Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 25 Fjölnota íþrótta- húsið á Akureyri Boginn skal það heita ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á næstsíðasta degi síð- asta árs að velja nafnið Boginn á hið nýja fjölnota hús bæjarins á félagssvæði Þórs við Skarðs- hlíð. Alls bárust 48 hugmyndir frá 29 aðilum í hugmyndasam- keppni um nafn á húsið. Stefnt er að því að formleg vígsla hússins fari fram laugar- daginn 18. janúar nk. Akur- eyrskir knattspyrnumenn eru þó þegar farnir að nota húsið til æfinga og keppni og eru bros- andi út að eyrum yfir aðstöð- unni. Í húsinu er knattspyrnu- völlur í fullri stærð og aðstaða fyrir frjálsíþróttafólk. Þá er einnig gert ráð fyrir því að kylf- ingar, skotmenn og jafnvel fleiri fái tíma til æfinga í húsinu. KJÖR íþróttamanns ársins í Dalvíkurbyggð var tilkynnt fyrir áramót. Hvert félag út- nefnir sinn íþróttamann til að keppa um þennan titil. Til- nefndir voru að þessu sinni: Stefán Friðgeirsson hestamað- ur, Bergvin Gunnarsson körfu- boltamaður, Ómar Sævarsson frjálsíþróttamaður, Örvar Ei- ríksson knattspyrnumaður, Sigurður Óskarsson golf- maður, Þorgerður Svein- björnsdóttir sundkona, Frið- mundur Guðmundsson blakmaður og Björgvin Björgvinsson skíðamaður sem varð fyrir valinu sem íþrótta- maður Dalvíkurbyggðar árið 2002. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Björgvin Björgvinsson skíðamaður var valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar. Björgvin íþróttamað- ur Dalvíkurbyggðar DalvíkurbyggðRÚMLEGA tvítugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi vegna nokkurra brota, en fullnustu 7 mánaða af refsingunni var frestað og mun falla niður haldi maðurinn almennt skilorð næstu 3 ár. Frestunin er bundin því skilyrði að maðurinn sæti á skilorðstímanum umsjón á vegum Fangelsismálastofnunar. Þá var maðurinn sviptur ökurétti ævi- langt, gert að greiða um 24 þúsund krónur í skaðabætur og um 12 þúsund krónur í sakarkostnað, en annar sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Maðurinn var m.a. ákærður fyr- ir umferðarlagabrot, með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda, þá var hann ákærður fyrir að brjóta rúðu á Hótel Norðurlandi og loks fyrir húsbrot, eignaspjöll og tilraun til líkamsárásar með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð á Akureyri m.a. í þeim tilgangi að misþyrma húsráðanda. Játaði maðurinn skýlaust brot sín hvað varðar brot á umferð- arlögum sem og rúðubrotið, hús- brotið og eignaspjöllin en neitaði alfarið sakargiftum varðandi til- raun til líkamsárásar og dró til baka frásögn sína hjá lögreglu þar um. Fram kemur í dómi Héraðs- dóms að sakfelling verði ekki reist á því sem skráð er eftir honum í lögregluskýrslu nema önnur gögn styðji nægilega framburð hans og þá sé einnig til þess að líta að hús- ráðandi var ekki heima og hugsun ein sé ekki nægur grundvöllur refsiábyrgðar. Ekki þótti því fram komin lögfull sönnun um sekt hvað þetta sakaratriði varðar. Maðurinn hefur frá árinu 1998 sjö sinnum hlotið refsidóma vegna ýmissa mála. Í fangelsi fyrir hús- brot og eignaspjöll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.