- gæti sem hún lumaði ávallt á enda búkona mikil. Voru fjölskylduboð þeirra hjóna á jóladag til dæmis at- burður sem enginn í fjölskyldunni vildi missa af. Helga var æðrulaus kona sem tók því sem að höndum bar með stó- ískri ró. Þegar við systurnar vorum að hafa áhyggjur af hlutunum var hún vön að svara: „Hvað, vertu ekki að hafa áhyggjur af þessu. Þetta fer allt einhvern veginn.“ Það var að- eins eitt, sem kom þessari rólyndu konu úr jafnvægi: ef á vegi hennar varð mús. Þá sýndi hún ótrúleg til- þrif við að bjarga sér. Lífsspeki Helgu fólst í því að kunna að njóta hinna einföldu ánægjustunda. Hún var mjög félagslynd, hjálpsöm og afar framtakssöm manneskja. Dreif til dæmis í því um fimmtugt að taka bílpróf og eyddi eftir það jafnmikl- um tíma undir stýri og hver með- alatvinnubílstjóri. Þræddu þau Siggi flesta fólksbílafæra vegi landsins í sumarfríum og höfðu mikið yndi af. Þótti fjölskyldunni oft nóg um „glæfralegar ferðir gömlu hjónanna“. Helga og Sigurður eða Siggi, eins og hann var alltaf kallaður, voru af- skaplega samhent og samrýnd hjón. Ef sjóferðir Sigga eru und- anskildar vitum við ekki til, að ann- að hvort þeirra hafi nokkru sinni tekið sér ferð á hendur án hins að- ilans. Því var það þegar Helga vaknaði eftir að hafa legið meðvit- undarlaus í heila viku við upphaf veikinda sinna um miðjan október og við systurnar og tengdabörnin fórum í þá erfiðu för að segja henni að Siggi hefði fengið heilablóðfall og væri honum ekki hugað líf, að hún brást við snöggt og sagði: „Þá er best að ég drífi mig líka.“ Kröft- ugum mótmælum svaraði gamla konan um hæl: „Hvað, dettur ykkur í hug að hann fari einn?“ Og sú varð og raunin að hann Siggi fór ekki einn, heldur „dreif“ Helga móðir okkar sig á eftir honum mánuði síð- ar. Við systurnar óskum þeim báð- um alls hins besta á þeirri ævin- týraför, sem þau eru nú lögð af stað í. Við erum búnar að læra að það þýðir ekkert að vera að hafa áhyggjur af gömlu hjónunum okkar og erum fullar þakklætis fyrir þann tíma sem við fengum að njóta sam- vista við þessar góðu og heiðarlegu manneskjur. Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Guðný Sigurðardóttir, Anna Sigríður Björnsdóttir, Sigrún Árnadóttir. Okkur systurnar langar að kveðja hana ömmu okkar sem okk- ur þykir svo vænt um með fáeinum fátæklegum orðum. Elsku amma það er svo sárt að hugsa til þess að núna verða ekki fleiri heimsóknir til þín og afa á Miðvanginn, og ekkert kaffi og kökur eins og venjulega hjá ykkur, ekkert talað um daginn og veginn og gamla daga. Og í þínum veikindum, elsku amma, talaðir þú um að þú værir ekki eilíf, en hjá okkur verður þú það í minningum okkar um þig. Elsku amma, það verður erfitt að koma ekki eins og venjulega til ykkar á jóladag, í allar kræsing- arnar sem þú og afi bjugguð til og alla gleðina sem þetta veitti okkur. Ekki kom annað til mála hjá okkur eftir að við fórum sjálfar að búa að alltaf var jóladagur frátekinn til að vera með ykkur og fjölskyldunni sem var samankomin hjá ykkur. Þegar við vorum litlar og bjuggum í Reykjavík var flestalla sunnudaga farið til ykkar og ef ekki var farið vorum við mjög svo svekktar, og yf- irleitt gripum við til þess ráðs að syngja hástöfum: Amma og afi. Það eru til svo margar minningar sem við munum geyma í hjörtum okkar um þig og afa, elsku amma. Það var erfitt fyrir þig þegar afi lést núna 3. nóvember, en eins og venjulega barstu höfuðið hátt og fylgdir honum þó að þú værir mikið veik, en núna eruð þið vonandi búin að hittast aftur og getið tekið gleði ykkar aftur og verið saman áfram. Elsku amma, við þökkum fyrir að hafa fengið að eiga þig fyrir ömmu og alla ást og gleði sem þú veittir okkur og okkar fjölskyldum. Við kveðjum þig, elsku amma, með þessu versi: Hærra, minn guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn guð, til þín hærra til þín. (M. Joch.) Elsku Sissa, Lilja, Anna Sigga, Sigga og mamma. Samúðarkveðjur. Katrín, Helga Sæunn, Steinunn og fjölskyldur. Margar eru minningarnar um hana ömmu mína. Hún kvaddi okk- ur hinn 4. desember, u.þ.b. mánuði eftir honum afa. Þau voru mjög samrýnd hjón og gerðu margt sam- an . Hún amma var alltaf til staðar HELGA SVEINSDÓTTIR Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og mágur, RAGNAR STEINDÓR JENSSON, Skeljagranda 5, Reykjavík, lést á gjörgæslu Landspítala Hringbraut laug- ardaginn 7. desember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Edda Björk Ragnarsdóttir, Katrín Þórný Jensdóttir, Mikael Þórarinsson, Jenný Karla Jensdóttir, Guðrún Jensdóttir, Hermann Stefánsson. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, ÁRNA HÉÐINS TYRFINGSSONAR, Réttarholti 12, Selfossi. Sérstakar þakkir og hlýhug sendum við öllu því yndislega starfsfólki á deild 11-E á Land- spítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýlega framkomu við aðstandendur. Óskum ykkur gleðilegra jóla og guð blessi ykkur. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Alfreðsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA THEODÓRSDÓTTIR, til heimilis að Felli, Skipholti 21, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 11. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 15.00. Sigurbjörg Albertsdóttir, Björn Reynisson, Reynir Björnsson, Jóhann Gunnar Björnsson, Tómas Björnsson, Vala Albertsdóttir, Guðjón Þór Steinsson, Helga Guðjónsdóttir, Jón Hjaltalín Gunnlaugsson, Hjörtur Guðjónsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Albert Steinn Guðjónsson, Jórunn Atladóttir, Heimir Þór Guðjónsson, Bjargmundur Albertsson, Alda Guðmannsdóttir, Guðmann Bjargmundsson, Jóhann Gunnar Bjargmundsson og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ LÚÐVÍKSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni föstudagsins 13. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar Þóra Hallgrímsdóttir, Árni Þór Árnason, Þórunn Haraldsdóttir, C. Frank Faddis, Ingibjörg Haraldsdóttir, Grétar H. Óskarsson, Edda Björnsdóttir, Halldór Jón Sigurðsson, Lára Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GÍSLI SIGURÐUR SIGURÐSSON, Bárugötu 19, Reykjavík, lést föstudaginn 29. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd ættingja, Sigurður Sigurðsson, Guðrún Reykdal, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Helena Bergmann, Sigurður Kristinn Sveinbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.