Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 37 JAFNAÐARLEGA er eitthvað uppi á veggjum hinnar framúrskar- andi veitingabúðar Hafnarborgar, á stundum tengist það athöfnum í sýn- ingarsölum hússins, einnig um að ræða sjálfstæðar sýningar. Naumast ástæða til að geta slíkra sérsaklega, iðulega settar upp til að kvikka upp á rýmið og gestum til augnayndis, frekar en að um úrskerandi framtak sé að ræða sem staðnæmst skuli við. En að þessu sinni er eitt slíkt á ferð sem dregur óspart athyglina að sér og mjög í samhljómi við dularmögn og töfra vetrarsólhvarfanna. Um er að ræða myndlýsingar Brians Pilk- ingtons við hin sígildu Grýlukvæði Jóhannesar í Kötlum, settar upp í tilefni útkomu bókarinnar, Jólin okkar, og að sjálfsögðu jólanna í bland. Myndverkin vöktu sérstaka athygli mína er ég var þar á ferð á dögunum, bæði fyrir græskulausa kímni og þann gáska og gleði sem frá þeim streymir, mestu skiptir þó hinn sannverðugi undirtónn. Á ég við að myndverkin séu þá ekki ein- ungis vel útfærð og tæknilega brillj- ant eins og flest er frá Pilkington kemur, heldur hreyfi hann meir en í annan tíma við því alveg sérstaka andrúmi er tengist íslenzkum jólum. Eitt er að gera hlutina tæknilega vel úr garði, annað að gæða þau sann- verðugum undirtón sem hleypir fiðr- ingi í yngstu kynslóðina og kemur þeim í jólaskap. Þá eru myndirnar líka sumar hverjar markvissari og heillegri í útfærslu en ég hef séð til þessa manns, þannig séð kostulegar til skoðunar fullorðnum einnig óborganlegt að hafa milli handanna þegar Grýlukvæðin eru lesin upp fyrir börnin. Satt að segja er svo mikið af grunnfærum og yfirborðs- legum vinnubrögðum samfara jólun- um að maður er löngu búinn að fá nóg af, og tekur við sér er fram kem- ur eitthvað sem kemur manni í gott skap, ber í sér safa og vaxtarmagn. Lifir hátíðirnar. Skúlptúrkeramik Fastagestir Hafnarborgar hafa vafalítið tekið eftir því að hársnyrt- irinn hinum megin Fjarðargötu, gegnt Apotekinu, hefur upptendrast af athafnasemi stofnunarinanr. Leggur stundum orð að með sýn- ingum í húsakynnum sínum, þau líka um árabil aðsetur virðulegs mynd- húss með litlum en notalegum horn- sal. Yfirleitt um að ræða sýningar á lægri nótunum enda enginn hávaði í kringum þær og við spekingarnir ekki undirlagðir neinum tiltakanleg- um sperring í nágrenni þeirra. Þó kemur fyrir að athyglin beinist að þeim, þannig rétt og sjálfsagt að beina sjónum þangað inn. Svo er um þessar mundir varðandi sýningu ungrar listakonu, búsettri í Kolding í Danmörku og hefur haslað sér þar völl eftir að námsferli lauk. Nafn hennar er Árný Birna Hilmarsdótt- ir, og hún hefur auk listnámsins einnig numið í Fósturskóla Íslands og Kennaraháskólanum. Hefur hald- ið yfir tug sýninga en virðast allar meira í kynningarformi en mark- tækar sérsýningar. Sýningin hjá hársnyrtinum er líka í látlausara forminu og markar í sjálfu sér engin tímamót, en hefur ekki einhver sagt að sígandi lukka sé best? Í öllu falli er um fullgild vinnubrögð ungrar listakonu á upphafsreit að ræða og því skylt að vekja athygli á henni hér. LIST OG HÖNNUN Hafnarborg/kaffistofa Opið alla daga nema þriðjudga frá 11– 17. til 22. desember. Aðgangur ókeypis. MYNDLÝSINGAR BRIANS PILKINGTONS „Jólin okkar“ Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Brian Pilkington: Gluggagægir. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Árný Birna Hilmarsdóttir: Verk á borði. AFHENT voru í þriðja sinn á dög- unum Bókmenntaverðlaun starfs- fólks bókaverslana. Bóksalar um allt land kusu um bestu bækurnar í sex flokkum. Í flokki Besta íslenska skáldsagan var valin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason. Besta þýdda skáldsagan var Áform eftir Michel Houellebecq í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Tvær bækur voru valdar Besta íslenska barnabókin: Blíðfinnur og svörtu teningarnir – ferðin til targ eftir Þor- vald Þorsteinsson og Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur. Besta þýdda barnabókin var valin Skuggasjónaukinn eftir Philip Pull- mann í þýðingu Önnu Heiðu Páls- dóttur. Í flokknum Besta ljóðabókin varð hlutskörpust Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Í flokknum Besta ævisagan KK – Þangað sem vindurinn blæs eftir Einar Kárason. Besta hand/fræði- bókin var valin Ísland í hers höndum eftir Þór Whitehead. Bestu bækurn- ar að mati starfsfólks bókaverslana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.